Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 35
MÓrÍgiIjÍ'ÍbÍÁðÍÐ Mlí)VlKUDAÓUR 11. ÖKTÖBER 1989' 35 gerði, reisti þar garðyrkjustöð, kvæntist Klöru Þórðardóttur frá Bjarnastöðum í Ölfusi og eignuðust þau fimm efnisbörn. Samband okk- ar slitnaði þó ekki. Við skiptumst á bréfum og heimsóttum hvor ann- an er tóm gafst til. Garðyrkjustöð sína rak Kalli í allmörg ár, þar til hann fór að kenna krankleika í baki. Seldi hann þá garðyrkjustöðina, flutti til Hafnar- ijarðar og stundaði þar ýmis störf. En lasleikinn ágerðist og að því kom að hann gekkst undir uppskurð. Sú aðgerð virtist í fyrstu hafa heppn- ast vel og varð hann vinnufær á ný. Batinn reyndist þó aðeins stund milli stríða. Bakveikin tók sig upp á ný og gekkst hann þá öðru sinni undir uppskurð. Arangur aðgerðar- innar var fyrirfram tvísýnn, enda fór það svo, að hann fékk ekki stað- ið í fæturna á ný og það, sem_eftir lifði ævinnar, varð hann að hafast við í hjólastól. Framanaf var hann sannfærður um að hann næði heilsu á ný en við vinir hans vissum að hinn óbilandi viljastyrkur hrykki hér ekki til. Af sjúkrahúsinu fór Kalli á Reykjalund, þar sem hann dvaldi í mörg ár og vann hug hvers manns. Þar kvæntist hann öðru sinni, Björk Sveinsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Reyndist hún honum ómetanlegur förunautur. Fluttu þau þá í Hátún í Reykjavík, þar sem þau Björk bjuggu um sinn. Henni bauðst síðan starf við Héraðssjúkrahúsið á Sauð- árkrólki. Tók hún því og þau Kalli fluttust til Sauðárkróks. Áður en langt um leið tókst þeim að festa kaup á húsnæði þar sem þau bjuggu þangað til heilsu Kalla hrakaði skyndilega fyrir rúmu ári. Varð hann þá fara í sjúkrahús þar sem hann svo andaðist þann 26. ágúst sl. Kalli var þeirrar gerðar, að hann gat aldrei verið athafnalaus. A meðan hann dvaldi á Reykjalundi sá hann þar um símaborðið. Hann fékk einnig aðstöðu til þess að hafa sitthvað með höndum eftir að hann flutti í Hátún. Hann vænti þess að svo yrði einnig á Sauðárkróki. Sú von brást. Þá sneri hann sér að félagsmálunum þótt á þrengra sviði yrði að vera en á meðan hann var heill heilsu. Hann hafði alla stund mikinn áhuga á dulrænum málum og var sjálfur gæddur ótvíræðum dularhæfileikum. Hann gekk í Sál- arrannsóknafélag Skagfirðinga og var varaformaður þess um skeið. Þá var hann og formaður Sjálfs- bjargarsamtakanna í Skagafirði. Mun liðsmönnum hvorratveggju þessara samtaka nú þykja skarð fyrir skildi þegar hans nýtur ekki lengur við. Hann lærði ungur að aka bíl og eftir að hann lamaðist eignaðist hann bíl, sem hann gat ekið þrátt fyrir fötlunina. Á honum ferðaðist hann vítt og breitt um landið, stundum aleinn og fór þá ekki alltaf alfaraleiðir. Var okkur vinum hans ekki alltaf rótt er við vissum hann einan í slíkum leið- öngrum. Sjálfur var hann sann- færður um að sér múndi ekki hlekkjast á og honum varð líka að þeirri vissu. Það má vera mikil þolraun manni á miðjum aldri, ólgandi af athafna- þrá, að vera skyndilega dæmdur til ævilangrar dvalar í hjólastól. En ekkert var honum ijær skapi en sjálfsvorkunn. Þvert á móti sóttu margir til hans líkamlegan og and- legan styrk, sem heilli voru heilsu en hann. Allir fóru glaðari og bjart- sýnni af fundi hans en þeir komu. Kalli var athyglisverður maður og einstakur um margt. Hann var meira en meðalmaður á vöxt og svaraði sér vel. Bjartur á yfirbragð og sviphreinn. Mjög listfengur. Góð- ur söng- og íþróttamaður. Vinfastur og hjálpsamur með afbrigðum. Hugþekkt samband af alvöru- og gleðimanni. Gegnheill drengskapar- maður. Drengurinn, sem ég hitti á hlað- inu í Eyhildarholti fyrir mörgum árum hefur nú kvatt. Ég vil við leiðarlok þakka honum fyrir hveija þá stund, sem við áttum saman. Þær voru, sem betur fór, margar og allar á eina lund. Og aldrei hef ég fundið það betur en nú hversu gott var að eiga slíkan mann að félaga og órofa vmi. Magnús H: Gíslason Minninff: SigmarE. Fæddur 28. apríl 1953 Dáinn 17. ágúst 1989 Vinur minn, Sigmar Einar Arn- órsson, lést nýlega fyrir aldur fram, og ég vil minnast hans nokkrum orðum. Sigmar fæddist á Siglufirði 28. apríl 1953, þriðji í röð fimm barna Arnórs Sigurðssonar, sem nú býr í Reykjavík, og Aðalheiðar Jóhannesdóttur, sem er látin fyrir nokkrum árum. Sigmar flutti 11 ára með fjölskyldu sinni frá Siglu- firði í Borgarnes og nokkrum árum síðar til Reykjavíkur. Að skyldunámi loknu stundaði hann nám í Samvinnuskólanum og lauk þaðan Samvinnuskólaprófi 1974 og stúdentsprófi 1976. Sama ár kvæntist Sigmar mikilli ágætis- konu, Heiðrúnu Aðalsteinsdóttur, og áttu þau heimili á Kársnesbraut 85 í Kópavogi og eignuðust fjögui' börn: Daða, Dögg, Jóhannes og Kjartan. Sigmar starfaði lengst af við verslunarrekstur en nam félags- fræði við Háskóla íslands frá árinu 1985 og hafði nær lokið því námi Amórsson þegar hann veiktist af þeim sjúk- dómi sem dró hann til dauða. Á okkar öld, þegar algengt er að menn hugsi eitt, segi annað og geri hið þriðja var Sigmar enginn venjulegur náungi. Ég hef engum kynnst sem tók jafnalvarlega nauð- syn þess að samstilla viðhorf sín og breytni. Hann hafði mikinn áhuga & austurlenskri heimspeki og lagði um árabil stund á jóga samkvæmt kerfi indverska kenni- mannsins P.R. Sarkars, sem kennir að jógaiðkun sé einskis virði ef hún er ekki samofin baráttu fyrir rétt- læti handa þeim sem minna mega sín, og að slík barátta sé glamur eitt sé hún ekki sprottin af ein- ,, lægri tilraun til að þroska sinn innri mann. Þetta er ströng kenning og mörgum sem reyna að fylgja henni veitist erfitt að tileinka sér þá ögun sem hún krefst. En Sigmar hafði til að bera óvenjulegt heillyndi, ein- urð og ósérhlífni, sem gerði honum kleift að sameina andlega iðkun, veraldai’vafstur og hugsjónabar- áttu. Hann gekk aldrei gegn sann- færingu sinni þótt afstaða hans kynni að baka honum óþægindi. Hann veitti í áratug forstöðu versluninni Kornmarkaðinum við Skólavörðustíg og lagði í þeim rekstri áherslú á sjónarmið sem eru fátíð í nútímaviðskiptalífi. Honum var hugsjón að selja holla og góða vöru og stuðla að bættum matar- venjum og ef einhver hætta virtist á að’ verslunin ætlaði að græða lækkaði hann strax vöruverðið og hækkaði kaup starfsfólksins. En ef tap varð á rekstrinum varð fyrsta ráð þessa óvenjulega framkvæmda- stjóra jafnan að lækka eigið kaup. Sigmar var skarpgreindur og íhugull. Þó hann væri enginn mælskumaður voru hugsanir hans og athugasemdir oft þannig að þær sátu lengi í manni. Ég man eftir samtali okkar á Valhúsahæð fyrir nokkrum árum. Við töluðum -um réttlæti og ranglæti í heiminum og ég var að rembast við að gera sjálf- an mig stikkfrí og spurði einhvers afbrigðis spurningarinnar um hvernig þjáningar fólks í fjarlægum heimshlutum kæmu mér við, ég gæti ekki vænst þess að hjálpa því. Sigmar svaraði með annarri spurningu: „Hver á þá að gera það?“ Eg svaraði aldrei spurning- unni, og enn Ijarlægist svarið í svo mörgum skilningi, nú að Sigmari gengnum. Sigmar er harmdauði öllum sem þekktu hann og ég bið Guð að blessa minningu þessa góða drengs. Ég sendi fjölskyldu hans og að- standendum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurður Júl. Grétarsson Halldóra Benedikts dóttir — Kveðjuorð Á heimili sameiginlegra góðvina og frændfólks okkar, Elísabetar Halldórsdóttur og Eiríks Benj- amínssonar útvegsbónda frá Hest- eyri í Jökulfjörðum, hitti ég hina látnu sæmdarkonu fyrst. Halldóra Benediktsdóttir var fóstursystir eins af mínum eftirlæt- isfrændum, Jóns Stefáns Guðjóns- sonar loftskeytamanns og símstjóra á Hesteyri, sem var systkinabarn við móður mína. Halldóra vakti athygli mína sér- staklega vegna þess hve skemmti- leg hún var í viðræðu, hafði frá mörgu að segja. Hún var víðsýn og sanngjörn í skoðunum, félagslynd, dugleg og hagsýn. Á Hesteyri í Jökulfjörðum vann Halldóra aðallífsstarf sitt sem hús- freyja. Hún var frábærlega merki- leg og mikilhæf kona, bæði að vits- munum og að mannkostum öllum. Halldóra var svo lánsöm, að eignast hinn ágætasta eiginmann, Gísla Rósenberg Bjarnason kennara og bónda frá Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Þau bjuggu lengst á Langavelli á Hesteyri, en um 8 ára skeið á Hálsi i Öxnadal. Nutu þau hjón mikilla vinsælda og virðingar á Hesteyri og víðar, í raun og veru allra er til þeirra hafa þekkt. Þau hjón áttu gott barnalán. Elztur er Kristinn Finnbjörn Gísla- son gagnfræðaskólakennari, kvæntur Margréti Jakobsdóttur Líndal kennara. Hjálmar Benedikt skrifstofumaður og gamanleikari, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur úr Þverdal í Aðalvík. Sigurrós hús- freyja í Kópavogi gift Guðmundi Björnssyni rafvirkjameistara. Fjölskylda mín vottar börnum hennar samúð, og við biðjum henni blessunar á æðra tilverusviði. Helgi Vigfússon Kveðjuorð: ÓlöfEgilsdóttir Fædd 7. júlí 1926 Dáin 30. september 1989 Laugardaginn 30. september kvaddi amma okkar, Ólöf Egils- dóttir, þennan heim. Hún var ætíð skapgóð og hlý. Helst er okkur minnisstætt hvernig hún tók öllum opnum örmum, bæði okkur og vin- um okkar. Þá var oft hlegið dátt, því gamansöm var hún, þrátt fyrir öll sín veikindi. Vildi hún sem\ minnst um þau tala, og ætlum við því lítið um þau að segja. Á jólum dvaldi hún til skiptis hjá börnum sínum, okkur barnabörnum til mik- illar gleði. Sat hún þá í stólnum sínum og sagði okkur til verka. Snerumst við í kringum hana eins og skopparakringlur. Þó var hún ekki ströng eða frek, heldur-ákveð- in og viljasterk. Hún bjó í Hátúni 12 í Reykjavík. í herberginu hennar var allt fullt af smádóti, sem sýndi hve hún mat allt mikils sem hún fékk. Var því viðkvæðið hjá henni, „bara skoða, ekki snerta“. Snemma lærðum við að meta það, sama hve handóð við vorum, t.d. ef við tókum upp hlut til að skoða þá urðum við að setja hann á sama stað aftur. Við dáðumst að því hve dugleg hún var að ferðast. Fór hún oft á staði sem var erfitt fyrir hjólastóla- fólk að fara. Metum við því dugnað hennar og styrk mikið. Við þökkum henni fyrir samfylgdina í gegnum árin. í gegnum hana lærðum við að meta lífið og það sem við höfum. Blessuð sé minning hennar. Barnabörn Skriistomtækni T ölvufræðslunnar Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bökfærslu, stjómun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafin. Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hæl. Tölvufræðslan Borgartúni 24, sími 687590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.