Morgunblaðið - 11.10.1989, Side 1

Morgunblaðið - 11.10.1989, Side 1
48 SIÐUR B 231. tbl. 77. árg.________________________________MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: Walter Sisulu verð- ur leystur úr haldi Jóhannesarborg. Reuter. Suður-Afríkumaðurinn Walter Sisulu, nánasti samstarfsmaður Nel- sons Mandelá blökkumannaleiðtoga, verður leystur úr haldi ásamt sjö öðrum pólitískum föngum um leið og gengið hefur verið frá nauðsynleg- um formsatriðum, að þvi er F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, tif- kynnti í gær. Yfirlýsing forsetans var lesin í kvöldfréttatíma ríkissjónvarps Suð- ur-Afríku. Sisulu, sem er 77 ára að aldri, var aðalritari Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) og hefur verið í fang- elsi í 26 ár. Hann var fangelsaður ásamt Mandela fyrir áform um að steypa stjórn hvíta minnihlutans í landinu. Á meðal fanganna sjö, sem einnig Reuter * Ovenjulegur lestur Bandariski fímlcikamaðurinn Charles Lakes kynnti nýja bandariska metsölubók á bóka- hátíð í Frankfúrt í V-Þýska- landi í gær með því að lesa hana samtimis því sem hann stökk á fjaðradýnu (trampólín). verða látnir lausir, eru Oskar Mpet- ha, sem er áttræður og elsti pólitíski fanginn í Suður-Afríku. Þessi ákvörðun Suður-Afriku- stjórnar er talin fyrirboði þess að Mandela verði bráðlega látinn laus án skilyrða, en blökkumannahreyf- ingar hafa sett það sem skilyrði fyr- ir viðræðum við stjórnina. Haft er eftir suður-afrískum embættismönn- um að Mandela verði leystur úr haldi snemma á næsta ári, jafnvel í janúar. Reuter Mótmælendur ganga um miðborg austur-þýsku borgarinnar Leipzig í gærkvöldi. Á borðanum stendur: „Við viljum ekki ofbeldi - við viljum breytingar." Austur-Þýskaland: 500 mótmælendur leyst- ir úr haldi í Dresden-borg- Yfirvöld í tveimur borgum hefla viðræður við andófsmenn Austur-Berlín. Reuter. Háttsettir embættismenn í tveimur borgum Austur-Þýskalands gengu til viðræðna við umbótasinnaða mótmælendur í gær, aðeins nokkrum dögum eftir að lögreglan kvað niður ein mestu mótmæli í 40 ára sögu landsins og tók fjölda manna höndum. Lögreglan hefúr leyst 500 manns, sem hándtekin voru í mótmælunum, úr haldi í borginni Dresden í suðurhluta landsins, að því er Gottfried Forck, biskup í Austur-Berlín, skýrði frá í gær. Borgarstjóri Dresden, Wolfgang Berghofer, hóf viðræður við tutt- ugu fulltrúa mótmælenda og þrír forystumenn kommúnistaflokksins í Leipzig féllust einnig á slíkar við- ræður. Fulltrúarnir skýrðu frá því Efiiahagsvandi Færeyinga: Landstj órnin íhugar að fara niðurfærsluleiðina Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. LANDSTJÓRNIN í Færeyjum lætur nú kanna möguleikann á því að fara niðurfærsluleiðina til að auka samkeppnishæfni útflutn- ingsgreinanna, þ.e. lækka laun verulega og jafnframt skera niður skattaálögur í samræmi við launaskerðinguna. Nefnd, skipuð af stjórninni, á að athuga hvaða afleiðingar 20% launalækkun hefði. Jogvan Sund- stein lögmaður segir að takist að lækka rekstrarkostnað sjávarút- vegsins muni hann verða sam- keppnishæfari og hægt verði að lækka fjárstuðning við atvinnu- veginn sem er að sliga ríkissjóð. Færeyskur sjávarútvegur hefur átt erfitt uppdráttar undanfarinn áratug. Sundstein leggur áherslu á að að skattar verði lækkaðir svo að ráðstöfunarfé launafólks verði ekkert minna að raungildi eftir niðurfærsluna og telur að lækkað- ur rekstrarkostnaður fyrirtækj- anna muni í reynd hafa í för með sér aukinn kaupmátt fyrir flesta. Lögþingið samþykkti fyrir skömmu hækkanir á ýmsum toll- um og álögum og hefur neysla þegar minnkað nokkuð af þeim sökum. Lögmaðurinn viðurkennir að aukinn kaupmáttur muni auka neysluna á nýjan leik en takist að efla útflutninginn og koma því til leiðar að fyrirtækin geti greitt niður erlendar skuldir sínar verði hægt að flytja meira inn. Ráðgefandi nefnd á vegum dönsku stjórnarinnar í málefnum Færeyinga hefur nýlega lokið heimsókn sinni til landsins. For- maður hennar, N.V.' Skak-Niels- en, telur mikið hafa áunnist í efna- hagsmálunum undanfarna mán- uði. „Stjórnin.... hefursýntvilja sinn til að ieysa efnahagsvandann með því að koma á lögbundnum sparnaði og skatta- og tollahækk- unum. Fleiri aðgerðir eru á döf- inni,“ sagði Skak-Nielsen sem tel- ur að tekist hafi að slá verulega á ofþensluna í efnahagslífinu. á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi að ekki hefði náðst mikill árangur í viðræðunum en þeim yrði haldið áfram á mánu- dag. Berghofer hefði þó lofað því að allir þeir mótmælendur, sem handteknir voru án þess að hafa beitt ofbeldi, yrðu látnir lausir inn- an sólarhrings. Gottfried Forck biskup, sem safnað hefur upplýs- ingum um handtökur út um allt landið, skýrði síðahrfrá því í gær- kvöldi að 500 mótmælendur hefðu verið leystir úr haldi í Dresden. Vitað væri um tíu mótmælendur sem enn væru í haldi í borginni. Fulltrúar mótmælendanna sögðu að Berghofer hefði sagt að sérfræðingar myndu taka þátt í viðræðunum á mánudag til að ræða kröfur um breytta stefnu fjöl- miðla og hlutlægan fréttaflutning af mótmælum. Mótmælendurnir kröfðust þess að helsta hreyfing stjórnarandstæðinga, Nýr vett- vangur, yrði viðurkennd en haft var eftir borgarstjóranum að ekki yrði hægt að fjalla um hreyfinguna þar sem hún væri bönnuð. Austur-þýskir fjölmiðlar skýrðu ekki frá viðræðunum og héldu áfram að lýsa mótmælendunum sem ófriðarseggjum. Erich Hon- ecker, leiðtogi landsins, hefur hafnað kröfum um að koma til móts við umbótasinna og sagt að austur-þýsk stjórnvöld hyggist hvergi hvika frá harðlinustefnu sinni. Rúmlega 500 austur-þýskir flóttamenn voru í vestur-þýska sendiráðinu í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Yfirvöld í Póllandi skýrðu frá því að hundruðum Aust- ur-Þjóðveija, sem komið hefðu til landsins á ólöglegan hátt, hefði verið vísað aftur til Austur-Þýska- lands. Ungverj’aland: Otto von Habs- burg* útilokar ekki framboð Búdapest. Reutcr. OTTO von Habsburg, síðasti krón- prins Ungverjalands, sagði í gær að til greina kæmi að hann byði sig frarn í forsetakosningunum í landinu í næsta mánuði ef það yrði til þess að treysta lýðræðis- umbætur í sessi í Austur-Evrópu. Habsburg, sem situr á Evrópu- þinginu fyrir hönd Kristílega demókrata- flokksins í Vest- ur-Þýskalandi, sagði að fulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna tveggja í Ungveija- landi, Smábændaflokksins og Ung- verska lýðræðisvettvangsins (HDF), væru nú að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. „Ég býð mig fram aðeins ef sönnur verða færðar á að framboð mitt sé eina leiðin til að tryggja lýðræðisþróun í landinu," sagði Habsburg. Hann sagðist ekki vita hvort hon- um yrði leyft að bjóða sig fram í forsetakosningunum eða hvort Imre Pozsgay, helsti umbótasinninn úr röðum hins nýja Sósíalistaflokks, yrði einn í framboði. Sjá „Börðust til metorða...“ á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.