Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 19.89 19 Ástæðulaust að gera of mikið úr ábyrgð flutningsaðila - segir Arni Reynisson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna Morgunblaðið/Sverrir Frá blaðamannafundi þar sem kynntar voru niðurstöður nefhdar um lækkun lyfjakostnaðar. Frá vinstri: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, prófessor Brynjólfur Sigurðsson, formaður nefndarinnar, og Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Nefiid um lækkun lyQakostnaðar skilar áliti: Talið unnt að draga úr út- gjöldum um’/a milljarð kr. NEFND, sem starfað hefur und- anfarin misseri á vegum heil- brigðisráðherra við til að draga úr lyfjakostnaði í landinu telur að á nokkrum árum megi ná frain allt að 500 milljón króna árlegum sparnaði innan núverandi kerfís. Vænlegustu leiðir að þessu marki tefur nefndin að séu: að draga úr óþarfri lyfjanotkun, sem sé allt að 10% notkunar; leita sam- starfs við lækna um að þeir ávísi jafnan ódýrasta lyfi sem völ er á hveq'u sinni, fylgjast betur með innkaupsverði lyfja og hvort til séu ódýrari lyf en þau sem flutt eru inn; draga úr dreifingar- kostnaði og leita álits sérfróðra manna á hagkvæmni þess að nota tiltekin ný lyf áður en notk- un þeirra er leyfð. A síðasta ári nam smásöluverð- mæti þeirra lyfja sem íslendingar notuðu 3.150 milljónum króna. Nefndin, en formaður hennar var Brynjólfur Sigurðsson prófessor, telur að mestur sparnaður náist með því að draga úr óþarfri lyfja- notkun. Gerður var samanburður á lyfjanotkun hér og í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð. Bent er á að sjúk- dómatíðni hér sé svipuð og í Noregi en þar sé lyfjanotkunin 10% minni. Talið er raunsætt að stefna að því að notkunin hér verði sú sama og í Noregi innan þriggja ára. Hins vegar bendir samanburður á lyfja- notkun her á landi og í Noregi, Danmörku og Svíþjóð ekki til að fullyrðingar um gífurlegt lyfjaát íslndinga fái staðist. Þannig leiddi samanburður á 10 lyfjaflokkum, að söluverðmæti yfir 80% af heildar- veltu lyfjasölunnar, í ljós að notkun- in var einungis minni í Noregi en á íslandi. Hins vegar varð vart við tilhneigingu til að velja ný og dýr- ari lyf hérlendis. Sýklalyf, sem stóðu undir tæpum 13% af heildarsölu hérlendis, eru notuð nær tvöfalt meira á íslandi en í Svíþjóð, því Norðurlandanna þar sem næst mest er notað af þeim. Til að stuðla að því að læknar ávísi sem oftast á ódýrasta sam- heitalyf telur nefndin að auðvelda þurfi læknum verðsamanburð með útgáfu samheitaverðskrár og þeir þurfi að fá hvatningu til að beita henni. Skýrslu nefndarinnar til ráð- herra fylgdi slík verðskrá. Talið er að í mesta lagi megi spara 30-50 milljonir króna í dreif- ingakostnaði sem nefndin telur þó of háan hér á landi. í því skyni er meðal annars lagt til að markaðs- svæði litlu apótekanna í dreifbýli verði stækkuð. Athugað var hvort auka mætti samkeppni í lyfjaverslun til að lækka verð en heildsöluálagning er ákveðin 17%. 15 fyrirtæki annast heldsölu ly§a hérlendis. Helmingur heildsöluveltu er án samkeppni þar eð aðeins einn aðili hefur lyfið á markaði. Nefndin telur að lækka megi lyfjakostnað í heildsölu með því að auðvelda aðgang lyfja að íslenska markaðinum, lækka heild- söluálagningu á dýrari lyfjum og hagræða í dreifingu lyfja til lyfja- búða. Hlutdeild innlendra lyfja var um 40% af heildsöluverðmæti lyfja árið 1988. Nefndin telur að innlend lyfjaframleiðsla hafi leitt til 20 milljóna króna sparnaðar það ár miðað við að ella hefðu verið keypt erlend lyf. „ÞAÐ er ásfaeðulaust að gera of mikið úr ábyrgð flutningsaðila, en hún tekur aðeins til hluta þeirra tjóna sem kunna að verða á vör- um. Þeir ábyrgjast skemmdir sem sannanlega verða af völdum starfsmanna sinna, en úr slíku hefur verulega dregið með til- komu gámanna," segir Árni Reyn- isson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um at- hugasemdir skipafélaganna vegna ábyrgðarþáttar þeirra vegna safh- sendinga. „Eg tel að í athugasemdum skipa- félaganna sé verið að sniðganga að- alatriði málsins, sem er það að skipa- félög í öðrum löndum veita þeim ríflegann afslátt sem leysa til sín öll þau verkefni og allt umstang við safnsendingarnar. Þessi afsláttur skilar sér til innflytjenda að verulegu leyti, og við höfum dæmi um að þeir fái 30% betri kjör. Þessir afslættir af magnsendingum og raðsendingum sem flutningsmiðlarar sjá um fyrir ýmsa aðila eru almenn viðskiptaregla víðast hvar í heiminum, og við skilj- um ekki hvers vegna menn vilja ekki taka þessa reglu upp nú þegar reglu- gerðin er komin í gagnið. Þá tel ég að jafn auðvelt verði að meta verðmæti heildarfarmsins í safnsendingum og áður, og engar breytingar verði varðandi þær upp- lýsingar sem þarf vegna tryggingar- töku skipafelagsins. Og vegna at- hugasemdar um vörugeymslur þá er mér einfaldlega spurn hvað sé í vegi fyrir því að skipaféiögin ljái flutning- smiðlurunum aðstöðu í skálum sínum til að leysa í sundur safnsendingar fyrir viðskiptavini beggja aðila?“, sagði Árni Reynisson. Húsnæðisstoftiun ríkisins: • • Ingvi Orn Krist- insson í stjórn ALÞINGI hefur valið Ingva Orn Kristinsson hagfræðing til setu í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins í stað Rannveigar Guðmundsdótt- ur, sem nú hefur tekið sæti á Al- þingi. Samtímis kjöri í stjórn Húsnæðis- stofnunar fór fram kosning tveggja þingmanna í nefnd er tekur til sér- stakrar athugunar stefnu Islendinga gagnvart Evrópubandalaginu. Voru þeir Eiður Guðnason (A/Vl) og Ás- geir Hannes Eiríksson (B/Rv) kjörn- ir í stað þeirra Kjartans Jóhannsson- ar og Júlíusar Sólness. Áskriftartónleikar Sinfóníuhlj ómsveitarinnar; Fiðlukonsert eftir Alban Berg ÞRIÐJU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Islands verða í Háskólabíói fimmtudaginn 19. október og hefjast klukkan 20.30. Á efhisskránni verða þrjú verk: Sagnaþulurinn éftir Jean Sibelius, Fiðlukonsert eftir Al- ban Berg og Sinfónía nr. 3 eftir Johannes Brahms. Sagnaþulurinn er eitt af átta tónaljóðum Sibeliusar, sem hljóm- sveitin mun flytja í vetur. Fiðlu- konsert Bergs er eitt síðasta verk- ið sem Alban Berg lauk við og Sinfónía nr. 3 eftir Brahms er for- smekkurinn af Brahms-tónleikun- um, sem verða í byijun næsta árs. Gestir hljómsveitarinnar verða finnsku hjónin Hannele Segerstam, fiðluleikari, og hljómsveitarstjór- Leif Segerstam, stjóri. hljómsveitar- Hannele Segerstam, einleikari. inn Leif Segerstam. Hannele Segerstam stundaði nám við Sibeliusar-akademíuna og Heimilistæki hf • Sætúni 8 SÍMI 69 15 15 • Kringlunni SÍMI69 Í5 20 {/cd-e/uutcSveó^Mée^i í sammi^unc CF57B Rúmmál 560 lítrar. Tvær gríndur. Stilling til að spara orku. Ljós í loki. Leiðbeiningar um geymsluþol ólíkra matvæla. Lykillæsing á loki. Skútfa til að taka vatn við afþýðingu framan á. Hjól til að færa kistuna til. Mál: Breidd 162.5, Hæð 88, Dýpt 66 cm. CF48B Rúmmál 468 lítrar. Ein grind. Stilling til að spara orku. Leiðbeiningar um geymsluþol ólikra matvæla. Læsing loki sem fellur ekki niður með bakinu. Skúffa til aö taka vatn við afýðingu framan á. Hjól til að færa kistuna til. Mál: Breidd 134.5. Hæð 88, Dýþt 66 cm. Verð áður kr. 40.025.- 900* Stgr. Verð áður kr. 35.505.- 34 . arðáðurkr. 43.810.- ^ 38!?' 30 Stgr. CF32B Rúmmál 315 lltrar. Ein grind. Stilling til að spara orku. Skúffa til að taka vatn viö afþýðingu framag á. Situr á hjólum. Mál: Breidd 95, Hæð 88, Dýpt 66 cm. CF 25 B Rúmmál 245 litrar. Ein grind. Stilling til að spara orku. Skúffa til aö taka vatn við afþýðingu framan á. Mál: Breidd 81, Hæð 86, Dýpt 66‘cm. CF17B Rúmmál 165 lítrar. Lykillæsing. Aðvörunarljósfyrir frystikerfi. Mál: Breidd 60, Hæð 86, Dýpt 66 cm. framhaldsnám við Tónlistarháskól- ann í París og Juillard-tónlistar- háskólann í New York, þar sem hún útskrifaðist 1965. Hún vann fyrstu verðlaun í Kuopio-fiðlu- keppninni og Harriet Cohen-verð- launin 1967. Hannele hefur í rúm 20 ár leikið einleik á fiðlu, er hún annar konsertmeistari Finnsku út- varpshljómsveitarinnar og fyrsti fiðluleikari í Kammersveit Hels- inkiborgar. Hún hefur leikið nokk- ur verk inn á hljómplötur og geisla- diska. Hljómsveitarstjórinn og tón- skáldið Leif Segerstam stundaði nám í Sibeliusar-akademíunni í Helsinki í Fiðluleik og tónsmíðum og lauk framhaldsnámi í Juillard- tónlistarháskólanum í New York 1965, þar sem hann nam hljóm- sveitarstjórn hjá Jean Morel og fiðluleik hjá Louis Persinger. Leif hefur verið fastráðinn hljómsveit- arstjóri hjá nokkrum hljómsveitum í Evrópu í nærri aldarfjórðung og auk þess stjórnað hljómsveitum í Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Ástralíu. Hann er núna aðalhljóm- sveitarstjóri Dönsku útvarpshljóm- sveitarinnar. Auk starfa sinna sem hljóm- sveitarstjóri hefur Leif skrifað íjölda tónverka, þ.á m. 12 sinfón- íur og 26 strengjakvartetta. Leif Segerstam stjórnaði Sinfóníu- hljómsveit Islands í desember 1982. (Fréttatilkynning-)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.