Morgunblaðið - 22.10.1989, Side 30
30^
ÆSItUMYNDIN...
ERAFDAVÍÐ ODDSSYNIBORGARSTJÓRA
Yndislegur,
Ijóshærður,
hrokkinkollur
^ Þótt maðurinn sé fæddur í Reykjavík telja Selfyssing-
ar hann með bestu sonum sínum enda ólst hann upp
á Selfossi fyrstu sex ár ævi sinnar. Og ein sagan þar
í bæ hermir að einhverju sinni hafi hann deilt barna-
grind með Þorsteini Pálssyni. Davíð Oddsson borgar-
stjóri Reykjavíkur og nýorðinn varaformaður Sjálf-
stæðisfiokksins fæddist í Reykjavík 17. janúar 1948,
sonur hjónánna Odds Ólafssonar læknis og konu hans
Ingibjargar Lúðvíksdóttur. Hann var næstelstur
þriggja bræðra en bræður hans heita Björn og Logi.
Aðeins tveggja vikna gamall fiutti hann til Selfoss
þar sem faðir hans starfaði. Bjó Davíð þar næstu sex
árin en fiutti svo ásamt ljölskyldu gfimi til Reykjavík-
ur.
MORGUNBLAÐIÐ GUR 22. OKTÓBER
Davíð með Ijósu lokkana sína á fyrstu árum ævi
sinnar.
ÚR MYNDAS AFNINU
RAGNAR AXELSSON.
Unglingarfara
í róður
Vinnuskóli Reykjavíkur hefur
verið starfræktur um árabil,
en í honum fá unglingar tækifæri
til þess að spreyta sig
við vinnu og vinna að
fegrun borgarinnar um
leið. Fleira er þó gert
en að þræla æsku borg-
arinnar út við gróður-
setningu, kantskurð og
slátt, því á*hveiju sumri
er farið í ýmiskonar
ferðir, sem eiga að vera nemendum
skólans bæði til skemmtunar og
fræðslu. Hefur Viðeyjarferð t.a.m.
verioð árviss viðburður.
Myndirnar úr safninu að þessu
sinni voru teknar fyrir
um áratug þegar farið
var með krakka úr
Vinnuskólanum í róður
út á Bugt. Sem sjá má
skemmtu krakkarnir
sér hið besta og hver
veit nema að í þeirra
hópi hafi leynst feng-
sæll fiskimaður framtíðarinnar,
sem nú sækir silfur í greipar Ægis?
A
Aður en Davíð fæddist hlaut
hann gælunafnið Beysi og var
það afi hans Lúðvík Nordal læknir
er gaf honum það. Lúðvík mun
hafa þótt gaman að gefa börnum
gælunöfn en það sem hann valdi
fyrir Davíð vakti litla hrifningu hjá
drengnum snemma og segir móðir
Davíðs, Ingibjörg Lúðvíksdóttír, að
hann hafi átt það ti! að sekta fólk
fyrir að nota það.
Guðrún Valdimarsdóttir, einn
nágranna þeirra læknishjóna á Sel-
fossi, man vel eftir Davíð á unga
> aldri. „Þetta var yndislegur, ljós-
hærður, hrokkinkollur sem lék sér
oft með öðrum krökkum í götunni
hjá okkur,“ segir hún.
Og einn leikfélaga Davíðs frá
þessum árum, Sigurður Jónsson
fréttaritari Morgunblaðins á Sel-
fossi, man einnig glögglega eftir
honum. „Þetta var gæðadrengur,
þokkalegur í viðmóti og stilltur. Og
ég man að hann var Ijóshærður og
hrokkinnhærður á þessum tíma,“
segir Sigurður.
Ingibjörg móðir Davíðs segir að
hann hafi verið dökkhærður er hann
fæddist en síðan hafi hárið lýst
upp. Hún lætur þess getið að lokk-
arnir hafi verið það fallegir að hún
hafi varla getað hugsað sér að
klippa þá. Og Davíð sjálfur mun
enn eiga lokka þessa í fórum sínum.
Er Davíð gekk í barnaskóla dökkn-
aði hárið aftur.
Heimili 'Davíðs á Selfossi var
mjög pólitískt og mikið rætt um
pólitík á því. Raunar urðu það oft
á tíðum mjög háværar umræður,
að sögn Ingibjargar, og minnist hún
þess að Davíð hafi oft á tíðum tek-
ið það fram yfír leik úti við að
hlusta á þessar umræður. Því há-
værari sem þær voru því betur
skemmti hann sér. Það voru einkum
afi hans og amma, Lúðvík og Ásta
Jónsdóttir, sem ræddu pólitík á
heimilinu. Segir Ingibjörg að dreng-
urinn hafi drukkið þessar umræður
í sig og að hún hafi fljótlega séð
hvert stefndi' með lífsstarf hans.
Þó hann sé napur
er hver rúlla
mönnuð og ekki
annað að sjá en að
unglingafjöklin sé
áhugasöm um
skakið.
STARFIÐ
HALLFRÍÐUR STEFÁNDSDÓTTIR ÖKUKENNARI
BÓIUN
ÁNÁTTBORÐINU
PLATAN
ÁFÓNINUM
MYNDIN
ÍTÆKINU
Hallfríður Stefánsdóttir.
Kona við stýrið
Trúlega dettur flestum karlmað-
ur í hug þegar þeir heyra talað
um ökukennara, enda um hálf-
gert „karlastarf" að ræða. Konur
eru þó sem kunnugt er æ ineira
að hasla sér völl í dæmigerðum
karlastörfum og vinna nú nokkr-
ar konur sem ökukennarar hér
á landi. Ein þeirra er Hallfríður
Stefánsdóttir.
Hallfríður hefur starfað sem öku-
kennari í Reykjavík í 13 ár.
Sagði hún að meirihluti nemenda
sinna væri kvenfólk. Karlmenn virt-
ust í ríkari mæli leita til karlkenn-
ara, en margir settu það þó ekkert
fyrir sig þó ökukennarinn væri kona.
Enda væri enginn ástæða til að ef-
ast um ágæti kvenkennara.
Hallfríður sagði það vera mjög
einstaklingsbundið hvað fólk þyrfti
að sækja marga ökutíma og færi það
algerlega eftir hæfni hvers og eins.
Aðspurð kvaðst hún aldrei hafa orð-
ið hrædd í bifreið með nemanda
sínum. I bifreiðinni væru aukahemlar
og því gæti hún alltaf gripið inn í,
ef nemandi lenti í vandræðum. Hallf-
ríður sagði að sér fyndist bílstjórar
nú vera tillitssamari í umferðinni en
áður. Væri það ef ef til vill að þakka
auknum almennum áhuga á bættri
umferðarmenningu.
PETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ...
Sigurjón
Jónsson
bílastæða-
vörður
Sigurjón
Kristjáns-
son tölvu-
fræðingur
*
Eg er að lesa áhugaverða bók
sem heitir Hvert liggur leiðin
og hefur að geyma viðtöl Elín-
borgar Lárusdóttur við fjóra lands-
kunna miðla. Ég hef mjög gaman
af ævisögum og svaðilförum og hef
verið að glugga í bókina Hættuflug,
sem er um frækna íslenska flug-
kappa.
Síðast hlustaði ég að plötuna
Sonic Temple með hljómsveit-
inni Cujt og fannst mér hún alveg
ágæt. Ég hef annars mjög gaman
af allri reggae-tónlist. Held ég mest
upp á Bob Marley og á allar hans
plötur.
Síðast sá ég myndina The Ser-
pant and the Rainbow en hún
fjallar um svartagaldur og er mjög
góð. Ég horfi mest á spennumyndir
en hef Iíka gaman af „saklausum“
hryllingsmyndum, sem ganga ekki
út á blóðsúthellingar heldur skjóta
manni skelk í bringu með spenn-
unni einni.
Ólafur Jensson
prófessor og
forstöðumaður
Blóðbankansá
félagsfundi
Æskulýðsfylk-
ingarinnar í
Reykjavík 26.
ágúst1948.
*
Olafui' Jensson tók næstur til
máls ... Spurði hann hvort
skálinn ætti að vera hressingar-
hæli eða hefði einhvern annan
tilgang ... Ólafur kvað Fylking-
una pólitískt félag, en ekki
ferðafélag og starfið við skíða-
skálann væri til þess eins að
dreifa kröftum. Aðalatriðið væri
að skóla félagana hér heima og
fara síðan uppá fjöll.
essa dagana er ég að glíma við
bókina Stríð og friður eftir Leo
Tolstoj. Finnst mér hún verulega
góð. Ég les mikið og er mest lirif-
inn af verkum eftir slavneska rit-
•höfunda, svo sem Kafka og
Dostojevskí.
*
Eg var að hlusta á lagið Blame
it on the Rain með hljómsveit-
inni Milli Vanilli, en það íag er í
miklum vinsældum hjá mér um
þessar mundir. Ég hlusta mikið á
tónlist og þá eingöngu á eitthvað
fislétt og tjörugt sem hressir mig
við.
Eg sá síðast myndbandið Thríller
með Michael Jackson sem ég
fékk lánað hjá vinkonu minni. Mér
finnst mest gaman að horfa á
myndbönd með hljómsveitum, svo
sem Michael Jackson og Madonnu.
En mér finnst grín- og spennu-
myndir líka skemmtilegar.