Morgunblaðið - 18.10.1989, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989
Ást er...
.. . að kjósa hana „konu
ársins“.
TM Reg. U.S. Pat Ott.—all rights reserved
© 1989 Los Angeles Times Syndicate
Guð má vita hvort það sé
hugmyndin að við verðum
tvíburar allt lífið?
Með
morgnnkaffinu
HÖGNI HREKKVÍSI
Er lögreglan til
að drepa flugnr?
Til Velvakanda.
Yfirieitt heyrir maður og les um
ódæðisverk lögreglumanna erlend-
is. Við erum sjaldan vön því að
lögreglan hér á landi gangi um í
æðiskasti og myrði menn eða flug-
ur samkvæmt skipun stjórnvalda.
Undantekning á þessari reglu
átti sér þó stað 21. september sl.
hér í Reykjavík. En þá var einhver
pirraður, firrtur, umburðarlítill og
heimsvaldasinnaður íbúi á Grens-
ásveginum svo illa haldinn af
nærveru smáflugu nokkurrar í
íbúð sinni (í heilaga og frátekna
„plássinu hans“ í heimi hér) að
hann kallaði öryggislögreglu ríkis-
ins til sínTil að bana þessari blás-
aklausu fiskiflugu sem var svo
óheppin að hafa flækst inn í þessa
lífvana en banvænu og heimsvald-
asinnuðu íbúð.
Fyrir hönd allra fiskiflugna
heimsins leyfi ég mér að mótmæla
þessu siðleysi og harðræði lögregl-
unnar harðlega. Jafnframt skora
ég á allar þjóðir heims að setja
ákvæði í stjórnarskrár landa sinna
sem kveða á Um fijálsa yfirferð
flugna, köngulóa, járnsmiða og
annarra svipaðra skriðdýra um hin
svokölluðu fráteknu svæði, (tæp-
lega þó skriðdýra af okkar teg-
und, — þótt yfirtroðfull samfélög
séu til af þeim?), þ.e. íbúðir og
annað „húsnæði" okkar mann-
anna. Sem reyndar er tóm lög-
leysa að sé á nokkurn hátt frátek-
ið fyrir hina yfirmáta freku og
heimsvaldasinnuðu spendýrateg-
und Homo Sapiens. Ég hef a.m.k.
ekki rekist á neitt eintak þessa
Homo Sapiens ennþá sem hefur
bréf upp 'á það frá skapara þessa
heims að hann eigi nokkurt svæði
yfirleitt frátekið handa sér. Ef svo
er þá gefi sá hinn sami sig fram
og sýni vottorð sín hið fyrsta og
mun dæmdur verða hér sem á
efsta degi af pappírum sínum
meðal annars. Það myndu margir
vilja fá að líta á þau bréf.
Óþolandi með öllu er að lögregl-
unni sé sigað á svona stálheiðar-
lega og bráðnauðsynlega gesti
Lögreglan:
Áreitinni
fiskiflugu
var banað
LÖGREGLAN í Reykjavík var I
kölluð að húsi á Grensásvegi
um klukkan sex að morgni
síðastliðins fdstudags, þar sem
húsráðandi þar hafði kvartað
undan áreitni fiskiflugu.
Svo rammt kvað að áreitni
flugunnar, að húsráðandi sá I
enga leið aðra út úr ógöngunum
en kalla á lögreglu. Þegar lög-
reglan kom á staðinn dugðu
engin rök á fluguna og endaði
málið svo að lögreglan banaði
henni. Hún var fjarlægð og hús-
ráðandinn hefur vonandi getað
fest blund, laus við áreitnina.
fyrir lífkeðjuna hér á jörðu. Maður
bíður bara eftir því með sama
gerræðisáframhaldi að varnarlið-
inu verði beitt á þessa vel inn-
rættu og blásaklausu ferðalanga.
A.m.k. gerir heilabú þeirra það að
verkum að þau geta ekki beitt
öðru eins svindli og svínaríi og við
hugsandi mennirnir gerum flesta
daga.
Við hefðum örugglega gott af
því að umgangast svona saklaust
lið meir en við flest gerum í dag.
Svo er fyrir að þakka hinu nýja
og gerilsneydda „húsnæði" okkar
nú á dögum að alltof lítill sam-
gangur er við þessa gesti okkar
og fyrrum fasta heimilisvini for-
feðra okkar öldum saman.
Því mótmælum við þessu harð-
ræði, þessári kúgun og þessum
ofsóknum á skjólstæðinga okkar
um gervalla veröld. Annars munu
flugur allra landa sameinast og
taka til sinna ráða og þá verður
voðinn vís og lítið pláss fyrir okk-
ur lengur í paradís.
Magnús H. Skarphéðinsson
Vantar beygjuljós
S.S. hringdi:
„Ég tel að ljósin á Miklatorgi
skapi mikla hættu þar sem eng-
in beygjuljós eru t.d. fyrir þá
sem ætla niður Snorrabraut.
Umferðin er mikil um Miklu-
brautina allan daginn og venju-
lega ná aðeins tveir bílar að
komast beygjuna áður en rauða
ljósið kviknar. Fyrir bragðið eru
menn að troðast áfram á rauðu
ljósi og skapar þetta mikla
hættur. Þarna ætti að setja upp
beygjuljós sem allra fyrst.“
Tjaldvagn
Brúnn Combi camp tjald-
vagn með viðlegubúnaði var
tekinn fyrir nokkru við Einholt
12 á Akureyri. Ef einhver veit
um vagninn vinsamlegast
hringið í Baldvin í síma 91-
652124. Fundarlaun, 30 þús-
und kr.
Armband
Gullarmband tapaðist 16.
september á leið frá Laugás-
vegi 77 að Hótel Holt eða það-
an á leið vestur í Sörlaskjól.
Armbandið er af Bismarkgerð.
Finnandi er vinsamlegast beð-
inn að hringja í síma 74140.
Fundarlaun.
Úr
Kvenúr tapaðist við Lang-
holtsveg eða Áifheima hinn 9.
október. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í sím
82026.
Lyklar
Bíllyklar með Heklumerki
töpuðust á golfvellinum á Korp-
úlfsstöðum. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í
síma 32377.
Víkverji skrifar
Víkvetji hefur velt því fyrir sér,
þegar hann ekur um þjóðvegi
landsins, hvei-s vegna ekki séu settar
skýrari viðvaranir við þröngar brýr.
Er algengt að slys verði með þeim
hætti, að bílar sem koma úr gagn-
stæðri átt reyni að troðast inn á brýr,
sem eru svo þröngar, að aðeins einn
kemst þar yfir í einu.
Hættumerki á íslenskum vegum
eni ekki nógu mörg enn sem komið
er. Eftir að bundið slitlag hefur verið
lagt á þá, verður vafalaust hafíst
handa við að bæta úr þessu. Til
marks um skynsamlegar ráðstafanir
til að minnka slys /eru vegriðin, sem
sett hafa verið upp í Hvalfirði. Munu
þau áreiðanlega auka öiyggiskennd
þeirra, sem um þann veg fara. Hitt
er að sjálfsögðu áhyggjuefni ef þau
leiða til þess að skaflar myndist á
vegum, eins og fram kom hér í blað-
inu.
x x x
Nýlega heyrði Víkveiji reyndan
skólamann skýra frá því, þegar
rætt var um, hvort kunnáttu í staf-
setningu hefði hrakað, að hann hefði
lagt 25 ára gamalt próf í stafsetn-
ingu fyrir nemendur nú á dögum og
hefðu þeir jafnvel staðið sig betur
en jafnaldrar þeirra fyrir aldaríjórð-
ungi.
Fyrir utan góða kennslu í skóla
er besta leiðin til að læra stafsetn-
ingu að lesa góðan texta og tileinka
sér það, sem hann hefur að bjóða.
Textun í sjónvarpi hefur áreiðanlega
flýtt fyrir því, að böm læri að lesa
og jafnvel einnig að þau læri rétta
stafsetningu. Er sem betur Jer fátítt,
að þar séu meinlegar stafsetningar-
eða málvillur. Börn átta sig ekki á
þýðingai-villum, sem stundum koma
fyrir í sjónvaipi eins og annars stað-
ar. Almennt er prófarkalestur á þýdd-
um sjónvarpstexta góður.
Hið sama verður því miður ekki
sagt um alla þá texta, sem við gest-
um kvikmyndahúsanna blasa. Af
þeim vettvangi geta menn hæglega
komið með brenglaðar hugmyndir
um rithátt og stafsetningu. Þessu til
staðfestingar vill Víkveiji nefna vin-
sæla mynd, sem sýnd er í Há-
skólabíói um þessar mundir og segir
frá ævintýmm Indiana Jones, sem
leggur stund á fornleifafræði og lend:
ir í hinum rriestu mannraunum. í
textanum með myndinni er fræði-
grein Inda alltaf rituð þannig forn-
leyfafræði. Fer ekki vel á því, að slík
ritvilla sé höfð fyrir öllum þeim mikla
fjölda ungmenna sem horfir á þessa
mynd í kvikmyndahúsi sjálfs Háskól-
ans!
xxx
Líklega hefur engum dottið í hug
að kanna hlustun á útvarp á
meðan á verkfalli rafiðnaðarmanna
stóð. Hefði það verið gert gætu menn
áttað sig á því betur en ella, hvort
grandvöllur sé fyrir stöð, sem flytur
klassíska tónlist eða annars konar
tónlist en glymur í eyram manna á
þeim rásum, þar sem lítt er vandað
til tónlistarvals.
Víkveiji heyrði fleiri en einn tala
um það á meðan á verkfallinu stóð,
hve þeir fögnuðu aukinni klassískri
tónlist í ríkisútvarpinu. Er tvímæla-
laust orðið tímabært fyrir forráða-
menn þess að endunneta dagskrár-
stefnu með það sjónarmið í huga að
auka enn veg klassískrar tónlistar á
þeim tímum, þegar helst er hlustað.