Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 14
u c
MÖR'GUNBLAÐIÐ
MINNIINIGAR si nnldau /8. OKTÓBBR
BETRI LÍÐAN
Namskeid um
mannleg samskiptl
Streita — slökun
Kvíði ~ ákveðni
Reiði«ylirvegun
Þátttakendum er kennt að
meta ofangreind einkenni og
aðferðir til að ná valdi á
þeim. Leiðsögn er í höndum
reynds sálfræðings.
Upplýsingar í síma 39109
e. kl. 20.00 öll kvöld.
ODDI ERLINGSSON,
sálfræðingur.
Oddný Pétursdótt-
ir hjúkrunarkona
Fædd 3. nóvember 1912
Dáin 27. september 1989
Ég man fyrst eftir henni í, að mér
finnst, stóru eldhúsi í Útkaupstað á
Eskifirði. Systurnar Oddný, Gauja,
Borghildur og Sigríður, móðir mín,
voru að pappírskrulla hver aðra með
járni sem þær hituðu á eldavélinni.
Þá spjölluðu þær um A og B svo ég
5 eða 6 ára gömul gæti ekki fylgst
of vel með. Að þeim hinum ólöstuðum
var Oddný stjarnan í góðlátlegum
eftirhermum og frásögnum af lífinu
á æskuslóðunum í Breiðdal. Þessar
frásagnir þreyttist ég aldrei á að
heyra þótt árin liðu.
Oddný var meðalkona á hæð, ljós
yfirlitum, grannvaxin og kvik á fæti.
Hún var sérlega vel af Guði gerð,
gædd frábærum dugnaði, greind,
skapfestu, ósérhlífni og kímni. A öll-
’U.
Þú stendur betur
að vígi að loknu
hagnýtu námi
Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á
tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun
og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku
og færð góða innsýn í viðskiptaensku.
Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast
þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-,
eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð
greiðslukjör. Innritun er þegar hafin.
Hringdu strax í síma 687590
og við sendum þér bækling um hæl.
Tölvufræðslan
Borgartúni 24, sími 687590
I i línrpiiwl U
Metsölubbd á hverjum degi!
um þessum eiginleikum þurfti hún
að halda á lífsferli sem oft var erfið-
ur.
Hún var fædd að Eydölum í
Breiðdal. Foreldrar hennar voru
prestshjónin Pétur Þorsteinsson og
Hlíf Bogadóttir Smith. Séra Pétur,
afi minn, lést þegar Oddný var að-
eins 6 ára gömul. Börnin voru þá
orðin tíu, tvö yngri en Oddný sem
svo ólst upp hjá móðursystur sinni,
Sigurbjörgu, og séra Vigfúsi Þórðar-
syni sem tók við brauðinu. Það má
nærri geta hvílík sorg það hefur ver-
ið að missa föðurinn og sjá á eftir
móður og systkinum þegar bernsku-
heimilið leystist upp og amma mín
fluttist að Flögu.
Einn vetur var Oddný á hús-
mæðraskólanum að Hallormstað.
Síðar hóf hún nám í hjúkrunarfræð-
um og lauk því 1940. Það sama ár
giftist hún fyrri manni sínum, Hall-
grími Hallgrímssyni. Hann var einna
af þeim ungu eldhugum sem fóru til
Spánar að berjast með lýðveldis-
stjórninni gegn Franco. Sambúð
þeirra varð örstutt og dóttirin, Halla
Mjöll, aðeins á fyrsta ári þegar sorg-
in enn kvað dyra er Haligrímur lést
í sjóslysi 14. nóv. 1942.
Þremur árum síðar giftist Oddný
öðrum mætum manni, Axel Sveins-
syni verkfræðingi og síðar vitamála-
stjóra. Þau áttu saman þijú börn,
Hlíf Borghildi, Bjarna Magnús og
Hallgrím. Eftir þrettán ára sambúð
lést Axel. Þijú af börnunum voru
þá um og innan við fermingu. Oddný
hóf þá störf á Slysavarðstofunni, en
hafði áður starfað á Landspítalanum
og Vífilsstöðum. Hún kom börnunum
til mennta og vann svo lengi sem
heilsan leyfði eða til 1971. Þá var
hún yfirkomin af liðagigt, aðeins 59
ára gömul.
Þótt líf Oddnýjar frænku minnar
væri oft ekki dans á rósum má segja
að hún væri gæfukona og var sú
gæfa ekki síst fólgin í því að hún
átti fjarska myndarleg og góð börn
sem allt vildu fyrir hana gera. Frá-
bærir mannkostir hjálpuðu henni
gegnum alla erfiðleika, ástvinamissi
og kvalafullan sjúkdóm. Glaðværðin
var sá þáttur í fari hennar sem ein-
kenndi hana hvað mest.
Oddný var elskuð af okkur öllum
og oft var leitað ráða og aðstoðar
hjá henni, hvort heldur var um mat-
seld, bakstur, sjúkdóma eða sauma-
skap. Hún hafði alltaf tíma.
Hennar er nú sárt saknað. Börn-
um, tengdabörnum og barnabörnum
sem og systkinum Oddnýjar, Borg-
hildi og Andrési, sendi ég dýpstu
samúðarkveðjur.
Ingibjörg Pálsdóttir
Tengdamóðir mín, Oddný Lára
Emilía, fæddist þann 3. nóvember
1912 í Heydölum í Breiðdal. Móðir
hennar var Hlíf Bogadóttir Smith,
Ragnheiðar Bogadóttur Benidikts-
sonar, fræðimanns á Staðarfelli, og
Martinusar Smith, kaupmanns og
konsúls í Reykjavík. Faðir Oddnýjar
var séra Pétur Þorsteinsson, prestur
í Heydölum, Þórarinssonar, prests
að Hofi í Álftafirði og síðar í Breið-
dal, og Þórunnar Sigríðat- Péturs-
dóttur, Jónssonar, prests á Valþjófs-
stað í Fljótsdal.
Oddný var þriðja yngst 10 systkina
og eru nú við fráfall hennar einung-
is tvö þeirra á lífi. Systkinin voru:
Þorsteinn Brynjólfur f. 1900. Hann
fékk lömunarveiki í æsku og var
fatlaður upp frá því. Hann lést 1933.
Þórunn Sigríður f. 1909, gift Páli
Magnússyni lögfræðingi. Þau eru
bæði látin og lést hún 1987. Ragn-
heiður Anna f. 1903, ógift og lést
1979. Hlíf Petra f. 1905. Hún fór
til ættingja í Kanada 15 ára gömul
og giftist Vaugham Talcott, banda-
rískum verkfræðingi sem nú er löngu
látinn. Hún lést 1988. Tvíburarnir
Karl Daníel járnsmiður og Gunnar
Andreas rennismiður f. 1909. Karl,
sem lést árið 1979, kvæntist Unni
Magnúsdóttur. Gunnar Andreas er
ókvæntur og annar af tveimur eftir-
lifandi systkinum Oddnýjar. Guðný
Anna f. 1911, gift Arnþóri Jensen,
kaupfélagsstjóra á Eskifirði. Hún
lést 1988. Oddný, sem hér er minnst.
Borghildur f. 1917, fyrri maður
Kjartan Sveinsson (látinn 1977) og
Macin Skemmtilegt ( um forritið innifalin. S Stýrikerfi, ri m itosh fyrir byrjendur 5g fræðandi 22 kennslustunda námskeið Works. Macintoshbók, 180 blaðsíður, íðdegis-, kvöld- og helgarnámskeið. tvinnsla, gagnasöfnun og áætlanagerð. Tölvu-og verkfræðiþjónustan j; Grensásvegi 16 • stmi 68 80 90
Hentugur fatnaður innanbæjar sem utan.
Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 5
WordPerfect II.
Útg.5.0.17.-19. okt.kl. 13-17
(Orðsnilld)fyrir lengra komna. Kafað enn dýpra í ritvinnsluna WordPerfect, t.d. erfarið
í samsteypur, teiknun, reikning, textadálka, fjölva, kaflaham o.s.frv.
Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthlasdóttur
Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933.
ATH: VR og fleirí stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku.
Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.
seinni maður Guðmundur Guðlaugs-
son, verslunarmaður. Hann lést fyrr
á þessuári. Borghildur sér nú á eftir
síðustu systurinni og jafnframt sinni
bestu vinkonu. Yngstur þeirra systk-
ina var Pétur f. 1919, látinn 1960.
Hann var flugmaður.
Fyrstu æviárin dvaldi Oddný á
heimili foreldra sinna, presthjónanna
í Heydölum. Þegar hún er sex ára
feilur séra Pétur frá, þá aðeins 46
ára að aldri. Eftir stóð móðir Oddnýj-
ar, Hlíf, með 10 börn, það yngsta
fæddist daginn eftir lát Péturs.
Sundrung fjölskyldunnar varð ekki
umflúin. Móðirin flutti með tvö
yngstu börnin, Pétur og Borghildi,
og fatlaða soninn, Þorstein, að Flögu
í Breiðdal og hóf þar búskap. Hin
systkinin fóru í fóstur þau yngri og
í vist til Reykjavíkur. Ein systirin fór
til Kanada eins og áður er getið.
Oddný varð eftir í Heydölum hjá
móðursystur sinni, Sigurbjörgu
Bogadóttur Smith, og séra Vigfúsi
Þórðarsyni, sem tók við prestskap
þar. Þarna dvelur Oddný sín upp-
vaxtarár hjá frændfólki sínu. Nauð-
synlega uppfræðslu fékk hún á prest-
setrinu en auk þess sótti hún nám í
húsmæðraskóla á Hallormsstað.
Oddný flutti ung að árum til
Reykjavíkur. 1937 hefur hún nám í
hjúkrun við Hjúkrunarskóla íslands
og útskrifast vorið 1940. Um þetta
Leyti kynnist hún Hallgrími Balda
Ilallgrímssyni og gengu þau í hjóna-
band 1940. Hallgrímur var fæddur
10. nóvember 1910 á Sléttu í Mjóa-
firði, S-Múlasýslu. Foreldrar Sigríður
Björnsdóttir og Hallgrímur Jónsson.
Hallgrímur var fiekktur maður á
sinni tíð, m.a. barðist hann í her lýð-
veldisstjórnarsinna gegn fasistum á
Spáni 1938. Um þátttöku sína í borg-
arastyijöldinni ritaði hann bókina
„Undir fána lýðveldisins". Hall-
grímur tók virkan þátt í stjórnmálum
og verkalýðsbaráttu þeirra tíma. Var
einn af stofnendum Kommúnista-
flokks íslands og síðar Sósíalista-
flokksins.
Samvistir þeirra Oddnýjar urðu
skammar. Hallgrímur lést 1942. Var
hann á ferðalagi um landið fyrir
Sósíalistaflokkinn þegar bátur sá er
hann var farþegi á, SV Sæborg,
hvarf í hafi. Oddnýju var hann mik-
ill harmdauði og talaði hún gjarnan
um að af öllum þeim mótbyr sem
lífið krafðist hafi hún átt hvað erfið-
ast með að sætta sig við ótímabært
fráfall ungs eiginmanns. Þau Oddný
og Hallgrímur eignuðust eina dóttur,
Höllu Mjöll, f. 15. júní 1941. Hún
starfar sem bókari á Reykjalundi,
gift Erni Harðarsyni rennismið.
Eftir fráfall Hallgríms vann Oddný
m.a. sem ráðskona í Hafnarfirði og
hafði unga dóttur sína með sér.
Seinni maður Oddnýjar var Axel
Sveinsson f. 3. apríl 1896 í Bergs-
holti, Staðarsveit, Snæf., dáinn 12.
ágúst 1957, sonur Sigríðar Magnús-
dóttur og Sveins Bjarnasonar bónda.
Axel var verkfræðingur, vita- og
hafnamálastjóri um skeið og yfir-
verkfræðingur hafnamála frá 1951.
Börn þeirra eru: Hlíf Borghildur
f. 5. október 1945, bankastarfsmað-
ur, Bjarni Magnús f. 18. mars 1947,
tæknifræðingur, kvæntur Láru
Gunnarsdóttur, húsfreyju, og Hall-
grímur f. 15. júlí 1948, verkfræðing-
ur, kvæntur undirritaðri. Áður átti
Axel tvær dætur, Huldu f. 6. janúar
1920, lækni í Reykjavík, og Sólveigu
f. 23. desember 1936, hjúkruna-
rfræðing í Kópavogi.
Barnaböm Oddnýjar eru tólf og
barnabamabörnin orðin tvö.
Axel og Oddný bjuggu fyrst á
Ásvallagötu í Reykjavík en fluttu
síðar í Kópavog, þar sem þau endur-
reistu hús við Kársnesbraut.
Meðan Axels naut við stundaði
Oddný ásamt uppeldis- og heimilis-
störfum heimahjúkmn og sauma-
skap. Þeir sem þekktu hana á þessum
árum segja að hún hafi haft einstakt
lag á að laða til sín einstaklinga sem
á einhvern hátt áttu um sárt að binda
og mun heimilið gjarnan hafa staðið
opið þeim sem á skjóli og hughreyst-
ingu þurftu að halda.
Þegar Oddný er 45 ára gömul fell-
ur Axel frá sökum nokkuð skyndi-
legra veikinda og aftur reynir á styrk
og þrek þegar mótlæti ber að garði.
Hún verður ein fyrirvinna með fjögur
ung börn. Er óhætt að fullyrða að
hún hafi sýnt fádæma elju og dugn-
að við að koma þeim til manns á
tímum þar sem félagsþjónusta og
samhjálp voru skammt á veg komin.
Sem hjúkrunarkona starfaði
Oddný m.a. á Vífilsstöðum, Lands-