Morgunblaðið - 22.10.1989, Side 15
Ch 15i
MQfiGUNiB-LAÐiP' iSUNNUDAQUfl 22. QK-TQBPG;
Líflátnir andspyrnumenn: stjórnaði sjálfur aftökum.
Eftir handtökuna: átti von á lögreglu-
heimsókn.
Gabriel Marcel, en forsetinn neit-
aði að verða við bóninni og hafn-
aði annarri náðunarbeiðni frá hon-
um síðar.
Hins vegar gaf Georges
Pompidou forseti honum upp sakir
með leynd í nóvember 1971 og
hann fékk að flytja til Chambéry,
skammt frá Lyon. Þegar uppvíst
varð um náðunina nokkrum mán-
uðum síðar vakti hún svo mikið
hneyksli að ákveðið var að líta
skyldi svo á að vissir stríðsglæpir
væru „glæpir gegn mannkyninu"
og að þeir gætu aldrei fyrnzt.
Touvier fór aftur í felur, en
árið 1973 kom hann fram í út-
varpsviðtali og sagði: „Ég hef allt-
af viljað efla hinn kristna heim i
baráttu hans við heim heiðingja
og gera áhrif illu aflanna að engu.“
Tveimur árum síðar hélt hann því
fram í sjónvarpi að hann væri sak-
laus og sagði að hann færi huldu
höfði vegna þess að líf hans og
fjölskyldunnar væri í hættu. „Ég
er ekki á flótta undan réttvísinni,“
sagði hann. „Ég er til reiðu og
lögfræðingur minn veit hvar mig
er að finna.“
Flóttinn til Nizza
Alls virðist Touvier hafa fengið
hæli í 50 trúarstofnunum af ýmsu
Joseph Darnand og Pierre Laval kanna heiðursvörð Milice Francaise: illræmdustu samverkamenn
Þjóðverja.
tagi. Hann fékk meðal annars að
hafast við í Chartres og eftir dvöl-
ina þar leitaði hann skjóls hjá
Chevaliers de Notre-Dame. í sept-
ember 1984 birti hann tilkynningu
í blaði í Savoy um að hann væri
látinn.
í marz 1989 upplýsti háðs-
ádeiluritið Le Canard Enchainé að
trúarregla riddaranna skýldi hon-
um skammt frá Rúðuborg (Rou-
en). Þaðan lá slóð hans um Nor-
mandi og 22. maí fóru lögreglu-
menn til klaustursins Wisues,
skammt frá St. Omer. Skjöl, sem
þar fundust, urðu til þess að lög-
reglan yfirheyrði yfirmann Chev-
aliers-reglunnar í París, Jean-
Pierre Lefevre, sem frönsk blöð
sökuðu um að hafa skipulagt flótta
Touviers síðustu árin. Mikil at-
hygli, sem mál Touviers vakti,
varð að öllum líkindum til þess að
hún sendi hann að lokum til Nice.
Síðustu 12-18 mánuðina áður
en Touvier var handtekinn virðist
hann hafa dvalizt í að minnsta
kosti 10 klaustrum í Frakklandi,
Ítalíu og Sviss. Sex sinnum mun-
aði aðeins nokkrum klukkústund-
um að lögreglunni tækist að hafa
hendur í hári hans. Hann mun
hafa komið til klaustursins í Nice
einum mánuði áður en hann var
handtekinn 24. maí. Monique,
kona hans og fertug dóttir þeirra,
Chantal, og 37 ára gamall sonur
þeirra, Pierre, voru hjá honum í
klaustrinu. Þegar hann var fluttur
í flugvél til Parísar eftir hand-
tökuna kvaðst hann hafa vitað að
fylgzt væri með klaustrinu, en
„ákvéðið að láta handtaka mig að
ráði minna nánustu“.
Beðið fyrir Pétain
Sértrúarsöfnuður Lefvebres
riddarareglunni eða söfnuði Lefv-
ebres, en það mál er í athugun.
Touvier var fluttur í sjúkrahús
fangelsisins í Fresnes skammt frá
París eftir handtökuna. Jacques
Verges, veijandi Barbies, bauðst
til að veija hann og La Pen sagði:
„Lögreglan hlýtur að hafa eitthvað
annað og þarfara að gera en að
elta uppi lasburða, gamla menn.“
Flestir Frakkar virtust þó fagna
handtöku Touviers og margir
kröfðust þess að hann yrði tekinn
af lífi. Meira bar þó á því að
hneykslazt væri á hlutverki kirkj-
unnar, en samkvæmt skoðana-
könnun franska ríkissjónvarpsins
töldu 37% „eðlilegt" að trúarregla
hefði haldið yfir honum hlífiskildi.
Gömul sár ýfð upp
Málið kom kaþólsku kirkjunni í
Frakklandi í bobba, en gagnrýnin
beindist aðallega gegn klofnings-
hópi Lefvebres erkibiskups.
„Hvernig geta trúarstofnanir
verndað stríðsglæpamann?“ spurði
yfirprestur gyðinga í Lyon, Rich-
ard Wertenschlag. „Þessi gestrisni
stríðir gegn siðferðisvitund okk-
ar.“
Reynt verður að rannsaka hvers
vegna Touvier gat reitt sig á dygg-
an stuðning voldugra manna í
kaþólsku kirkjunni um langt ára-
bil. Einnig verður reynt að fá svör
við því hvers vegna margir áhrifa-
miklir ráðherrar gaullista studdu
beiðni hans um náðun. „Réttar-
höldin gegn Touvier munu ýfa upp
gömul sár úr stríðinu,“ segir sagn-
fræðingurinn Henri Amouroux,
„og knýja kirkjuna til að gefa
vandræðalega skýringu á því
hvers vegna hún verndaði hann.“
Tengsl Touviers við kaþólska
Færður um borð í flugvél og fluttur til Parisar: óþægilegar spurn-
ingar vöknuðu.
erkibiskups, Bræðralag Píusar X,
fékk klaustrið í Nice að gjöf frá
borgarstjórninni og kapellan var
endui'vígð fyrir tveimur árum.
Meðal þeirra sem vom viðstaddir
athöfnina voru borgarstjórinn í
Nice, nokkrir stuðningsmenn Þjóð-
fylkingar Jean-Marie Le Pens,
flokks hægriöfgamanna, og Lefv-
ebre sjálfur. Biskupinn í Nice beitti
sér gegn því að Lefvebre fengi
klaustrið og hefur gagnrýnt að
Touvier fékk þar hæli.
Þótt Chevaliers de Notre Dame
sé afturhaldssamur sértrúarsöfn-
uður fylgir hann ekki beinlínis
Lefvebre að málum og heldur enn
tryggð við Róm, en hallast að Le
Pen. í báðum þessum söfnuðum
eru messur enn surignar á latínu
og enn beðið fyrir sálu Pétains
marskálks. Riddarareglan hefur
400 reglubræður innan sinna vé-
banda, í Frakklandi, Sviss, Þýzka-
landi og fleiri Evrópulöndum.
Lefevre, yfirmaður Parísar-
deildar reglunnar, var yfirheyrður
í 17 tíma eftir handtöku Touviers
og kann að verða ákærður fyrir
að hafa skýlt honurn. Að hans
sögn eru flestir núverandi reglu-
bræður fæddir eftir stríðið, þótt
nokkrir séu eldri. Ekki er vitað
hvort mál verður höfðað gegn
ögasinna og Þjóðfylkingu Le Pens
gætu bent til þess að margir
Frakkar sakni enn hálfgerðs fas-
istaríkis Pétains marskálks. Að
sögn Parísar-fréttaritara The Gu-
ardian býr sá pólitíski ásetningur
á bak vlð væntanleg réttarhöld að
gera síðustu leifar þessarar tiltrú-
ar margra Frakka á Vichy-stjórn-
inni að engu,
Stjórn sósíalista stóð á sínum
tíma að samningum um framsal
Klaus Barbies frá Bólivíu. Jafn-
framt gerði hún frönsku lögregl-
unni kleift að iáta leitina að Touvi-
er ganga fyrir öðrum verkefnum.
Von hennar var sú „að koma af
stað nýjum umræðum um smánar-
legasta tímabilið í sögu Frakka“.,
Touvier býr yfir mikilli vitneskju
um franska samverkamenn Þjóð-
veija í stríðinu. Hann á yfirgrips-
mikið safn af skjölum frá þeim
tíma og þegar hann mætir fyrir
rétt — en það verður ef til vill
ekki fyrr en eftir tvö eða jafnvel
fimm ár — má búast við að öll
skjöl, sem tengjast tíma hans í
Milice Francaise, verði birt. Rétt-
arhöldin munu vekja uppnám í
kaþólsku kirkjunni og valda jafn-
vel meiri sundrungu meðal Frakka
en réttarhöldin gegn Klaus Barbie
1987.