Morgunblaðið - 11.10.1989, Page 26

Morgunblaðið - 11.10.1989, Page 26
Tveir Akureyringar unnu að útgáfii á merku heimspekiriti MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 1989 Einingaverksmiðja Sæplasts: Nóg að gera í minni verkefhum en lítið í þeim stærri „SUMARIÐ var ekki eins Iíflegt og við áttum von á, en það er held- ur að lifna yfir og nóg að gera þessa stundina,“ sagði Jónas Vigfús- son byggingaverkfræðingur hjá einingaverksmiðju Sæplasts hf. á Akureyri. Jónas sagði að reksturinn væri nokkuð þungur, lítið hefði verið byggt í sumar, sérstaklega af at- vinnuhúsnæði. „Við höfum gert mikið af kostnaðaráætlunum, til- boðUm og veitt upplýsingar, en menn halda mjög að sér höndum varðandi íjárfestingar." Nóg hefur hins vegar verið að gera hjá verksmiðjunni í gerð frysti- klefa og milliveggja í sumar, en minna um stærri verk eins og heil hús. „Þetta er aðeins að lifna við með haustinu og nóg að gera núna, en það er m.a. kostur við okkar framleiðslu að það er fljótlegt að reisa húsin fyrir þá sem eru að falla á tíma,“ sagði Jónas. Jónas sagði að þó nokkuð minna hefði verið að gera en menn hefðu vonast til. „Ég held að það endur- spegli ástandið í þjóðfélaginu, menn þora ekki að leggja út í stórar fjár- festingar." Jónas sagði að verið væri að skoða ýmsa möguleiká í sambandi við einhvers konar við- bótarstarfsemi, sem fyllt gæti upp í dauðustu tímana, en of snemmt væri að segja til um hvað kæmi þar til greina. Einingaverksmiðja Sæplasts er í húsnæði sem leigt er til þriggja ára og um áramót er eitt ár liðið frá því það var tekið á leigu. Jónas sagði að fyrstu hugmyndir manna hefðu verið að flytja starfsemina til Dalvíkur, en fyrirsjáanlegt væri að starfsemin rúmaðist ekki í húsa- kynnum Sæplasts á Dalvík. „Það er óráðið hvað gert verður í þessum málum í framtíðinni," sagði Jónas. Áskell Þórisson blaðafúlltrúi Kaupfélags Eyfírðinga og Stefán Bald- ursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar skoða fyrsta auglýs- ingaborðann. KEA auglýsir á vögnum SVA STJÓRN Strætisvagna Akur- eyrar hefur heimilað fyrirtækj- um að auglýsa á vögnunum, en slíkt hefúr ekki verið leyft áður. Kaupfélag Eyfirðinga hefur gert samning við SVA um auglýsingar á vögnunum út þetta ár og allt það næsta. Fyrstu auglýsingaborðarnir voru settir upp um síðustu helgi og eru þeir helgaðir „íslenskum dögum hjá KEA“, sem hefjast fimmtudag- inn 12. október og standa út næstu viku. Þegar umræddum dögum er lokið verða nýir borðar settir á strætisvagnana. og skipt verður reglulega um auglýsingar út samn- ingstímabilið. Stjórn SVA hefur samþykkt gjaldtöku fyrir auglýsingar og er leigugjald fyrir auglýsingar á fjór- um vögnum 60 þúsund krónur fyrir hvern mánuð. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Eyfirskir bændur notfærðu sér rúllubaggavélar við heyskapinn i sumar og er talið að þessi nýja tækni hafi forðuð því í rysjóttu tíðarfari haustmánaðanna að hey hafi hrakist. Gæði rúllubaggaheysins að meðaltali meiri en þurrheys Ytri-Tjörnum EYFIRSKIR bændur hafa ekki farið varhluta af hinni nýju rúllubaggavæðingu firekar en starfsbræður þeirra annars staðar á landinu. Mjög mikið var bundið í rúllur í sumar, sérstaklega notfærðu margir sér þessa nýju tækni í sambandi við seinni sláttinn, sem var mik- ill að vöxtum. Að sögn Guðmundar Gunnars- sonar ráðunautar hjá Ræktunar- félagi Norðurlands voru tekin um hundrað sýni síðastliðið haust úr rúlluböggum til greiningar og var meðaltal þeirra betra en úr þurr- heyinu. Vegna íysjótts tíðarfars í ágúst og september hefur þessi nýja tækni bjargað miklum verð- mætum, þar sem annars má ætla að hey hefðu hrakist og þar með orðið lélegt fóður. -Benjamín KOMIN er út í hinum kunna lærdómsritaflokki Hins íslenska bók- menntafélags bókin Undirstöður reikningslistarinnar eftir Gottlob Frege. Að útgáfu hennar unnu m.a. tveir Akureyringar, Kristján Krisíjánsson og Guðmundur Heiðar Frímannsson, er til skamms tíma kenndu við Menntaskólann á Akureyri, en stunda nú báðir fram- haldsnám í heimspeki í Bretlandi. Krisfján þýddir bókina úr þýsku, en Guðmundur-ritar ítarlegan inngang. Gottlob Ferge, sem oft hefur verið nefndur faðir nútímarökfræði, fæddist árið 1848 og lést 1925. I samtali við Kristján kom fram að Ferge kenndi lengst af við háskól- ann í Jena i Þýskalandi og árið 1979 gaf hann út tímamótaverk í heimspekilegri rökfræði, Begriffsschrift. Svo fór þó að fáir Iásu verkið og enginn skildi, enda var það æði tæknilegt í framsetn- ingu, að sögn Kristjáns. Ferge afréð því að rita aðra bók, styttri og að- gengilegri og er það sú sem nú kemur fyrir almenningssjónir á íslensku. Kristján segir hana þó ekki hafa verið metna að verðleik- um af þorra heimspekinga fyrr en löngu eftir að Ferge var allur. I bókinni veltir Ferge fyrir sér sjálfu töluhugtakinu og spyr hveiju sannindi reikningslistarinnar lýsi. Hann hafnar því m.a. að þau lýsi eiginleikum efnisheimsins, innvið- um mannlegrar hugsunar eða regl- um sem aðeins séu leikur að tómum táknum. Þvert á móti virðist, að sögn Kristjáns, mega draga þá ályktun af bók Ferges að sannindi reikningslistarinnar hvíli á rök- fræðlegum grunni og þau skírskoti til eilífs veruleika sem sé til óháður mannlegri hugsun. Auk vanga- veltna um töluhugtakið má finna í bók Ferges umfjöllun um ýmis efni rökfræði sem haft hafa djúpstæð áhrif á viðgang hennar og óbein áhrif á þróun annarra fræða, svo sem hvers konar tölvuvísinda. Þá er hvarvetna andæft þeirri hug- mynd að hægt sé að skýra rökleg sannindi með sálfræðilegum að- ferðum. Drejgið hjá SÁA-N DREGIÐ hefur verið í happdrætti Norðurlandsdeildar SÁÁ og komu vinningar á eftirtalin númer: 300 þúsund króna vöruúttekt frá Örk- inni hans Nóa á miða númer 491. 100 þúsund króna vöruúttekt frá KEA, ámiðanúmer271, 285,1177, 3967, 5378. 50 þúsund króna vöruúttekt frá KEA á miða númer 1701, 3777, 5215, 5221. (Fréttatilkynning, birt án ábyrgðar.) Kristján telur að töluverður feng- ur sé að útkomu þessarar bókar á íslandi þar sem áhugi á heimspeki sé sífellt að aukast. Aður hafa kom- ið út í lærdómsritaflokknum rit hugsuða á borð við Platón, Hume, Mill og Fraud. Ritstjórar hans eru þeir Þorsteinn Gylfason og Þor- steinn Hilmarsson. Útgerðarfélag Akureyringa: Enn hægt að bæta við fólki til starfa Um 17.700 tonn af fiski upp úr sjó kominn á land VEL HEFUR gengið að ráða starfsfólk til starfa hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, en fyrirtækið auglýsti eftir starfsfólki í síðasta mánuði og vantaði þá á milli 50 og 60 manns í fiskvinnsluna til að full- manna salinn. Það sem af er þessum mánuði hafa Ijórir togararar félagsins komið með tæplega 500 tonn af fiski til vinnslu í land. segja fyrir um,“ sagði Gunnar, en ' Gunnar Lórensson yfirverkstjóri hjá ÚA sagði að vel hefði gengið að fá fólk tii starfa, en þó væru enn nóg pláss laus. „Sérstaklega vantar okkur konur til starfa í salinn eftir hádegið, það er vinsælla að vinna fyrir hádegið," sagði Gunnar. Hátt í tvö hundruð manns vinna í frystihúsinu fyrri hluta dagsins, en eftir hádegið eru heldur færri við störf, eða rétt um hundrað manns. Gunnar sagði að nóg væri að gera þessa dagana. „Við þurfum ekki að kvarta, það er bullandi vinna þessa stundina, en hvert framhaldið verður er ekki gott að hann spáði því að hægt yrði að halda frystihúsinu gangandi á full- um afköstum fram í desember. í októbermánuði hafa fjórir tog- arar Útgerðarfélags Akureyringa komið með alls 473 tonn af fiski til vinnslu í landi. Kaldbakur land- aði 84 tonnum þann 2. október, þar af var þorskur 48 tonn, ufsi um 18 tonn og karfi 10 tonn. Svalbak- ur iandaði 82 tonnum 5. október síðastliðinn og var uppistaða aflans þorskur eða um 76 tonn. Sólbakur landaði 157 tonnum í fyrradag, þar af var þorskur um 80 tonn og karfi 67 tonn. í gær var landað úr Hrímbak, en hann kom með um 150 tonn. Þorskur var um 75 tonn afl- ans og ufsi um 60 tonn. Frystitogar- inn Sléttbakur kemur að landi í dag með um 150 tonn af frystum flökum og heilfrystum karfa, en karfinn er um 70 tonn af heildaraflanum. Harðbakur hefur verið í slipp síðustu vikur, en hann hélt til veiða í fyrradag. Harðbakur landaði síðast fyrir rúmum þremur vikum um 145 tonnum og var uppistaða aflans karfi, eða um 110 tonn. Einar Óskarsson hjá ÚA sagði að um síðustu mánaðamót hefði verið búið að landa 17.700 tonn af fiski upp úr sjó. Heildarkvóti skipa Útgerðarfélagsins fyrir þetta ár er um 18.900 tonn. Einar sagði að inni í þeirri tölu sem búið er að veiða á þessu ári, 17.700 tonnunum, væri allur afli sem að landi hafi borist, einnig þær tegundir sem eru utan kvóta. Tveir togaranna, Sól- bakur og Hrímbakur eru á sóknar- marki og eru þá til að mynda ýsa og ufsi utan kvóta. „Skipin eru á svipuðum vegi stödd varðandi þann kvóta sem eft- ir er, þau eiga öll h'tið eftir," sagði Einar. Á þessu ári hefur ÚÁ keypt rúm 800 tonn af kvóta. NNTAUiIÁtiíiINS COTTLOD FREGE Undirstöður reikningslistarinnar ■ Hin I$ukzka »OKto£N;rrArtÍÁG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.