Morgunblaðið - 22.10.1989, Page 19

Morgunblaðið - 22.10.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR sunnuðaóur 22i OKTÓBER C 19 Rótin aftur í loftið ÚTSENDINGAR útvarpsstöðvarinnar Rótar hafa legið niðri frá mánaðamótnm, en í gær, fyrsta vetrardag hófust útsendingar að nýju. Að sögn Ragnars Stefánssonar, sem verið hefur viðloðandi út- varpsstöðina frá upphafi, missti stöðin húsnæði sitt um síðustu mánaðamót og tókst ekki að finna nýtt húsnæði í tæka tíð til þess að útsending gæti verið óslitin. Nú væri hún hins vegar komin í hús á Vesturgötu 54 og ekkert því lengur í vegi fyrir frekari útsendingum. Dagskráin verður með svipuðu sniði og verið hefur, en Ragnar sagði að umræða hefði einnig verið um að senda út sérstakan morgun- þátt milli klukkan 7.00 og 9.00. Enn væri hins vegar ekki ljóst hve- nær eða hvort af því yrði. Samvinna við Rússa Breska sjonvarpsfynrtækið Central Television hefur haft forgöngu um samkomulag þess efhis að Bretar og Rússar skiptist á sjón- varpsefni. Samkvæmt því fá Rússar að horfa á besta fáanlega sjón- varpsefhið frá Vesturlöndum og Bretar fá aðgang að besta sjón- varpsefninu sem völ er á í Sovétríkjunum. Samningurinn verður til þess að þáttur um Morse lögreglufor- ingja verður tekinn upp í Georgíu og að röð 50 hálftíma langra glæpa- þátta verður tekinn upp í Leníngrad og á fleiri stöðum víða í heiminum. Þessir þættir verða gerðir á vegum sovésks-bresks menningarfélags, en því var komið á laggirnar eftir samningaviðræður, sem stóðu í eitt og hálft ár. Tilgangur félagsins er samvinna á ýmsum sviðum lista, meðal ann- ars kvikmyndagerðar, leikstarf- semi, tónlistar, bókmennta og myndlistar. Aðalskrifstofa félagsins verður í Moskvu, en það mun hafa útibú í London og fulltrúa í Banda- ríkjunum. Þremur milljónum punda verður varið til félagsins fyrst í stað. TILBOÐ OSKAST i Chevrolet Impala árgerð ’84, Subaru E-10 Wagon 4 W/D árgerð '88, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 24. októberkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna. Heimta kvóta á bandarískt eftii Tilkoma margra nýrra sjónvarpsstöðva í Evrópu hefúr leitt til stóraukinnar sölu á bandarískum sjónvarpsþáttum. Um leið hafa þær raddir orðið háværari að takmarka verði fjölda þeirra bandarísku þátta, sem teknir eru til sýningar. Sýningartími sjónvarpsstöðva í álfunni hefur tvöfaldast á sex árum og stöðvar frá Stokkhólmi til Sevilla keppast um að fá að sýna nýlega, bandaríska þætti eins og FÓLK i Jjölmiðlum ■ Rósa Ingólfsdóttir og Ragn- hildur Arnljótsdóttir munu í vet- ur sjá um þáttinn Klukkan tvö á laugardögum. Þátturinn fær nafn sitt af því að hann er á Rás 2 klukkan tvö á laugardögum og stendur í tvo tíma. Þar að auki er útsendingin úr hljóðveri 2. Rósa segir að þetta sé blandað- ur þáttur sem höfða eigi til þeirra sem standa í laugar- dagsstússinu á þessum tíma. Eiiínig eru tekin fyrir heit mál - sem til umræðu eru hverju sinni i þjóðfélaginu. Hlustendum gefst kostur á að hringja í þær stöllur meðan á útsendingu stendur og þær munu einnig að fyrra bragði hafa samband við fólk útí bæ. Rósa er flestum landsmönnum kunn en Ragnhildur starfaði í sumarafleysingum á sjónvarpinu sl. sumar en stundar nú laganám við Háskólann. Lagakróka og Rosanne og eldri þætti eins og Lucy og Leðurblöku- manninn. Evrópskar sjónvarps- stöðvar munu greiða einn milljarð Bandaríkjadala fyrir sýningarrétt á bandarískum sjónvarpsþáttum á þessu ári — þrisvar sinnum hærri upphæð en fyrir fimm árum. Um leið og sýningum á banda- rískum sjónvarpsþáttum fjölgar stöðugt aukast sífellt kröfur um að settur verði „kvóti“ á amerískt sjón- varpsefni til að vernda evrópska menningu og og sérstöðu og koma í veg fyrir að bandarísk áhrif verði yfirgnæfandi í sjónvarpi. Fyrirhugað er að Evrópubanda- lagið setji sameiginlegar reglur um útvarp og sjónvarp fyrir 1992. Að- ildarlöndin 12 hafa auk þess í at- hugun tillögu um að bannað verði að efni frá löndum utan Evrópu verði meira en 50% þess efnis, sem sýnt verði í evrópskum sjónvarps- stöðvum. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Lagadeild) Lög í Oklahoma kveða á um ef manneskja týnir lífi í átök- um fleiri en þriggja, skuli hin- ir tveir teljast jalhsekir um morðið. Tíminn 2/9 RÓSA INGÖLFSDOTTIR NÓBELSVERÐIAUN í BÓKMENNTUM 1989 HELGAFELL Síðumúla 29 Sfml 6-88-300 kunnasta bók Camflo José Cela Paskval Dvarte og hyski hans í íslenskri þýðingu Kristins R. Ólafssonar Sænska akademían heíur tilkynnt að spænski rithöftmdurinn Camilo José Cela hljóti Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1989. Vaka-Helgafell hefur gefið út víðlesnustu bók hans Paskval Dvarte og hyski hans í meistaralegri þýðingu hins orðhaga fréttamanns útvarpsins á Spáni Kristins R. Ólafssonar. Bókin um Paskval Dvarte er mögnuð skáldsaga um ævi ógæfumanns sem á í stöðugri baráttu við umhverfi sitt og eigið innræti. Hann er illmenni og öðlingur f senn. Þetta bókmenntaverk ber snilli hins nýja Nóbelshöfundar glöggtvitni. Skáldsagan um Paskval Dvartefæst í bókaverslunum um alitland. Camilo José Cela og Kristinn R. Ólafsson rœðast vlð á helmill skáldslns á Mallorca haustið 1988. MYNDVERK 1974-1986 Yfirgripsmikil bók með Ijósmyndum af 1041 listaverki Errós. Myndirnar eru í svart hvítu og lit. Bókin er 240 blaðsíður i stóru broti. # Merkileg heimild um verk þessa afkastamikla listamanns, sem enginn listunnandi mó lóta framhjó sér fara. Formóli er eftir Aðalstein Ingólfsson, listfræðing. Verð aðeins kr. 3.500- Örfó tölusett eintök ósamt óritaðri litógrafíu kr. 5.250 Fóst í öllum helstu bókaverslunum. Iceland Review Höfðabakka 9,112 Reykjavik. Simi 84966. <DKxni>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.