Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1989 19 Vinnueftirlit ríkisins: Aðbúnaði o g öryggismál- um ábótavant í bílgreinum Morgunblaðið/Róbert Schmidt Hér má sjá húseign Köguráss hf. sem fyrirtækið keypti af Lands- bankanum nýlega. Suðureyri: Kögurás kaupir eign Bylgjunnar Suðureyri. KöGURAS hf., fyrirtæki smá- bátaeigenda, hefiir fest kaup á húseign Bylgjunnar af Lands- bankanum. Landsbankanum var slegin húseignin á uppboði sem haldið var 16. sept. sl. á 12 millj. kr. Kaupsamningur hefúr verið frágenginn og hyggst Kögurás starfrækja hausaþurrkun í nýja húsnæðinu til að byrja með. í samtali við Sveinbjörn Jónsson, framkvæmdastjóra Köguráss hf., sagði hann: „Við erum rétt að byija starfsemina í húsinu og það verður hausaþurrkun á efri hæðinni, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvað verður á neðri hæðinni. Það er verið að kanna þessi mál. Það kemur að sjálfsögðu margt til greina t.d. kúfiskvinnsla eða önnur fiskvinnsla, þetta skýrist vonandi fljótlega. 500 fermetra vinnupiáss er á hvorri hæð og má segja að við höfum verið að tvö- falda húsnæði okkar, eða rúmlega það. Við erum byijaðir að safna haus- um hér í plássinu og einnig í ná- grenninu. Markaður fyrir þurrkaða hausa hefur verið lítill fram að þessu, en nú benda líkur til þess að markaðurinn sé að opnast. Það verður haldið áfram vinnslu í litla húsinu og þegar neðri hæðin í því stóra verður tekin í notkun, þá munum við bæta við okkur mann- skap. Um tíu smábátar landa enn hjá okkur, bæði línu- og hand- færabátar. Það er búin að vera mikil ótíð hér undanfarnar vikur og því lítið að gera. Við þurfum bát af heppi- legri stærð í viðskipti og erum að Flateyri: Leiðrétting á verslunarfrétt Við vinnslu fréttar um verslun á Flateyri sem birtist á bls. 39 í blað- inu í gær voru gerð mistök sem urðu til þess að hluti fréttarinnar var ekki réttur. Sagt var að lítið væri gert til að selja^ búvörur, til dæmis mjólkurvörur. I upphaflegri frétt fréttaritarans stóð að meira mætti sjást af þessum vörum, og var þar sérstaklega átt við vörur sem ekki eru framleiddar í mjólkur- samlaginu á ísafirði. Það sem sagt er um mjóikurvörur í fréttinni, til dæmis að þær væru stundum komn- ar að síðasta söludegi, á einungis við um vörur sem ekki eru fram- Ieiddar á ísafirði og því keyptar að sunnan fyrir milligöngu samlagsins á ísafirði. Morgunblaðið biðst af- sökunar á þessum leiðu mistökum. kanna þann möguleika. Við erum bjartsýn á framtíðina og þessi sam- stillti hópur hefur ákveðið að gefast ekki upp, heldur halda áfram uppi atvinnulífi hér í byggðarlaginu og búa hér áfram,“ sagði Sveinbjörn Jónsson að lokum. - R. Schmidt. VINNUEFTIRLIT ríkisins hefúr lokið sérstakri úttekt á bílaverk- stæðum og náði hún til 128 fyrir- tækja á höfúðborgarsvæðinu. Meginniðurstöður könnunarinn- ar sýna að aðbúnaði, hollustu- háttum og öryggismálum er nokkuð ábótavant í bílgreinum. Helst hafa starfsmenn í þessum greinum kvartað yfír ýmsum þáttum er varða hollustuhætti. Eitt alvarlegasta' vandamálið í greininni er ófullkomin almenn loftræsting í vinnurými svo og afsog frá útblæstri bíla. Þessi vandamál er auðvelt að leysa en helst er að mönnum vaxi í auguin að góður loftræsti- og afsogs- búnaður kostar nokkra fjármuni, segir í skýrslu um könnunina. Krafa var gerð um úrbætur í meira en helmingi fyrirtækjanna. Svo var einnig um aðstöðu við véla- hlutaþvott og vinnu við hluti, sem innihalda asbest. Aðstöðu við sprautuvinnu var einkum ábótavant í litlum fyrirtækjum..Hávaði reynd- ist ekki meðal stærstu vandamála í greininni og lýsing var víðast hvar góð. Tilgangur úttektarinnar var að afla upplýsinga um ástand að- búnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum innan bílgreinanna á höfuðborgarsvæðinu og að nýta þær við að efla slysavarnir og vinna að úrbótum á vinnurými, tækjabún- aði og starfsmannarými. Sérstök áhersla var lögð á að kanna há- vaða, loftræstingu, meðferð lífrænna leysiefna og hugsanlega mengun. Fyrirtækjum var gefinn mislang- ur frestur til að verða við kröfum um úrbætur. Hann var að jafnaði ákveðinn í samráði við stjórnendur fyrirtækjanna og fulltrúa starfs- manna, öryggisverði og öryggis- trúnaðarmenn. Vinnueftirlitið hefur fylgt eftir þeim kröfum, sem settar voru fram samhliða könnuninni og í septemberlok höfðu þau fullnægt meira en 80% af kröfum sem varða öryggi, um 70% af þeim sem snerta aðbúnað starfsmanna og 60% af kröfum sem varða hollustuhætti. Veitingahúsið á Öskjuhlíð: Tíu aðilar buðu í veitmgarekstur TÍU aðilar sendu inn tilboð í veitingarekstur veitingahússins sem verður í glerhýsinu á hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki til starfa árið 1991 en að sögn Hjörleifs Kvarans lramkvæmdastjóra lögíræði- og stjórnsýslu- deildar Reykjavíkurborgar var talið ákjósanlegt að hafa veitinga- manninn með í ráðum á lokastigi byggingarinnar. Þeir sem buðu í veitingarekst- urinn eru: Skúli Hansen og Guð- bjartur Karl Ólafsson sem reka Operukjallarann, Sigurður L. Hall sem var með veitingarekstur á Hótei Örk, Guðmundur Valtýsson hjá Aski, Jakob Magnússon og Magnús Ingi Magnússon hjá Ar- bergi við Ármúla, Skúli Þorvalds- son á Hótel Holti, Bjarni Öskars- son og Herluf Clausen sem reka Kaffi Óperu og Kaffi Strætó í Lækjargötu, Kolbrún Jóhannes- dóttir í Lækjarbrekku, Bárður Guðlaugsson og Þorkell Ericson veitingamenn í Nausti, Örn Arn- arson hjá Kabarett í Austurstræti og Bjarni Árnason og fleiri í Brauðbæ og Óðinsvéum. Ársþing Þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins í Róm: Hershöfðingjar NATO og Var- sjárbandalags sátu fundinn Lýsir gjörbreyttu viðhorfí sambandsins, segir Guðmundur H. Garðarsson NÝLOKIÐ er ársþingi Þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins í Róm. Til þingsins var boðið Vladimir Lobov öðrum æðsta hers- höfðinga sovéska herráðsins og John Galvin yfirhershöfðingja NATO heijanna. Til umræðu var stefnan í átt til meira jafnvægis í öryggis- málum Evrópu. Guðmundur H. Garðarsson sem sæti á í stjórn Þing- mannasambandsins sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta lýsti gjörbreyttu viðhorfi þess. Þær breytingar sem hefðu átt sér stað á síðustu árum í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu hefðu valdið því að Þingmannasambandið hefur látið meira til sín taka í að hefja viðræður við aðila í þessum ríkjum með það að markmiði að miðla skoðunum um hvernig þingræði virkar, jafnframt því sem boðið er upp á umræður um ýmis viðkvæm mál. „Það má segja að þetta sé breyt- að gerast í Austur-Evrópu. Hann ing á ásjónu Atlantshafsbandalags- sagðist þó vænta þess að þar væru ins,“ sagði Guðmundur. „Þessi við- horfsbreyting hófst á ársþingi Þing- mannasambands Atlantshafs- bandalagsins í Osló 1987 þegar ákveðið var að bjóða þáverandi að- stoðarutanríkisráðherra Ungveija- lands á næsta þing til að ræða við- horf ungverskra stjórnmálamanna til þeirra breytinga sem þar áttu sér stað. Eftir það hafa nefndir á vegum sambandsins heimsótt Pól- land, Tékkóslóvakíu og Sovétríkin og rætt við forystumenn um pólitísk viðhorf. Stjórn Þingmannasam- bandsins ákváð síðan að bjóða hers- höfðingjunum Lobov og Galvin á þingið í Róm.“ Guðmundur sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem hershöfðingjar NATO og Varsjárbandalagsins mæta hjá Þingmannasambandinu til að skiptast á skoðunum. Hann sagði að umbótastefnan hefði verið aðalumræðuefni Sovét- mannsins. Hún ætti að stuðla að betra lífi hjá sovésku þjóðinni og í henni ætti að felast að framleiðsla hergagna minnkaði. John Galvin taldi æskilegt að geta skipst á skoðunum um örygg- is- og varnarmál en minnti á að mikilvægt væri fyrir NATO ríkin að halda vöku sinni hvað sem væri að gerast hlutir sem væru æskileg- ir út frá sjónarmiðum lýðræðis og þingræðis. Rætt var um hugsanlegan niður- skurð á hefðbundnum vopnum og voru þeir sammála um að viðræður um þessi mál ættu að halda áfram. Eftir ræðuhöldin lagði Guðmund- ur fram fyrirspurn til Lobovs hers- höfðingja. „Hann sagði í ræðu sinni að Sovétríkin væru mjög ákveðin í því að hrinda í framkvæmd af- vopnum sérstaklega í sambandi við hefðbundin vopn. Einnig sagði hann að það væri mjög þýðingarmikið að til þess að umbótastefnan mætti takast þyrfti slík afvopnum að eiga sér stað. Ég spurði hann því um stefnu hans í uppbyggingu flotans og bætti því við að svo virtist sem Sovétríkin væru sífellt að byggja fleiri kjarnorkukafbáta með miklum tilkostnaði og að sovéski flotinn yrði sífellt athafnasamari á Norð- ur-At]antshafi,“ sagði. Guðmund- -ur.„Ég spurði hvernig þetta sam- ræmdist stefnu hans í afvopnun og hinni nýju umbótastefnu. Lobov svaraði því til að hann væri reiðubúinn að skýra flota- stefnu Sovétríkjanna í löngu máli. Síðan sagði hann að Sovétríkin væru langt á eftir Bandaríkjunum, Guðmundur H. Garðarsson. sérstaklega hvað varðaði kafbáta og flugmóðurskip. Hann sagði að Bandaríkin ætti þrisvar sinnum fleiri kafbáta auk flugmóðurskipa, en Sovétríkin ekkert. Hann sagði jafnframt að engin stefnubreyting hefði orðið hjá Sovétmönnum um eflingu sovéska flotans, en þeir væru ávallt reiðubúnir til hugsan- legra viðræðna um afvopnun á höf- unum. Gaivin hershöfðingi taldi þetta mál of yfirgripsmikið til að ræða það á stuttum fundi en vildi vekja athygli á að ekki væri hægt að leggja málið fyrir eins og Lobov hafði gert. Menn yrðu að hafa í huga að Vestur-Evrópa og Banda- ríkin væru háð Atlantshafinu og ef eitthvað kæmi upp á yrðu þau að hafa sitt öryggi og sitt vald á þessu svæði með sambærilegum hætti og Sovétríkin hefðu í Asíu og Austur-Evrópu. Varðandi við- ræður um afvopnun á höfunum væri ekki hægt að taka Norður- Atlantshafssvæðið út úr heldur yrði að fjalla um öll svæðin þegar rætt væri um afvopnun.“ Guðmundur sagði að ræður hers- höfðingjanna svo og umræðurnar á eftir hefðu vakið mikla athygli. Þingmannasambandið var stofn- að í kringum 1955. Nú sitja yfir 160 þingmenn frá NATO ríkjum ársþingið sem stendur yfir í tæpa viku. Þingið tekur ekki ákvarðanir en gerir samþykktir í einstökum málum. Guðmundur sagði að starf þess hefði þróast mikið á undan- förnum árum. Ýmsar nefndir hefðu verið settar á fót sem starfa allt árið og fjalla meðal annars um varn- ar- og öryggismál, efnahagsmál, vísindi, upplýsinga og fjölmiðlamál og stjórnmál almennt. Frá íslandi sækja þingið þrír aðalmenn og tveir varamenn. Aðal- menn eru Guðmundur H. Garðars- son sem á sæti í stjórn sambands- ins, Jóhann Einvarðsson sem er varamaður Guðmundar í stjórninni og Karl Steinar Guðnason Alþýðu- flokki. Varamenn eru Salóme Þor- kelsdóttir og Ingi Björn Albertsson. Þingið hefur aðsetur í Brussel og á aðalskrifstofu þess starfa nú um 35 manns. „Mér finnst það lýsa jákvæðu hugarfari forráðamanna Atlants- hafsbandalagsins að á þessu þingi snerist aðal umræðan um það sem er að gerast í Austur-Evrópu. Það sýnir að Atlantshafsbandalagið vill mæta þessari þróun með jákvæðum hætti og-vill undirstrika að það er meira en bara varnarbandalag. Það vill einnig stuðla að lýðræði og þing- ræði eftir því sem það getur án afskipta," sagði Guðmundur H. Garðarson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.