Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIPVIKUDAGIÍR 11. OKTÓBUR 1989 fclk f fréttum Morgunblaðið/Silli Ómar Öcan, Kári Kristjánsson og Hreiðar Jósteinsson úr Barna- skóla Húsavíkur tína birkifræ í Fossselsskógi. Hvað skyldu líða mörg ái' þar til að hægt verður að tína fræ af þeim plöntum, sem þeir voru að gróðursetja síðastliðið vor? UMHVERFISVERND Tíndu 30 kíló af fræi Böm úr efr bekkjum Bama- skóla Húsavíkur — 30 að tölu — fóm fyrir skömmu með þremur kennurum í Fossselsskóg í Suður-Þingeyjarsýslu til að tína birkifræ. Undir stjórn Friðgeirs Jónssonar, skógarvarðar, Ysta- Felli, tíndu þau um 30 kg. Fræið verður sent að Gunnarsholti til húðunar en svo sáð næsta vor til uppgræðslu á landi í grennd við Húsavík. Við upphaf skólaársins hafa flestir bekkir skólans verið á far- aldsfæti við ýmiskonar umhverfis- verkefni. - Fréttaritari Alex Joseph ásamt eiginkonunum og tveim barnanna. Hann mælir eindregið með ljölkvæni og konurn- ar segjast hæstánægðar með hlutskipti sitt. „Alex hefur'allt sem getur prýtt karlmann; greind, kímnig- áfu og blíða lund,“ segir ein þeirra, Boudicca, sem giftist honum eftir tveggja sólarhringa kynni. Hún stundaði þá háskólanám í heimspeki og segir foreldra sína hafa ætlað að ganga af göflunum við tiðindin. FYRIRMYNDARFAÐIR Hamingjusamur eigin- maður níu kvenna Alex nokkur Joseph, sem er bæjarstjóri í smábænum Big Water á mörkum Utah og Arizona í Bandaríkjunum, á svolítið erfitt með að muna alltaf eftir'giftingar- deginum. Hann á sér þó afsökun. Alex á nefnilega níu eiginkonur. Fjölkvæni er að vísu bannað í Bandaríkjunum, einnig í mormón- aríkinu Utah, svo að Alex er ekki löglega kvæntur öllum konunum. Hann bjó til sinn eigin samning sem þær hafa allar undirritað en í hon- um „gefast" þær eiginmanni sínum; hann Iofar að „taka við“ þeim „til eilífðar, frammi fyrir ásjónu Guðs, engla og vitna.“ 27 konur hafa ját- ast Alex en 17 gáfust upp á sam- bandinu. Hinar segjast vera eins og systur, þær hafi unnið bug á allri öfund og afbrýðisemi og sláist aldrei. Þær skiptast á um húsverkin og barnagæsluna. Þær skiptast einnig á um sænga hjá fjölskyldu- föðurnum. Fyrst í stað vildi hann sjálfur ákveða hver hlyti það hnoss en seinna urðu þær ásáttar um að koma á skipulagi. „Það var indælt að verða fyrir valinu en hafði slæm áhrif á sjálfstraustið þegar það brást.. . . Nú pöntum við bara tíma og berum saman vasabækumar til að hlífa honum við of miklu álagi,“ segir Joanna, sem vinnur í tækni- deild blaðsins Big Water Times. Alex setur aðeins eitt skilyrði; hin hamingjusama á alltaf að hita morgunkaffið. Alex á blaðið Big. Water Times sem ein kvennanna ritstýrir, Hann er 53 ára gamall, vingjarnlegur keðjureykingamaður með dálitla bjórvömb og segist hann aldrei hafa verið hryggbrotinn. „Þótt ég sé hræðilega feiminn hlýt ég að hafa einhvers konar þokka.“ Örlög hans voru ráðin þegar fyrsta konan hans stakk upp á því, eftir tíu ára hjú- skap, að hann kvæntist einnig bestu vinkonunni, Dianne. Sjálfur vgr hann fullur efasemda en nú segir hann vel koma til athugunar að ná sér í eina í viðbót, svo prýðileg hefur reynslan af fjölkvæninu verið. Konurnar eru þó á því að heppileg- ast sé fyrir Alex að hafa þær með í ráðum við val á kvonfangi. Börnin eru samtals 22 og bama- börnin 11. Konurnareru á aldrinum 42 ára niður í 18 og em allar hjart- anlega sammála um að venjuleg kjarnafjölskylda sé ekkert spenn- andi. Foreldrar margra þeirra hafa árangurslaust reynt að telja þeim hughvarf, stundum leitað til lög- reglunnar. Elstu eiginkonurnar, Dianne og Leslie, eru Ijósmæður bæjarins. Hinar gegna ýmsum störfum, ein er fasteignasali, önnur kaupmaður, sú yngsta, Dawn, er ritari bæjarstjórans. Sjálfur fæst Alex einkum við að snara fomegypskum textum á ensku í frístundum sínum auk þess sem hann er formaður hálfgerðs stjórn- leysingjaflokks. Fjölskyldustærðin hefur tiyggt flokknum og Alex sterka stöðu í bæjarpólitíkinni enda íbúar Big Water aðeins 420. Þeir em fyrir löngu orðnir vanir því að sjá bæjarstjórann sinn á kvöld- göngu með eins margar eiginkonur upp á arminn og hann kemst yfir í einu. Morgunblaðið/Bæring Cecilsson Prestamir sem þjónuðu við hátíðarguðsþjónustuna í Staðarhóls- kirkju, frá vinstri: sr. Jens H. Nielsen, Sr. Ingiberg J. Hannesson, Sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup, og sr. Gísli H. Kolbeins. VÍGSLUAFMÆLI ' Kirkjuhátíð í Saurbænum Sunnudaginn 10. september var haldin kirkjuhátíð í Saurbæn- um í tilefni af 90 ára vígsluafmæli Staðarhólskirkju og hófst hún með hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni kl. 2. e.h. Þar prédikaði sr. Jónas Gísla- son, vígslubiskup, og var þetta fyrsta embættisheimsókn hans sem vígslubiskups. Altarisþjónustu önn- uðust sóknarpresturinn, sr. Ingi- berg J. Hannesson, og sr. Jens H. Nielsen í Búðardal og- sr. Gísli H. Kolbeins í Stykkishólmi. Jafnframt flutti sóknarprestur ávarp og sagði sögu kirkjunnar. Eftir messu var svo boðið til kaffidrykkju í félags- heimilinu Tjarnarlundi — og var þár af rausn veitt og ræður haldnar í tilefni dagsins. Undanfarið hefur kirkjan verið máluð utan sem innan og aðrar endurbætur farið fram. Gjafir bár- ust kirkjunni í tilefni afmælisins og má þar nefna m.a. spaða og duft- ker til notkunar við jarðarfarir, fag- urlega útskorið og unnið af Hall- dóri Sigurðssyni tréskurðarmeist- ara. Gefendur eru hjónin Jóhann Sæmundsson og Jarþrúður Krist- jánsdóttir í Ási og afkomendur þeirra og er gjöfin til minningar um son þeirra, Kristján Valgeir, sem þau misstu 9 ára gamlan 1963. Þótti kirkjuhátíðin hinn ánægju- legasti viðburður þrátt fyrir fremur óhagstætt veður. - IJH COSPER Nei, forstjóri, þú ert ekkert að ónáða. 3. habitat A LAUCA Rúmgóð verslun í hjarta Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.