Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1989 21 Ungversku umbótasinnarnir: Börðust til metorða í flokki sem þeir vildu leggja niður Búdapest. Reuter. UM síðustu helgi gerðust þau merku tíðindi í Ung-verjalandi, að komm- únistaflokkurinn var lagður niður og sósíalistaflokkur stofnaður á rústum hans. Hafa þessar breytingar átt sér nokkurn aðdraganda en þeir tveir menn, sem mest hafa komið við sögu, eru þeir Rezso Nyers, sem flutti með sér formcnnskuna milli flokka, og Irtire Pozsgay, einn ötulasti umbótasinninn í Ungverjalandi um langan aldur. Hefúr hann einnig verið útnefndur frambjóðandi sósíalistaflokksins þegar kosið verður til nýs forsetaembættis fyrir árslok. Nyers var aðeins 17 ára gamall þegar hann gekk til liðs við ung- verska jafnaðarmannaflokkinn en er kommúnistar höfðu komist til valda með stuðningi Sovétmanna neyddu þeir jafnaðarmenn til fylgilags við sig. Nyers, sem lagði stund á hag- fræði, snerist þá á sveif með nýju Fílharmóníusveit Berlínar hef- ur valið ítalann Claudio Abbado sem aðalstjórnanda í stað Her- berts von Karajans, sem lést sl. sumar. Þrátt fyrir jákvæð svör er eftir að semja við Abbado um kaup og kjör og var talið að nokkur bið yrði á því að hann hæfi störf. Abbado hefur verið tónlistarstjóri ríkisóperunnar í Vínarborg frá 1986. Hann hefur verið gestastjórn- andi Berlínarfílharmóníunnar nokkrum sinnum undanfarna tvo áratugi. Hann er 56 ára og var faðir hans fiðluleikari en móðir hans píanóleikari. Sjálfur lék hann á píanó, celló og orgel á yngri árum og vann sér inn vasapening sem kirkjuorganísti. Hann öðlaðist frægð sem stjórnandi 1965 er hann stjórnaði Fílharmóníusveit Vínar- borgar. Var það fyrir tilstuðlan og ábendingar von Karajans að hann var ráðinn þangað. Abbado hefur verið eftirsóttur listamaður og árið 1968 var hann ráðinn aðalstjómandi við Scala- óperuna í Mílanó. Síðar varð hann tónlistar- og liststjóri óperunnar. Auk þessa og starfa hjá ríkisópe- runni í Vínarborg hefur hann verið tónlistarstjóri unglingahijómsveitar Evrópubandalagsins frá 1977 og fyrsti gestastjórnandi við fílharm- óníusveit Chicago-borgar. Abbado er mikill heilsuræktar- maður og íþróttaunnandi. Kona hemladisKa á öllum gerðum bíla, án þess að taka þá af bílnum! Tljót og ódýr þjónusta. BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI68 12 99 valdhöfunum og vann lengi fyrir flokkinn þótt hann hefði um margt aðrar skoðanir en kommúnistar á lögmálum efnahagslífsins. Árið 1968 fékk Nyers loks tæki- færi til að hrinda einhveijum hug- mynda sinna í framkvæmd og árang- urinn var sá, að ungverskt efna- hans Gabriella er ítölsk og er hún fatahönnuður. Eiga þau tvær dætur og einn son. hagslíf hefur síðan verið fijálslegra en í öðrum Austur-Evrópuríkjum. Ráðamönnum í Sovétríkjunum leist hins vegar illa á blikuna og þróunina í Ungveijalandi og fengu því fram- gengt, að Janos heitinn Kadar, for- maður ungverska kommúnista- flokksins, rak Nyers úr stjórnmála- ráðinu árið 1975. Nyers, sem hefur lengi barist fyr- ir fijálsu markaðskerfi og lýðræðis- legum stjómarháttum, var ekki kjör- inn aftur í stjómmálaráðið fyrr en 1988 þegar Karoly Grozs hafði ýtt Kadar burt úr formannssætinu í flokknum og tók þá jafnframt við embætti efnahagsmálaráðherra í ríkisstjóminni. í júní síðastliðnum var hann síðan kjörinn til for- mennsku í flokknum, sem hann átti einna mestan þátt í að leggja niður um síðustu helgi. Sagt hefur verið, að hafi Rezso Nyers stuðlað að umbótum í Ung- veijalandi, hafi Imre Pozsgay hrint þeim í framkvæmd. Þótt hann hafi næstum alla tíð starfað fyrir komm- únistaflokkinn og stjómvöld, var meðal annars menningarmálaráð- herra 1976-82, var hann ávallt gmn- aður um græsku og aldrei litið á Rezso Nyers hann sem eiginlegan kommúnista. Stóð oft til að reka hann en flokks- forystan komst alltaf að þeirri niður- stöðu, að hann væri varasamari utan flokks en innan. Pozsgay hefur lengi verið fremstur í hópi ungverskra umbótasinna og nokkuð er um liðið síðan hann hætti að kalla sig kommúnista. Lýsti hann fremur sjálfum sér sem jafnaðar- manni og gerði stundum gys að þeim, sem stögluðust á alræði öreiganna og forystuhlutverki kommúnista- flokksins. Pozsgay varð fyrstur til að skera úr um, að „gagnbyltingin" 1956 hefði verið uppreisn þjóðarinn- ar gegn kúgurum sínum og hann hefur haldið því fram, að kenningar . sósíalismans hafi haft meiri áhrif á Vesturlöndum en í ríkjum kommúnis- mans. Imre Pozsgay Eins og fyrr segir hefur Pozsgay verið útnefndur frambjóðandi sósí- alistaflokksins í komandi forseta- kosningum og telja flestir, að hann muni hreppa embættið vegna vin- sælda sinna meðal þjóðarinnar. Hvort þær hrökkva hins vegar til að gera sósíalistaflokkinn að nýjum flokki í augum ungversks almenn- ings er svo annað mál. I fjórum auka- kosningum til þingsins á þessu ári hafa kommúnistar beðið afhroð og augljóst, að Ungveijar vilja losa sig við allt, sem minnir á valdatíma þeirra. Það lýsir sér best í því, að Smábændaflokkurinn, sem hefur verið endurreistur, hyggst reyna að fá Otto von Habsburg, 76 ára gaml- an son Karls I, síðasta keisara Aust- urríkis-Ungveijalands, sem fram- bjóðanda sinn í forsetakosningunum. ^MJ'íARHOLTI 20 S/M, 233jj. SAMEINAÐI GRÍNFLOKKURINN sýnir sápuóperuna lBusWnSSOn ^^rnas°n Saga Biargm Ur<dsson Happahjólió: Glæsilegir vinningar Frumsýning föstudagskvöldió 13. október. Húsió opnaó kl. 19.00. Mióa- og boróapantanir daglega í síma 23333. LAMBADA DAASiAA Hijómsveit íngimars Eydal leikur fyrir dansi tíl kl. 03. Fílharmóníusveit Berlínar: Claudio Abbado valinn eftirmaður Karajans Vestur-Berlín. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.