Morgunblaðið - 22.10.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 22.10.1989, Síða 31
flanðTJío .ss nu; MORGUNBLAÐIÐ sams'áím SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER fc ái^ Tveir góðir hampa hér smálúðu á milli sin. Ýsan virðist lítt ánægð með vistaskiptin, en þrátt fyrir sprikl virðast fiskimennirnir hafa undirtökin. SÍMTALID... ER VIÐ SÍMASTÚLKU HJÁ TALSAMBANDl Utur símann 09 Talsamband, Góðan daginn, þetta er á Morg- unblaðinu, Kristín Maija Baldurs- dóttir heiti ég, má ég eiga ör- stuttt símtal við þig símastúlk- una? Viltu ekki tala við varðstjó- rann? - Svarar hann í símann eins og þið? Nei. - Nei þá vil helst fá að tala við þig. Hver ert þú með leyfi? Ég vil nú síður að nafnið komi fram. Hér svarar einn fyrir alla og allir fyrir einn, en viltu ekki tala við varðstjórann? - Nei, því mig langaði til að vita hvernig þetta gekk hjá ykkur símastúlkunum í verkfalli rafiðn- aðarmanna? Það gekk bara þokkalega, en við urðum að handskrifa öll símtöl sem fóru hér í gegn og mæla þau sjálfar. Yfirleitt eru það tölvurnar sem sjá alveg um samtölin eftir að búið er að stimpla þau inn. - Fáið þið aukalega borgað fyrir þetta álag? Ekki veit ég til þess. - Hvað eruð þið margar á vakt í einu? Við erum svona ... við skulum sjá, augnablik. Jú við erum átta til níu á dag- vöktum. Það fer nú eftir því á hvaða tíma sólarhrings er. - Er ekki. rólegt hjá ykk- ur á næturna? Nei, þá er mikið að gera. - Hveijir eru að hringja til útlanda þá? Kanarnir, flugvöllurinn Þeir hringja allt ,,“kollekt“ og „“kredit" í gegnum talsamband. Aðallega á næturna vegna tímamismunarins. - Svo það er ekkert frí þótt landinn sofi? Nei alls ekki, þeir vaka nú sum- ir og hringja líka. - Hvaða lönd var erfiðast að ná í meðan á verkfalli stóð? Um tíma voru smábilanir á Bretland, eitt og eitt Evrópuland, t.d. Pólland, datt út en kom alltaf aftur og Asíulöndin fóru svona einstöku sinnum. Það var mesta furða hvérsu vel þetta gekk - Hvað leiðist nú símastúlkum mest? Hvað leiðist okkur? - Já. Ég held það sé bara ekkert, ja kannski drukknir viðskiptvinir. Annars er þetta mjög skemmti- legt starf. - Ert þú ekki orðin hundleið á að tala í síma, notarðu hann nokk- uð heima hjá þér? Sem allra minnst. Ég lit hann hornauga þegar ég kem heim. - Ég get trúað því. En fæ ég ekki nafnið þitt? Nei ég vil helst að þú sleppir því, ef ein manneskja fer að gefa upp nafnið sitt þá getur hún átt von á að menn fari að hringja og spyija sér- staklega eftir lienni. Já ég skil. En þakka þér fyrir spjallið og vertu sæl. Sömuleiðis, blessuð. _______ . _ _ _ Bitsiióranýlist „„ jieöanmtils et Heraldur Ingi Haralds- _ *on. ntmi I nyllilardeild. . tkrllar I tilelnl al----- 1 Vlslt « d»« ►. „ghandi^ iSigSiSgrr OÍ/^W. 1WSáreíf. ‘\ ..AlnU FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍD veröur ..Alnstihrt Myndlistarmenn kvaila iðu- lega undan áhugaleysi fiölmiðla. Einar Hákonarson skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla ís- lands þurfti ekki að kvarta vorið 1981. Deild um steftiu A Akveðið hefur verið að leggja niður nýlistadeildina við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands. Engir nýir nemendur verða því teknir inn í deildina næsta vet- ur, og verður hún lögð niður á tveim árum.“ Fyrrgreint mátti lesa í dag- blaðinu Vísi 28. mars 1981. Einnig kom fram í fréttinni: „Það hafa staðið miklar deilur um þessa deild allt frá því Hildur Hákonardóttir stofnaði hana fyrir 6 árum,“ sagði Einar Hákonarson skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans . .. Menn hefur greint á um, hvort rétt væri að hafa sérstaka deild utan um einstakar liststefnur. Ég er andvígur þessu og hef verið allt frá upphafi, en vildi þó sýna þolin- Nýlist Listaáhugi fjölmiðla 1981 Myndlista- og handíðaskóli íslands. Morgunblaðið/Bjarni mæði. Von mín var jafnvel sú, að þessi deild þróaðist í að verða vísir að kvikmyndadeild eða slíku, en það hefur því miður ekki orðið. Því hef ég ákveðið þetta.“ Viðbrögð nemenda og ýmissa kennara við þessari ákvörðun urðu nokkur. Nemendur boðuðu verkfall og nokkrir þeirra fóru á fund menntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar, til að fylga sínu máli eftir. Fundur nemenda, kennara og skólastjómar skoraði á ráð- herrann að hnekkja ákvörðun skólastjórans. En margir kennar- anna lýstu því einnig yfir að þeir væru ekki að lýsa vantrausti á Éin- ar Hákonarson þótt þeir væru ákvörðun hans ósammála. Fyrsta dag maímánaðar lýsti Ingvar Gíslason því yfir í dagblað- - inu Tímanum að hann teldi að skólastjóranum bæri að leggja þessa tillögu fyrir sig, menntamála- ráðherrann; hann væri „óhress með vinnuaðferðir Einars“. Á þessu stigi málsins var Ingvar ekki reiðu- búinn til að taka afstöðu til sjálfrar ákvörðunar skólastjórans. Einar Hákonarson sagði nýlega í samtali við Morgvnblaðið að hann hafi haft samband og samráð við menntamálaráðuneytið. Þar að auki hafi aldrei verið veitt nein heimild fyrir þessari deild. Hann hafi því verið í fullum rétti til að leggja deildina niður. En fyrst og fremst var aðalatriðið í hans huga að ekki ætti að hafa sérstakar deildir um einslakar liststefnur. Fjöltækni Það einkenndi nokkuð alla um- ræðuna meðal almennings og leik- manna að ekki var fullkomlega ljóst hvað nýlistin var, enda eru kórrétt- ar skilgreiningar og algild sannindi óþekkt í listum. E.t.v. má segja að fylgjendur þessarar stefnu hafi lagt áherslu á hugmyndina „conceptið" og ýmsar athyglisverðar, nýstár- legar — og stundum umdeildar uppákomur og gerninga („perform- ansa“) í því sambandi. Viðfangs- efni og tækni voru hin fjölbreytile- gustu. Ýmsum gagnrýnendum ný- listarinnar þótti aftur á móti út- færslan í „hrárra“ lagi. Ennfremur heyrðist sú skoðun að myndlistar- skóla bæri að veita nemendum fag- lega menntun og ögun en fijáls tilraunastarfsemi skyldi bíða uns námi væri lokið. í því sambandi gagnrýndi m.a. Einar Hákonarson nemendur fyrir að vanrækja ákveðna tíma. Nemendur aftur á móti töldu að deilan snerist um hvort skólinn væri lifandi stofnun eða staðnaðijag einnig töldu þeir að haft hefði verið samráð við skólastjóranum að mætingarskyldu yrði ekki að fullu framfylgt. Skólastjórinn var ákveðinn í sinni afstöðu, lýsti því m.a. yfir að annaðhvort færi nýlistadeildin eða skólastjórinn. Málefni nýlistadeild- arinnar voru tekin til skoðunar í nefnd sem sett var á. laggirnar til að athuga starfsemi og lagaramma skólans. Nýlistadeildin var ekki lögð nið- ur, Einar Hákonarson lét ári síðar af störfum og réð tilvera deildar- innar að mestu um þá ákvörðun. Núverandi skólastjóri, Bjarni Dan- íelsson, breytti nafni nýlistadeildar- innar í Ijöltæknisvið sem er innan myndlistardeildar. Samkvæmt upp- lýsingafjölriti Myndlista- og hand- íðaskólans er þar „unnið með hefð- bundnar aðferðir myndlistar á ný- stárlegan hátt og tekist á við nú- tima listmiðla og hugmyndir.“ I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.