Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 32
y62 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER Ný kápusending Stærðir: 32-54 v/Laugalæk -sími 33755 VERSLUNARRÁD ÍSLANDS FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA Morgunverðarfundur í Átthagasal Hótels Sögu miðvikudaginn 25. október kl. 08.00-09.30. VIRDISAUKASKATTUR í INNFLUTNINGSVERSLUN Fjallað verður um virðisaukaskatt í innflutningi og heildsölu og áhrif hans á starfsemi og rekstur innflutn- ings- og heildsölufyrirtækja. Framsögumenn: Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra: Stefna og stjórnsýsluákvarðanir Jón Guðmundsson, forstöðumaður gjaldadeildar RSK Virðisaukaskattur í innflutningi og heildsölu Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi: Áhrif á verslunarkostnað og uppgjör Fyrirspurnum svarað. Þátttökugjald er kr. 500, morgunverður innifalinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku tímanlega í síma 83088 eða 678910. mnmn. JOBIS • VALMELINE SKOGLUND BOSEBECK • TONI Laugavegi 59, 2.h., sími 15250 ■:Á £££' mwm : |Hfl f á y KÆLI- OG FRYSTISKÁPUR ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ 34.216, Samt. stærö: 275 1. Frystihólf: 45 1. ❖ # * ❖ Hæð: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eða hægri opnun. FULLKOMIN VIDGERÐA- OG VA RAHLU TAÞJÓNUS TA Heimilis- og raftækjadeild. BAIiÞANKAR Sæluvika í Paradís Októbermánuður á Bermúdaeyjum er sælu- vika i paradís. Hitinn er blandaður svala sem hvíslar í goluna að vetur konungur sé að nálgast önnur lönd. Hingað á hann ekkert erindi; nennir ekki að takast á við golfstrauminn um yfirráð loftslagsins sem leikur um þetta kóralrif sem myndast hefur á tindum neðansjávar eldfjalls sem er löngu hætt að gjósa. Menn syngja hér létt dæg- urlag sem hefst með þessum orðum: Bermuda er töfra- heimur, sjö hundruð mílur úti á sjó, eyjaskeggjar fagna vin- um. óska öllum gleði og rór. Og það er áberandi hvað fólk er vingjarnlegt við gesti og gangandi. Rölti maður aðal- götuna á enda, sem er álíka löng og Laugavegurinn upp að Hlemmi, er eins gott að gefa sér góðan klukkutíma til að rabba við alla sem vilja bjóða manni góðan og gleði- legan dag. Hvítskeggjaður öldungur, Barnes að nafni, stillir sér upp í blómabeði á miðju hringtorgi við borgarmörk Hamilton og stendur þar í tvo tíma hvernig sem viðrar og heilsar öku- mönnum á leið í vinnu með miklum tilþrifum. Hann bað- ar út öllum öngum og brosir út að eyrum. „Góðan daginn elskan," kallar hann, „hvern- ig er heilsan vinur?" Síðan hann settist í helgan stein er þessi morgunstund hans framlag til hamingju mann- kynsins. Ökumenn fara sér ekki að voða þó þeir veifi á móti, því hámarkshraði er þijátíu kíló- metrar á klukkustund. Hér er allt mannlíf í öðrum gír og ferðamenn streyma hingað, fimmhundruð þúsund árlega. Flestir koma þeir á tímabilinu frá apríl til október. Skemmti- ferðaskipin skiptast á um að leggja að við hafnargarðinn og þau sigla hnarreist inn og út þessa litlu höfn þar sem þau liggja uppljómuð á kvöld- in einsog ljósakrónur á hvolfi. Alþjóðaviðskipti eru stunduð hér í stórum stíl og fjölgar sífellt þeim fyrirtækjum sem vilja hafa hér aðsetur. Nokkur stórfyrirtæki sem óttast ganga mála í Hong Kong eru að flytja bækistöðvar sínar hingað. Svo er það rúsínan í pylsuendanum. Hér er enginn tekjuskattur og verðbólgan fer minnkandi. Hér hef ég dvalið í rúma viku, gestur hjá vinum sem búa hátt fyrir ofan Hamilton- borg. Ég hef setið við sund- laugina og er orðin kolbrún og löt. Ég rembist eins og rjúp- an við staurinn við að skrifa dálk. en augun fyllast af suð- rænum bláma og hugurinn segir pass. Litríkir fuglar sveima frá einu aldintré til annars og syngja hver með sínu nefi. Ég söng um tíma bakrödd í þessum kór en er nú orðin laglaus. Hugurinn er upptekinn af kaldari bláma og hressara mannlífi. Ég held að norðanáttin úti á granda eigi betur við hausa sem eru að reyna að berja saman dálka. eftir Jónu Margeirsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.