Morgunblaðið - 08.10.1989, Page 20

Morgunblaðið - 08.10.1989, Page 20
20 C MOKGUNBLAÐIÐ FJÖLMEÐBJVR SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER Nýtt tímarit umkynlíf NÝTT tímarit sem fjalla á um kynlíf kemur út í byrjun nóvem- ber, en það er Frjáls markaður sem gefur það út. Ritstjóri tíma- ritsins verður Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræð- ingur. Jóna Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að áhersla yrði lögð á að tímaritið yrði fræðandi en í senn skemmtilegt aflestrar. Er það ætlað öllum aldurshópum. Aðspurð sagði Jóna Ingibjörg að ekki léki nokkur vafi á því að þörfin á slíku tímariti væri mikil. Enginn annar Qölmiðill fjallaði um kynlífsmál á ítarlegan FÓLK í fjölmiðlum ■ HELGI Felixson kvikmynda- gerðarmaður hefúr nú lokið við gerð heimildamyndar sinnar um Landhelgisgæsluna sem hann hefur unnið að s.l. rúm 2 ár. Segir Helgi að hann muni bjóða bæði sjónvarpinu og Stöð 2 myndina til sýninga. Böðvar Guð- mundsson vann að gerð myndar- innar með Helga. I myndinni er rakin saga Land- helgisgæslunnar og greint frá starfsemi hennar í dag. Sérstök .áhersla er lögð á að greina frá þorskastríðum okkar Islendinga í myndinni. Helgi Felixson er með kvik- myndafyrirtækið ID-Film hér í Reykjavík en á þar að auki sams- konar fyrirtæki í Svíþjóð. Hann vinnur nú að gerð heimildar- myndar í samstarfi við norrænu sjónvarpsstöðvarnar. Sú mynd fjallar um hóp ólíkra listamanna, víða að úr heiminum, sem settu upp vinnustofu í þrjár vikur í Viborg í Danmörku. Að því loknu voru settir upp 12 einþáttungar í leikhúsi þar í borg af þessum listamönnum og bestu atriðin úr þeim er að finna í þessari mynd Helga. Hann segir að verkinu muni hann skila af sér í byrjun nóvember en ekki liggur ljóst fyrir hvenær sjónvarpsstöðvarn- ar taka hana til syninga. hátt og hún hefði margsinnis orðið vör við það að fólk hefði áhuga á slíkri fræðslu. Markmiðið væri því að koma til móts við þarfir almenn- ings og fjalla um kynlíf frá öllum hliðum málsins. Ekki vildi ritstjórinn láta uppi um nafn tímaritsins en það mun fyrst um sinn koma út fjórum sinnum á ári og verður um 80 blaðsíður að stærð. Mest kvartað yfir endur- teknu efhi Endurtekið efni veldur meiri gremju meðal sjónvarpsáhorf- enda í Bretlandi, en djörf atriði og ofbeldi samkvæmt nýlegri skýrslu IBA, sem fer með yfirstjórn breskra útvarps- 'og sjónvarpsmála. Einn af hvetjum fjórum áhorfend- um kvartar yfir breytingum á dag- skrá. Yfirleitt snúast þessar kvartan- ir um sýningar á endurteknu efni, en líka er kvartað yfir því að tvær eða fleiri stöðvar sýni vinsælt efni á sam tíma. Aðeins 17% kvartana fjalla um smekkleysur og dónaskap og kvartanir um of mikið ofbeldi eru litlu færri enn kvartanir út af kyn- þátta- eða trúmálum (6% á móti 4,7%). Alls bárust IBA 2, 466 kvart- anir 1988-1989 miðað við 2.141 kvörtun 1987-1988. Ákveðið hefur verið að tvær kvik- myndir, sem voru styttar vegna þess að í þeim voru atriði, sem þóttu djörf, verði sýndar óstyttar í stöðvum ITV- samsteypunnar. Ástæðan er sú að margar kvartanir bárust frá áhorfendum. Þetta eru kvikmyndirn- ar Body Heat og Póstmaðurinn hríngir alltaf tvisvar. Um leið hefur ITV ákveðið að fjölga sýningum á djörfum kvikmyndum. Er almenningur reiðubúinn til þess að kaupa fleiri myndlykla og fá fleiri gluggaumslög inn um lúguna rétt fýrir mánaðamót? TÁLSÝN - eða hvað? GÆÐI en ekki magn er eina svar talsmanna nýrrar helgarsjón- varpsstöðvar þegar þeir hafa verið spurðir um hvaða eða hvers konar efni þeir ætla að bjóða upp á. Þetta slagorð er ekki þeirra eigin uppfinning. Gott sjónvarpsefni, eða gæðaþættir, er hugtak sem í erlendum tungumálum hefiir verið að mótast og skýrast á síðustu árum. Það hefúr þjónað því hlutverki að greina að sjón- varsefni sem einkennist af vandaðri tæknivinnu, skýrri framsetn- ingu, frumlegri hugsun og fagmannlegri úrvinnslu firáþví efni sem er unnið af litlum metnaði og með hangandi hendi. Samhliða því sem gæðaþátta-hugmyndin hefúr verið að fá skýrari drætti hafa þeir sem dreifa og selja sjónvarpsefni í siauknum mæli mark- aðssett vörur sínar í ljósi þeirrar skilgreiningar. Asjónvarpskaupstefnum erlend- is eru því t.d. fáanlegar í ein- um gæðapakka átta viðurkenndar sjónvarpsmyndir, tiltölulega nýleg- ar, fyrir svipað verð og t.d. þijár viðurkenndar myndir, fimmtán miðlungsgóðar og fimm óvandaðar í einum blönduðum pakka. Líkt og með skoska viskí- ið, franska rauð- vínið og dönsku matvælin þá er á sjónvarpsmark- aði hins stóra heims hægt að kaupa gæði, en hins vegar kostar það sitt. Þegar málglaður talsmaður Sýn- ar hf., Björn Br. Björnsson, talar um gæði í stað magns þá er það ekki innantómt orðagjálfur. Hann er að öllum líkindum að tala um nýlegar kvikmyndir frekar en gamlar — myndir með kunnum leikurum líkt og sjónvarpsstöðvarn- ar íslensku sýna á föstudags- og laugardagskvöldum frekar en um miðnæturbil í miðri viku. Hann er væntanlega að tala um framhalds- myndaflokka eða sápuóperur á borð við Derrick, Matador, Equaliz- er og Hill Street Blues frekar en Dallas, Santa Barbara og smá- myndaflokka eins og Undir regn- boganum sem nú er í gangi. Þegar aðstandendur nýja helgar- sjónvarpsins, sem er enn á fóstur- stigi í móðurkviði og ófeðrað, segj- ast ætla að hafa gott íslenskt efni þá er líklegt að þeir eigi við það, að hafa efni sem hægt er að hafa gott án mikils til- kostnaðar. Þeir munu hafa um- ræðuþætti og spurningaþætti og annað í þeim dúr þar sem hægt er að nota sömu umgjörð aftur og aftur og hreyfing, sem kallar á flóknari tæknivinnu, er í lágmarki. Þeir ætla ekki að hafa fréttir ein- faldlega vegna þess að það er rán- dýrt að reka góða fréttastofu. Það er óhætt að segja að hug- myndir þeirra sem viðriðnir eru ■ Á sjónvarps- kaupstefnum erlendis eru gæði fáanleg - fyrir rétt verd þetta nýja helgarsjónvarp séu nokkuð ljósar. Varla er við öðru að búast, því eftir því sem næst verður komist eru margir þeirra öllum hnútum kunnugir eftir að hafa unnið um árabil við gerð heim- ildarmynda og auglýsinga og átt í margvíslegu samstarfi jafnt við íslensku sjónvarpsstöðvarnar sem og ýmsar erlendar. En hugurinn ber mann einungis hálfa leið og þangað er líklegt að Björn Br. og félagar hafi verið komnir þegar félagi Steingrímur J. afgreiddi umsókn þeirra um rás sex. Þeir höfðu lítið í höndunum varðandi kaup á erlendu efni eða gerð á innlendu. Hins vegar er líklegt að þeir vinni hörðum hönd- um um þessar mundir að tryggja sér sýningarrétt á einhveijum þeirra tugþúsunda kvikmynda sem í boði eru og hundruð framhalds- myndaflókka. Það er deginum ljósara að hægt er að halda úti gæða-sjónvarps- stöð, — framboð af efni er nægjan- legt. Hins vegar hefur ekki nokkur maður hugmynd um það hvort hægt sé að reka slíka stöð hér á landi. Rekstrarhugmyndir helgar- sjónvarpsmanna byggjast á því að fólk sé tilbúið til þess að greiða álíka áskriftargjald fyrir um 30 útsendingarstundir af góðu efni á viku og það greiðir fyrir um 70 útsendingarstundir af blönduðu efni. Kannski gengur dæmið upp, ef ekki hjá Sýnarmönnum þá hjá menningarstöð Stöðvar 2. Tíminn ber e.t.v. þriðju helgarstöðina í Skauti sér. BAKSVIP eftirÁsgeir Fridgcirsson TAL í ÚTVABPI (I) Alloft hefur hér í þess- um pistlum verið minnst á málfar í fjölmiðlum, ekki síst talmál- ið. Raunár er það svo að þeim þætti málsins, fram- sögninni sjálfri, hefur um árabil verið minna sinnt en öðru málfarsefni. Flestar leiðbeiningar um mál eru um orðalag og beyg- ingar orða, að það er réttara að segja að skrifstofan sé opnuð klukkan eitthvað en að hún opni (enda getur hún það ekki sjálf); að það er rangt að reka endahnútinn á eitthvað en hins vegar rétt að binda þennan endahnút eða reka smiðshöggið; að það er ekki góð íslenska að segja: Þessi aðalbláber voru tínd af gamalli konu í Fljótum (enda vaxa ekki á henni aðal- bláber) heldur er rétt að segja: Gömul kona í Fljótum tíndi þessi ber; að það er rangt að segja: Fjöldi kvenna eru komnar í verkfall, vegna þess að þá er orðið fjöldi gerandinn eða frumlagið og því rétt annað tveggja: Fjöldi kvenna er kominn í verkfall eða margar konur eru komn- ar í verkfall; að það er ekki rétt að segja: Unglingarn- ir/krakkarnir eru mjög án- ægð, vegna þess að ungling- ar og krakkar eru karlkyns- orð og því eru unglingarn- ir/krakkarnir ánægðir, enda þótt átt sé við bæði stráka og stelpur. Þannig má lengi telja. Séu eyru lögð við tali fréttamanna og fréttaþula í útvarpi og sjónvarpi kemur margt í ljós aðfinnsluvert. Satt að segja dettur mér oft í hug að forráðamenn varp- anna, hvort sem þau teljast ftjáls eða ekki,- geri sér enga grein fyrir því hver ábyrgð þeim er á herðar lögð þegar þeir eiga að velja l'ólk til þess að tala, lesa upp, segja frá í þessum fjölmiðlum. Sálfsagt er heldur ekki á færi þessara forráðamanna sjálfra að velja og hafna svo vel sé. Og ekki nægir að við- komandi myndist þokkalega, sé bærilegur í útliti eða hafi þolanlega rödd. Þetta skiptir að vísu allt nokkru máli, en mestu skiptir að hann/hún tali rétt og eðlilegt mál. Það er algert grundvallaratriði. íslendingum hefur löngum verið metnaðarmál að tala íslensku. Þessi þrá er raunar mikil hjá þorra landsmanna, að minnsta kosti í orði. Þess vegna er hlálegt að vörpin, hinir taiandi fjölmiðlar, skuli leggja eins litla rækt við tal- að mál og raun ber vitni. Þau ættu með réttu að hafa þá frumreglu að vera til fyrir- myndar í máli. Það þykir sjálfsagt í flestum útlöndum, jafnvel meðal milljónaþjóða þar sem málvitund er fjarri lagi eins sterk og hjá íslend- ingum. Nóg er að vísa til útvarps og sjónvarps í Þýskalandi og á Bretlandi þessu til staðfestingar. Þar fá tafsarar og bögubósar ein- faldlega ekki að sinna störf- um talenda hjá vörpum. Hjá þessum þjóðum ,er einnig áberandi hversu gott mál er á flestum kvikmyndum, sjón- varpsleikritum og fræðslu- þáttum og meira að segja leggja dægurflugnasöngvar- ar á sig að syngja inn á plöt- ur á býsna vönduðu máli. Og þetta er allt gert enda þótt margir þeir sem um er rætt tali jafnvel argasta hrognamál utan vinnu. Það er með öllu óskiljan- legt hvers vegna íslensk vörp gera minni málkröfur til starfsmanna sinna en sam- bærilegar stofnanir annarra þjóða. Ef til vill er orsakar- innar að leita í því að þrátt fyrir að löggjafinn krefjist þess að mál í útvarpi og sjón- varpi sé vandað hefur hann í engu fylgt því eftir, því miður. Réglurnar eru hins vegar í gildi og skýrar, þótt ekki séu þær smásmuguleg- ar, og þess vegna er skylda forráðamanna varpanna að taka verulega á, bæta veru- lega málfar fjölmiðlanna. Núverandi ástand er brot á lögum. Áður hefur hér verið bent á að það ætti að skylda sér- hvert varp til að hafa á sínum snærum bæfan málfarsráðu- naut. Væri svo ætti hann að geta metið hvort sá sem tala skal í útvarpi eða sjónvarpi er hæfur til þess, hvort hann talar nógu gott og eðlilegt mál. Hann gséti einnig kennt þeim sem við útvarpið eða sjónvarpið vilja starfa og gert þeim mögulegt að ná þessu marki. Hann gæti enn fremur leiðbeint þeim sem staifa við varpið og hjálpað þeim að lagfæra þá talgalla sem þeir eiga við að stríða - og gera sér jafnvel enga grein fyrir sjálfir. Þá gæti hann og sagt til um það hve- nær fréttamaður í útlöndum er orðinn svo litaður máli þeirrar þjóðar sem hann býr með að íslenska hans er ekki lengur frambærileg í íslensk- um fjölmiðli. Þar að auki ætti málfarsráðunautur að vera eins konar prófarkales- ari og líta yfir og lagfæra mál á fréttum, tilynningum, kynningum og öðrum texta sem lesa skal áður en lesið er. Málfarsráðunautur hefði örugglega nóg fyrir stafni, jafnvel hjá lítilli útvarpsstöð. Hjá stórum stöðvum þyrftu að vera fleiri en einn. Og mikið er í húfi því hversu smátt og lítilvægt sem mál kann að virðast á blaði er það orðið opinbert þegar það hljómar í viðtækjum not- enda. Og talað mál í ijöl- miðli á að vera rétt, notand- inn á kröfu til þess og vörpin eiga að hafa þann lágmarks- metnað að rækja þá frum- skyldu við tungumálið að nauðga því ekki. Það er þvi miður gert daglega og oft á dag núna. Meira um það á þessum stað á sunnudaginn kemur. Sverrir Páll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.