Morgunblaðið - 08.10.1989, Side 12
12 ð
MOKGUKBLAWÐ MANNLÍFSSTRAUMAR
UR 8. OKTÓÖER
4
liIEllMlSF'RÆÐl/Skipslœknir eda vísindamadur?
Robert
Koch
FRÁ því Leeuwenhoek sem kynntur
var í síðasta pistli gaf upp andann
á tíræðisaldri leið stórt hundrað ára
þangað til Robert Koch sá fyrst dags-
ins ljós í Clausthal skammt frá Gött-
ingen. Á milli þessara tveggja heið-
ursmanna lifðu og hrærðust margir
grúskarar í þeim nýju heimum sem
lukust upp með tilkomu smásjárinn-
ar. Sumir unnu sér aldrei til frægðar
sem spjöld sögunnar telja gjald-
genga; aðrir fundu bakteríur eða
veQabreytingar sem við þá eru
kenndar og sjá um að nöfh þeirra
gleymist ekki.
Arið 1843 þegar Robert Koch
fæddist var Louis Pasteur
rúmlega tvítugur en þeim tveimur
hefur hlotnast sá heiður að vera
taldir upphafsmenn sýklafræðinn-
M—mmmmmmm ar. Robert sýndi
þegar í æsku mik-
inn áhuga á nátt-
úrufræði og byrj-
aði snemma að
safna steinum,
plöntum og öðru
því sem honum
þótti forvitnilegt.
Hann ætlaði sér
kaupmennsku þegar
eftir Þórarin
Guónason
að stunda
hann væri orðinn stór og ferðast
um fjarlægar álfur í verslunarer-
indum, en að skoða heiminn hélt
hann vera eftirsóknarverðast allra
lystisemda. Útþráin togaði lengi í
hann en draumsýnin um kaup-
mennsku varð ekki að sama skapi
langlíf; hann gekk menntaveginn
og hafnaði í læknisnámi eftir
skamma áfangadvöl i stærðfræði.
Tuttugu og þriggja ára gamall
lauk hann embættisprófi og hugð-
ist svala ferðalöngun sinni með
því að gerast skipslæknir en þá
bauðst honum staða við sjúkrahús
í Hamborg og um sömu mundir
trúlofaðist hann stúlku sem hvatti
hann til að starfa heima á ættjörð-
inni fremur en leggjast í heimsreis-
ur. Hann fór að ráðum hennar,
þau gengu í hjónaband og innan
skamms settust þau að í Woll-
stein, litlum bæ nálægt landamær-
um Póllands. Koch kunni ekki sem
best við sig í héraðslæknis-
embætti og fannst daglegu störfin
tilbreytingarlítil. Emmy konan
hans gaf honum forláta-smásjá í
afmælisgjöf og vonaði að hann
tæki gleði sína ef hann færi að
dunda við einhveijar rannsóknir í
tómstundum.
Miltisbrandur, öðru nafni miltis-
bruni, var dýrasjúkdómur sem
stakk sér niður í landbúnaðar-
héruðum víðsvegar um Evrópu og
gerðist stundum svo skæður að
bændur misstu því nær allan bú-
stofn sinn. Fyrir kom að sveitafólk
veiktist af magnaðri kýlapest þeg-
ar sjúkdómurinn heijaði á kvikféð
og svæsin lungnabólga fylgdi' á'
eftir þegar verst lét. Sýkillinn sem
stóð fyrir þessum ósköpum hafði
fundist en enginn kunni ráð til
bjargar og margt í hátterni veik-
innar var ólíkt því sem menn áttu
að venjast í fari annarra smitsjúk-
dóma. Það var engu líkara en
haglendi sumra bújarða væri ban-
eitrað en á öðrum bæjum í grennd-
inni varð gripum aldrei misdæg-
urt. Héraðslækninum í Wollstein
þótti það kyndugt, ekki síður en
bændunum í sveitinni, og hann
ákvað að forvitnast eilítið um
þennan dularfulla sjúkdóm. Hann
Miltisbrunasýklar. (Einstök prik og keðjubútar milli
rauðra og hvítra blóðkorna.)
tók blóð úr rollu sem fannst ný-
dauð úti á víðavangi og þegar
hann leit á það í smásjánni góðu
sá hann í dropanum einhveija stafi
eða prik sem röðuðu sér gjarnan
upp í langa keðju eins og hestar
í lest. Þetta var víst það sem aðr-
ir höfðu séð á undan honum og
talið að væri sóttkveikja miltis-
brunans. En var það mál nægilega
kannað og sannað? Koch skoðaði
blóð úr heilbrigðri kind og þar var
engin prik að sjá. Þá varð hann
sér úti um nokkrar mýs, lét smíða
skilvegg þvert yfir lækningastof-
una og bjó sér þannig til rann-
sóknakompu þar sem hann geymdi
mýslurnar í kössum. Hann spraut-
aði eitruðu kindablóði í eina mús-
ina og morguninn eftir lá hún
dauð í kassanum. Þegar hann
krufði hana sá hann strax að inn-
volsið Ieit út líkt og innvolsið í ám
og kúm sem höfðu drepist úr milt-
isbrandi. Miltið í henni var stórt
og þrútið eins og í þeim en úr því
tók hann blóðdropa og þurfti ekki
lengi að leita. Smásjáin sýndi hon-
um prikin og trossurnar sem hann
kannaðist við úr kindablóðinu.
Hann lét þó ekki þar við sitja held-
ur upphugsaði aðferð til að hrein-
rækta prikin, með öðrum orðum
búa svo um hnútana að engin ut-
anaðkomandi óhreinindi, bakteríur
eða hvað annað sem hugsast gæti,
yrði til þess að menga sýklagróð-
urinn. Að því búnu sprautaði hann
þessum hreingróðri í mús og það
fór eins fyrir henni og þeirri sem
á undan var gengin, hún stein-
drapst og enn fann Koch urmul
af prikum þegar hann athugaði
úr henni blóðið. Þar með var sann-
að að ákveðinn sýkill veldur
ákveðnum sjúkdómi.
Ekki er hægt að skilja við Koch
og miltisbrandinn án þess að minn-
ast á gróin. Hann varð líka fyrstur
manna til að gera sér grein fyrir
að sýkillinn getur lagst í híði, ef
svo mætti segja, þegar sneyðast
fer um æti. Þá verða til í honum
litlar kúlur sem nefndar eru gró
en í því formi lifir hann lengi við
skilyrði sem annars gengju af hon-
um dauðum. Þannig getur hann
beðið rólegur úti í haga eftir því
að kýr og kindur á beit slafri hon-
um í sig með grasinu. Þá vænkast
hagur hans allur, hann fær nóg
að bíta og brenna, leysist úr álög-
um eins og prins í ævintýri og
hættir að vera gró en gerist ban-
vænn sýkill á ný. Koch ráðlagði
bændum að brenna til ösku hræ
þeirra dýra sem urðu pestinni að
bráð eða grafa þau djúpt í jörðu.
Svo sneri hann sér að öðrum við-
fangsefnum sem áttu eftir að bera
frægð hans ennþá víðar. En sagan
af því bíður betri tíma.
HAGFRÆDI/Skattahækkun á
bamafjölskyldur og lífeyrispega?
ínafiti
tekjujöfnunar
ÖLD er nú liðin síðan Otto von Bismarck, kanslari Prússlands,
kom á fót almannatryggingum. Grundvallarhugmynd almanna-
trygginga allt frá dögum Bismarcks er sú að réttur til lífeyris eða
bóta sé almennur. Á næsta ári er öld liðin síðan Alþýðutryggingu
var komið á fót á íslandi.Tátækrahjálp ýmiss konar var hins veg-
ar við Iýði á fyrri öldum. Þannig er að finna ákvæði um fátækra-
hjálp í Grágás. Fátækrahjálp er andstæð almannatryggingalögum,
þar sem þiggjendur hjálpar urðu fyrir niðurlægingu og þurftu að
afsala sér lýðréttindum. Megináhrif félagsmálalöggjafar á þessari
öld hafa einmitt verið þau að breyta smám saman slíkri niðurlægj-
andi ölmusu í viðurkennd og almenn réttindi.
Tekjutenging barnabóta og elli-
lífeyris, sem fyrirhugaðar
munu vera í frumvarpi til fjárlaga,
eru andstæðar grundvallarhug-
mynd almannatrygginga. Þessi til-
wmm^mmmmm laga er þar að
auki ekki í jafn-
réttisátt, þegar
málin eru skoðuð
í samhengi.
eftir Sigurð
Snævarr
Skattahækk-
un á barnafólk
Meginprinsíp
álagningar tekju-
skatta er jöfn staða jafningja og
greiðslugetan, þar sem tekið er
tillit til tekna skattgreiðandans,
framfærslubyrðar hans og út-
gjalda vegna öflunar teknanna.
Þannig eru tekjuskattar ekki lagð-
ir á innkomu fyrirtækja, heldur á
rekstrarafgang, en þá hafa gjöld
þeirra verið dregin frá innkom-
unni. Sama hefur gilt um skatt-
lagningu einstaklinga, að þeim
hefur verið gefin heimild til að
draga ýmsa kostnaðarþætti frá
tekjum, s.s. vexti, ýmsan kostnað
á móti hlunnindum og iðgjöld til
lífeyrissjóða. Reyndar hefur þess-
um frádráttarliðum verið fækkað
mjög á undanförnum áratug eða
svo til þess að einfalda skattkerfið.
Skoðum nú 2 ijölskyldur sem
hafa 300 þúsund krónur í tekjur.
Onnur fjölskyldan telur barnlaus
hjón, en hin er hjón með 2 börn
undir 7 ára aldri. Það er augljóst
að skattgreiðslugeta fyrri íjöl-
skyldunnar er meiri, þar sem fram-
færslubyrði hennar er minni. Við
getum t.a.m. ímyndað okkur að
bæði hjónin vinni fullan vinnudag
og að börnin séu hjá dagmömmu,
mánaðargjaldið er vart undir 20
þúsundum króna á barn og kostn-
aður fyrir 2 börn er þá 40 þúsund
krónur. Til ráðstöfunar eftir
greiðslu fyrir barnapössun era 260
þúsund krónur, en þessi kostnaður
er óumflýjanleg forsenda tekn-
anna, því að öðrum kosti gætu
ekki bæði hjónin unnið utan heim-
ilis. Auk þess þarí að klæða börn-
in og fæða. Ef þessi hjón fengju
að greiða tekjuskatta eins og fyrir-
tæki gætu þau dregið þennan
kostnað frá skatti.
Tilgangur barnabóta hefur ein-
mitt verið sá að tryggja að skatt-
byrði barnafólks væri lægri en
skattbyrði barnlausra með sömu
tekjur. í þessu felst mikilvæg
tekjujöfnun. Barnabætur era í dag
greiddar með tvennum hætti, ann-
ars vegar eru baraabætur sem eru
óháðar tekjum foreldra/foreldris
en háðar fjölda barna og aldri
þeirra eða hjúskaparstétt for-
eldra/foreldris. Hins vegar er
barnabótaaukinn tengdur tekjum
og eignum foreldra/foreldris. Hjón
með eitt bam fá ekki barnabóta-
auka, ef tekjur þeirra eru yfir
1.621 þús. kr., en mega hafa 133
þús. kr. í viðbót ef þau eignast
annað barn.
I áformum um að tengja allar
PHIUPS
FRYSTISKÁPAR OG KISTUR
FALLEG GÆÐAVARA m
AFB 716
Rúmmál 140 lítrar. Þrjár
hillur meö lokí að framan og
frystibúnaði. Ein skuffa.
Mál: Breidd 55, Hæð 85,
Dýpt 60 cm.
AFB717
Rúmmál 220 lítrar. Fjórar hillur
með loki að framan og frysti-
búnaði. Ein skúffá. Sérstök
hraðfrysting.
Mál: Breidd 59, Hæð 120, Dýpt
60 cm.
AFB718
Rúmmál 290 lltrar. Fjórar hillur með loki
að framan og frystibúnaði. Ein skúffa.
Sérstök hraðfrysting.
Mál: Breidd 59, Hæð 140, Dýpt 60 cm.
Rúmmál 330 lítrar. Sex hillur með loki að framan og
frystibúnaði. Ein skúffa. Hjól til að færa skápinn.
Mál: Breidd 59, Hæð 160, Dýpt 60 cm.