Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1]. PKTOBER 1989 17 Landsvirkjun: Ný aðveiturstöð tekin í notkun við Hamranes skólans. Þannig verður auðveldara fyrir ráðið að endurskoða ýmsar ákvarðanir deilda. Steliian tekin fram á við Þó mikið hafi áunnist á skömm- um tíma,1 þá eru ærin verkefni framundan. — Afram verður unnið í því að færa haustmisserispróf fram í des- ember, en þar er um nokkurra ára verkefni að ræða, þar sem taka verður tillit til sérkenna deilda og óska stúdenta. — Taka þarf upp gæðakannan- ir á kennslu í öllum deildum og gefa þeim vægi. Til dæmis má líta til þeirra, þegar kennarar sækja um stöðuhækkun. Gæta þarf þess að dómnefndir sem meta fram- gang kennara líti ekki einungis á rannsóknarþátt starfsins, heldur einnig á kennsluna. — Endurskoða þarf reglur um próf og prófdómara. — Umsjónarkennarakerfi er nú fyrir hendi í einhverri mynd í verk- fræðideild og hagfræðiskor. Aukin samvinna nemenda og kennara er af hinu góða og erlendis hefur slíkt gefið góða raun. — Bæta þarf aðstöðu til lestrar og verkefnavinnu. Það verður best gert með því að hvetja til upp- byggingar Þjóðarbókhlöðunnar, en þar verða 800 lessæti. Einnig þarf að gæta að slíkri aðstöðu þegar teknar eru ákvarðanir um nýbyggingar. — Taka þarf einingakerfið inn- an háskólans til gagngerrar skoð- bardaga og fólk á hlaupum, sem einhvernveginn tekst að búa í skot- hríðinni. Við fylgjumst með frétta- manni (Ganz) koma til borgarinnar • og kynnumst með hans augum ástandinu þar til hann örvinglast í ljótleika stríðsins. Schlöndorf bregður upp hrika- legri mynd af eyðileggingu og manndrápum í algerlega ósættan- legu landi en reynir líka að blanda í það ástarlífi fréttamannsins, sem allt verður frekar móðukennt og merkingarlítið. Geróníma Geróníma. Leikstjóri: Raúl Al- berto Tosso. Helstu hlutverk: Luisa Calcumil, Patricio Contrer- as og Mario Luciani. Argentína, 1986. Það hvarflar sjaldnast að manni að Geróníma, argentínska myndin á Kvikmyndahátíð, sé leikin svið- setning á sönnum atburðum, miklu frekar er eins og atburðir hennar séu kvikmyndaðir um leið og þeir gerast, svo yfirþyrmandi er raun- sæið. Það felst í hijóstrugu landslag- inu, sem erfitt er að sjá að nokkur geti lifað á, fátæklegu kofaskrifli úti í miðri auðninni, enn fátæklegri húsmunum og larfaklæddum leik- urum sem svipir þeirra falla eins og sandurinn í umhverfið. Myndin, þótt hún sé leikin og í fullri lengd, er byggð upp sem heim- ildamynd í sannsögulegri frásögn sinni af Gerónímu, frumbyggjakonu af ætt mapuche-indíána í Patag- óníu, sem árið 1976 barðist gegn yfirráðum hvjta mannsins yfir landi sem ætt hennar hafði byggt um aldir. Leikstjórinn hefur áður feng- ist við heimildarmyndagerð en handritið mun grundvallað á upp- tökum á geðrannsókn sem Gerón- íma sætti og þeirri upptöku er skot- ið inní myndina hér og hvar í þess- ari eilífu baráttu frumbyggja við hvíta' stofninn. Okkur birtist fjarlæg menning frumbyggjanna, óvægin og hörð lífsbarátta þeirra og seigla við hörmulegar aðstæður og ekki síst hugrekki Gerónímu, ljögurra barna móður, sem býður máttarvöidunum byrginn. unar. Samræma þarf einingamatið á milli deilda og skilgreina hvað standi á bak við eina einingu. Að þessu verkefni þarf að huga, ef bijóta á niður deildarmúra og því væri ráðlegt að „valfrelsisnefndin“ myndi kanna það. — Að síðustu mætti athuga hvort ekki megi á einhvern hátt tengja nám betur starfi. Þannig að stúdentar leystu raunhæf verk- efni fyrir atvinnulífið og fengju slíkt metið til eininga. Hér hefur einungis verið tæpt á heistu verkefnum síðustu mán- aða. Framundan er mikið starf sem tekur sinn tíma að vinna. Háskólinn er í eðli sínu íhaldssöm stofnun og breytingar þarf að undirbúa og kynna vel. Vonandi tekst að þoka fleiri málum, í rétta átt, ný viðhorf verði ofan á og ferskir vindar blási um Háskóla íslands. Höfundur er formaður Stúdentaráðs. NÝ aðveitustöð Landsvirkjunar verður tekin í notkun við Hamra- nes, sunnan Itafnarfjarðar, í þessum mánuði. Með tilkomu þessarar nýju stöðvar er af- hendingaröryggi raforkunnar aukið og áhættu við orkuflutning dreift. Akvörðun um byggingu stöðvar- innar við Hamranes var- tekin á miðju ári 1987 af þeirri ástæðu að ekki var talið ráðlegt að auka afl- getuna á Geithálsi með tilliti til rekstraröryggis raforkudreifingar- innar á suðurhluta Faxaflóasvæðis- ins. Upphaflega var áætlað að taka stöðina í notkun seint á þessu ári. Áætlaður kostnaður var 240 mill- jónir króna miðað við verðlag í októ- ber 1987. Að undangengnum útboðum var samið um kaup á meginhluta bún- aðar stöðvarinnar á vormánuðum 1988. Samið var við EFACEC í Portúgal um kaup á einum 100 MVA 220/132/11 kv spenni, við Spencer Energic í Svis um kaup á gaseinangruðum rofabúnaði ásamt stjórnbúnaði og við ABB í Svíþjoð um kaup á liðaverndarbúnaði. Upp- setning búnaðar hófst í júní síðast- liðnum og hefur staðið síðan. Smíði stöðvarhússins hófst um mánaða- mótin september - október. Stöðin er til að byija með tengd við tvírása línur til ÍSAL frá Geit- hálsi en síðar meir er gert ráð fyrir að ný 220 kV lína frá Þjórsár-_ Tungnársvæðinu tengist henni. í ár er gert ráð fyrir að Hitaveita Suðurnesja, Rafveita Hafnarfjarðar og hin nýja stálbræðsla Stálfélags- ins tengist stöðinni en á árinu 1990 er ráðgert að aðveitustöð Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Hnoðraholt tengist henni. Þ.Þ0RGRÍMSS0W&C0 ABETEF™* HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 GuimorskjSr Tíndaseli NYTT ANDLIT I GRONU HVERFI ALLTAF VIKULEG TILBOÐ f ÞESSARI VIKU: Ýsuflök ^ pr. kg. Fiskréttir 460,- pr. kg. Nautapottréttur 998, ™ pr. kg. Svínapottréttur 445 fm pr. kg. LAGA VERÐIÐ FYLGIR OKKUR Gunnarskiör Tindaseli 1 I I I 1 M I I I I I I I I I I I ... ITTT I.I I I 11 H I 111 ll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.