Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 44
m m «cmvta&úi . v; x ta SJOÐSBREF VEB JÁk I Þesrar þú léggiirSh mánaðarlega^JFyrir ... SiQVÁOoÁLMENNAR FÉIAG FOLKSINS MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Skriður að kom- ast á síldarsöltun NOKKUR skriður er nú að komast á síldarsöltun. í gær var saltað á Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Hornafirði og eitthvað á Reyðarfirði og Eskifirði. í dag verður svo saltað á þremur plönum í Grindavík. Ágúst Guðmundsson kom seint í gær til Grindavíkur með um 100 tonn af Stokksnesgrunni og verður síldin söltuð í dag. Guðmundur Kristinn landaði í annað sinn á vertíðinni, 50 tonnum hjá Pólarsíld á Fáskrúðsfirði og 50 tonnum hjá Búlandstindi á Djúpavogi. Aflann fékk hann við Papey. Steinunn landaði 50 tonnum hjá Skinney og var saltað þar í gær. Sólborg land- aði 35 tonnum hjá samnefndu plani á Fáskrúðsfirði og var eitthvað af þeim afla saltað hjá GSR á Reyðar- firði. Síldin við Papey er fremur stór, um 60 til 70% í fyrsta flokk, en Stokksnesgrunnssíldin er smærri. Síldin hefur verið mæld á Horna- firði og reyndist hún 16 til 17%. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fyrsta síldín á vertíðinni barst á land í Eyjum á laugardaginn er Valdimar Sveinsson landaði 40 tonnum. Slldin fór til vinnslu í Fiskiðjunni og var strax komin síldarstemmning í mannskapinn, eins og sést á myndunum sem þar voru teknar í gær. Var saltað í rúmlega 200 tunnur, en um 10 tonn fóru í frystingu. Húsavík: Kona lést í bílslysi KONA á fertugsaldri beið bana þegar jeppi sem hún ók valt á Hólasandi, veginum milli Mývatns og Húsavíkur, um klukkan 14 í gær. Ung dóttir konunnar var í bílnum en slapp lítið meidd. Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð. Mæðgurnar voru á leið til Húsavíkur á Bronco-jeppa. Engir sjónarvottar urðu að slysinu. Læknir fór með sjúkabíl á slys- staðinn og var konan látin þegar að var komið. ...« ♦ « — Góð rækjuveiði við Sporðagrunn MOKVEIÐI af rækju hefur verið út af Sporðagrunni undanfarið. Skipin hafa verið að fá upp í 4,5 tonn í holi og 15 tonn á sólar- hring. Helga RE 49 landaði á mánudag um 20 tonnum af ferskri rækju á Siglufirði og er nú komin með hátt í 600 tonn af rækju frá áramótum. Helga II, Hákon ÞH og Pétur Jónsson RE hafa einnig aflað mjög vel á þessum slóðum, en þessi skip frysta rækjuna um borð. Viðar Bene- diktsson skipstjóri á Helgu RE 49 segir gott útlit fyrir rækjuveiðina, mun betra en menn hafi áðurtalið. Alþingi sett í gærdag FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, setti í gær 112. löggjafarþing Alþingis Islend- inga. i Þihgsetning hófst í gær með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir predikaði. Að því búnu gengu þingmenn með forseta Islands og biskupinn yfir íslandi, herra Ólaf Skúlason, í broddi fylkingar til þings. Forseti Islands setti formlega 112. löggjafarþingið og hylltu þing- menn forseta og fóstuijörð. Aldursforseta þingsins, Stefáni Valgeirssyni, voru falin störf þing- forseta. Hann minntist í upphafi látins þingmanns, Benedikts Boga- sonar, og vottaði þingheimur hon- um virðingu sína með því að rísa úr sætum. Stefán gerði og grein fyrir því að þrír nýir þingmenn tækju nú sæti á Alþingi; Ásgeir Hannes Eiríksson, Rannveig Guðmunds- dóttir og Anna Ólafsdóttir Björns- son. Þing kemur aftur saman í dag; fer þá fram kjör þingforseta og fjár- lagafrumvarp ársins 1990 verður lagt fram. Á morgun er áformað að fram fari nefndakjör. Sjá nánar á bls. 18. -Skellinöðr- ur rákust á Unglingspiltur fótbrotnaði í árekstri við jafnaldra sinn á skellinöðru I Hafnarfirði í gær. Þeir óku hvor sínu hjólinu. Sá sem fótbrotnaði hafði réttindi í lagi, hinn var réttindalaus og á óskráðu hjóli Morgunblaðið/Bjarni Kona gegnir nú starfi þingvarðar í fyrsta sinn. Ragnhildur Helga- dóttir þingmaður heilsar hér hin- um nýja þingverði Margréti Sig- urbjörnsdóttur. Spariskírteini ríkissjóðs: Hundruð milljóna innleystar í gær Margir nota sér skiptikjör ríkissjóðs FYRSTI innlausnardagur spari- skírteina ríkissjóðs 2. flokks D 1987 var í gær og var þegar mikil ös við innlausn þeirra, að sögn Péturs Kristinssonar á söluskrifstofu spariskírteina. Hann segir að i Seðlabankanum einum hafí skírteini fyrir hundr- Virðisaukaskatturinn: Tölvur dýrari fyrir ríki og einstaklinga FYRIRTÆKI sem festir kaup á tölvum eftir áramót fær virðis- aukaskattinn frádreginn þar sem tölvur og tölvubúnaður telst rekstrarvara. Þetta á við um einkafyrirtæki sem þurfa að standa skil á virðisaukaskatti en ekki ríkisfyrirtæki því að þau selja ekki þjónustu sína með skatti og kaupa öll aðfóng með virðisauka- skatti. Sama gildir um einstaklinga sem eru venjulegir neytendur. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður 26%. Ólafs Ragnars Grímssonar, fjár- málaráðherra, verður virðisauka- skatturinn 26% og hækka því tölv- ur um 1% til ríkisfyrirtækja, skóla og einstaklinga. Hugbúnaður hækkar umtalsvert meira til þess- ara aðila því söluskattur á honum er nú 12% en virðisaukaskatturinn Kristján Auðunsson, fram- kvæmdastjóri Einars J. Skúlason- ar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að greinilegt væri að fólk væri farið að velta þessum hlutum fyrir sér eftir að farið var að fjalla um og kynna virðisauka- skattinn í fjölmiðlum. uð milljóna króna verið innleyst og hafi flestir tekið önnur spari- skírteini sem ríkissjóður býður með skiptiuppbót, það er 1,5% til 2% afslætti. Spariskírteinin sem í gær urðu innleysanleg eru í heild að upphæð um 2.500 milljónir króna. Þau eru gild áfram, þótt komið sé fram yfir innlausnardag, en bera hvorki vexti né verðbætur. Ríkissjóður býður eigendum bréfanna fjóra aðra flokka spari- skírteina með svokallaðri skipti- uppbót, sem er misjafnlega há eft- ir því hvaða vexti bréfin bera. Skiptiuppbótin er afsláttur sem nemur 1,5% til 2% og gildir tilboð- ið til næstu mánaðamóta. Pétur Kristinsson segir að langflestir, sem komu í Seðlabankann til að leysa inn bréfin, hafi tekið tilboðinu um skiptiuppbótina og sárafáir tekið út andvirði bréfanna í pening- um. Hjá Fjárfestingarfélaginu var einnig nokkuð mikið að gera við innlausn spariskírteinanna í gær, auk þess sem menn voru byrjaðir að leggja inn skírteini sín nokkrum dögum fyrirfram til að láta Fjár- festingarfélagið sjá um innlausn þeirra. Gunnar Óskarsson hjá Fjár- festingarfélaginu segir að mikið hafi verið um að fólk keypti önnur spariskírteini. Ekki lágu fyrir ná- kvæmar tölur um verðgildi spari- skírteinanna sem innleyst voru í Samönguráðherra: British Midland fær ekki tvær ferðir í viku Samgönguráðherra hefur synjað beiðni breska flugfélags- ins British Midland um að fljúga til íslands tvisvar sinnum í viku í vetur. Áður hafði félagið fengið heimild til að iljúga einu sinni í viku, á fimmtudögum, frá Keflavík til Edinborgar í Skot- landi. Að sögn Ólafs Steinars Valde- marssonar, ráðuneytisstjóra, var talið að með tveimur ferðum í viku yrði gengið of nærri samkeppnisað- stöðu Flugleiða á Skotlandsferðum. í lok ágúst fékk flugfélagið leyfi til leiguflugs á fimmtudögum milli Keflavíkur og Edinborgar, á tíma- bilinu frá október 1989 fram í mars 1990. Um mánuði síðar lagði flug- félagið fram umsókn um leyfi til flugs á mánudögum þetta sama tímabil en henni hefur nú verið hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.