Morgunblaðið - 11.10.1989, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.10.1989, Qupperneq 42
42 MORGyNBLAÐIÐ IÞRO1 IIR OKTÓBER 1989 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI 21 Rúnar skoraði sigur- mark íslands í Hollandi „EG get ekki annað en verið ánægður með strákana. Þeir léku vel og náðu að tryggja sér annað sætið í riðlinum," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari 21 árs landsliðs íslands, sem vann það afrek að leggja atvinnu- menn Hollands að velli, 3:2, í Evrópukeppni 21 árs landsliða í gærkvöldi. Leikurinn fórfram f Schiedam - útborg Rotter- dam. Strákamir voru órólegir í byrjun leiksins, en eftir að þeir voru búnir að átta sig á hlutunum fóru þeir að leika yfirvegað,“ sagði Guðni. „Varnarleikurinn var sterkur og þá varði Ólafur Gottskálksson vel í markinu. Ólafur Þórðarson kom okkur á bragðið í fyrri hálfleik með góðu marki eftir að hann og Eyjólf- ur Sverrisson höfðu brotist í gegn- um vörn Hollendinga. Þeir náðu síðan að jafna, 1:1, í byrjun seinni hálfleiks. Strákarnir gáfust ekki upp og Haraldur Ingólfsson kom okkur aftur yfir, 1:2. Hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á markvörð Hollands fyrir að fella Baldur Bjarnason, eftir að hann hafði leikið á markvörðinn. Hollendingarnir jöfnuðu úr víta- Btóberar óskast Símar 35408 og 83033 GRAFARVOGUR Miðhús og nágr. AUSTURBÆR Blesugróf spyrnu, en það var svo Rúnar Krist- insson sem skoraði sigurmarkið, 2:3, með góðu skoti þegar þrjár mín. voru til leiksloka. Hann fékk knöttinn frá Kjartani Einarssyni. Ég er ánægður með leikinn. Strákarnir sýndu það að þeir geta unnið hvaða landslið sem er. Við höfum ekki tapað leik á þessu ári. Við töpuðum heldur ekki leik á seinna árinu í síðustu Evrópu- keppni,“ sagði Guðni. íÞtímrn FOLK ■ RÚNAR Kristinsson hélt til Englands í morgun, þar sem hann mun æfa með Liverpool. ■ TEITUR Þórðarson sá íslenska liðið vinna góðan sigur á Hollendinguin. Hann ræddi við Eyjólf Sverrisson eftir leikinn. Teitur og bróðir hans Ólafiir héldu til Noregs í morgun. ■ EYJOLFUR Sverrisson, sem hefur æft með Stuttgart undan- farna daga, kemur heim með lands- liðshópnum. „Njósnarar" frá Stuttgart voru á leiknum. ■ EINAR Páll Tómasson, varn- armaður úr Val, fór í morgun til V-Þýskalands, þar sem hann mun æfa með Paterborn. ■ MARTEINN Geirsson, þjálfari Fylkis, var á meðal áhorfenda í Rotterdam í gærkvöldi. Marteinn er í síðbúnu sumarfríi. ÚRSLIT Evrópukeppni 21 árs landsliða Holland - ísland................2:3 Viscaal (49.), Ronald de Boer (59. vítasp.) - Ólafur Þórðarson (40. mín.), Haraldur Ingóifsson (52. vítasp.), Rúnar Kristinsson (87.). Áhorfendur: 1.500. Ísland: Ólafur Gottskálksson, Kristinn R. Jónsson, Einar Páll Tómasson, Ólafur Kristjánsson, Haraldur Ingólfssonr-Þor- steinn Halldórsson, Steinar Adolfsson, Ólaf- ur Þórðarson, Rúnar Kristinsson, Eyjólfur Sverrisson (Kjartan Einarsson 75. mín.), Baldur Bjamason. STAÐAN: V-Þýskaland.........5 4 1 0 9: 1 9 ÍSLAND..............5 2 2 1 10: 6 6 Finnland............5 113 3:11 3 Holland.............5 0 2 3 4:8 2 ■Leikir sem eftir em: V-Þýskaland - ísland 25. október og Holland - Finnland. í kvöld í kvöld fara fram þrír leikir í 1. deild karla í handknattleik. Valur og ÍBV leika í Valsheimilinu kl. 20, Víkingur og KR í Laugardalshöllinni kl. 20.15 og Stjarnan og KA í Garðabæ kl. 20.30. Einn leikur er í 1. deild kvenna, Víkingur og Fram leika í Laugardals- höllinni kL/19. Þá ei*u tveir leikir í 2. deild karla. ÍBK og Haukar leika í Keflavík kl. 20 og í Digranesi mætast Breiðablik og Fram kl. 20.15. Keykjavíkurmótinu í blaki lýkur í kvöld í íþróttahúsi Hagaskólans. í kvennaflokki mætast ÍS og Víkingur kl. 18.30 en Þróttur hefur þegar tryggt sér sigur í meistaraflokki kvenna. I karlaflokki leika svo til úrslita kl. 19.45 lið Þróttar og ÍS. Firma- og hðpakeppni UMFK i knattspyrnu Firma- og hópakeppni UMFK í knattspyrnu verður haldin í íþróttahúsi Keflavíkur dagana 21. og 22. október nk. Þátttökutilkynningar verða að berast fyrir þriðjudaginn 17. október til Gísla í síma 92-14472 eða 13044 (símsvari). Þátttökugjald er kr. 5.500.-. Ólafur Þórðarsson kom íslenska liðinu á bragðið. KNATTSPYRNA Gervigras í Keflavík KEFLVÍKINGAR eru nú að íhuga alvarlega að koma sér upp gervigrasvelli. Nýlega voru fulltrúar frá tveimur er- lendum fyrirtækjum sem sjá um uppsetningu á gervigra- svöllum á ferðinni í Keflavík. Ef gervigrasvöllur verður byggður í Keflavík mun hann vera þar sem malarvöllurinn er. Erlendu fulltrúarnir könnuðu að- stæður á vellinum og töldu ekkert því til fyrirstöðu að setja gervi- gras á völlinn, eftir að búið væri að skipta um efsta malarlag vall- arins. Á vellinum eru flóðljós og frárennslilagnir. Undirbúnings- vinna yrði því ekki mikil. Kefivíkingar eiga von á niður- stöðu - hvernig best yrði staðið að lagningu gervigrass og hver kostnaður yrði. Mörg bæjarfélög velta því nú fyrir sér að koma upp gervigras- völlum. Eins og kom fram í Morg- unblaðinu þá vinna Kópavogsbúar í að koma upp gervigrasvelli hjá sér. Nú er aðeins einn gervigras- völlur á landinu. Gervigrasvöllur- inn í Laugardal. Fastlega má greina með að nokkrir gei-vigrasvellir verði komnir hér á landi áður en langt um líður. Við það ætti að vera auðveldara að lengja knattspyrnu- tímabilið á íslandi. ítfémR FOLK ■ MIKLAR varúðarráðstafanir verða í Dublin í dag þegar írland og N-írland leika í undankeppni HM. Þeir sem hafa ekki miða inn á völlinn verða að vera einn km frá vellinum. 400 lögreglumenn verða til staðar og 1.400 hermenn verða til taks við Lansdowne Road. ■ IRLAND þarf aðeins eitt stig til að tryggja sér farseðilinn til Ítalíu. Það eru nú liðin 23 ár síðan Jackie Charlton, þjálfari Irlands, varð heimsmeistari með Englandi 1966 á Wembley. ■ RAYHoughton, leikmaður Li- verpool, sem hefur verið meiddur, mun leika með Irlandi. Aftur á móti eru litlar líkur á að Paul McGrath, varnarleikmaðurinn sterki, geti leikið með. ■ SKOTAR þurfa aðeins jafntefli gegn Frökkum í París, til að tryggja sér farseðilinn til Italíu. „Við munum ekki leika varnar- leik - heldur til sigurs," segir Andy Roxburgh, þjálfari Skot- lands. Þess má geta að ekkert lið frá Vestur-Evrópu hefur iagt landslið Frakklands að velli í París í fimmtán ár. ■ MO Johnston, sem hefur skor- að sex mörk fyrir Skota í undan- keppninni, er eini leikmaður Skot- lands sem hefur leikið á Parc des Princes-leikvellinum. Hann lék þar í írönsku deildarkeppninni með NíintGs ■ KEVIN RatcliíTe, fyrirliði Wales, mun ekki stjórna liði sínu gegn Hollandi í Wrexham. Hann er meiddur og einnig sóknarleik- mennirnir Ian Rush og Mark Hug- hes. ■ RUUD GuIIit leikur ekki með Hollandi og' heldur ekki Erwin Koeman og- Gei'ald Vanenburg. Marco van Basten mun vera á varamannabekknum, tilbúinn að fara inn á. „Hollendingar eru með geysilega sterkt lið þó að Gullit leiki ekki,“ segir Terry Yorath, þjálfari Wales. ■ DANIR leika mjög þýðingar- mikinn leik gegn Rúmenum í Kaupmannahöfn. Rúmenar eru með sjö stig, en Danir sex, eftir íjóra leiki. Þess má geta að Danir hafa ekki tapað landsleik í keppni í Kaupmannahöfn síðan 1982. Þjóðirnar eiga eftir að leika í Rúm- eníu. Sepp Piontek, þjálfari danska liðsins, mun tefla fram sókndjörfu liði. Danir hafa skorað átján mörk í síðustu ijórum landsleikjum sínum. ■ DAGSSKIPUN leikmannna Portúgals er Mörk, mörk, mörk... þegar þeir leika gegn Luxemborg í Saarbriicken í V-Þýskalandi. Luxemborgarmenn leika þar, því þjóðarvöllur þeirra er ekki viður- kenndur af UEFA. Belgar hafa tryggt sæti í lokakeppninni á Ítalíu í sjöunda riðli, en Portúgalar og Tékkar beijast um hitt lausa sæt- ið. Markatala getur ráðið úrslitum hvor þeirra fari til Ítalíu. H PAULOFutre, miðherji Portú- gals, mun ekki leika með. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann í heimsmeistarakeppninni. ■ ENGLENDINGAR, sem hafa ekki fengið á sig mark (10:0) í fimm leikjum í undankeppninni, þurfa jafntefli gegn Pólverjuin í Pól- landi, til að komast til Ítalíu. ■ ANDRZEJ Strelau, fyrrum þjálfari Fram, sem stjórnar nú pólska landsliðinu, segist hafa séð veikleika í vörn Englandinga í leik þeirra gegn Svíum á dögunum. „Við höfum æft sérstaklega til að ráðast að þeim veikleika,“ sagði Strelau. ■ PÓLVERJAR eiga enn mögu- leika á að tryggja sér farseðil til Ítalíu. „Ef við náum að leggja Englendinga að velli, þá aukast möguleikar okkar. Við eigum eftir heimaleik gegn Svíum og útileik gegn Albönum," sagði Strelau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.