Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 6
6 C
MORGÚNBLAÖIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBÉR
OLAIIA JO\8l)OIIIK
ÁTTIENGA AURA ÞEGAR HÚN YAR UNG, EN HÚN EYDDIALDREIMEIRU
EN HÚN ÁTTIOG GAT ÞVÍ A EFRIÁRUM RÉTT
SKÓGRÆKTARFÉLAGIÍSLANDS LITLAR 7,6 MILLJÓNIR KRÓNA
ligij
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
Ólafía: Þeir fáu sem áttu peninga báru sig að eins og væru þeir af aðalsættum. Þetta er miklu heilbrigðara núna.
PAS8AIH
Al RAYA lȒ\A
eftir Kristínu Marju Boldursdóttur/Mynd Bjarni Eiríksson
ENGINN HAFÐI not fyrir Ólafíu Jónsdóttur þegar hún
fímmtán ára gömul og fúll af áhuga falaðist eftir vinnu við
skógrækt. Hún beindi því áhuganum inn á önnur svið og
hefði að öllum líkindum orðið söngkona í Þýskalandi ef
auraleysið hefði ekki heftað fór hennar.
Auralaus var hún þó ekki 85 ára þegar hún gaf
Skógræktarfélagi íslands tæpar 7,6 milljónir króna nú fyrir
skömmu, í þeirri von að aurarnir kæmu að gagni og að
framlag hennar myndi ef til vill „smita“ landa hennar.
Hjónin Guðmundur Þorsteinsson
og Ólafía Jónsdóttir á söngferðalagi
í Danmörku.
Landið átti þetta inni hjá
mér,“ segir hún þessi
hvíthærða dama sem situr
við gluggann í stofunni hjá
sér á Vífilsgötunni með heilan skóg
í baksýn sem byrgir útsýnið.
- Þetta var nú ansi há upphæð?
„Já þetta voru nokkrir aurar.“
— Þú hefur ekki viljað eyða
þessu í sjálfa þig, fara t.d. í heims-
reisu?
„Maður græðir ekki neitt í ysi
og látum. Eg hefði þó viljað eiga
þá þegar ég var ung og prófessor-
inn vildi fá mig til Þýskalands til
að syngja! Nei, veistu mig hefur
aldrei langað til Spánar eða þess
háttar, uss nei. En þegar ég var
ung þá söng ég stundum fyrir gesti
sem komu hingað með lystiskipum,
og þá hugsaði ég oft mér að gaman
væri að sigla með skemmtiferða-
skipi um höfin og tína upp löndin,
lifa svona flökku- og lúxuslífi!"
Svo hlær Ólafía dátt.
Hún er afar sportleg kona, iétt
á fæti í síðbuxum, „polo“-peysu,
og mjúkum leðurskóm.
— Hvernig ferðu að þessu? spyr
ég og á við leyndarmálið bak við
unglegt útlitið.
„Ætli það séu ekki hestarnir,
þeir hrista skrokkinn!"
Spýtur og koks
Ólafía er lítið fyrir ættfræði,
segist þó hafa komið árið 1912 úr
Flóanum til Reykjavíkur þá sjö ára
gömul. Foreldrar hennar voru
Margrét Þórarinsdóttir og Jón
Eiríksson, og var hún yngst af sjö
systkinum.
„Við.bjuggum á ýmsum stöðum
í bænum, segir Ólafía. „Fólk var
alltaf að flytja á þessum tímum,
bjó kannski í einu til tveimur her-
bergjum og þrælaði myrkranna á
milli.
Ég var nú ekki há í loftinu þegar
fyrri heimsstyijöldin stóð yfir, en
ég man ég fór oft niður að sjó og
tíndi spýtur í eldinn, eða niður á
gasstöð eldsnemma á morgnana og
tíndi koks. Ég held bara að mamma
hafi alltaf haft í eldinn af því ég
skrapaði þessu saman.“
— Hvenær fékkstu áhuga fyrir
skógrækt?
„Eg hef alltaf verið svo hrifin
af gróðri,“ segir hún. „ Þegar ég
var unglingur þá langaði mig svo
óskaplega til að læra skógrækt. En
það hafði enginn not fyrir mig,
enda ekki hlaupið að því fyrir
fimmtán ára ungling að læra eða
fá vinnu við slíkt. Garðyrkjustöðin
við Laufásveginn var nú eina gróð-
urlindin þá.
Svo það leið hjá og ég fékk aðr-
ar intressur, — músik og söng.“
Ólafía söng í kórum og segist
hafa lent í því að syngja einsöng.
„Svo vildi nú til að hingað kom
Lula Mitzgemeiner, prófessor við
Berlínarháskóla, og hún prófaði
fólk í söng, — og setti lausa skrúfu
í mig! Sagði að kæmi ég til Þýska-
lands skyldi hún sjá til þess að ég
fengi fasta atvinnu sem söngkona.
Nú, ég byijaði að læra þýsku hjá
Reinhard Prinz og náði sæmilegu
valdi á henni, en þegar til kom voru
engir peningarnir svo ég fór aldrei
út. Maður átti fullt í fangi með að
hafa í sig og á. Ég fór að vinna
sem barnfóstra, vinnukona, í fiski
og fór á síld, það var enginn auður
til að sigla með. Elskan mín, það
var svo mikil fátæktin."
Láta vitið ráða
í Bankastræti 12 var Guðmundur
Þorsteinsson með gullsmíðastofu
og hjá honum fékk Ölafía vinnu.
„Já ég fór að smíða hjá Guð-
mundi, og úr því varð ljós!“ segir
hún og hlær. „Við giftum okkur
1932 og höfum þraukað þetta sam-
an. Guðmundur var yndislegur
maður. Þeir gerast ekki göfugri.
Nú, þegar ástin kemur þá hverf-
ur hitt, en ég hélt þó alltaf áfram
að syngja, var í Samkór Reykjavík-
ur, Tónlistarkórnum, Hörpu, —
maður man varla nöfnin á þessu
öllu. Og Guðmundur söng með
Karlakór Reykjavíkur.“
Þau byggðu hús sitt við Vífíls-
götuna árið 1936 og hafa alla tíð
búið þar. „Við áttum 5 þúsund krón-
ur þegar við byijuðum, en fullbúið
kostaði það 30 þúsund. Hugsaðu
þér bjartsýnina!“
Ólafía missti mann sinn í júní sl.
og býr nú ein. Þau voru barnlaus,
en þó alltaf með stóran barnahóp
í kringum sig, því vinkona Ólafíu,
Kristín Guðbrandsdóttir, á fimm
börn sem urðu þeim hjónum afar
kær. Kristín hafði orðið fyrir þeirri
óhamingju að maður hennar veikt-
ist og varð algjör öryrki. Hún sá
um tíma um heimilið fyrir Ólafíu
meðan hún vann í gullsmíðaverslun
þeirra hjóna og urðu börn Kristínar
því heimagangar. Auk þess var
bróðurdóttir Ólafíu, Eyja Hender-
son sem nú er búsett í Bandaríkjun-
um, lengi hjá henni.
„Já en svo eru það margir sem
eiga fullt hús af börnum sem aldrei
hafa tíma fyrir foreldra sína,“ segir
Ólafía.
Ég var óhemju heppin að hafa
kynnst vinkonu minni Kristínu, að
hafa eignast vináttu hennar og
barna hennar allra. Ég get sagt þér
það svona í leiðinni, að sl. vetur fór
ég á heilsuhælið í Hveragerði, og
þegar ég kom heim var búið að
mála alla íbúðina, þvo og hreinsa.
Það gerðu systkinin og móðir
þeirra, — geri aðrir betur!