Morgunblaðið - 11.10.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.10.1989, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1989 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson 2000. fundur bæjaráðs Vestmannaeyja var haldjnn fyrlr skömmu. F.v. Páll Einarsson, bæjarritari, Arn- aldur Bjarnason, bæjarstjóri, Guðmundur Þ.B. Ólafsson, formaður bæjarráðs, Sig'urður Jónsson, Andrés Sigmundsson og Ragnar Óskarsson. Vestmannaeyjar: 2000. fundur bæjarráðs Vestmaiinaeyjum. BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja hélt sinn 2000. fund fyrir skömmu. I tilefhi þessa tímamótafundar var samþykkt tillaga um styrki til náms- manna fi-á Eyjum. BæjaiTáð hélt sinn fyrsta fund 1. mars 1954. í því eiga sæti 3 fulltrúar, kjörnir af bæjarstjórn, en auk þess eiga seturétt í ráðinu áheyrnarfulltrúar þeirra flokka sem ekki eiga kjörna fulltrúa í ráðinu. Bæjarráð fer með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins ásamt bæjarstjóra. Það gerir drög að fjár- hagsáætlun og gerir tillögur til bæjarstjórnar. Ráðið heldur reglu- lega fundi einu sinni í viku og af- greiðir þá hin ýmsu mál sem fyrir liggía. I bæjarráði Vestmannaeyja sitja nú Guðmundur Þ.B. Ólafsson, for- maður, Andrés Sigmundsson, Sig- urður Jónsson og Ragnar Óskars- son. í samþykktinni sem bæjarráð gerði vegna 2000. fundarins er gert ráð fyrir að bæjarsjóður veiti styrki til námsmanna sem stunda nám utan Vestmannaeyja. Skilyrði er að ekki sé hægt að stunda námið í Eyjum og verða styrkirnir auglýst- ir lausir til umsóknar fyrir náms- menn. Grímur Líf okkar er vafið í þykk- ari, dýrari og fánýtari umbúðir í naftii fi’amfara - segir Hörður Bergmann, höfundur bókarinnar „Umbúðaþjóðfélagið“ MENNINGARSJÓÐUR hefur gef- ið út bókina „Umbúðaþjóðfélagið. Uppgjör og afhjúpun. Nýr fram- faraskilningur" eftir Hörð Berg- mann. I bókinni er gagnrýnin greining á því sem höfúndur neín- ir ríkjandi vaxtar- og sældar- hyggju er birtist meðal annars í tæknidýrkun, hagvaxtarkapp- hlaupi, rísandi séríræðingaveldi og andvaraleysi gagnvart sér- hagsmunastreði og sóun sem eigi sér stað innan skója- og heilbrigði- skerfisins, segir í fréttatilkynn- ingu frá Menniugarsjóði. Höfundur segir gagnrýni sína miða að því að auðvelda lesandanum að móta með sér nýja mælikvarða á hvað telja megi gott og gilt i fram- vindu þjóðmála og jafnvel í eigin lífi. í inngangi segist höfundur ætla að ■ skrifa hugvekju fremur en fræðirit. Þar segir að heiti bókarinnar sé „...ætlað að segja sitt um ákveðið sjónhorn sem hér er notað við að greina áhrifarík einkenni efnahags-, atvinnu- og lífshátta í samfélagi okk- ar. Vísa til athugunar á því hvernig líf okkar er vafið í sífellt þykkari, dýrari og fánýtari umbúðir í nafni framfara." Ennfremur segist höfundur vona „...að það sem hér er leitast við að afhjúpa og skýra eigi eftir að koma uppvaxandi kynslóð að góðu gagni við að átta sig á þeim varasama arfi sem hún fær í hendur frá hagváXtar- kynslóðinni" og efli vilja hennar „...til að búa í þjóðfélagi þar sem tekið er mið af framtíðinni fremur en stund- arhag, heildarsýn fremur en skamm- sýni og sérhyggju, hóflegri auðlinda- Morgunblaðið/Þorkell Hörður Bergmann. nýtingu í stað rányrkju. Þjóðfélagi þar sem képpt er að jöfnuði og virku lýðræði." Hörður Bergmann lauk BA-prófi frá Háskóla íslands í sögu, dönsku og uppeldisfræði árið 1956. Hann hefur starfað sem kennari, náms- stjóri og fræðslufulltrúi og verið for- maður Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, frá stofn- un þess. Hörður hefur samið fjölda kennslubóka og birt greinar um þró- un þjóðfélagsmáia í blöðum og tíma- ritum. Niðurstaða af þjóðfélagsrýni Harðar birtist í Umbúðaþjóðfélaginu. „Umbúðaþjóðfélagið" skiptist í sjö kafla. Við upphaf hvers kafla er birt teikning sem vísar til efnsisins. Teikningarnar gerði Búi Kristjánsson og hannaði hann einnig kápu. Nýr og betri veislusalur Meiriháttar mótstaður Afmœlisveislur Árshátíðir Blaðamannafundir. Brúðkaupsveislur Dansleikir Danssýningar Erfidrykkjur Fermingarveislur Fundir Grimudansleikir Jólaböll Matarboð Ráðstefnur Skákmót Sumarfagnaðir Vetrarfagnaðir Þorrablót Ættarmót Eða bara stutt og laggott: Allt frá A — Ö Fullkomið hljóðkerfi sem hentar bœði hljómsveitum, diskóteki sem ráðstefnum. EITT SÍMTAL - VEISLAN í HOFN. MANNÞING, símar 686880 og 678967. Guðmundur J. Guðmundsson: Erum með sprengitil- lögur í sjávarútvegi GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ís- lands, segir að fyrir VMSI-þinginu, sem haldið verður 12.-14. október, liggi miklar sprengitillögur á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu. „Þetta eru sprengitillögur, sem skapa munú miklu fleiri atvinnutækifæri þótt afli minnki. Þetta eru geysilega umfangsmiklar framúrstefnutillögur, sem hafa það að markmiði að skapa íslendingum atvinnu og verðmæti." Guðmundur staðfesti í samtali við Morgunblaðið að tillögurnar gerðu m.a. ráð fyrir því að sigling- ar íslenskra fiskiskipa á erlenda fiskmarkaði yrðu lagðar af og þess í stað yrði fiskmörkuðum komið upp um land allt. Það væru til fleiri leið- ir til að stöðva siglingar en að banna þær með lögum. Hægt væri til dæmis að taka upp annað kerfi, sem gerðu siglingar minna eftirsókna- verðar. „Sjálfsagt verður 'einhver landshorna- og hrepparígur uppi í þessum efnum. Einnig á ég von á því að forsvarsmenn staðnaðra og staðlaðra sjávarútvegsfyrirtækja telji tillögurnar bull og erum við tilbúnir að ræða við þá. Við eriim orðnir leiðir á sultardropasjónar- miðum talsmanna sjávarútvegsins. Þeir skulu fara að hyggja að eigin atvinnurekstri, en ekki syngja í sífellu bara um kaup. Hins vegar viljum við samstarf við þá um tillög- umar og skorum á þá að vinna með okkur. Við ætlum ekki að mæta atvinnuleysi, hvorki upp á 3% eða 5%, og viljum gera allar hugsanleg- ar ráðstafanir til að afstýra því,“ sagði Guðmundur. Á þingi VMSÍ verða einnig lagð- ar fram tillögur um stuðning við stóriðju. Hvatt verður til stækkunar álversins í Straumsvík, náist samn- ingar um það. Aukin hraði verði við framkvæmdir Blönduvirkjunar og strax að vori eða seinnihluta vetrar verði hafist handa við virkj- unarframkvæmdir við Búrfell. Við Búrfellsvirkjunina eina myndu skapast atvinnutækifæri fyrir 250 til 400 manns, að sögn Guðmund- ar. Hann sagði jafnframt að iðnað- arráðherra hefði sagt á fundi með forsvarsmönnum VMSÍ fyrir skömmu að góðar vonir væru á að samningar tækjust um stækkun álversins í Straumsvík seinnihluta þessa mánaðar. Ymsir sérfræðingar hafa verið ráðnir tfmabundið til starfa fyrir VMSÍ vegna þingsins. Jóhann Ant- onsson, framkvæmdastjóri . á Dalvík, hefur t.d. unnið tillögugerð um sjávarútvegsmál fyrir þingið og Birgir Árnson, aðstoðarmaður iðn- aðarráðherra, hefur unnið að gerð tillagna um stóriðjumál. Ráðstefiia um málefiii aldraðra ÖLDRUNARRAð íslands gengst fyrir ráðstefiiu föstudaginn 13. október 1989 kl. 13.00 í Borgar- túni 6. Fjallað verður um ný lög um málefni aldraðra. Framsögu- menn verða frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Pétur Sigurðsson, forstjóri. Einnig verðúr fjallað um um efn- ið: Að deyja með reisn. Vandamál sem tengjast virkri læknisþjónustu þegar ekki verður séð að hún beri árangur. Framsögumenn: Dr. Pálmi Jóns- son, læknir, og sr. Ólafur Oddur Jónsson. Námsstefnustjóri: Gunn- hildur Sigurðardóttir, hjúkrunarfor- stjóri. Öllum þeim, sem glöddu mig og heiðruðu meö blómum og nœrveru sinni á „ málverkasýningu “ minni í Hátúni 10B, 9. hœð, dagana 15.-29. september 1989, þakka ég af alhug. Sérstakar þakkir til Þóreyjar B. Magnúsdóttur handmenntaþjálfa, og Birgit Skov, iöjuþjálfa, sem gerðu það ómögulega mögulegt! Guö blessi ykkur öll. Kristjón ísaksson, prentari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.