Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 1989 Stjömu- speki Umsjón: Gunnlaugur ^ Guðmundsson Heilsumál Undanfarna daga hef ég fjall- að um stjörnumerkin tólf út- frá heilsufarslegu sjónarmiði og tengslum þeirra við ákveðna líkamshluta. Hrútur stjórnar höfði og Naut hálsi o.s.fi’v. Viðkomandi svæði líkamans er viðkvæmt og getur orðið sjúkt ef merkið er vanrækt eða á einhvern ^hátt úr jafnvægi. MerkiÖ á móti Eitt atriði sem ég gat ekki sérstaklega skiptir máli í sambandi við merkin og tengsl þeirra við einstaka líkamshluta. Það er að and- stæð merki eru oft innbyrðis tengd. Það táknar að Hrútar tengjast Voginni, Naut Sporðdrekanum, Tvrburar Bogmönnum, Krabbar Stein- geitum, Ljón Vatnsberum og Meyjar tengjast Fiskum. Sporðdrekar eiga því til að vera viðkvæmir í hálsi og Naut í kynfærum o.s.frv. Þó þetta geti haft sitt að segja megum við ekki gleyma því að sólarmerkið skiptir meira máli og er sterkara. 6. húsið Þegar skoða á heilsu í stjörnukortum skoða stjörnu- spekingar alltaf 5. húsið, ■ enda er yfirráðasvæði þess, vinna, heilsa og þjónusta. Plánetur þar geta gefið vísbendingu um einhvetja veikleika. Um daginn sá ég til dæmis Satúrnus í Bog- manni í 6. húsi leiða til veik- ^leika og vandræðna með mjaðmir og gang. Satúrnus er oft táknrænn fyrir hömlur en Bogmaður stjórnar mjöðmum og lærum og hefur út frá því áhrif á hreyfingu og göngulag. Plánetur Staða ákveðinnar plánetu í 6. húsi getur því sagt tölu- vert um heilsumál, sérstak- lega ef plánetan er ótengd eða tengd-á spenntan og erf- iðan hátt í stjörnukortinu. Plánetur hafa ekki síður en merkin sitt að segja þegar líkamsfræði er annars vegar. Sólin Sólin er að sjálfsögðu tákn- • ræn fyrir lífsorku og lífskraft viðkomandi. Hún stjórnar hjarta og blóðrásarkerfi. Tungliö Tunglið er táknrænt fyrir til- fínningar og hegðunarmynst- ur og jafnframt því vökva- kerfi líkamans, m.a. blóð- og sogæðavökva og útskilnaðar- efni, s.s. svita og þvag. Merkúr Merkúr stjórnar hugsun og máltjáningu. Hann var til foma kallaður sendiboði guð- anna enda stjórnar hann boð- kerfi líkamans, miðtauga- kerfinu og ferð kirtlavaka í blóðrásinni. Hann er tákn- rænn fyrir skjaldkirtil og stjórnar ásamt Tvíbura önd- unarkerfinu. Taugakerfiö Á morgun mun ég skoða þær plánetur sem eru eftir. En að lokum, til nánari útskýringar, má geta þessa að ef t.d. Merkúr er á Miðhimni, er að rísa yfir sjóndeildarhring við fæðingu, er í mörgum og sterkum afstöðum eða í engri þá getur hann og sá Ííkams- ■p hluti sem hann stjórnar skipt miklu. Taugaboð vei’ða hröð hjá viðkomandi, hugsun og máltjáning athafnasöm og oft fylgir streita og háspenna. Ef Merkúr er aftur á móti ótengdur getur boðkerfið virkað illa og hreyfingar verið hægar eða klunnalegar. Áberandi og erfið pláneta getur því sagt töluvert um heilsufarið, ekki síður en merkin. GARPUR KEYnRÐO ÞETTA HAMOA /MáH? {MÉÞHEFUR seng/b oel' BHENOA STAÆJ^ /WUN ALDEE/ F/NNA Þ/O Hé/?NA. GOrr. I EG KoaAst AÐ ÞlA' HT£ STAÞA/BHANP/ SKÚR.KUR. G/E! EH. ■! 'dmilA - ”TiMrff Tí?.\ L 2 \, r. „ . . / \ / \ JðCÉÉ iP9kl ÍtTJT-T>I0 \ i^ n CCDHIM AMH _ 1 71 r rtKLMIMAIM U SMAFOLK YOU 00N T LOOK V I 6UE55 HAPPY,CHARLE5..ARE/ I MI55 ^00 ALL RI6HT ? X MY 006 Þú ert eitthvað miður þín, Kalli. Ég held ég sakni hundsins míns. UUM05 PEEPIN6 HIM UJHILE VOU'RE AWAY? Hver gefur honum á meðan þú ert í burtu? Pabbi sagðist ætla að gera það. SOMEMOIU CMOU) TA5TE5 PIFFERENT UUMENI YOU 6ET A NEU) ME55 5ER6EANT.. Einhvern veginn bragðast maturinn öðruvísi þegar maður er með nýjan matsvein. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Makker hefur hitt á gott út- spil gegn þremur gröndum, en veit ekki af því! Algeng vand- ræði, sem hægt er að leysa úr í mörgum tilfellum með því að nota sérstakt kallmerki, sem spilarar tala almennt um sem „oddball" upp á enskuna, en mætti vel nefna „grandkall", enda einskorðað við grandsamn- inga. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ G1084 ¥ ÁDG3 ♦ D72 + G10 Vestur + 5 ¥9762 ♦ Á64 ♦ Á8742 Austur ♦ KD963 ¥ 104 ♦ 93 ♦ D653 Suður ♦ Á72 ¥ K85 ♦ KG1085 ♦ K9 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 tígull Pass 1 hjarta 1 spaði 1 grand Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: lauffjarki. Vestur hefur margar gildar ástæður. til að koma ekki út í lit makkers, en hann gerir sér ekki almennilega grein fyrir hversu vel laufútskotið hefur heppnast þegar sagnhafi drepur drottn- ingu austurs með kóng. Austur' veit hins vegar allt um það og verður að reyna að koma þeim upplýsingum yfir til makkers. Sagnhafi er ekki sérlega von- -góður, en gerir sitt besta með því að setja upp öryggissvip og spila tígukóng. Vestur dúkkar og nú sýnir austur ánægju sína með útspilið með því að láta tígulníuna — óeðliiega hátt spil í lit sóknarinnar. Þetta ætti að nægja til að sannfæra vestur um að spila laufinu áfram, en dúkki vestur aftur, fær austur annað tækifæri: hann getur hent spaðadrottngunni í þriðja tígul- inn og tekið þannig af öll tvímæli. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna bandaríska meistara- mótinu í Chicago í ágúst kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Igors Ivanovs (2.505), sem hafði hvítt og átti leik, og stórmeistarans Sergeis Kudrins (2.570). Svartur var að enda við að hafa biskupsfórn á g5 og lék 28. - He7-g7. En þá tók ekki betra við: 29. BxlB!! - BxlB, 30. Dxh7+! og svartur gafst upp, því hann er óveijandi mát. 30. — Hxh7, 31. Hg8 mát, eða 30. — Rxh7, 31. Hxh7+ - Kxh7, 32. Hh3 — Bh4, 33. Hxh4 mát. Úrslit móts- ins urðu þannig: 1. Alburt 8^ v. af 9 mögulegum. 2. Dlugy 8 v. 3-10. Browne, Kamsky, Ivanov, Federowicz, Rachels og Salman, allir Bandaríkjamenn, og sovézku alþjóðameistararnir Kengis og Wojtkiewicz lh v. Sigur Alburts kom nokkuð á óvart, það hefur ekki borið ýkja mikið á honum síðustu árin og hann var t.d. ekki valinn í síðasta ólympíulið Banda- ríkjamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.