Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989
5
Frá setningu Kirkjuþings í gær. Á myndinni má sjá biskupana Pétur
Sigurgeirsson og Sigurbjörn Einarson.
skilgreiningar. Á Kirkjuþingi í dag
verður einnig flutt tillaga til þings-
ályktunar um kirkjulega réttar-
stöðu presta, sem ráðnir eru til
starfa af stofnunum, félagssamtök-
um eða einstökum þjóðkirkjusöfn-
uðum. og lögð verður fi-am tilrauna-
námsskrá fermingarstarfanefndar,
sem prestastefna samþykkti í sum-
ar til reynslu í tvö ár. Ákvæði náms-
skrárinnar eru þó ekki sögð bind-
andi heldur aðeins leiðbeinandi.
Kirkjuþing er árleg samkunda
Þjóðkirkjunnar. Tuttugu kjörnir
fulltrúar sækja þingið. Atján þeirra
eru kjörnir úr átta kjördæmum
landsins, en að auki er einn fulltrúi
kjörinn af guðfræðideild HÍ og einn
af guðfræðingum er vinna að sér-
stökum verkefnum í þágu þjóðkirkj-
unnar. Vígslubiskupar og kirkju-
ráðsmenn eiga rétt á fundarsetu
með málfrelsi og tillögurétti en ekki
atkvæðisrétti, nema þeir séu kjörn-
ir fulltrúár. Sæti á Kirkjuþingi eiga
að auki biskup og kirkjumálaráð-
herra eða fulltrúi hans. Kirkjuþingi
lýkur þann 26. október.
Tove Engilberts ásamt höfundi bókarinnar, Jónínu Michaelsdóttur.
Mmmngar Tove Engil-
berts væntanlegar
„Eins manns kona“ nefnist
bók, sem væntanleg er á mark-
aðinn um miðjan næsta mánuð.
Bókin hefur að geyma minning-
ar Tove Engilberts, sem er
ekkja listmálarans Jóns Engil-
berts. Höfimdur bókar er Jónína
Michaelsdóttir.
Tove Engilberts var ung kona
þegar hún yfirgaf heimaland sitt
og fluttist til íslands ásamt manni
sínum, listmálaranum Jóni Engil-
berts. í bókinni segir, Tove frá
uppvaxtarárunum á auðmanns-
heimili í Kaupmannahöfn og
fyrstu kynnum þeirra Jóns á Lista-
akademíunni þar í borg. Síðan lýs-
ir hún langri sambúð við stórbrot-
inn listamann og lífi þeirra á Is-
landi af óvnjulegu innsæi og næmi
á sérkenni samferðamanna sinna,
sagði Jóhann Páll Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Forlagsins, í
samtali við Morgunblaðið.
í minningum Tove Engilberts
kemur við sögu fjöldi þjóðfrægra
manna og kvenna. Þar skiptast á
skin og skúrir, en umfram allt er
saga Tove áhrifarik lýsing á til-
finningaríku samlífi tveggja elsk-
enda og vina sem aldrei varð1
hversdagsleika og vana að bráð,
segir í kynningu.
Jónína Michaelsdóttir skrifaði
bókina „Líf mitt og gleði“ sem kom
út árið 1986 og hafði að geyma
minningar Þuríðar Pálsdóttur,
söngkonu. Forlagið hefur tilnefnt
bókina „Eins manns kona“ til
íslensku bókmenntaverðlaunanna,
sem forseti íslands afhendir á
næsta ári.
Nýr forseti
Bridgesam-
bandsins
JÓN Steinar Gunnlaugsson for-
seti Bridgesambands íslands
hefur tilkynnt að hann gefi
ekki kost á sér til formennsku
á þingi sambandsins seinna í
þessum mánuði. Einn maður
hefur gefið kost á sér til starf-
ans, Helgi Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða-
Landsýnar.
á HOTELISLANDI
sunnudagskvöldið 22. október
Hátíðin hefst kl. 19fyrirmatargesti.
Lúðrasveitin Svanurleikur við móttöku.
Hinn kunni píanisti og myndlistarmaður,
Árni Elvar, leikurljúfa tónlist.
Tónleikarnir hefjast kl. 21
Þessir listamenn komafram:
• Þorsteinn Gauti Sigurðsson,
píanóleikari,
• Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
óperusöngkona og
• Jón Stefánsson, organisti.
• Jazzsveit F.Í.H.
undir stjórn Jukka Linkola.
• Sálin hans Jóns míns
• Bachmann, Möller, Bernburg.
• Félagarúr
Félagi harmonikuunnenda,
# Bubbi Morthens.
• Hljómsveitin Strax.
• Bjartmar Guðlaugsson.
# Tregasveitjn.
Veislustjórar: Ríó tríó
Dregið verður úr hlutafjárloforðum sem
safnast meðan á tónleikunum stendur.
1. vinningur: Vikuferð til Mallorka
með Ferðaskrifst. Atlantik.
2.-6. vinningur: Málsverður fyrir tvo
á Mongolian Barbecue.
Sala miða í happdrætti F.T. ferfram
á hátíðinni. Dregið 23. október.
1. vinningur:
Skoda Favorit frá Jöfur.
Foiréttur:
Grágæsasúpa.
Aðalréttur:
Amerísk nautasteik
meö bakaðri kartöflu.
Eftirréttur:
Kaffi og konfekt.
Verð aðgöngumiða á tónleikana með kvöldverði aðeins kr. 2.450,-
Verð aðgöngumiða á tónleikana frá kl. 21 kr. 1.000,-
Miðasala og borðapantanir daglega á Hótel íslandi í síma 687111.
Forsala aðgöngumiða á tónleikana sjálfa verður í hljómplötuverslunum.
F.T. Félagsheimili tónlistarmanna