Morgunblaðið - 08.10.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.10.1989, Qupperneq 2
8 3 2 C aaaoTHo .8 auoAauwiug öiaAjanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER BRESTUR í BORGARLÍFINU „klíkum“ og verða stundum átök á milli þeirra, sérstaklega um helgar í og við miðbæinn. Ljóst er að notkun svokallaðra „Butterfly" hnífa virðist vera nokk- ur ... er ekki óalgengt að unglingar sjáist slá um sig með slíkum verk- færum sem eru í einu orði sagt stór- hættuleg. Við þurfum aðeins að líta til kollega okkar á Norðurlöndunum sem miklar áhyggjur hafa haft af þessum vopnum en stutt pr síðan lögreglumaður var veginn í Dan- mörku með slíku áhaldi." Af því bara Morgunblaðið ræddi við nokkra unglinga sem voru að skemmta sér í miðbænum á föstudagskvöldi. Þrír af piltunum sem rætt var við höfðu staðið fyrir, eða lenti í, ofbeldi og átökum síðasta mánuðinn. Og þeir svöruðu allir spurningunni um or- sakir þessa á sama hátt: „Af því bara.“ Enginn af þeim sem rætt var við vildi láta nafns síns getið og sama ástæðan var gefin í hvert sinn: „Ég vil ekki verða laminn í klessu næst þegar ég sést í mið- bænurn." Og um ástæður þess að miðbærinn verður stöðugt fyrir val- inu í þessum efnum sagði einn við- mælenda blaðsins: „Ég er oft í mið- bænum af því að ég vil hitta liðið. Allt liðið er þar. Það eru engir aðr- ir staðir til að fara á. Broadway er alveg glatað dæmi. Ef eitthvað er þá er meira um að fólk sé barið þar en í miðbænum." Annar viðmælenda blaðsins lét þess getið að það væri hættulegra fyrir hann að fara í Broadway en í miðbæinn. „Vesturbæjarklíkan og Hafnarfjarðarklíkan stunda Broad- way mikið og um síðustu helgi var ég barinn þar í köku af meðlimum úr Hafnarfjarðarklíkunni". Arni Stefán Jónsson tómstunda- fulltrúi í Kópavogi segir að þar hafi verið í gangi á síðasta vetri tvær unglingaklíkur sem oft lenti saman. Annars vegar var það svo- EINELTI- auk umfjöllunar um líkamlegt ofbeldi mun herferðin í nóvember einnig taka til andlegs ofbeldis sem m.a. felst í svokölluðu einelti. Það er nemendur sem verða fyrir annaðhvort mikilli áreitni eða útskúfun úr sínum hóp. Dæmið sem lögreglan hefur á skrá hjá sér gerðist í borginni í febrúar sl. Málið hófst með því að átök urðu milli unglinga í íbúð á Hverfisgötu á sunnudegi milli pilts er átti heima þar og félaga hans og tveggja pilta búsettum í Hlíðun- um. Málið var síðan kært til rann- sóknarlögreglunnar. Á sunnudags- kvöldinu fór hinsvegar stór ungl- ingaklíka, liðlega 30 talsins, í Hlíðarnar og var tilgangur ferðar- innar sá að hafa uppi á aðkomupilt- unum á Hverfisgötunni til að jafna metin; beija þá. Þeir urðu varir við ferðir klíkunnar og tókst að flýja undan henni f hús eitt í Hlíðunum. Gerði klíkan þá aðsúg að húsinu. Voru brotnar í því rúður svo og rúður í bíl sem stóð fyrir utan hú- sið. Húsráðandi slasaðist við þetta þannig að hann fékk skurð í andlit- ið er rúða í forstofu var brotin. Er lögreglan kom á staðinn var klíkan á bak og burt en heimsókninni fylgdu síðan næstu daga símhring- ingar á heimili piltanna þar sem heimiiisfólkinu var hótað líkams- meiðingum og manndrápi. Við rannsókn þessa máls kom fram að sumir meðlimir þessarar klíku voru vopnaðir, bæði hnífum og bareflum. Hnífarnir voru hjara- hnífar eða svokallaðir „Butterfly" hnífar, en skefti þeirra er úr málmi í tveimur hlutum og liggur sjálft hnífsblaðið á milli þeirra. Þeir eru svo opnaðir með því að taka skeftið f sundur og smella því saman aftur af blaðinu. Tveir piltanna úr klíkunni sem kallaðir voru til yfir- heyrslu hjá lögreglunni, A 16 ára og B 15 ára neituðu að láta þessa hnífa af hendi við lögregluna. Benti A á að hann þyrði ekki annað en að ganga vopnaður vegna ofsókna annara pilta og myndi hann nota hnífinn ef svo bæri undir. Húsráðandi á heimili því í Hlíðun- um þar sem piltarnir tveir búa sagð- ist við skýrslutöku ekki þora að leggja fram kæru vegna þeirra hót- ana og ógnana sem fjölskylda hans hefði orðið fyrir. Húsráðandinn sem fékk glerbrotið í andlitið féll einnig frá því að leggja fram kæru. í skýrslu um þetta mál segir m.a.: „Að sögn viðmælenda, ung- menna, þá er töluvert um „klíkur“ í gangi og eru þær flestar myndað- ar í grunnskólum borgarinnar. Pilt- ar á aldrinum fjórtán til sextán ára munu nær eingöngu vera í nefndum Of beldi ungl- inga: Stigvax- andi þróun til hins verra Fimmtán ára unglingur neit ar aó af henda lögreglunni hnif sinn, seg- ist veróa aó nota hann til aó ver ja sig kölluð „þungarokksklíka“ og hins- vegar „mótorhjólaklíkan" en tekist hafi að bijóta þær upp. Hann segir að hið alvarlega í þessum málum sé að ofbeldið í þessum unglinga- hópum sé töluvert öðruvísi en menn hafa átt að venjast. Mun meira sé um grófari spörk og högg en áður. Auk þess beri meira á vopnaburði, einkum hnífum og kylfum. Á skólalóðinni Þótt klíkurnar séu myndaðar á skólalóðinni er mjög sjaldgæft að líkamlegu ofbeldi sé beitt þar. Hins- vegar er meira um hið andlega. Grunnskólaatvikið sem tæpt var á hér að framan gerðist við Réttar- holtsskóla. Gunnar Ásgeirsson skólastjóri þar segir að kúgunin hafi ekki verið skipulögð af hóp heldur bundin við einstaklinga. Ekki hafi verið um miklar fjár- hæðir að ræða, sem að vísu skiptir engu máli, en yfirvöld litu þetta mál mjög alvarlegum augum. „Þetta kom upp hjá okkur í hitt- eðfyrra og fyrra en í ár teljum við að okkur hafi tekist að koma alveg í veg fyrir þetta," segir Gunnar. Ekki mun kunnugt um að svipuð Mikið af ofbeldinu er bundið við ákveðnar unglingaklíkur og dæmi um að saklaust fólk hafi slasast í eij- um tveggja slíkra hópa. Þetta er ástæða þess að sérstök undir- búningsnefnd vinnur nú að herferð gegn vandanum og ber hún yfir- skriftina „Unglingar gegn ofbeldi“. . Mun hún standa í tvær vikur dag- ana 6. til 19. nóvember. Undirbún- ingsnefndin hefur haldið ijölda funda þar sem hugmyndir um hvernig standa beri að þessu verk- efni voru ræddar. Þar á meðal var stór fundur í Tónabæ nú í vikunni. Ljóst er að auk hins líkamlega ofbeldis, sem ætlunin er að draga verulega úr, verður einnig rætt um hið andlega ofbeldi sem m.a. felst í svokölluðu „einelti“. Það eru nem- endur sem verða af einhveijum or- sökum fyrir annað hvort mikilli áreitni eða útskúfun úr sínum hópi. Sem dæmi um ofbeldi á skólalóðum má nefna tilfelli sem komu upp í einum grunnskóla borgarinnar í fyrra og hitteðfyrra þar sem nem- endur voru kúgaðir til að láta af hendi peninga eða matarmiða sína. Að baki lá hótun um barsmíðar og verra ef kjaftað var frá. Og sem nýleg dæmi um hið líkamlega of- beldi má nefna tilvik sem Morgun- blaðið greindi nýlega frá er ráðist var á tvo pilta í Árbæ, annar sleg- inn og hinn brenndur. Hið líkamlega ofbeldi hefur að því er virðist lítinn sem engan til- gang. Þeir unglingar sem Morgun- blaðið talaði við um þetta mál, og spurði afhveiju þeir væru að beija hvor á öðrum, svöruðu oftast: „Af því bara.“ í mörgum tilfellum er keðjuverkun í gangi. Og þar koma unglingagengin eða klíkurnar til sögunnar. Oftast hópar af skólalóð- inni. Einn eða fleiri úr klíkunni lenda í átökum við meðlimi klíku af annari skólalóð og þá þarf að hefna og svo öfugt og svo öfugt. í samtölum Morgunblaðsins við meðlimi undirbúningsnefndarinnar fyrir herferðina kemur fram að of- beldi unglinga er bundið við mjög fámennan hóp þeirra, um eða innan við 1%. Allur 'þorri unglinga er í góðum málum ef svo má að orði komast. Auknin þátttaka í íþrótta- og félagsstarfi er til marks um það. Hinn fámenni hópur smitar hinsvegar mjög út frá sér og vanda- málið því mun viðameira en fjöldi einstaklinganna sem skapa það seg- ir til um. Klíkurnar ekki skipulagðar Unglingaklíkur þær sem hér um ræðir eru ekki skipulagðar sem slíkar; það er ekki í þeim einn ákveðinn foringi eða leiðtogi sem skipar fyrir verkum. Frekar er um að ræða hópa einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vera úr sama skóla eða hverfi. Né mun ofbeldið á þeirra vegum vera skipulagt. Þó er slíkt til og hefur lögreglan í Reykjavík upplýsingar um a.m.k. eitt slíkt dæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.