Morgunblaðið - 04.10.1989, Side 28

Morgunblaðið - 04.10.1989, Side 28
'28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTOBER 1989 Jamie Reeves setti heimsmet í trédrumbalyftu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sterkasti maður heims, Jón Páll Sigmarsson, í trukkadrættinum en á efri innfelldu myndinni sést Jamie Reeves en hann setti heimsmet í trédrumbalyftu, en varð að sjá á eftir titlinum sterk- asti maður heims í hendur Jóni Páli. Hjalti „Úrsus“ Árnason etur við Reeves í lýsistunnu- Jón Páll Sigmarsson endurheimti titilinn sterkasti maður heims á móti kraftajötna í Reykjavík um helgina. Jón Páll náði 40 stigum út úr átta þrautum, en það gerði reyndar helzti keppinautur hans og handhafi titilsins, Jamie Reeves, einnig. Jón Páll hlaut þó titilinn þar sem hann vann sigur í fleiri keppn- isgreinum en Reeves. Á mótinu setti Reeves heimsmet í trédrumbalyftu er hann snaraði 172,5 kílóum. í fyrstu greininni urðu óvænt úrslit er léttasti maður keppninnar Magnús Ver Magnússon sigraði. Reeves varð í öðru sæti, O.D. Wil- son í þriðja, Hjalti „Úrsus“ Árnason í fjórða, Jón Páll í fimmta og Magee í sjötta. Næsta grein fólst í að kasta lóði yfir rá og þar bar Wilson sigur úr býtum. Jón Páll varð annar og Reeves þriðji. Jón Páll sigraði í steinkasti, Wilson varð annar og Reeves þriðji, Reeves vann öruggan sigur í trédrumbalyftu, Jón Páll varð annar og Magee þriðji. Magn- ús Ver varð hlutskarpastur í lýsis- tunnuhleðslu, Jón Páll annar og Hjalti þriðji. Jón Páll sigraði í steinatökum. Magnús Ver varð ann- ar og Reeves þriðji. Magee hélt lengst á rafgeymi með útréttum handleggjum, næstur honum kom Reeves og þriðji varð Hjalti. Jón Páll fór hraðast með hjólbörur með 850 kílóa hlassi, Magnús Ver varð annar og Hjalti þriðji. Reeves varð svo hlutskarpastur í annarri hjól- böruþraut, Magnús Ver varð þar annar og Jón Páll þriðji. Samanlagður árangur keppend- anna varð því sá að Jón Páll og Jamie Reeves hlutu 40 stig. Jón Páll vann þrjár greinar en Reeves tvær og féll sigurinn því Jóni Páli í skaut. Magnús Ver varð annar með 36 stig, Hjalti þriðji með 29, Magee 21 og Wilson 20 stig. KRAFTAJÖTNAR Jón Páll endur- heimti titilinn UMHYGGJA Arnold bíður spenntur Vöðvatröllið umtalsverða Amold Schwarzenegger bíður þess spenntur að komast í feðratölu, en síðast er fréttist var eiginkona hans Maria Schreiver komin að því að ala fyrsta barn þeirra hjóna. Amold er sagður líta þessi mál alvarlegum augum og hefur honum þótt miður hve upptekinn hann er við gerð kvikmynda og annað er krefst tíma stórstima. Hann er að heiman heilu nætumar og telur enga leið að losna undan daglegu amstri ef hjólin eigi að halda áfram að snúast. En fyrir vikið getur hann ekki verið konu sinni sú hjálparhella sem þau bæði vildu. Amold hefur tekist á við vandann og fundið lausn. Heljarmennið hefur ráðið ungtpartil heimilisstarfa og sofa þau í húsi þeirra hjóna þrjár nætur í viku, eða þegar Amold getur ekki verið sjálfur heima vegna starfa síns. Þá á unga könan að nuddafrú Schreiverdag hvem og ungi maðurinn, sem er kokklærður, á að elda dýrindis miðdegisverð daglega. Eiginkona Arnolds sem hér hefur verið kölluð frú Schreiver í stað þess að kenna hana við mann sinn sem frú Schwarzenegger eraf hinnifrægu Kennedy-ætt í Bandan'kjunum. Ef ættfræðiþekkingin bregst ekki þá er hún systurdóttir Johns F. Kennedys Bandaríkj aforseta. HUNDARÆKT íslenskur eigandi frægs verð- launahunds Arnold Schwarzenegger hugsar vel um konu sína Einn þekktasti hundur sem fram kemur á hundasýningum fyrir vestan haf heitir C.H. Jandis Happy Yankee CDX. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að eigandi hans, þjálf- ari og snyrtisérfræðingur heitir frú Bima Lenahan og er íslensk, gift bandarískum hundatemjara Fran- cis Lenahan. Frú Birna er reykvíkingur í húð og hár, en hún giftist Franeis manni sínum árið 1950 og hefur búið vestra síðan. Hennar ær og kýr em hundarn- ir og þá sérstaklega þessi með langa og flókna nafnið. Meginnafn hundsins, sem er af smárri Po- odle-gerð, er Happy Yankee, en romsan bæði fyrir framan og aftan er titlatog af ýmsu tagi. Enda er dýrið afar vinsælt til undaneldis og á nú 16 syni og dætur, þar af fjögur afkvæmi sem einnig hafa unnið til verðlauna. Má þar nefna Yankee Clipper, sem maður hennar Francis hefur þjálfað og alið til metorða. Frú Bima segir það hreina til- viljun að hún hafí tekið ástfóstri við þetta franska „poodle“-kyn. Þannig hefði verið að þegar dóttir þeirra hjóna var á unga aldri linnti hún ekki látunum fyrr en henni var færður hundur af þessari gerð. Eftir örfáar vikur var nýjabm- mið á bak og burt og kjölturakk- inn kominn í kjöltu Birnu. Kynnt- ist hún þá eiginleikum og innræti þeirra og þótti svo í hundana var- ið að hún fór að þjálfa og ala „po- odle“-hunda af þessu tagi. Rósin í hnappagatinu er C.H. Jandis Happy Yankee CDX... Romsan segir sérfræðingum og áhugamönnum allt um hundinn, * þ.e.a.s. að hann sé hreinræktaður gæðingur af bestu gerð. Frú Birna Lenahan og Happy Yankee... fclk í fréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.