Morgunblaðið - 22.10.1989, Qupperneq 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER
-
Flutningaréttur
• m _^
LÖCpFRÆÐI//-/ver erabyrgb flugfélags gagnvartfarpegumf
,jóð sem haldin er vanmeta-
kennd er sérstaklega viðkvæm
fyrir sjálfri sér. Hún sveiflast á
milli stolts og vanmats og er hvoru
tveggja yfirleitt nokkuð fjarri
veruleikanum.
Þar sem sjálfs-
mynd hennar er
óljós og óörugg
leitar hún viður-
kenningar á
sjálfri sér hjá öðr-
eftír Sigurjón um, leggur óþarf-
Björnsson lega mikinn trún-
að á hvers kyns
hrós, skjall og fagurgala, og sæ-
kist eftir slíku. Útlendingar, sem
eru nógu duglegir að hrósa, eiga
greiðan aðgang að hjarta þjóðar-
innar og fá þá gjarnan sæmdar-
heitið „vinir“ þjóðarinnar. Á sama
hátt er hún einstaklega næm fyrir
gagnrýni og tekur hana óstinnt
upp, sjálfsagt vegna þess að hún
óttast að sitthvað kunni að vera
satt í henni. Fyrir kemur að sama
gagnrýni heyrist heima fyrir hjá
innfæddum og bendir það auðvitað
til þess að í gegnum allan varnar-
hjúpinn skíni í fyrirlitningu þjóðar-
innar á sjálfri sér. Og þá er stutt
í það að fara að apa eftir öðrum
þjóðum, oft það sem síst skyldi.
Þjóð sem hefur eðlilegt sjálfs-
traust og skýra jákvæða mynd af
sjálfri sér er nokkuð öðru vísi far-
ið. Hún er sátt við land sitt og
líf. Hún reynir að hiú að landi sínu
og reynast því vel, því að henni
þykir vænt um það og hún lifir í
samræmi við náttúrufar og aðrar
aðstæður. Hún ræktar menningar-
hefðir sínar og heldur þeim lif-
andi. Hún hefur sinn eigin mæli-
kvarða á það hvað sé gott líf og
þarf ekki að leita út fyrir land-
steina til þess að fá að vita það.
Skoðanir annarra þjóða skipta
hana litlu máli að öðru en því sem
þær geta komið henni að gagni.
Slík þjóð er gagnrýnin á sjálfa sig
og vönd að virðingu sinni, því að
það er snar þáttur í lífi allra þeirra
SÁLARFRÆÐI//t; hœgt að líta á heila
þjóð sem einstaklingf
Vanmetakennd
þjóðar
KLINISK sálarfræði hefur það hlutverk að skýra, skilja og reyna
að lagfæra misfellur I sálarlífi eða persónuleika einstaklinga. Stund-
um er hún að vísu líka látin ná tii lítilla hópa einkum hvað meðferð
varðar. Margir hafa hins vegar freistast til að nota klínísk og önnur
sálfræðileg hugtök um stærri heildir, jaftivel heillar þjóðar. Menn
eru ekki á einu máli um hvort það er réttlætanleg notkun. Forsend-
an er vitaskuld sú að hægt sé að líta á heila þjóð sem eins konar
einstakling. Stundum gerum við það t.a.m. þegar við tölum um þjóð-
arsál og þjóðarlíkama. Þegar menn eru skáldlega sinnaðir láta þeir
jafnvel eins og þjóð hugsi og finni til. Við gerum oft ráð fyrir því
að þjóðin hafi ímynd af sjálfri sér, sé stolt, o.s.frv. Og þá er sjálf-
sagt skammt í það að hægt sé að segja að þjóð sé haldin vanmeta-
kennd. Með þá hugmynd ætla ég nú að leika mér svolítið.
Laugardaginn 30. sept. sl. var haldið málþing á vegum Lögfræð-
ingafélags Islands. Slíkt málþing er árviss viðburður og var að þessu
sinni haldið á Hótel Selfossi. Umræðuefnið var sú undirgrein lögfræð-
innar sem neftid hefúr verið flutningaréttur. Þar er, eins og orðið
bendir til, fjallað um lögfræðileg vandamál sem kunna að rísa í sam-
bandi við flutninga á vörum eða fólki á sjó, í lofti eða á landi. Á
málþinginu voru haldnir 5 fyrirlestrar. Fyrir hádegi töluðu Magnús
Þ. Torfason, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem flutti almennan
inngang að flutningarétti. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmað-
ur talaði um flutningsskjöl í sjórétti og Arnljótur Björnsson, prófess-
or, um ábyrgð flytjanda farms á sjó, I íofti og á landi. Eftir hádegi
voru síðan flutt tvö erindi. Fyrst íjallaöi Gunnar Helgason, hæstarétt-
arlögmaður, um bótarétt flugfarþega vegna seinkunar og síðan
Magnús K. Hannesson, lektor, um réttarstöðu flugfarþega við va-
nefndir farsamninga.
Reikna má með að það séu helst
erindi Gunnars Helgasonar og
Magnúsar K. Hannessonar sem vekja
forvitni hins almenna lesanda. Skal
nú aðeins drepið niður í erindi þess
síðarnefnda. Þess
ber þó að geta að
dómamir eru
fengnir úr spjalli
Gunnars. í erindi
Magnúsar var m.a.
ijallað um rétt far-
þega gagnvart
eftir Davíð Þór flugfélaginu ef
Björgvinsson seinkun verður á
flugi, farþegi kemst ekki í vélina
vegna yfirbókunar eða flug fellur
niður af öðrum ástæðum. Helstu rétt-
arreglurnar sem um þetta fjalla er
að finna í svokölluðum Varsjársamn-
ingi frá 1929 ásamt síðari breyting-
um. í 19. gr. þess samnings kemur
fram að flytjandi (þ.e. oftast flugfé-
lagið) beri ábyrgð á því ef um sein-
kun er að ræða nema það sé af
ástæðum sem þeim verði ekki um
kennt, svo sem vegna slæms veðurs
og þess háttar. Þegar farþegi kemst
ekki um borð t.d. vegna yfirbókunar
gilda ákvæði Varsjársamningsins
hins vegar ekki, heldur almennar
bótareglur í landi þar sem viðskipti
farþega og flytjanda áttu sér stað.
Samkvæmt slíkum reglum er al-
mennt litið svo á að farþegi eigi
bótarétt á hendur flugfélagi vegna
þess tjóns sem hann kann að verða
fyrir vegna þessa, að svo miklu leyti
sem orsakirnar ekki að rekja til at-
vika sem ekki eru í þess valdi að
hafa áhrif á.
Af eðlilegum ástæðum hafa flug-
félög tilhneigingu til að takmarka
þess ábyrgð sína í samningum við
farþega. í því sambandi er t.d. for-
vitnilegt að skoða 9. gr. svokallaðra
samningsskilmála sem eru festir við
flugfarseðla hjá Flugleiðum. Þar seg-
ir í 9. gr. „Flugfélagið skuldbindur
sig til að gera sitt ýtrasta til að
flytja farþega og farangur á sem
skemmstum tíma. Eigi er tekin
ábyrgð á tímum sem greinir í flugá-
ætlun eða annars staðar, og eru þeir
ekki hluti samnings þessa. Flugfélagi
er heimilt að skipta um flytjanda eða
flutningstæki án fyriivara og sleppa
viðkomustöðum, er í farseðli greinir,
ef nauðsyn krefur. Áætluninni má
breyta án fyrirvara. Flugfélag ber
ekki ábyrgð á að farþegi nái fram-
haldsflugferð."
Samkvæmt þessu virðist réttur
flugfélagsins all sterkur, en réttur
farþega þegar áætlun fer úr skorðum
að sama skapj lítill. Ákvæðum af
þessu tagi er að sjálfsögðu ætlað að
takmarka þau tilfelli sém flytjandi
ber ábyrgð á samkvæmt Varsjár-
samningnum. Ekki hefur reynt á
gildi samningsskilmála af þessu tagi
fyrir dómstólum hér á landi. Hins
vegar hafa dómstólar í Hollandi,
sem reyna að sækja fram til auk-
ins þroska.
Ekki vil ég halda því fram að
íslensk þjóð sé haldin vanmáttar-
kennd með allri þeirri viðkvæmni,
barnalegu stolti, trúgirni, sjálfs-
fyrirlitningu og eftiröpunarhneigð
sem fylgja. Enda eru vísindi þessi
kannski allnokkuð hæpin, eins og
á var drepið. Ég læt lesandanum
eftir að hugleiða þessi efni frekar
ef hann kærir sig um. í því sam-
hengi kynni að vera gagnlegt að
virða fyrir sér þá þjóðarímynd sem
endurspeglast i umfjollun flöl-
miðla, því að þeir eru að vissu leyti
andlit nútíma þjóðfélags.
Rúmmál 330 lítrar. Sex hillur með loki að framan og
frystibúnaði. Ein skúffa. Hjól til að færa skápinn.
Mál: Breidd 59, Hæð 160, Dýpt 60 cm.
PHILIPS
FRYSTISKÁPAR 0G KISTUR
FALLEG GÆÐAVARA
i Iffi
!
AFB716
Rúmmál 140 lítrar. Þrjár
hillur með loki að framan og
frystibúnaði. Ein skuffa.
Mál: Breidd 55, Hæð 85,
Dýpt 60 cm.
AFB717
Rúmmál 220 lítrar. Fjórar hillur
með loki að framan og frysti-
•búnaði. Ein skúffa. Sérstök
hraðfrysting.
Mál: Breidd 59, Hæð 120, Dýpt
60 cm.
AFB718
Rúmmál 290 litrar. Fjórar hillur með loki
að framan og frystibúnaði. Ein skúffa.
Sérstök hraðfrysting.
Mál: Breidd 59, Hæð 140, Dýpt 60 cm.