Morgunblaðið - 08.10.1989, Side 32

Morgunblaðið - 08.10.1989, Side 32
ms. MORGUNBLAÐIÐ TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1989 Los Artgeles Times Syndicate Týndur köttur Þessi svatri högni, sem heitir Kátína, sást síðast við heimili sitt að Suðurgötu 4 að kvöldi 1. október. Hann er alsvartur og var með gula hálsól með rauðri merkiskífu, sem á er ritað nafn hans, heimilisfang og símanúmer. Kátína er styggur kött- ur. Vinsamlegast hringið í síma 19109 ef Kátína hefur einhvers stað- ar komið fram. Akstur er dauðans alvara Til Velvakanda. Kemur mér þetta eitthvað við? Þetta flaug í hug minn þegar ég ók á eftir ungri konu í bíl yfir Hellisheiði fyrir skömmu, minnug þess að akstur er ekki einkamál neins — við erum öll samferða. Konan ók á löglegum hraða og sýndist ágætur ökumaður. En allt í einu tekur bíllinn að rása inn á vinstri akrein og út að hægra vegarkanti svona sitt á hvað. Ég hrökk við. Það er eitthvað að. Er konan kannski sofnuð? En viti menn, 'ég sá barnasæng koma upp fyrir afturgluggann og handlegg bregða fyrir. Hún er að sinna barni, sennilega í burðarrúmi. Mér varð hugsað til viðtals við lögreglukonu, Ragnheiði Davíðsdóttur, í Pressunni 17. ágúst sl. Hún segir frá aðkomu á slysstað o.fl. þar sem sekúndur skipta máli. Þetta er mjög athyglis- verð grein að mínu mati og um- hugsunarverð. Þar er til dæmis talað um myndir og texta sem birtust í sjónvarpi og þóttu harðar og mis- kunnarlausar. T.d. textinn: Hann var að teygja sig eftir sígarettu — það var það síðasta sem hann gerði. Unga kona. Þú varst heppin, þetta var ekki í síðasta sinn sem þú breidd- ir yfir barnið þitt. En stöðvaðu bílinn þinn næst. Akstur er dauðans alvara og grimm örlög geta verið ráðin á einu augnabliki. Skiptum okkur af — þaðgætihjáipað. Erla GUR 8. OKTÓBER Á FÖRNUM VEGI Rólegur Miðbær Þó rigning væri í Miðbænum og haustlegt um að litast sl. fímmtudag voru margir á ferli. Að undanförnu liefur verið Ijallað um aukið ofbeldi unglinga í fjöl- miðlum. Voru nokkrir vegfarend- ur teknir tali og spurðir livort þeir hefðu orðið varir við breyt- ingu. I rigningarveðri er gott að geta brugðið sér í skjól og þótti blaðamanni og ljósmyndara Morg- unblaðsins upplagt að leita vars undir plasthimninum við af- greiðslu Hlölla báta við Aðal- stræti. Minniháttar ryskingar „Nei, ég get ekki sagt að ég merki aukningu, þvert á móti verður maður minna var við slagsmál og ofbeldi hér í Miðbænum en áður, sagði Guðni Helgasson sem var við afgreiðslu. Við höfum opið til kl. 4 á nóttinni um helgar og þá er jafnan fjöldi unglinga hér í Miðbænum, sérstak- lega þegar gott er veður. Auðvitað gerist ýmislegt þar sem svo margir koma saman og töluvert er um Guðni Helgason drykkjulæti. Það er þó ekki oft sem kemur til alvarlegra slagsmála, venjulega eru þetta aðeins um minni- háttar ryskingar. - En hvað um skemmdarverk s.s. rúðubrot? Það er alltaf nokkuð um að rúður séu brotnar en það er ekki hægt að segja að meira sé um það nú en áður. Það er minna um að vera hér í Miðbænum heldur en fyrir nokkrum árum. Skýringin á þessum fréttum um aukið ofbeldi og afbrot hjá ungl- ingum gæti verið sú að nú eru Víkverji skrifar Víkveiji dagsins er sumar- og sólarbam í þeim skilningi þeirra orða, að hann kann bezt við þann tíma árs þegar gróðurríkið vaknar af vetrarsvefni: tré vaxa úr grasi, þroska fræ og bera ávexti og um- hverfíð og lífríkið skarta sínu feg- ursta — undir heiðum himni. Haustið, veturinn, kuldinn og myrkrið hafa á hinn bóginn ekki skipað heiðursbekki í hugum hans — og þó. Víkverja hefur sum sé smám saman lærzt að sama gildir um árst- íðir og aldursskeið. Það hefur hver árstíð og hvert aldursskeið sína feg- urð, sína kosti, sína ánægju. Mergur- inn málsins er að taka á móti hveij- um lífdegi, sem forsjónin gefur, með jákvæðu hugarfari: njóta kostanna, breyta því sem miður fer ef nokkur kostur er, en umbera ella. xxx Landið okkar er fagurt á hásum- ardegi þegar sól skín ofar fjöll- um. Fegurð þess og tign rísa þó trú-. lega hæst á haustin þegar tré, lyng og grös kveðja sumarið með öllu lit- rófinu. Undir septembersól, leit ég sumarið fyrst, kvað eitt góðskáldið. Og bjartir haustdagar eru á stundum góð uppbót fyrir sumarlægðir og regnský. Vetrarveður gera okkur engu að síður og oftlega gramt í geði, valda tjóni, jafnvel mannskaða. Já, Vetur konungur hefur oft leikið landsmenn grátt með norðangarra, snjóflóðum, hafís og vegleysum. En við emm samt sem áður betur í stakk búin en fyrr á tíð til að mæta hörðum vetri — og veijast honum. Og Vetur konungur talar ekki hvern dag til okkar á tungu norður- pólsins. Hann á líka til mildari tóna og sitt hvað ánægjulegt í fari sínu. XXX Veturinn styttir að vísu dagana og fyllir umhverfið myrkri lung- ann úr sólarhringnum. Hann dregur þó úi' dimmunni með hvítum snjó, sem klæðir allt landið og skýlir því ef grannt er gáð. Tugþúsundir lands- manna stunda vetraríþróttir og sækja heilsu og skemmtan í fönn og fjöll. Trúlega geta vetraríþróttir dregið erlenda ferðamenn til landsins í ríkara mæli hér eftir en hingað til, ef i'étt verður á málum haldið. Veturinn er og tími skólanna og alls sem þeim fylgir, menntunar, íþrótta og félagsstarfs. Þá er vertíð leiklistar, tónlistar og listsýninga, sem auka á fjölbreytni tilverunnar. Og þá er starfsemi hvers konar fé- laga, klúbba og gilda i fullum gangi, árshátíðir, þorrablót, dansiböll og hvað þær nú allar heita samkomurn- ar og uppákomumar í mannlegum samskiptum þessa árstíma hinna stuttu daga en löngu nátta. XXX Haustið og veturinn hafa sínar ánæguhliðar, ekkert síður en vorið og sumarið. Við þurfum að vísu að umgangast þessar árstíðir, það er umhverfið og íslenzka náttúru með meiri varúð þá en endranær, að ekki sé nú talað um aðgæzlu í akstri á þeim leiðum sem börn og unglingar ganga í og úr skóla. — Veturinn hefur meðal annars þann kost fram yfir aðrar árstíðir að hann gefur oft umfram það sem við var búizt af honum; efnir umfram loforð. Hann fellur því illa að íslenzkum stjórnmálum, eins og þau orðin hin síðari árin. Veturinn hefur bæði kosti og galla, eins og önnur fyrirbæri tilverunnar. En hann er, vel að merkja, undan- fari vorsins! Veturinn gerir vorið eft- irsóknarverðara en vera myndi ef hér ríkti eilíft koppalogn aílan ársins hring. Gleðilegan vetur!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.