Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 27

Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 27
MINNINGARfete . tuga stöðu og gráu húsin á Leifs- götunni líktust hvert öðru í lit og útliti. Ungi sellóleikarinn, þá átta ára gamall, fann ekki rétta húsið strax og kom því ekki fyrr en seint og um síðir í tímann. Viðbrögð kennarans vora hins vegar yfirveg- uð, þegar nýi nemandinn loksins bankaði á dyrnar. Hann opnaði dyrnar með hægð, tók pípuna út úr sér og sagði heimspekilega: „Betra er seint en aldrei.“ Þetta átti kennarinn oft eftir að segja þennan vetur, og vafalaust hugsa mun oftar, því að nemandinn hélt uppteknum hætti, sérstaklega eft^ir að kólnaði í veðri og Trabant-bif- reið foreldra hans fékk vetrarveik- ina. Þetta voru mín fyrstu kynni af Pétri Þorvaldssyni. Löngu seinna áttum við eftir að verða samstarfsmenn í Sinfóníu- hljómsveit íslands, þar sem ég varð sellóleikari í þeim fríða flokki sem Pétur leiddi með föðurlegri hendi. Starf hljóðfæraleikara í sinfóníu- hljómsveit er mjög sérstakt starf. Fyrir utan það að hafa hæfni á hljóðfæri sitt, þarf hljómsveitar- maður í starfi sínu að hafa mjög náið samstarf við tugi annarra hljóðfæraleikara. Þetta samstarf kallar á mikla samstillingu, bæði tæknilega og tilfinningalega, hvort heldur sem er á æfingu eða tón- leikapalli. I þessu samstarfi er hlut- verk leiðandi manns mjög mikil- vægt. Það er mikið til undir honum komið hvort hljóðfæradeildin skili sínu hlutverki. Pétur Þorvaldsson gegndi starfi leiðandi manns í selló- deild Sinfóníuhljómsveitarinnar með þeim myndugleik og húmor sem honum var einum lagið. Fyrir það erum við þakklát. En samskipti hljómsveitarmanna eiga sér fleiri hliðar en starfið. Ég minnist hléanna í bíóinu, þar sem Pétur leiddi „skákdeildina“, líflegr- ar heimferðar yfir Möðrudalsöræfin eftir tónleika á Vopnafirði, þar sem danskur húmor sveif yfir vötnum í reykingarútunni. Einnig sellódeild- arinnar á völtum fleka á útikonsert í Suður-Frakklandi, endalausra rútuferða í því sama ferðalagi, þar sem menn urðu slæptir og jafnvel Pétur kvað uppúr með það, að þetta væri nú að verða gott og tími til „at gá hjem til lille Danmark". Nú hefur Pétur verið kallur burt eftir alltof stutta dvöl. Við sellóleik- arar kveðjum hann með söknuði. Skarð hefur verið höggvið í okkar hóp, sem verður vandfyllt. Eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Haukur F. Hannesson Kveðja frá samkennurum í Nýja tónlistarskólanum Þótt séð væri að hverju stefndi kom stundin á óvart, en svo er sjálf- sagt í öllum tilfellum jafnt þótt kallið komi á skiljanlegri tíma en gerðist í þessu tilfelli. í sumarfríinu milli skólaára háði Pétur viðureign- ina við örlögin sem enginn fær umflúið. Ekkert er víst eðlilegra en þessi samruni við eilífðartakmark skaparans, en erfitt er stundum að sætta sig við og skilja hvers vegna svona snemma er tekið í taumana. Pétur prýddu flestir kostir framúr- skarandi kennara. Vandvirkni í vinnubrögðum, samviskusemi, kímnigáfa og væntumþykja á nem- endum sínum voru eðlisþættir sem Pétur var gæddur í ríkum mæli. Þetta ásamt mikilli kunnáttu gerðu Pétur að framúrskarandi kennara sem nemendur hans þökkuðu fyrir í verki og held ég að mér sé óhætt að fullyrða að þeir hafi dáð hann sem kennara. Við samkennarar Péturs tregum. Góð ráð hans í skólastjórn og annars staðar innan skólans verða nú sögð á öðrum vettfangi en ná þó vonandi eyrum okkar áfram og sem félagi og viiiur verður hann í minni okkar. Undirrit- aður hefur langs samstarfs að þakka og minnast, sem þó ekki verður rakið hér. Margra ára braut- ryðjendastarfs við Tónlistarskólann í Keflavík og síðan aftur uppbygg- ingarstarf í Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík, allt frá stofnun hans. Hér var um margra takta hljóm- kviðu að ræða, fulla af dirfsku, áhættu, gleði og stundum vonbrigð- um, sinfóníu sem kannske verður skrifuð síðar og kannske aldrei, því enginn veit stundina. En minning- arnar um Pétur eru þeim sem kynntust honum vel, svo margar og litríkar að nægja munu langri sögu. Úr sjúkrabeði í Borgarspítal- anum var Pétur að skipuleggja kennsluna í sellódeild Nýja tónlist- arskólans allt fram að síðustu stundum hans hér. Skólinn verður þögull í dag, en hljómkviðan heldur áfram á morgun. Slík eru lögmál lífs og dauða, slíkt er sköpunarverk þess almættis sem útdeilir gleði og sorg. Erlu, börnum þeirra Péturs og öðrum ættingjum, votta kennarar skólans dýpstu samúð. Ég kveð Pétur með blessunarorðum eins og hann kvaddi mig næst síðasta skipt- ið sem ég heimsótti hann. Guð blessi hann. Ragnar Björnsson Nú er hann Pétur vinur okkar farinn. Pétur, kletturinn, sem okkur fannst að gæti staðið af sér alla storma. En jafnvel stærstu klettar láta undan þegar óveður geisa. Þegar við kynntumst Pétri í hijómsveitinni fundum við fljótlega að þar fór vænn maður og traust- ur. Mannkostir hans komu vel í ljós er við sátum saman í starfsmanna- stjórn SÍ. Pétur var skynsamur og rökfastur og tapaði aldrei áttum, hvort sem um var að ræða kjarabar- áttu eða önnur viðkvæm mál. En Pétur okkar var líka mikill húmor- isti og svolítill grallari. Hann kom iðulega auga á broslegar hliðar lífsins og kunni þá list að segja skemmtilega frá. Hann hafði ánægju af að gleðjast í góðra vina hópi og er okkur í fersku minni þegar þau Erla héldu hljómsveitinni veislu á fimmtugsafmæli Péturs rfyrir rúmum þremur árum. Elsku Erla og börn. Megi minn- ingin um elskulegan eiginmann og föður ylja ykkur um hjartarætur á erfiðum stundum. Hvíli vinur okkar i friði. Rósa Hrund og Helga Þórarinsd. Okkar trausti leiðari er fallinn frá langt um aldur fram. Pétur Þorvaldsson sellóleikari hafði forystu fyrir sellódeild Sin- fóníuhljómsveitar íslands síðastliðin 15 ár og reyndist áreiðanlegur í hvívetna, bæði sem tónlistarmaður og félagi. Hann var ætíð fús að leysa vandamál okkar allra í starf- inu og hélt sínum hópi saman af öryggi og festu. Hann var gæddur kímnigáfu í ríkum mæli sem við ásamt öðrum félögum í hljómsveit- inni kunnum vel að meta. Það er mikil eftirsjá að Pétri og við kveðj- um hann með þakklæti og virðingu. Konu hans og börnum vottum við einlæga samúð okkar. Sellóleikarar Sinfóníu- hljómsveitar íslands. í byijun september sl. hifst 40. starfsár Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Mikill hugur var í mönnum og gleðin ríkti eins og ávallt í bytj- un starfsárs. Þó var eitt sem skyggði á en það var að einn af félögunum, Pétur Þorvaldsson, var fjarri. Hann var á sjúkrahúsi þungt haldinn og háði baráttu við sjúkdóm sem hvorki mannlegur máttur né læknavísindi ráða við. Síðla sumars í ár heimsótti ég Pétur þar sem hann var með fjöl- skyldu sinni í sumarhúsi sínu á . Mæri í Ölfusi. Hann var þá orðinn fársjúkur en ætlaði samt ekki að gefast upp og láta sjúkdóminn ná yfirhendinni. Hann tjáði mér að hann ætlaði að koma til starfa á ný strax og heilsa hans leyfði. Heilsa hans leyfði ekki að hann kæmi aftur og hann lést á Borg- arspítalanum 1. október sl. Sigurgeir Pétur Þorvaldsson, en svo lét hann fullu nafni, fæddist í Reykjavík 17. janúar 1936, sonur hjónanna Láru Pétursdóttur og Þoi-valds Sigurðssonar bókbindara. Hann ólst upp í föðurhúsum ásamt tveim systkinum sínum, Valborgu víóluleikara, sem búsett er í Frakkl- andi, og Snorra fiðluleikara en hann starfar í Stokkhólmi. Pétur ákvað snemma að læra á hljóðfæri og gera hljóðfæraleik að aðalstarfi og varð fiðla fyrir valinu, því ekkert annað hljóðfæri var til á heimilinu. Systkinin Valborg og Snorri gjörnýttu þessa einu fiðlu, og Pétur varð því að kjósa annað hljóðfæri. Honum tókst að verða sér úti um selló og hóf nám á það hljóðfæri í Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu dr. Edelsteins. Síðar var hann nemandi Einars Vigfússonar sem þá var 1. sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Árið 1955 fór Pétur utan til náms og gerðist nemandi Erlings Blöndal Bengtssonar við konunglega Tón- listarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar námi árið 1960. Þá kom hann heim og lék með Sinfóníu- hljómsveit íslands í eitt ár, en 1961 var honum boðin staða leiðandi manns í Borgarhljómsveitinni í Árósum og starfaði hann þar uns hann kom heim 1965. Sinfóníu- hljómsveit íslands naut krafta hans eftir það, og var hann fyrst óbreytt- ur liðsmaður en við fráfall Einars Vigfússonar 1975 tók hann við starfi leiðandi manns í sellódeild hljómsveitarinnar og hélt því sæti til dauðadags, utan eins áfs, 1976—77, er hann starfaði í Sin- fóníuhljómsveitinni í Bergen. Pétur var einnig eftirsóttur kennari og kenndi hann við Nýja tónlistarskól- ann í Reykjavík og víðar. Það var mikið gæfuspor sem Pétur steig er hann 17. júní 1955 gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Björgu Erlu Steingrímsdóttur. Þau eignuðust 4 börn, Viðar, fæddur 1954, sem er kvæntur og á 4 börn, Þorvald, fæddur 1959, Ingu Láru, fædd 1963, og Laufeyju, fædd 1971. Eftir að Pétur veiktist komu í ljós mannkostir Erlu því hún, ásamt börnunum, annaðist hann af frá- bærri umhyggju og alúð. Pétur var frábær hljóðfæraleikari og mjög traustur leiðari. Hann lét ekki mikið yfir sér því hann var hógvær maður og lítillátur. Margur hljómsveitarstjórinn hefur sagt mér að Pétur væri einn öruggasti hljóð- færaleikarinn í hljómsveitinni og ávallt væri hægt að treysta á hann. Pétur „datt aldrei af baki“ eins og það er orðað meðal hljóðfæraleik- ara. Hann stóð alltaf fyrir sínu og stýrði sinni deild af kunnáttu og röggsemi. • Persónulega vil ég þakka Pétri margra ára vináttu, góð kynni og samstarf, og fyrir hönd Sinfóníu- hljómsveitar íslands þakka ég hon- um ómetanleg störf á liðnum árum. Hans verður mjög saknað bæði af meðlimum hljómsveitarinnar og hinum fjölmörgu áheyrendum sem nutu listar hans. Ég bið algóðan Guð að blessa Erlu, börnin og ættingja alla og styðja þau í þungri sorg. Blessuð sé minning Péturs Þor- valdssonar. Sigurður Björnssou t Útför unnusta míns, sonar og bróður, EINARS STEFÁNS EINARSSONAR, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. okt. kl. 13.30. Hilda Julnes, Lóa Hennf Olsen, Einar Friðfinnsson, Helga Svavarsdóttir, Friðfinnur Einarsson, Lilja Pétursdóttir, Þórunn ingibj. Einardsóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Sigurður Gunnar Sigfússon, og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega veitta samúð við fráfall, STEFÁNS BRYNJÓLFSSONAR, Seljabraut 42, Reykjavík. Hildur Sigurðardóttir, Kristin Stefánsdóttir, Maria Stefánsdóttir, Brynjólfur Stefánsson, Tómas Örn Stefánsson, Kristfn Lára Ragnarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÚLÍÖNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Hringbraut 74, Reykjavík, Friðrik Ottósson, Elínborg Sigurðardóttir, Eggert Kristinsson, Ragnheiður Bl. Björnsdóttir, Kristín H. Kristinsdóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Esther M. Kristinsdóttir, Þórir Þorgeirsson, Olöf E. Kristinsdóttir, Kristinn B. Kristinsson, Jóhannes Ö. Óskarsson, Hrönn Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, PÉTUR ÞORVALDSSON sellóleikari, Rauðalæk 40, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Samtökin um byggingu tónlistarhús, sími 29107 milli kl. 13.00 og 15.00. Erla Steingrímsdóttir, Viðar Pétursson, Rebekka Þiðriksdóttir, Þorvaldur Pétursson, Frfða Björg Eðvarðsdóttir, Inga Lára Pétursdóttir, Markús Hálfdánarson, Laufey Pétursdóttir, Valborg Þorvaldsdóttir og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — simi 681960 Legsteinar MARGAR GERÐIR Marmorex/Granít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034 222 Hafnarfjörður t í * V | * ! ! 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.