Morgunblaðið - 22.10.1989, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER
C 11
Frakklandi og V-Þýskalandi vikið
slíkum ákvæðum til hliðar og dæmt
flugfélag til greiðslu bóta vegna sein-
kunar sem farþegi verður fyrir. Þá
hafa m.a. dómstólar í Noregi, Dan-
mörku og Þýskalandi dæmt farþega
bætur vegna yfirbókunar. Gera verð-
ur ráð fyrir að svipuð sjónarmið gildi
ef áætlun er með öðrum hætti breytt
fyrirvaralaust.
Annar af þýsku dómunum er gott
dæmi um þann ágreining sem upp
getur komið. Málavextir voru þeir
að hjón nokkur höfðu bókað tiltekið
far með Pan Am frá Þýskalandi tii
New York. Áætlun þeirra var sú að
ná til New York á þessum degi enda
höfðu þau skipulagt fund vegna þýð-
ingamikilla viðskipta sem áttu að
fara fram daginn eftir og búið var
að undirbúa rækilega. Þegar á reyndi
kom í ljós að þetta ftug var yfirbók-
að og þau komust ekki með Lþessa
tilteknu ferð. Flugfélagið gat ekki
boðið annað flug sem hentaði hjónun-
um. Þau tóku því þann kost að fara
sama dag með öðru flugféiagi til
Parísar og þaðan til New York sem
gerði þeim kleift að komast á áfanga-
stað í tíma. Þetta var nokkuð dýrari
kostur en flugið með Pan Am og
kröfðu hjónin félagið um mismuninn.
Pan Am neitaði að greiða á þeirri
forsendu að þeir hefðu boðið annað
flug, en að auki vísuðu þeir til fyrir-
vara í flutningsskilmálunum sem að
þessu laut. Dómstólinn í Þýskalandi
viðurkenndi ekki þessi rök flugfé-
lagsins og dæmdi félagið til að greiða
mismuninn.
í nýlegum dönskum dómi (frá sep.
sl.) er fjallað um svipað álitaefni.
Þar voru málavextir þeir að maður
Sem þurfti að komast tii Kaþmanna-
hafnar frá Álaborg á tilteknum degi
og tíma. Hann hafði pantað ferð með
áætlunarflugi með SAS mánuði fyr-
irfram og staðfest það síðar. Þegar
á reyndi var honum tilkynnt að hann
kæmist ekki með vélinni vegna yfir-
bókunar. Eina leiðin sem maðurinn
sá til að komast á áfangastað á til-
settum tíma var að panta sér einka-
flug, sem hann og gerði. Var flugfé-
lagið dæmt tii að greiða þann auka-
kostnað sem maðurinn hafði af þessu
og ákvæðum í skilmálum félagsins
sem takmörkuðu þessa ábyrgð vikið
til hliðar.
Reikna má með að svipuð sjónar-
mið eigi við hér á landi og að slík
undanþáguákvæði geti reynst
haldlítii ef á reyndi. Þó er rétt að
gera ráð fyrir að flugfélagið eigi allt-
af rétt á því bæta úr ef hægt er og
að farþegi verði jafnvel að sætta sig
við að einhver óþægindi kunni að
verða vegna þess.
Samkvæmt samningsskilmálum
flugfélaga virðist réttur þeirra
allsterkur, en réttur farþega þeg-
ar áætlun fer úr skorðum að
sama skapi lítill.
ÍMii fásl
heimsins bestn
pizzur einnig
í Kringlunni
Vegna mikilla vinsælda Pizza Hut
bjóðum við nú einnig upp á pizzurnar okkar
í Kvikk í Kringlunni. Pizza Hut í Hótel Esju
verður að sjálfsögðu áfram á sínum stað.
Pizza Hut Kringlunni og Hótel Esju, sími 68 08 09.
CF48B
Rúmmál 468 lítrar. Ein grind. Stilling til að
spara orku. Leiðbeiningar um geymsluþol
ólíkra matvæla. Læsing loki sem fellur ekki
niður með bakinu. Skúffa til að taka vatn við
afýöingu framan á. Hjól til að færa kistuna til.
Mál: Breidd 134.5, Hæð 88, Dýpt 66 cm.
CF32B
Rúmmál 31 ölítrar. Ein grind.
Stilling til að spara orku.
Skúffa til að taka vatn við
afþýðingu framaq á. Situr á
hjólum. Mál: Breidd 95,
Hæð 88, Dýpt 66 cm.
CF25B
Rúmmál 245 litrar. Ein
grind. Stilling til að
spara orku. Skúffa til að
taka vatn við afþýðingu
framan á. Mál: Breidd
81, Hæð 86, Dýpt 66'cm.
CF17B
Rúmmál 165 litrar.
Lykillæsing.
Aðvörunarljós fyrir
frystikerfi.
Mál: Breidd 60, Hæð
86, Dýpt66cm.
Heimilistæki hf
Sælúni 8 SÍMI 69 15 15 . Kringlunni SfMI 69 15 20
samKÍtuym/
CF57B
Rúmmál 560 litrar. Tvær grindur. Stilling til að spara
orku. Ljós í loki. Leiðbeiningar um geymsluþol ólikra
matvæla. Lykillæsing á loki. Skúffa til að taka vatn við
afþýöingu framan á. Hjól til að færa kistuna til. Mál:
Breidd 162.5, Hæð 88, Dýpt 66 cm.
Rowenla
Rowenta
grill
KG-63
Snertigrill. Partígrill oq yfir-
bakað í einu tæki. 2ja prepa
hitastigsveljari. Hitaplötur
útbúnar yfirborði sem
matur festist ekki við.
Leiðslurúlla.
Besta
lausnin
fyrir
heimilið
Rowenfa
Vörumarkaðurinn
KRINGLUNNIS. 685440