Morgunblaðið - 04.10.1989, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTOBER 1989
Er LÍ Ú á móti
auðlindaskattí?
Kennsla í portúgölsku
við Háskóla Islands
eftirEinar
Júlíusson
„Ég er algerlega andvígur öllum
hugmyndum um auðlindaskatt eða
sölu veiðileyfa,“ segir Sveinn
Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur
LIÚ, í Morgunblaðinu 27. septem-
ber. Hvað er þetta annað en þvætt-
ingur? LÍÚ er ekkert á móti auð-
lindaskatti eða veiðileyfasölu al-
ímennt. Talar Sveinn líka fyrir
Grétar Friðriksson á Þórshöfn sem
segir á baksíðu sama blaðs: „Við
höfum ekki efni á að kaupa
þorskkvóta fyrir 25 kr. kílóið.“
Hver er að leggja þennan auð-
lindaskatt á skipið hans, Stakfell?
Eru það ekki félagar í LÍÚ? Tutt-
ugu og fimm krónur á þorskkíló,
það jafngildir tug milljarða á allan
þorskaflann, hátt annan tug millj-
arða á allan fiskaflann. Hver hefur
gefið þessum lénsherrum rétt til
að leggja tugmilljarða króna árleg-
an auðlindaskatt'á þá sem kepp-
ast við að draga okkur björg í bú?
„Eiga menn að verða gjald-
þrota?“ spyr Sveinn. „Við höfum
ekkert séð enn sem tryggir það
að afkoma útgerðarinnar verði
bætt með þeim hætti að hún ráði
við kaup á veiðileyfum... “ „Ég
sé ekki að við fáum tekjur á móti.“
Nei, það er ekki von að hann
eða LIÚ (við) sjái eitt eða neitt,
því það á ekkert að bæta útgerð-
inni auðlindaskattinn hvorki með
hækkuðu fiskverði, gengislækkun,
styrkjum eða millifærslum af
neinu tagi.
Veit hagfræðingur LÍÚ ekkert
hvað auðlindaskattur er? Hvernig
getur hann ímyndað sér að' hann
fái tekjur á móti? Heldur hann
e.t.v. að þetta eigi að vera einhver
millifærsla úr einum vasa útgerð-
arinnar í annan? Hvernig hafði
LÍÚ hugsað sér að bæta Stakfell-
inu það veiðileyfaverð sem það
þarf að borga til að fá að þalda
áfram að veiða fisk við ísland
fremur en sigla til Kanada? Þeir
sem velja sér að beijast gegn auð-
lindaskatti áratugum saman og
valda þar með ómældu tjóni, eiga
a.m.k. rétt á að fá ad vita á móti
hveiju þeir eru að beijast.
' Sú kynslóð sem á að erfa rofa-
börðin, ördeyðuna og skuldirnar á
rétt á þessum milljarðatugum en
ekki lénsherrar LIÚ. Spillinguna
verður að uppræta og útgerðin á
ekki að fá í sinn hlut eitt eða neitt
annað en stóraukinn afla á fiski-
skip, aukinn heildarafla, vaxandi
fiskistofna, fijálsan markað, heil-
brigða samkeppni og traust at-
vinnulíf. Þá eiga þeir sem nú neyð-
ast til að kaupa sinn kvóta á því
uppsprengda verði sem LÍÚ setur
upp, og skrimta samt, að fá að
lifa og græða. Hinir sem safna
■botnlausum skuldum og lifa á því
að selja okkar óveidda þorsk, já,
þeir eiga að verða gjaldþrota.
Höfundur er eðlisfræðingur.
Atlantshafsbandalagið mun
veita nokkra fræðimannastyrki
til rannsókna í aðildarríkjum
bandalagsins á háskólaárinu
1990-1991. Markmið styrkveit-
inganna er að stuðla að rann-
sóknum og aukinni þekkingu á
málefnum er snerta Atlants-.
Korpa heldur fiind
ITC deildin Korpa Mosfellsbæ
heldur fund miðvikudaginn 4. októ-
ber í Hlégarði klukkan 20 stundvís-
lega. Fundurinn er öllum opinn.
Einar Júlíusson
„Þeir sem velja sér að
berjast gegn auðlinda-
skatti áratugum saman
og valda þar með
ómældu tjóni, eiga
a.m.k. rétt á að fá að
vita á móti hverju þeir
eru að berjast.“
hafsbandalagið og er stefnt að
útgáfu á niðurstöðum rannsókn-
anna.
Alþjóðadeild utanrikisráðuneyt-
isins veitir upplýsingar um fræði-
mannastyrkina og lætur í té um-
sóknareyðublöð.
Styrkirnir nema nú um 277
þús. íslenskum krónum (180 þús.
belgískum frönkum og er ætlast
til að unnið verði að rannsóknum
á tímabilinu frá maí 1990 til árs-
loka 1991.
Einnig er greiddur nauðsynleg-
ur ferðakostnaður, en gert er ráð
í FYRSTA sinn er nú á haust-
misseri boðið upp á námskeið í
portúgölsku við heimspekideild
Háskóla Islands f samvinnu við
Endurmenntunarnefnd HI. A
tímabilinu 1. október-31. nóv-
ember verður haldið byrjenda-
námskeið í portúgölsku. Kenn-
ari verður Elín Ingvarsdóttir
BA og kennari við tungumála-
deild háskólans í Mexíkó.
Námskeiðið verður þannig að
ekki er gert rað fyrir neinni undir-
stöðukunnáttu i portúgölsku.
Verður það um 36 klukkustundir,
tvisvar í viku 2 tíma í senn, kl.
17.00-19.00. Hámarksíjöldi þátt-
takenda er 20 manns.
Markmið námskeiðsins er að
kenna og æfa grunnþekkingu á
málinu, þannig að þátttakendur
geti tekið þátt í algengum og ein-
földum samræðum.
T.d. spyijast fyrir, afla sér upp-
lýsinga, lýsa og bera saman hluti,
versla o.þ.h.
Megináhersla er lögð á talæf-
fyrir að rannsóknir geti farið fram
í fleiri en einu ríki Atlantshafs-
bandalagsins.
Styrkirnir skulu að jafnaði veitt-
ir háskólamenntuðu fólki. Styrk-
þegum ber að skila lokaskýrslu
um rannsóknir sínar á ensku eða
frönsku til alþjóðadeildar utanrík-
isráðuneytisins fyrir árslok 1991.
Umsóknir um fræðimanna-
styrki Atlantshafsbandalagsins
skulu berast til alþjóðadeildar ut-
anríkisráðuneytisins eigi síðar en
15. desember 1989.
(Fréttatilkynning)
ingar, nemendur munu leysa verk-
efni, munnleg og skrifleg, og próf
verða haldin reglulega.
Hægt verður að taka próf að
námskeiðinu loknu og geta nem-
endur í rómönskum málum geta
sótt um til heimspekideildar að fá
námskeiðið metið til eininga.
Sigluflörður:
Smákropp á
Sléttugrunni
Togararnir fylgu
smábát í land í vit-
lausu veðri
Siglufirði.
SMÁKROPP hefur verið hjá
togurunum á Sléttugrunni
síðustu daga, þrátt fyrir
hvassvirði. Stálvíkin og Hjalt-
eyrin urðu til dæmis að fylgja
litlum bát í var við Grímsey
um helgina. Hann var þá á
trolli á Sléttugrunnshorninu
í 10 til 12 vindstigum.
Stapavíkin kom inn á sunnu-
dag með um 70 tonn og vay
þeim landað á mánudag. Á
mánudagskvöld kom Sigluvíkin
inn með 60 til 70 tonn og þá
var Stálvíkin á Sléttugrunni,
komin með um 70 tonn.
Hilmir SU kom hingað inn
um helgina og höfðu þeir þá
ekkert fundið af loðnu. Dauft
var í skipveijum hljóðið, skipið
var bundið og fór mannskapur-
inn suður í frí. Færeyingarnir
hafa ekkert fundið heldur og
einhveijir hafa legið inni á Eyja-
firði.
Nato veitir fræðimannastyrki
RAOAOGl YSINGAR
BÁTAR — SKIP
Kvóti
Til sölu eru 70 tonn af ýsukvóta.
Upplýsingar í síma 93-61200.
Fiskiskip
Til sölu:
70 tonna nýr stálbátur.
74 tonna stálbátur í góðu standi.
Skipasalan Bátar og búnaður,
Tryggvagötu 4,
sími 622554.
Til sölu matsölustaður
í leiguhúsnæði. Sæti fyrir 55 manns.
Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni,
ekki í síma.
Fasteignaþjónustan,
Austurstræti 17,
Þorsteinn Steingrímsson,
löggiltur fasteignasali,
Kristján Kristjánsson,
sölumaður.
ÝMISLEGT
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Haustfagnaður Árnesinga
verður haldinn laugardaginn 7. október nk.
á Hótel Loftleiðum og hefst með borðhaldi
kl. 20.00, en húsið verður opnað kl. 19.00
og boðið upp á fordrykk.
Söngflokkurinn einn og átta og Jóhannes Kristj-
ánsson, eftirherma, skemmta og hljómsveit
Jakobs Jónssonar leikur fyrir dansi.
Miðapantanir eru í versluninni Blóm og græn-
meti, sími 16711.
Árnesingafélagið íReykjavík.
Þorsk- og grálúðukvóti
óskast
Okkur vantar þorsk- og grálúðukvóta fyrir
togarana okkar Arnar og Örvar. Staðgreiðum
hæsta gangverð.
Upplýsingar í símum 95-22690, 95-22620
og 95-22761.
Skagstrendingur hf.,
Skagaströnd.
TIL SÖLU
Bílavarahlutaumboð
Til sölu er ein besta verslun með bílavara-
hluti. Einkasöluleyfi fyrir mjög góð umboð í
USA og Evrópu.
Upplýsingar gefur Pétur Þ. Sigurðsson, hdl.,
Borgartúni 31, sími 622311.
Auglýsing
um styrkveitingu
til kvikmyndagerðar
Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir um-
sóknum um styrki til kvikmyndagerðar.
Sérstök eyðublöð og leiðbeiningar um notk-
un þeirra fást á skrifstofu Kvikmyndasjóðs,
Laugavegi 24, 3. hæð, 101 Reykjavík, og í
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík.
Umsóknin er því aðeins gild að eyðublöð
Kvikmyndasjóðs séu útfyllt samkvæmt skil-
yrðum sjóðsins.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kvik-
myndasjóðs fyrir 1. desember 1989.
Reykjavík, 4. október 1989.
Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands.
smá augtýsingor
¥ ÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 9 = 171498’/z = Fl.
□ HELGAFELL 59891047 VI 2.
□ GLITNIR 59891047 - Fjhst.
I.O.O.F. 7 = 1701048’/z = 9.I.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almennur biblíulestur verður í
kvöld kl. 20.30. Raðefni. Garðar
Ragnarsson. Allir hjartanlega
velkomnir.
Samkomuherferð
í Bústaðakirkju
Tissa Weerasingha frá Sri Lanka
talar i krafti Guðs í kvöld
kl.20.30. Fyrirbænaþjónusta,
lofgjörð og tilbeiðsla.
Allir velkomnir.
Öll sem eitt,
samstarf kristinna
í Reykjavík.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
KLennsia
Vélritunarkennsla
Ný námskeið eru að hefjast.
Vélritunarskólinn, s. 28040.