Morgunblaðið - 22.10.1989, Side 14
MORGÚNBLÁÖIÍ) SUfÍNUDAGUR 22. OÚTÓBER
14 C
BODUUINN
FRÁ LYON
Hvers vegna hjálpubufranskir
prestar stríbsglæpamanni?
FRANSKUR stríðsglæpamaður, Paul Touvier, var handtekinn
fyrir skömmu í klaustri í gamla borgarhlutanum í Nice (Nizza).
Þar með lauk einni lengstu leit að glæpamanni í sögu Frakk-
lands. Touvier lék lausum hala í 45 ár og naut allan þann tíma
sérstakrar vemdar voldugra manna í kaþólsku kirkjunni og
ihaldssamra, kaþólskra hópa. Kirkjan hefur verið harðlega gagn-
rýnd fyrir að halda hlífiskikli yfir manni, sem lýst var eftir vegna
„glæpa gegn mannkyninu", og mál hans hefur vakið nýjar deilur
um hlutverk Frakka í síðari heimsstyrjöldinni.
Touvier var yfirmaður
herlögreglu franskra
stuðningsmanna Þjóð-
veija í Lyon í Suðaust-
ur-Frakklandi og náinn
samstarfsmaður Klaus
Barbies, yfirmanns Gest-
apo í borginni, sem var
dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir
glæpi gegn mannkyninu 1987.
Touvier, sem var tvívegis dæmdur
til dauða að honum ijarstöddum
eftir stríðið, er borinn sömu sökum
og Barbie, sem notaði hann og
lögreglulið hans til að hafa upp á
andspyrnumönnum og gyðingum.
Touvier hlaut viðurnefnið „slátrar-
inn frá Lyon“ eins og Barbie og
var einnig kallaður „böðullinn frá
Lyon.“
„Kirkjan fyrir rétti“
Handtaka Touviers beindi at-
hyglinni að þeim kaþólsku hópum,
sem héldu verndarhendi yfir hon-
um. „Kirkjan fyrir
rétti," sagði Le
Monde í fyrir-
sögn, en kirkjunni
tókst að víkja sér
undan beinustu
gagnrýninni.
Klaustrið, þar sem Touvier var
handtekinn, er í eigu sértrúarsöfn-
uðar íhaldssams erkibiskups,
Marcel Lefvebre, sem páfinn bann-
færði þegar hann vígði fjóra bisk-
upa gegn vilja hans 1988, Bræðra-
lags heilags Píusar X. „Málið er
mér óviðkomandi,“ sagði Albert
Decourtray, erkibiskup í Lyon og
æðsti maður kaþólsku kirkjunnar
í Frakklandi.
Hins vegar er fámennur hópur
kaþólskra leikmanna, Ordre des
Chevaliers de Notre Dame („Regla
riddara vorrar frúar“), einnig sak-
aður um að hafa skotið skjólshúsi
yfir Touvier og sú trúarregla er
undir yfirstjórn kaþólsku kirkjunn-
ar. Og einhverjir valdamestu
kirkjuhöfðingjar Frakka báru
ábyrgð á því að kirkjan skýidi
Touvier í 20 ár eftir -stríðið, alit
þar til dómarnir yfir honum fyrnt-
ust.
Touvier, sem er 74 ára gamall,
kallaði sig Paui Lacroix, Guy
Berthier, Berthet eða Gaillard þeg-
ar hann fór huldu höfði. Foreldrar
hans voru strangtrúaðir og aðdá-
endur Philippes Pétains mar-
skálks, leiðtoga leppstjórnar Þjóð-
verja í Vichy. Hann hafði áhuga
á að verða prestur, en faðir hans
kom honum í sérsveitirnar Milice
Francaise, 25.000 manna herlög-
reglu samverkamanna nazista, til
að koma í veg fyrir að hann lenti
í fangelsi fyrir þjófnað.
Gestapo hjálpað
Seinna kvaðst Touvier hafa ver-
ið haldinn „þeirri áráttu að vilja
hafa allt í röð og reglu og safna
alls konar upplýsingum“. Því var
hann skipaður leyniþjónustufor-
ingi lögregluliðsins og fékk það
hlutverk að hafa
upp á andspyrnu-
mönnum og gyð-
ingum. í þvi starfi
sýndi hann svo
mikinn áhuga og
samvizkuleysi að
hann var gerður að yfirmanni
Milice á öllu Rónar-Alpa- svæðinu
og hann var einn helzti samstarfs-
maður Klaus Barbie þar til Lyon
var frelsuð.
Seinna sagði Touvier að þegar
Þjóðveijar hefðu krafizt gísla hefði
hann aðeins valið gyðinga og þeir
voru teknir af lífi. Einu sinni
stjórnaði hann sjálfur aftökusveit
í árásarferð gegn skæruliðum. í
annað skipti sást hann fleygja
handsprengjum inn í bænahús
gyðinga í Lyon og hann stóð fyrir
morði á áttræðum formanni mann-
réttindafélags, Victor Basch, sem
var ungverskur gyðingur. 7
Þegar áróðursráðherrann í
Vichy, Philippe Henriot, var myrt-
ur lét Touvier handtaka sjö verzl-
unareigendur, sem voru gyðingar,
og skjóta þá í þorpinu Rillieux-la-
wm ERLEND ■
HRINGSIfl
eftir Guómund Halldórsson
Pape. Hann lét einnig handtaka
57 spænska kommúnista, sem
voru sendir í dauðabúðir.
Lífgjöfin
Þegar Þjóðveijar hörfuðu frá
Lyon í ágúst 1944 tóku Gestapo
og SS gísla í úthverfunum og að
minnsta kosti 120 gyðingar og
andspyrnumenn voru skotnir til
bana. Pierre-Marie Gerlier kardin-
áli, æðsti maður frönsku kirkjunn-
ar og erkibiskup í Lyon, komst
að því Milice-sveitimar hefðu enn
42 fanga í haldi og fól herpresti
þeirra, Stéphane Vautherin, að
reyna að koma í veg fyrir að þeir
yrðu líflátnir.
Vautherin, sem var einn stofn-
enda Chevaliers de Notre Dame,
talaði við Touvier og Touvier setti
það skilyrði fyrir því að hann hlífði
föngunum að hann fengi skilyrðis-
lausa vernd það sem eftir væri
ævinnar. Æstur múgur tók flesta
samstarfsmenn Touviers af lífi án
dóms og laga. Sjálfur leitaði hann
hælis í kirkju og hvarf með allan
ránsfeng Milice-liðsins, sem var
metinn á 350.000 franka.
Sumir segja að Touvier hafi
notað þennan fjársjóð til að kaupa
sér vernd kaþólsku kirkjunnar. Því
er einnig haldið fram að hann
hafi tryggt sér vernd Gerliers og
annarra áhrifamanna í kirkjunni
með því að hóta að birta upplýsing-
ar um samvinnu þeirra við naz-
ista. Þeir sem taka svari kirkjunn-
ar segja að hún hafi aðeins fylgt
kristinni mannúðarstefnu og
breytt samkvæmt þeirri gömlu
hefð að vernda alla, sem til henn-
ar leita, hvort sem þeir eru glæpa-
menn eða ekki. Auk þess hafi
Touvier fyllilega verðskuldað
vertid, þar sem hann bjargaði
síðustu gíslunum í Lyon.
A það er einnig bent að fremsta
markmið Milice Francaise var að
bjarga Frakklandi frá kommún-
istabyltingu, sem virtist blasa við
á síðustu mánuðunum áður en
Frakkland var frelsað. Kommún-
istar höfðu fengið byr í seglin
vegna þess að stjórnin í Vichy réð
ekkert við mikinn efnahagsvanda
og síaukið svartamarkaðsbrask.
Seinna sögðu gamlir Milice-menn
að þeir hefðu komið í veg fyrir
að kommúnistar hrifsuðu völdin
með því að lama þær andspyrnu-
sveitir, sem lutu þeirra stjórn.
Samverka- Klaus Barbie:
maðurinn Touvier . var
(1943): náðað- hjálparhella
ur á laun 1971. hans.
Andspyrnumenn teknir af lífi hjá Lyon: Touvier vár harðvítugur
andstæðingur þeirra.
Miskunnsamir klerkar
Sá sem skipulagði flótta Touvi-
ers var Monseigneur Charles
Duquaire, aðstoðarmaður Gerliers
erkibiskups í Lyon. Duquaire varð
verndari og skriftafaðir Touviers
og skrifaði undir þijár beiðnir til
forsetaembættisins um að hann
yrði náðaður. Duquaire varð síðan
ritari Villots kardinála, sem tók
við af Gerlier og varð síðan aðal-
ráðgjafi páfans í Róm. Samband
Duquaires og Touviers hélzt allt
þar til Duquaire lézt 1987.
Touvier var tvívegis dæmdur til
dauða að honum fjarstöddum: í
Lyon í september 1946 og í
Chambéry í marz 1947. Það ár
kvæntist hann á laun. í hveijum
mánuði tók hann út 30.000 krónur
af bankareikningi, sem var skráð-
ur á nafn Monique, konu hans, og
prestar lögðu inn álíka háa upp-
hæð í staðinn. Hann samdi bók
um klaustrið Chartreuse, þegar
hann starfaði þar ásamt konu
sinni, og seinna var skráð í per-
sónuskilríki hans að hann væri
heimilisfastur í höll erkibiskupsins
í Lyon og væri vörður þar.
Hann varð vinur vísnasöngvar-
ans Jacques Brel, sem gerði hann
að ritara sínum og hjálpaði honum
að gefa út sérkennilega hljóm-
plötu, L’Amour et la Vie, 1967.
Sama ár fyrntust dómarnir yfir
Touvier og hann bað De Gaulle
um náðun með stuðningi Duqaires
og kaþólska heimspekingsins