Morgunblaðið - 22.10.1989, Qupperneq 21
.1'í}!öt>:o .n :i. nAC'j/Vi'Jí oKí.iiðvrje-j/oa / 'k Q&
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTOBER C 21
meðan jasmínilmur hefur upplífg-
andi og skapandi áhrif auk þess að
flýta fæðingarhríðum og draga úr
þunglyndi í kjölfar fæðingar. Nudd
er algengt á Indlandi, foreldrar
nudda börn sín frá unga aldri og
börnunum er síðan kennt að nudda
foreldra sína. Nuddið náði hins veg-
ar ekki útbreiðslu í Evrópu fyrr en
á 18. og 19. öld og er nú víða viður-
kennd aðferð til að hjálpa líkaman-
um að starfa vel.
4. Þrýst með þuinalfingri innundir höfuðkúpu.
draga úr spennu. Alls eru um 600
Shíatsú-punktar í marinslíkaman-
um og í nálastunguaðferð er nál-
um stungið í þessa sömu punkta.
Svæðanudd
Þessi aðferð byggir á þeirri
kenningu að í fótunum séu punkt-
ar sem svari til sérhvers líkams-
hluta. í svæðanuddi er þrýst á
þessa punkta til að örva taugaend-
ana. Þjáist maður til dæmis af
magakvilla má meðhöndla hann
með því að þrýsta á punkt á il-
inni, aftan við tábergið. Punktarn-
ir eru aumir þegar eitthvað amar
að samsvarandi líffærum. Engin
vísindaleg skýring hefur fundist á
árangri svæðanuddmeðferðar, en
hún hefur þótt skila mjög góðum
árangri í gegnum tíðina.
Sænskt vöðvanudd
Nuddað með löngum hringlaga
strokum og farið misdjúpt ofan í
vöðvann. Ahrif: blóðrennsli eykst.
Álirif nudds á vöðva
Spenna losnar úr vöðvum, vöð-
vakrampar hverfa, blóðflæði
eykst og vöðvar fá því aukna
næringu, vöðvar eiga auðveldara
með að losa sig við úrgangsefni,
t.d. mjólkursýru. Stífleiki vöðva
eftir meiðsli hverfur, slappir vöð-
var styrkjast, afl og hreyfanleiki
liðamóta eykst.
Áhrif á bein
Líkamsstaða og jafnvægi batn-
Þrýstinudd við nefrót losar um
spennu í augum.
Áhrif á taugar
Nudd kemur jafnvægi á tauga-
kerfið og örvar eða deyfir tauga-
boð eftir þörfum líkamans, sam-
hæfing handa og augna batnar.
Áhrif á öndun
Öndun verður léttari, öndunar-
erfiðleikar, t.d. vegna astma eða
lungnabólgu minnka.
Áhrif á meltingu
Losun úrgangsefna verður auð-
veldari, ristilkrampi dvínar, melt-
ingarstarfsemi og uppsogun nær-
ingarefna örvast.
Álirif á þvagfæri
Starfsemi nýrna eykst, nudd
dregur úr bólgri í þvagfærum og
getur auðveldað losun nýrna-
steina.
Áhrif á kirtla
Hægvirk kirtlastarfsemi örvast
og almenn líkamsuppbygging
batnar.
Kristján benti á að til væru
margar aðrar nuddtegundir og
hægt væri að blanda þeim saman
á fjölmargan hátt.
brautaskólanum í Breiðholti (var
áður í Nuddskóla íslands), og verk-
legt nám sem fer fram undir um-
sjón meistara. Að því loknu er eins
árs starfsþjálfun á nuddstofu.
Sjúkranudd er ekki kennt hér á
landi, en rætt hefur verið um að
taka upp kennslu í greininni í Há-
skólanum á Akureyri.
Nuddið jafhgamalt
manninum
Margir þurfa að fara í nuddmeð-
ferð vegna sjúkdóma eða í kjölfar
slysa, en aðrir nota nuddið sem
fyrirbyggjandi leið til að koma í veg
fyrir að vöðvar stífni óeðlilega, og
svo til að njóta þess að slappa af.
Læknar senda oft sjúklinga sína í
meðferð til sjúkranuddara og enn
sem komið er bera sjúklingarnir
ailan kostnað vegna meðferðarinn-
ar, nema hvað þeir þurfa ekki að
greiða söluskatt. Mörgum þykir það
súrt í broti en sjúkranuddarar segj-
ast vongóðir um að innan skamms
verði allt sjúkranudd greitt niður
af hinu opinbera.
Nuddið er talið jafngamalt mann-
inum og það er forvitnilegt að í
fornum austurlenskum ritum er
talað um nudd sem lækningameð-
ferð. í kínversku riti frá því um
2700 fyrir Krist er fjallað um nudd
og einnig ber það víða á góma í
grískum og rómverskum fornritum.
Margir frægir keisarar réðu til sín
nuddara og höfðu það fyrir venju
að láta nudda sig á hveijum degi.
Til era fjöldamargar tegundir nudds
og í bók Galens, rómverska keisara-
læknisins sem var uppi á 2. öld, er
talað um fast nudd, mjúkt nudd og
vægt nudd.
Á Indlandi er algengt að blanda
ilmolíum í nuddolíur og eru ilm-
olíurnar þannig notaðar á svipaðan
hátt og grös og jurtir í.grasalækn-
ingum, kamiliuolía er til dæmis sögð
hafa róandi og,taugaslakandi áhrif,
Þegar ungbörn eru nudduð
er aðalatriðið að miða nudd-
ið við hreyfingar barnsins
og „leika af ííngrum fram“.
Kristján Jóhannesson segir
að þegar foreldrar komi
með börn í nudd séu þeir
áhorfendur í fyrsta tíman-
um, en taki siðan smáni sam-
an aukinn þátt í nuddinu þar
til nuddið er alfarið í þeirra
höndum. Nudd hefur sér-
lega góð áhrif á börn þegar
þau eru veik eða óróleg.
mjög góðum árangri. Þegar
líkaminn er í jafnvægi og starfar
vel líður manni auðvitað betur.“
Hnoð
Aðferð sem notuð er á axlir og
holdmikla líkamshluta eins og
mjaðmir og læri. Þá eru vöðvar
hnoðaðir eins og verið væri að
hnoða deig. Áhrif: vöðvar, blóðrás
og sogæðar örvast. Hringlaga
hnoðandi hreyfingar eru notaðar
við liðamót til að bijóta niður ör-
vefi og flýta fyrir upptöku úr-
gangsefna.
Bank og sax
Bankað með hálfkrepptum
hnefum eða saxað með handajöðr-
unum á holdmikla líkamshluta.
Þetta nudd örvar vöðva og eykur
jafnvægi á taugakerfi.
Shíatsú-þrýstinudd
• Gömul austurlensk lækninga-
VIÐ BÁÐUM Kristján Jóhannesson að segja okkur frá nokkrum
nuddtegundum og hvaða áhrif sjúkranudd gæti haft á líkamann.
Hér á landi hafa að undanförnu verið haldin námskeið í nuddi
fyrir almenning og einnig eru fáanlegar góðai* handbækur um
almennt nudd bæði á íslensku og erlendum tungumálum.
Kristján lagði ríka áherslu á
að nudd væri í eðli sínu náin
samskipti tveggja aðila, nuddar-
ans og nuddþegans. „Það skiptir
miklu máli að maður taki mið af
sjúkdómseinkennum hveiju sinni
og hvers vegna læknir hefur sent
sjúkling sinn í meðferð. Sé nuddi
beitt af þekkingu er hægt að ná
list, þar sem gengið er út frá því
að líforkan flæði um líkamann á
ákveðnum „brautum" og að á
hverri „braut“ séu punktar sem
tryggja jafnt og stöðugt flæði
líforku þegar_ punktarnir verða
fyrir áreiti. í Shíatsú-nuddi er
þrýst á punktana og hefur það
verkjastillandi áhrif auk þess að
Margar þungaðar konur finna fyrir spennu
í baki. Með nuddi slaknar á spennunni og
bakverkir minnka eða hverfa alveg.
ar, vöðvaspenna, sem getur haft
áhrif á líkamsbyggingu, minnkar,
flæði næringarefna til beina
eykst, losun á uppsöfnuðum úr-
gangsefnum gengur fyrr og betur
fyrir sig.
Áhrif á æðar ,
blóðflæði eykst um blóðrás líkam-
ans, frumur fá aukið súrefnis'-
magn og flæði næringarefna verð-
ur örara, sogæðakerfið starfar
betur, ónæmiskerfið verður virk-
ara, og því á líkaminn auðveldara
með að vinna á sjúkdómum og
sýkingum.
Trigger point-meðferð.
8. Öðrum lófa er þrýst á enni og
hinum á hnakka. Samtímis er
fíngrum þrýst ofan í harsvörðinn
og þrýstingi haldið í eina mínútu.
9. Lófúm er þrýst á svæðið ofan
við eyru og samtímis er fingrum
þrýst ofan í hársvörðinn. Þrýst-
ingi haldið í 1 mínutú.
íþróttanudd: losar um spennu, eykur þol
og skerpir viðbrögð.
NUDDIÐ
OGIÍKAMINN
í