Morgunblaðið - 22.10.1989, Page 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR áUNNUDAGÚR 22. OKTÖBÉR
LEIKLIST/ Telst ástandib í Miöbœnum um helgar j lagi“?
Unglingamir í
frumskógi ketfisins
FYRIR nokkrum árum sýndi ég útlenskri vinkonu minni skemmt-
analíf í Reykjavík um helgi. Við gengum um Austurvöll, þar sem
unglingarnar ultu um blindfúllir, veifandi vínflöskum. Tveir bros-
andi lögegluþjónar voru á heilsubótargöngu á sömu slóðum, en
afþökkuðu sjúss sem nokkrir töffarar buðu þeim af stút. I Austur-
stræti voru rúður brotnar, slagsmál á fúllu, æpandi stúlkur. Vin-
kona mín varð alveg miður sín og líkti þessu ástandi við uppþot.
Við hittum norskan blaðamann, sem var að skrifa grein um ástand-
ið og fyrrverandi lífvörð hjá Sameinuðu þjóðunum, sem var felmtri
sleginn. Ég varð soldið eins og aumingi og reyndi að afsaka þetta
ástand, sem hingað til hefúr talist „í lagi“ eða hvað? Aðeins tvö
ár voru þá liðin frá uppþotum ungmenna á Bretlandseyjum, sem
skóku allt stjórnmálalíf landsins.
eftir miðnætti og fylgst með hegð-
un ungmenna þar. Leiksviðið að
leikslokum væri þó mun snyrti-
legra en Austurstræti eftir sukk-
helgi. Einn nemandi sagði, að
unglingarnir væru á götunni því
engir staðir væru til fyrir þá —
gömul sannindi og ný. En hvað
er til ráða? „Fyrst að viðurkenna
að hér sé um vandamál að ræða.
Unglingar í dag nærast ekki leng-
ur á saklausum drengjabók-
menntum, þar sem lausnin fólst
í því að gefast upp, áður en kom
til illinda. í dag eru amerískar
ofbeldiskvikmyndir uppistaðan í
andlegu fóðri barna- og unglinga.
Þorum við að horfast í augu við
það?“
Djöflar Frú Emilíu eru kjaft-
forir dónar, sem skortir ást og
vináttu. Mjúku gildin hafa vikið
fyrir harðneskju og grimmd. Þeir
þrá þó ekkert heitar en skilning
og blíðu. Það er ástæða til að
hvetja alla þá sem vinna að skóla-
og æskulýðsmálum að sjá þessa
sýningu með nemendum sínum
og skjólstæðingum og notfæra sér
efni hennar sem þátt í umræðunni
um ofbeldi meðal unglinga.
Idag sex árum seinna er miðbær
Reykjavíkur um helgar enn
blindfullur af öskrandi ungling-
um, sem bijóta og bramla. Hreins-
unardeild borgarinnar hefur nóg
að gera við að
koma bænum í
eðlilegt horf áð-
ur en næsta
vinnuvika byijar.
Það er eitt-
hvað að, í upp-
eldi þjóðarinnar,
á heimilunum.
Afbrota- og of-
beldisalda hefur brotist út hjá
unglingum, um það vitna fjöl-
miðlar sem sífellt bera okkur
fréttir af ástandinu. Þessi alda er
ekki aðeins sprottin af óánægju
„djöflanna" eða „dreggjanna"
meðal unglinganna — hún er birt-
ing á einhveiju þjóðfélagsmeini,
sem liggur annars staðar og dýpra
en í lífi unglinganna einna.
í leiksýningu Frú Emilíu í
Skeifunni er einmitt flallað um
eftir Hlin
Agnarsdóttur
þessa meinsemd. Leikritið „Djöfl-
arnir“ (Class Enemy) eftir Bre-
tann Nigel Williams er að vísu
rúmlega 10 ára gamalt en á hik-
laust heima á leiksviði á íslandi
í dag. Hafliði Arngrímsson, annar
aðstandenda leikhússins, segir að
í verkinu felist þjóðfélagsádeila,
sem nái langt út fyrir heim
kennslustofunnar sem leikritið
gerist í. Með uppsetningu verksins
vill leikhúsið leitast við að vera í
takt við tímann, opna augu fólks
fyrir því sem er að gerast í kring-
um það. Staðreyndin er sú að of-
beldi er orðið aívarlegt vandamál
meðal unglinga og það verður að
leita svara um orsakir þess. Þar
með er ekki sagt að „Djöflarnir11
flokkist undir „vandamálaleikrit“,
sem orðið er skammaryrði í
íslensku (þ.e. eitthvað svona
týpískt, skandinavískt, leiðinlegt
með prédikunum og skyndilausn-
um), heldur tekur það miskunnar-
laust á sálarlífi nokkúrra ungling-
spilta frá snauðum, menntunar-
lausum heimilum, sem enginn
hefur nokkurn tímann haft áhuga
á eða eins og einn þeirra segir:
„Ma’r va yfirgefinn daginn sem
ma’r fæddist í einhverri djöfuls
blokk sem nær tíu kílómetra upp
í loftið."
Ahorfendurnir á sýningunni
sem ég sá á „Djöflunum" voru
nemendur úr Armúlaskólanum
ásamt sálfræðikennara sínum.
Ætlunin var að ræða innihald
leiksins í sálfræðitíma seinna í
vikunni, þessvegna buðu leikar-
arnir upp á umræður að sýningu
lokinni. „Kannist þið við eitthvað
af þessum týpum — er einn af
þeim kannski kærastinn þinn?“
spurði einn leikarinn og beindi
orðum sínum að yngismey á fyrsta
bekk. Þá var hlegið. Afhveiju
ganga þeir ekki út úr skólastof-
unni fyrst enginn treystir sér til
að kenna þeim? „Hvað bíður
þeirra fyrir utan? Atvinnuleysi —
gatan, útistöður við lögregluna."
Hvernig nálguðust þið hlutverkin?
„Við töluðum við skólastjóra og
nemendur, félagsráðgjafa og sál-
fræðinga. Skólarnir eru yfirfullir
af svona krökkum. Líf þeirra er
samt meira virði en heill skuttog-
ari. Þessvegna verðum við að setja
meiri peninga í að bjarga þeim.“
Leikararnir sögðust líka hafa far-
ið á vettvang í miðbæinn um helgi
MYNDLIST/Eru listaverk dýr?
Ftjálst listaverkaverð
Gjarna gapir fólk yfir því að listaverk kosti peninga. Það telur
að list eigi að vera ókeypis lífsgæði, og listamenn hljóti að lifa
eins og blómi í eggi, ef marka má þá verðlagningu listaverka,
sem gjama sést á sýningum. Og í raun er þetta ósköp eðlileg
ályktun, þegar það eina sem hægt er að miða við em uppsláttar-
greinar í æsifréttastíl, t.d. um milljarðaverðmæti listaverkagjafar
Errós til Reykjavíkur, eða um verðið á „Gullfjöllunum" hans Sva-
vars Guðnasonar, sem Listasafn íslands bjargaði fyrir þjóðina á
síðasta ári.
Eins og alltaf gera æsifregnir
lítið til að útskýra mál og
kynna til einhverrar hlítar, en þeSs
meir til að einfalda þau um of og
brengta réttan skilning. Þannig er
út í hött að tala
um milljarð fyrir
listaverkagjöf
Eitós, og raunar
hæpið að tala um
3,3 milljónir fyrir
„GuIlQöU", vegna
þess að það á
aldrei framar eft-
ir að reyna á
verðlagningu þeirra á sölumarkað-
inum. Þessi listaverk eru einfald-
lega komin úr umferð, orðin að
þjóðarverðmætum, sem ekki verðui’
lengur metin í krónum. — Hins
vegar er rétt að fjalla nokkrum
orðum um verðmyndun listaverka
almennt.
Algengasta verðmyndun er
þekkt úr skólalærdómi; kaupverð
hráefnis, vinnukostnaður við fram-
leiðslu, álagning vegna sölukostn-
aðar og hagnaður (að viðbættum
skatti stjórnvalda) mynda saman
söluverðið sem kaupanda er ætlað
að greiða.
í listsköpun vandast málið, því
það er erfitt að festa hendur á
tölum fyrir þá liði sem hafa verið
taldir hér. A að mæla hráefnin í
lítra- og fermetratali? Áætla að
hvett verk sé unnið með 1-2 pensl-
um (litlum og stórum)? Að meðal-
stórt, hlutbundið verk sé unnið á
2-4 vinnudögum? Og þá óhlut-
bundið verk á helmingi þess tíma?
Að álagning vegna sölukostnaðar
dugi fyrir leigu sýningarsalar (þ.e.
leigunni sé deilt niður á fjölda verka
á sýningunni)? Hvernig á þá að
reikna hagnað?
Þetta er augljóslega vonlaust
dæmi, enda meira sett upp til að
sýna fram á fáranleik slíkra reikn-
ingskúnsta en notagildi þeirra.
Verðmyndun iistaverka er nefni-
lega fijáls og í raun sáraeinföld,
þegar öllu er á botni hvolft; heið-
virður listamaður setur upp það
verð, sem honum finnst hann eiga
skilið að fá fyrir sín verk..—En á
móti því frelsi kemur að hann verð-
ur líka að sætta sig við þá eftir-
spurn, sem verk hans (og verð) ná
að vekja.
Ef að listamaður býður verk sitt
til sölu á verði sem honum finnst
sanngjarnt, vill kaupandi lista-
verksins væntanlega einnig greiða
fyrir það sanngjarnt verð. Hug-
myndir kaupandans um hvað er
sanngjarnt geta verið svipaðar og
hjá listamanninum, en þær geta
h'ka verið á allt öðrum stað í sól-
kerfinu; og þá er álitamál, hvor
hefur rétt fyrir'sér.
Útkoman úr dæminu verður því
endanlega sú, að Isitaverk seljast
aðeins á því verði, sem einhver vill
borga fyrir þau. Stundum er svo
hátt verð sett á verk á sýningum,
að enginn vill kaupa. Og stundum
sýna fáir áhuga á verkum sem eru
í boði, jafnvel þó að þau séu á tom-
bóluprís; það má stöku sinnum
þakka fyrir nokkra smekkvísi.
Þessi misserin er algengt verð á
málverkum á sýningum allt frá
þijátíu þúsund krónum upp í meira
en tífalda þá upphæð (bæði hærra
og lægra verð þekkist þó). Þetta
svipar nokkuð til talna sem birtar
eru um launakjör; lægstu mánaðar-
laun eru rétt ofan við fyrri töluna,
og hæstu forstjóralaun eru rétt við
hærri tölurnar, eftir því sem mis-
traustar heimildir segja. Þannig
kosta málverk mánaðarlaun — og
miði nú hver við sitt Iaunaumslag.
En eru listaverk bara dýr, eins
og allt annað á íslandi, eða dýr
fram úr hófi? Þessu er bara ómögu-
legt að svara á algildan hátt; um
það verður- hver að dæma fyrir sig.
En til íhugunar má setja fram
•nokkurn samanburð.
Hvort ætli séu meiri menningar-
verðmæti fyrir meðalheimilið, gott
málverk éða glænýtt myndbands-
tæki? Og hvort ætli sé mikilvægara
fyrir framsækið fyrirtæki, frumleg
listaverk í vinnurými starfsmanna
eða flókinn farsími og nýr for-
stjórabíll? Og að lokum, lesandi
góður, hvort vildir þú frekar að
þjóðin festi fé sitt í „GullfjöIIum"
Svavars, verki sem á eftir að bera
fyrir augu kynslóðanna, eða í nýj-
um ráðherrajeppa, útbúnum sam-
kvæmt ítrustu kröfum um þæg-
indi, kraft, samskiptatækni og ör-
yggi — sem verður þrátt fyrir það
afskrifaður á nokkrum árum?
eftir Eirík
Þorlóksson