Morgunblaðið - 08.10.1989, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ
SAMSAFNIÐ SUNNUÐAGUR
8. OKTOBER
ÚR MYNDASAFNINU
RAGNAR AXELSSON
Tónleikar Pelicans
ÆSKUMYNDIN...
ER AF ÞRÁNIBERTELSSYNI
KFIKMYNDAGERÐARMANNI
Vatnsgreiddur
tilfiindar við
kvikmyndagyðjuna
Reykjavík, í lok fimmta áratugarins. Sviðið er
Gamla Bíó og sýning er að hefjast á myndinni
um Mjallhvít og dvergana sjö. I miðjum salnum
situr snyrtilegur ungur maður, liðlega fimm ára.
Hann er spariklæddur og vatnsgreiddur, heldur
, þétt í hönd eldri systur sinnar, enda að halda á
vit kvikmyndagyðjunnar í fyrsta sinn. Endur-
fundirnir eiga eftir að vera tíðir, því pilturinn
verður síðar þekktur fyrir afrek á þessu sviði.
Hann heitir Þráinn Bertelsson.
Þráinn fæddist í Reykjavík, 30.
nóvember árið 1944. Foreldrar
hans voru Bertel Sigurgeirsson tré-
smiður, sem nú er látinn, og Fjóla
Oddsdóttir. Systir Þráins, Ýrr sem
starfar nú við Sjónvarpið að þýðing-
um, kom í heiminn tíu árum áður.
Þegar Þráinn fæddist bjó fjöl-
skyldan vestan við læk. Skömmu
síðar veiktist móðir hans alvarlega
og fjölskyldan tvístraðist. Honum var
komið í vist á vöggustofu þar sem
hann bjó við rýran kost og litla um-
hyggju.
Þráinn var máttfarinn af nærmg-
arskorti þegar móðursystir hans,
Guðný Oddsdóttir, tók hann í fóstur.
Hann braggaðist fljótt á nýja heimil-
inu og reyndist Guðný honum sann-
kallaður lífgjafi.
Veikindi móður Þráins ollu því að
hún varð að dvelja á stofnunum. Um
Ieið og faðir hans átti þess kost tók
hann drenginn aftur að sér. Bertel
var hægur maður og geðgóður, barn-
elskur með afbrigðum. Þótt smíðarn-
, ar bæru hann vítt ög breitt um landið
reyndi hann af fremsta megni að
halda bömunum heimili.
Fróðleiksþorsti Þráins var
óslökkvandi. Hans bestu stundir voru
þegar einhver vildi lesa upphátt.
Þegar Þráinn var fjögurra ára upp-
götvaðist að hann var þegar læs.
Lesaranum skjöplaðist eitthvað í
ónefndri skruddu og var áheyrandinn
ekki lengi að leiðrétta hann.
Eftir það var Þráinn sílesandi.
Hann las flestar íslendingasagnanna
Þráinn þriggja ára með Ýrr systur
sinni þrettán ára. Eftir fæðingu
var hann vistaður á vöggustofu og
komst þaðan nær dauða en lífí
aðeins eins og hálfs árs. Guðný
Oddsdóttir móðursystur hans varð
honum lífgjöfin.
og þótti snemma vel að sér í þeim.
Feðgarnir fóru víða og skólaganga
Þráins var fjölbreytt. Þegar hann var
átján ára hafði hann þegar haft vista-
skipti tuttugu sinnum um ævina.
Þegar faðir hans var við vinnu í
Grímsnesinu sótti hann skóla að
Ljósafossi en tíu vetra var honum
komið í heimavist Laugarnesskólans
í Reykjavík.
í Laugarnesskóla kynntist hann
Alfreð Þorsteinssyni, forstjóra Sölu
varnarliðseigna. Þeir urðu góðir fé-
lagar en Þráinn skar sig nokkuð úr
hópi félaganna þar sem hann hafði
lítinn áhuga á íþróttum. Þráinn var
kátur piltur, hafði mikið ímyndunar-
afl og þótti uppátækjasamur.
Þráinn sótti kvikmyndahús af
krafti. Roy Rogers var mikil hetja
barnanna á þessum árum og hver
myndin rak aðra í Austurbæjarbíó.
Þar myn'daðist mikil þröng eftir há-
degi á sunnudögum, þeirra sem vildu
krækja sér í ódýrari sæti á einum
af fimm fremstu bekkjunum.
Röðin hafði einnig annan tilgang.
I henni mátti “bítta“ myndablöðum.
Eftir myndina var gjarnan haldið inn
á Austurbar. Þar var glymskratti
sem flutti seiðandi tóna frá framandi
löndum.
Þegar heimili fjölskyldunnar í BJe-
sugróf brann til kaldra kola sátu Ýrr
og Þráinn í kvikmyndahúsi. Er heim
var komið voru eigur fjölskyldunnar
orðnar eldinum að bráð. Búslóðin var
rýr og tjónið því minna en ella, en
flestar íjölskyldumyndir og persónu-
legir munir hurfu í logana.
essar myndir voru teknar á
tónleikum hljómsveitarinnar
Pelican í Austurbæjarbíói í ágúst
1974, en þá var sveitin
tvímælalaust vinsæb
asta band landsins. í
broddi fylkingar er Pét-
ur Kristjánsson, en auk
hans má sjá Björgvin
Gíslason gítarleikara,
Asgeir Óskarsson
trumbuleikara, Jón Ól-
afsson bassaleikara og Jón Óskars-
son gítarleikara.
Tónleikarnir þóttu hinir glæsile-
gustu, en Pétur Maack, sem seinna
tók prestsvígslu, var fenginn til
þess að hanna umbúnað þeirra.
Tónleikarnir voru haldnir um það
leyti sem smáskífan „Jenny Darl-
ing“ var nýkomin út og á dagskrá
sveitarinnar voru flest vinsælustu
lög þeirra, eins og „Spengisandur",
sem enn má heyra í útvarpi í dag.
Pétur Kristjánsson
sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta
hefði verið eitt
skemmtilegasta tímabi-
lið, sem hann myndi
eftir í „bransanum".
Þakkaði hann það með-
al annars mikilli og
góðil skipulagningu umboðsmanns-
ins, Ómars Valdimarssonar. „Hann
sá um alla skipulagningu, bókaði
tónleika, sá um auglýsingar og
miðasölu, sá til þess að tónleikarnir
byijuðu á hárréttum tíma og svo
kom launaumslagið til okkar einu
sinni í viku,“ sagði Pétur.
Pétur „Pelík-
ani“, eins og
hann var m.a.
nefndur á síðum
Morgunblaðsins,
þenur raddbönd-
in.
STARFIÐ
BENEDIKT BJÖRNSSON GANGBRAUTARVÖRÐUR
-iu.
Benedikt Björnsson
Sá síðasti
í bænum
ÞEGAR maður er lágur í loftinu,
getur oft verið erfitt að komast
leiðar sinnar í skólann — allir
bílstjórar eru að fiýta sér og fáir
_ gefa smáfólkinu gaum. Börnin í
Langholtsskóla geta þó vel við
unað því þar er starfandi eini
gangbrautarvörðurinn í Reykja-
vík og sér hann tii þess að allir
komist klakklaust leiðar sinnar.
Benedikt Bjömsson heitir hann,
síðasti gangbrautarvörðurinn í
. bænum. Langholtsvegurinn er fjöl-
’farin gata og þar sem ekki eru
. gönguljós á.. mótum_ Holtavegar,
sem skólinn er við, er nauðsynlegt
að gangbrautarvörður aðstoði börn-
in í umferðinni. Benedikt sagði að
margir bílstjórar sýndu litla tillits-
semi og því hefði hann í nógu að
snúast allan daginn, en fyrstu börn-
in koma í skólann klukkan átta og
þau síðustu fara heim um fimmleyt-
ið. Hann sagðist oft fá börn í heim-
sókn í skúrinn sinn sem hann kall—
ar„höllina“, til að spjalla og fá
kandísmola. Benedikt lét vel af
starfinu en sagði þó að til stæði
að setja upp gangbrautarljós við
skólann og þá yrði hans ekki lengur
þörf.
ÞETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ__
Ingi R. Helga-
son, stjórnar-
formaður í Vá-
tryggingafélagi
islands á fundi
í Æskulyðsfylk-
ingunni, 24.
nóv. 1948.
Hann kvað engan eðlismun á
hófdrykkju og ofdrykkju
heldur aðeins stigsmun. Einnig
sagðist hann álíta að ekki væri
hægt að koma í veg fyrir
drykkjuskap með þvi að beita
almenningsálitinu. Reynslan
hefði sýnt hið gagnstæða. Al-
gjört bann áfengra drykkja kvað
hann vera eina möguleikann í
þessu sambandi.
BÓKIN
ÁNÁTTBORÐINU
PLATAN
ÁFÓNINUM
MYNDIN
ITÆKINU
Um þessar mundir er ég að lesa
bókina Skáldamót, en hún inni-
heldur þýðingar Guðmundar Daní-
elssonar á ljóðum ýmissa erlendra
höfunda. Þetta er ekki stór bók en
hún er afar falleg.
Eg hlýddi fyrir stuttu síðan á
plötu með Elton John sem tek-
in var upp_ á hljómleikaferðalagi
hans um Ástralíu. Ég hef mest
dálæti á honum en hlusta einnig
talsvert á létta klassíska tónlist s.s.
eftir Mozart.
Síðast horfði ég á myndina
Cocktail og fannst mér hún al-
veg ágæt. Ég horfi af og til á mynd-
bönd og þegar ég fæ að ráða hvaða
mynd er tekin á leigu þá vel ég
helst gaman- eða spennumyndir.
Eg er að lesa bókina Uns sekt
er sönnuð eflir Scott Turgow
og er hún nokkuð góð. Einnig hef
ég verið að rifja upp Njálssögu og
er jafnframt með Ævisögu Paul
McCartneys í takinu eftir Chet
Flippo. Hún er mjög góð.
*
Eg hef verið að hlusta á plötuna
Solitude Standing með Susan
Vega og er hún bæði ljúf og
skemmtileg. Svo hef ég verið að
reyna að hlusta á óperur Wagners
en finnst þær nokkuð tormeltar.
Fyrir stuttu sá ég myndina Pack
of Lies í annað sinn. Þetta er
framúrskarandi góð mynd, mjög vel
leikin og spennandi. Hafði ég jafn
gaman af henni og þegar ég sá
hana í fyrra skiptið.