Morgunblaðið - 18.10.1989, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989
Minning:
Hanna Skagfjörð
Fædd 1. janúar 1919
Dáin 2. september 1989
Eg var erlendis þann 8. septem-
ber sl. þegar vinkona mín, Hanna
Skagfjörð, var kvödd hinstu kveðju
í Dómkirkjunni. Með örfáum orð-
um vil ég minnast hennar, en fyrst
koma mér í hug orð sálmaskáldsins
Valdemars Briem: „Hin langa
þraut er liðin, nú loksins hlauztu
friðinn.“
Ég kallaði Hönnu vinkonu mína,
en við ólumst upp sem værum við
skyldar vegna þess að móðir mín,
Þorbjörg Biering, og faðir Hönnu,
Kristján Ó. Skagfjörð, voru uppeld-
issystkin. Þau voru alin upp hjá
Þorbjörgu Ólafsdóttur og Magnúsi
vert í Vertshúsinu í h’latey á
Breiðafirði.
Hanna var einkadóttir hjónanna
Emílíu og Kristjáns Ó. Skagfjörð
stórkaupmanns í Reykjavík. Á
heimili þeirra hjóna var móðir
Kristjáns, Jóhanna, sem Hanna var
skírð í höfuðið á, en hún styttí
fljótt nafn sitt og var ávallt kölluð
Hanna. Ekki verður á heimili þetta
minnst án þess að geta móður-
systra Hönnu, þeirra Rebekku og
ídu Hjörtþórsdætra. Þær litu á
þessa systurdóttur sína sem væri
hún þeirra eigið barn og ída var
Hönnu sem besta móðir þegar á
ævina leið og erfiðleikar steðjuðu
að.
Hanna lauk námi frá Verslunar-
skóla íslands og hélt tii framhalds-
náms til Englands. Hún stundaði
síðan skrifstofustörf um nokkurt
skeið. Hún giftist Hákoni Guð-
mundssyni sölumanni og eignuðust
þau 6 börn. Þau Hákon slitu síðar
samvistum.
Það var um það bil fyrir fimmt-
án árum sem Hanna fékk heila-
blóðfall og lamaðist að nokkru. Það
var því orðinn langur tími sem hún
var öðrum háð og fluttist milli
sjúkrahúsa og stofnana. Hún and-
aðist í svefni á umönnunar- og
hjúkrunarheimilinu Skjóli. Ég vil
leyfa mér hér að þakka starfsfólki
Skjóls fyrir einstaka umhyggju og
+
Bróðir okkar,
ÁRNI FERDINAND JÓNASSON,
lést á sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði 16. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd systkina hins látna,
Hörður Jónasson.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR STÍGUR GUÐMUNDSSON
bóndi,
Steig, Mýrdal,
lést í St. Jósefsspítala Hafnarfirði 14. október.
Gisela Guðmundsson,
Róshildur Stígsdóttir, Jón Sigmar Jóhannsson,
Ólafur Stigsson, Ásrún H. Gunnarsdóttir,
Jóhanna Stfgsdóttir, Reynir Örn Ólason
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELLEN SIGURÐARDÓTTIR,
Skúlagötu 58,
lést 4. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu.
Theódór Ingólfsson, Anna Valgarðsdóttir,
Steinunn Ingólfsdóttir, Karl Isleifsson,
Gisli Ingófsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Oddur Thorarensen
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HARALDUR HANNESSON
hagfræðingur,
Hávallagötu 18,
verður jarðsunginn frá Kristskirkju Landakoti, fimmtudaginn 19.
október kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans láti Blindrafélag-
ið, Hamrahlíð 17, njóta þess.
Ragnheiður Hannesdóttir,
Hannes Haraldsson, Rósa Ármannsdóttir,
Haraldur Hannesson, Helgi Ármann Hannesson,
Ragnar Þór Hannesson.
+
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
ÓLAFAR ELÍNBORGAR JAKOBSDÓTTUR,
sem lést 10. október sl., fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
fimmtudaginn 19. október kl. 13.30.
Bæring Þorbjörnsson,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
+
Sonur okkar og bróðir,
JÓHANN KARL BIRGISSON,
Starmýri 15,
er lést 13. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Norðfjarðar-
kirkju fimmtudaginn 19. október kl. 14.00.
Birgir Sigurjónsson, Sigrún Jóhannsdóttir,
Kristin S. Birgisdóttir, Sindri Birgisson,
Sandra Birgisdóttir.
+
Útför systur minnar
GUÐBJARGAR VILHJÁLMSDÓTTUR,
Háholti17,
Akranesi,
fer fram frá Akraneskirkju, föstudaginn 20. október kl. 14.00.
Jóna Vilhjálmsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Útför
GUÐMUNDAR INGVA HELGASONAR,
fyrrverandi skrifstofumanns
hjá Tollstjóraembættinu,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. október kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans láti
heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna,
Ólöf Anna Sigurðardóttir (Stella),
Hafliði Magnús Guðmundsson,
Svava Gróa Helgadóttir,
Guðrún Olsen.
ástúð sem Hönnu var sýnd meðan
hún bjó þar.
Eins og sagði í upphafi þessara
orða er hin langa þraut liðin og
við sem eftir lifum trúum því, að
nú hafi Hanna hlotið friðinn, þann
frið sem okkur er öllum búinn að
loknu dagsverki.
Blessuð sé minning hennar.
Vilhelmína Ch. Biering
Minning:
Borghildur
Ólafsdóttir
Fædd 16. október 1905
Dáin 11. október 1989
Góð kona er látin.
Borghildur fæddist í Stykkishólmi
og ólst þar upp í foreldrahúsum
ásamt 10 systkinum. Foreldrar
þeirra voru Kristín Jónsdóttir og
Ólafur Jónsson sjómaður. Borghildur
hélt ávallt mikilli tryggð við sinn
heimabæ. Borghildur stundaði versl-
unarstörf í Reykjavík þar til hún gift-
i.st eftirlifandi eiginmanni sínum,
Otto J. Ólafssyni. Þau eignuðust
þtjár dætur, barnabörnin eru níu og
barnabarnabörnin eru orðin átta.
Borghildur og Otto bjuggu sér
myndarlegt og fallegt heimili í Sörla-
skjóli 12 í Reykjavík. Hún var mjög
listelsk, málaði og naut ljóða, sem
hún kunni ógrynni af.
Á heimili hennar bjó tengdafaðir
hennar í rúma tvo áratugi og bjó hún
honum kært heimili og rólegt ævi-
kvöld. Borghildur var óvenjulega fal-
leg kona og blíðlynd. Ég átti því láni
að fagna að kynnast henni vel og
varð hún, sem tengdamóðir mín, mér
mjög kær og reyndist góður vinur.
Ég votta tengdaföður mínum og vini,
Otto, og öllum aðstandendum inni-
legustu samúð mína.
Hákon Hertervig
Þ.Þ0B6RIMSS0W&C0
EaEESQÖHE.
gólfflísar- kverklistar
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
M *r hressandi
ad komast i nýtt
umhverfi
Amsterdam er engu
öðru Iík. Par finnurðu
örugglega eitthvað til
þess að lífga upp á
tilveruna. Allireigaþað
inni hjá sjálfum sér að
kynnast þessari
viðskiptum í mörg
hundruð ár. Þeir vita af
reynslunni hvað gildir
þegar fólk ætlar að
versla: góð vara, góð
þjónusta og umfram
allt gott og hagstætt
verð.
ÞaS er gott að
vera i Amsterdam
Hollendingar eru
gestrisnir, hlýlegir og
cinstöku borg, enda cr
það fátt sem þú finnur
ekki í Amsterdam.
Það
að
gott
er
versla
Amsterdam
Kaupmen
Amsterdam A
hafa
venð
hjálpsamir. í
Amsterdam er auðvelt
að komast lciðar sinnar
og aldrei langt að fara.