Morgunblaðið - 22.10.1989, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTOBER
ramlar samgöngiS
4eiðir á Suðurlandf
— En fornar heimildir?
„Eitt meginvandamálið er að
fornar heimildir eru ósköp fáorðar
um hvernig leiðir manna lágu. —
Þó er getið um það í Þorlákssögu
að biskupinn hafi farið um hlaðið í
Odda. Jón Loftsson vissi fyrirfram
að guðsmannsins var von og ætlaði
sér að nota tækifærið til að kúga
hann. Þetta bendir eindregið til
þess að þjóðleiðin hafi legið um
bæinn í Odda. Jafnframt sýnir frá-
sögnin hvernig Oddaveijar gátu
fært sér í nyt legu staðarins."
— En ekki var þetta eina þjóðleið-
in í héraðinu?
„Það voru auðvitað aðrar leiðir
í Rangárþingi en um Odda. Leiðir
manna lágu mikið í kringum
Þríhyrning, um Keldur og Velli á
Landi að Nautavaði við Arnes og
þaðan til Skálholts og Þingvalla.
Oddaveijar lögðu einmitt áherslu á
að eignast stórbýli við þessar ieiðir.“
— Var eitthvað hægt að lesa um
fornar leiðir í Njálu?
„Ég reyndi að kanna allar leiða-
lýsingar í Njálu. — En þótt Njála
sé best bóka er hún af ýmsum
ástæðum erfið viðureignar. Sú
að Þverá hafi fallið annars staðar
fyrir sunnan Odda en hún gerir nú.
Hreinn Haraldsson jarðfræðingur
hefur ekki séð þessa nein merki.
Það er líka algengt að telja að Þverá
hafi verið mjög vatnslítil þegar
Njála var skrásett af því að hún
er ekki nefnd í sögunni. Eitthvað
er þó bogið við þetta, enda virðist
sá sem færði Njálu í letur, hafa
ruglast í ríminu og blandað saman
Eystri Rangá og Þverá a.m.k. einu
sinni. í Kálfalækjarbók sem er eitt
af elstu Njáluhandritunum, frá því
um 1300 hefur ritarinn reynt að
lagfæra þetta og eins hefur hann
skotið inn nafni Þverár á þremur
stöðum þar sem honum fannst að
fremur ætti að standa Þverá en
Rangá.“
Völd og veislur
— Oddaverjar hafa yfirleitt verið
taldir hæglátir lærdómsmenn,
hvernig var „valdapólitík" siíkra
manna?
„Mönnum hefur hætt til að gera
Oddaveija að siðfáguðum góð-
mennum sem ekki máttu vamm sitt
vita en það er villandi. Aðfarir Jóns
skoðun er almenn að Njáluhöfundur
hafi ekki verið stálsleginn í stað-
fræði Rangárþings. Einar Ólafur
Sveinsson tekur undir þessa skoðun
en telur þó að höfundurinn hafi
þekkt aðalleiðirnar en ruglist stund-
um í fjarlægðum og megi þar e.t.v.
kenna um sjóndepru! En síðan Njála
var skrifuð hafa árfarvegir breyst
stórlega. Ég er ósammála þeirri
hugmynd sem er sýnd á kortum í
Njáluútgáfu Einars Ólafs frá 1954,
Teikning/Halldór Pétursson
Jón Loflsson brúkaði kjaft
við Þorlák biskup.
Loftssonar gegn Þorláki biskupi
vitna ekki alltaf um mikla hógværð
og siðfágun. Oddaverjar hefðu aldr-
ei komist til þeirra valda sem þeir
nutu nema með því að ógna og
kúga þegar því var að skipta.
Öddaveijar voru miklir áróðurs-
menn. Ættin gerði mikið úr sínu
bláa blóði. Sæmundut' sonur Jóns
Loftssonar var svo forframaður að
engin íslensk kona var honum sam-
boðin; rætt var um að hann hlyti
jarlsdót.tur úr Orkneyjum. Barði
Guðmundsson benti líka á það að
þeir völdu konunga- og drottninga-
nöfn til að minna fólk á göfugan
uppruna sinn. Þeir reisa glæsilega
umgjörð um veldi sitt. Jón Loftsson
gerði sérstaklega vel við þær kirkj-
ur sem undir hans forræði voru og
allt virðist hafa verið með sérstök-
um myndarbrag á staðnum Odda.
Það var auðvitað betra að fara
að með góðu fremur en hörðu. Ég
held að Oddavetjar hafi beinlínis
reynt að laða fólk að, þeir héldu
t.d. veglegar veislut- tvisvar á ári;
aðra að loknu alþingi. — Og Nikul-
ás dýrlingur Oddakirkju var sér-
stakur verndari ferðamanna."
— Ertu ekki að lýsa ástandinu í
tíð Jóns Loftssonar. Hvað tók við
eftir hann?
„Jón andaðist 1197, þá tók Sæ-
mundur sonur hans við forystu
ættarinnar. Já, það er sá sem gat
ekki kvænst neinni íslenskri konu
og ekkert varð úr fyrirhuguðu
hjónabandi með jarlsdóttur frá
Orkneyjúm. En Sæmundur hafði
frillur. Auðvitað stuðlaði margt að
valdasókn ættarinnar og skýrir
hana — en ég legg sérstaka áherslu
á samgöngur sem ég tel hafa verið
tnjög mikilvægar og vanræktar af
fræðimönnum.“
— En um Sæmund Jónsson, hafa
menn ekki talað um þróttleysi, úr
kynjun og skort á hörku og vilja
til valda?
C 7
„Sæmundi varð það á að veðja á
rangan hest í verslunar- og utanrík-
ismálum og því í ónáð hjá Noregs-
konungi og kaupmönnum. í vissum
skilningi var hann „pólitískt dauð-
u
Osköpin
„Oddaveijar höfðu gert Rangár-
)ing að einni stjórneiningu, þessari
einingu var hreinlega sundrað.
Haukdællinn Björn Þorvaldsson
kvæntist inn í ættina og varð höfð-
ingi á Breiðabólstað í Rangárþingi.
Sæmundur mun hafa hugsað sér
að eiga samvinnu við hann og gert
sér vonir um að Björn virti forystu
Oddaverja. Yngri Óddaveijum sinn-
aðist aftur á móti við Björn, þótti
þungt að Haukdæli hæfíst til valda
í Rangárþingi og að lokum fór
Oddverjinn og biskupssonurinn
Loftur Pálsson að_ Birni og felldi
hann árið 1221. Áður hafði verið
ágæt samvinna milli þessara ætta
en nú fylktu Haukdælir liði og
fengu allar valdaættir meira og
minna til liðs við sig. Það var eins
og menn hefðu hugsað Oddavetjum
þegjandi þörfina. Sá sem hagnaðist
hvað mest á vígi Björns var Snorri
Sturluson því hann fékk ekkjuna,
Hallveigu Ormsdóttur, og yfirráð
yfir t.d. Breiðabólstað og Völlum á
Landi. Rangárþing var jafnsundrað
þótt Björn væri fallinn.
Eftir þetta kvað lítið að Odda-
verjum fram til 125(j). Þórður Andr-
ésson sem nefndur hefur verið
síðasti Oddaverjinn, reyndi að sam-
eina Rangárþing undir stjórn Odda-
vetja. Gissur jarl stöðvaði þá við-
leitni'. „Geirmundur þjófur hjó á
háls Þórði með öxi þeirri er Gylta
var kölluð. Gissur jarl þreifaði í
sárið og bað hann höggva annað
og svo gerði hann.“)
— Fall og hnignun Oddaverja
sýnist heldur ógæfuleg. Er þetta
ekki bara lýsandi dæmi um „úrkynj-
un“ yfirstéttarinnar?
„Þessi söguskoðun er- býsna
lífseig enda hafa ekki ómerkari
fræðimenn en Sigurður Nordal og
Einar Ólafur Sveinsson ýjað að
þessu. Annars sýnir Jón Thor Har-
aldsson mjög vel í bók sinni Ósigur
Oddaverja hvað söguskýringar sem
byggjast á lyndiseinkunnum geta
verið haldlitlar og varhugaverðar.
Ég er rökum hans sammála. Aftur
á móti er skýring Jóns Thors á því
hvers vegna veldi Oddaverja hnign-
aði sú að Rangárþing hafi verið
fámennara en Árnesþing og veitt
minni tekjur og liðsafla í herferðum.
En um það er ég ekki viss. Þarna
greinir okkur á. Ég tel að það hafi
verið mikilvægara fyrir höfðingjana
að hafa óskoruð völd í srnu héraði
sem merkir ekki síst að ráða öllum
rnikilvægustu stórbýlum í þjóðbraut
og geta lagt á gjöld og boðið út
herafla án opinnar andstöðu bænda.
Það skipti höfuðmáli fyrir Odda-
verja að allt héraðið væri sameinað
undir þeirra stjórn. Undir forystu
þeirra varð stjórneiningin Rangár-
þing til, í landfræðilegum skilningi,
með miðstöð í Odda. Veldi Odda-
verja byggðist á því að þeir gátu
• stjórnað þaðan og haft eftirlit með
helstu samgönguleiðum í héraðinu
Björn Þorvaldsson var fleygur í
valdakerfi þeirra.
Mönnum verður á í messunni
þegar þeir eru sífellt að bera saman
feðgana Jón á þeim tíma þegar allt
gekk Oddaverjum í haginn og Sæ-
mund en á ævikveldi hans gekk
allt á afturfótunum fyrir ættinni."
Þú virðist ekki telja Oddavetja
betri eða verri en aðrar höfðingja-
ættir á Sturlungaöld, gilda þá sögu-
skýringar þínai' einnig um aðrar
höfðingjaættir og Sturlungaöldina
almennt?
„Það væri mjög þarft að taka til
athugunar aðrar ættir og önnur
héruð. Nú á dögum skipta sam-
göngur griðarlegu máli, félagslega,
pólitískt o.s.frv. Þcss eru mörg
dæmi að staðir hafi orðið miðstöðv-
ar vegna þeirra, til að mynda Egils-
staðir og Borgarnes. Það er engin
ástæða til að ætla annað en þær
KIr.fi líka getað skipt máli á fyrri
tímuni."
tltliHtlltll
(IMMflfl f (