Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 2
2 MORtíUNBLAЮ LAUGARÓAÖUR 28. OKTÓBER 1989 Suðureyri: Fiskiðjunni Freyju lokað með innsigli Stjórn hlutafjársjóðs fundaði um málefni fyrirtækisins í gær PÉTUR Kr. Hafstein sýslumaður í ísaQarðarsýslu innsiglaði í gær hús Fiskiðjunnar Freyju á Suð- ureyri við SúgandaQörð vegna 12,5 milljóna króna vanskila á staðgreiðslu skatta. Stjórn hlut- afjársjóðs fúndaði í gær um mál- efni fyrirtækisins. Að sögn Helga Bergs formanns stjórnar sjóðs- ins voru engar ákvarðanir um mál fyrirtækisins teknar á fúnd- inum og óvíst hvenær niðurstaða fæst en beðið er ákvarðana ýmissa lánardrottna Freyju um eftirgjöf hluta krafina. Öll húsakynni Fiskiðjunnar Freyju, nema skrifstofur, voru inn- sigluð. Þau eru: hraðfiystihús, fiskimjölsbræðsla, vélsmiðja og mötuneyti starfsmanna. Einnig línubátur fyrirtækisins, Sigurvon, sem var í höfn á Suðureyri. Fimmtíu tonn af ferskum fiski voru í frystihúsinu en þau voru flutt til ísafjarðar til vinnslu. Að 'sögn Rannvers Eðvarðsson- ar, skrifstofustjóra Freyju, er allt óljóst um framtíð fyrirtækisins og atvinnu 60 starfsmanna þess en mestar vonir eru bundnar við um- sókn um fyrirgreiðslu úr hlutaíjár- sjóði. Jónas G. Eyjólfsson yfirlögregluþjónn innsiglar dyr Freyju síðdegis í gær. Rey kj avíkurflugvöllur: Aukin varúð í blind- flugi því tæki hafa ekki verið flugprófuð FLUGMALAYFIRVOLD hafa sent út tilkynningu til flugmanna þess efnis að frá og með mið- nætti síðastliðnu séu aðflugstæki á norður-suður-flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli ekki flug- prófúð og þess vegna verði að gæta enn meiri varúðar í blind- flugi en ella. Flugvirkjar hjá Flugmálastjórn hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur og hefur ekki verið unnt að nota flugvél Flugmálastjórnar til þess að flugprófa blindflugstæki á flugvöllum landsins. Misjafnt er eftir einstökum tækj- um hversu langur tími má líða frá flugprófun, en nú er hins vegar svo komið að liðinn er Ieyfilegur frestur frá síðustu flugprófun, að því er varðar blindflugstæki á Reykjavík- urflugvelli, á flugbrautinni norður- suður. Áhrif þessa fyrir flugumferð í Réykjavík eru fyrst og fremst þau að lágmarksskilyrði varðandi notk- un brautarinnar hækka, þ.e.a.s. vélar geta ekki lent í jafn slæmu skyggni og jafn lágri skýjahæð og áður. Áhrifin eru hins vegar engin á góðviðrisdögum. Reykjavíkurflugvöllur ér fyrsti völlurinn þar sem blindflugstæki eru ekki flugprófuð vegna kjara- deilu flugvirkja og ríkisins. Á næstu tveimur mánuðum bætast við fleiri og fleiri flugvellir; kemur að Keflavíkurflugvelli i byijun desem- her. Vérkfall flugvirkja hefur staðið í tæpan mánuð og lítur ekki út fyr- ir að deilan leysist í bráð. Flugvirkj- ar hjá Flugmálastjórn krefjast þess að njóta sömu kjara og félagar þeirra hjá Flugvirkjafélaginu. Flug- virkjar hjá Flugmálastjóm eru þrír talsins. í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri, að langt væri í það að hættuástand skapaðist, hins vegar væri þetta mjög bagalegt ástand, sem brýnt væri að finna lausn á. Óformlegur ráðherrafundur EFTA um könnunarviðræður við EB: Grunnur kominn fyrir saiiui- ingaviðræður á næsta ári Genf. Frá Önnu Bjamadóttur, blaðamanni RÁÐHERRAR aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) lýstu yfir ánægju með niðurstöður sameiginlegra könn- unarviðræðna embættismanna EFTA-ríkjanna og framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins (EB) á fundi í Genf í gær um fyrirhugaðar samningaviðræður aðilanna um evrópskt efiiahags- svæði. Ráðherrarnir samþykktu að þær yrðu grundvöllurinn að samningaviðræðunum. Ráðherr- ar EB munu taka afstöðu til nið- urstaðnanna í byijun desember en ráðherrar beggja aðilanna munu halda sameiginlegan fúnd 19. desember og væntanlega taka endanlega ákvörðun um fram- hald viðræðnanna þá, en talið er að samningaviðræðurnar hefjist formlega með vorinu. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- Kona brennd- ist í eldsvoða KONA var flutt með brunasár á slysadeild eftir að eldur kom upp í risíbúð í Smáíbúðahverfi í Reykjavík um miðjan dag í gær. Tveggja ára barn hennar slapp ómeitt. Slökkvilið var kallað að húsi við Bakkagerði um klukkan 15. Eldur var í einu herbergi í risíbúð og log- aði í fatnaði og ýmsu dóti, að sögn slökkviliðs. Ung kona var í íbúðinni með tveggja ára bami sínu. Þau höfðu forðað sér út þegar slökkvilið kom á staðinn. Fljótt gekk að slökkva eldinn. Skemmdir urðu nokkrar í herberginu. Konan var flutt á slysadeild til að huga að brunasárum sem hún hlaut við að reyna að slökkva eldinn. Upptök hans erú óljós. Morgunblaðsins. anríkisráðheira, stjómaði ráðherra- fundinum, en þetta var fyrsti auka- ráðherrafundur EFTA í sögu sam- takanna. Hann mun greina Frans Andriessen, sem fer með utanríkis- mál í framkvæmdastjóm EB og er varaformaður hennar, frá niður- stöðum hans í Brussel á mánudag. Nokkur undirbúningsvinna, sér- staklega á sviði laga og stofnana, er enn nauðsynleg áður en samn- ingaviðræður hefjast, en Jón Bald- vin sagði á fundi með fréttamönn- um að sterkur og ákveðinn vilji um að halda starfinu áfram og hefja viðræðumar hefði komið fram hjá ráðheirum allra aðildarríkjanna. Fréttamenn spurðu fárra spurn- inga um viðfangsefni ráðherrafund- arins og vom forvitnari um afstöðu ráðherranna til hugsanlegrar aðild- ar Póllands, Ungveijalands og Júgóslavíu að EFTA. Tvö hin síðar- nefndu og Sovétríkin hafa verið í sambandi við EFTA undanfarna daga. Jón Baldvin sagði að nú væri mikilvægara að einbeita sér að við- ræðunum við EB og ná samningum við það en velta aðild Austur- Evrópuríkjanna fyrir sér, enda hefði ekkert þeirra sótt um aðild að fríverslunarsamtökunum. Naumlega sloppið úr brenn- andi bíl Grundaríirði. ÖKUMANNI tókst. naumlega að forða sér þegar Range Rover-jeppi brann til kaldra kola eftir árekstur í Kol- grafafirði rétt við bæinn Kol- grafir um miðjan dag í gær. Range Rover-jeppinn var á leið til Stykkishólms en var ekið aftan á bíl frá Pósti og síma á blindhæð skammt frá bænum Kolgröfum. Jeppinn varð strax alelda og tókst öku- manninum með naumindum að forða sér úr eldinum. Hringt var á slökkviliðið í Stykkishólmi en það fékk ekkert að gert. Okumenn beggja bílanna sluppu við alvarleg meiðsli. Mikil hálka var á veginum og er óhappið rakið til þess. - Ragnheiður Þj óðmálakönnun Félagsvísindastofiiunar: 35,5% telja æskilegt að Island sæki um aðild að EB 11% vilja leyfa EB ríkjum veiðar í íslenskri landhelgi UM 35,5% fólks á aldrinum 18-75 ára telur mjög eða frekar æski- legt að ísland sæki um aðild að Evrópubandalaginu, en um 20,5% telur það mjög eða fi-ekar óæskilegt. Eru þetta niðurstöður þjóð- málakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem gerð var í þessum mánuði fyrir Samstarfsnefnd atvinnulífsins um evrópska sam- vinnu. Séu þessar niðurstöður bornar saman við niðurstöður úr þjóðmálakönnunum frá í maí og júní á þessu ári kemur í Ijós, að þeim sem telja óæskilegt að sækja um aðild að EB fækkar nokkuð, en þeim fjölgar sem vilja sækja um aðild, og einnig þeim sem eru hlutlausir eða óvissir. Markmið könnunarinnar var að safna upplýsingum um viðhorf Is- lendinga til Evrópubandalagsins, og þeirra breytinga sem verða á samstarfi og samskiptum Vestur- Evrópuþjóða á næstunni. Þá var einnig leitað eftir upplýsingum um þekkingu fólks á Evrópubandalag- inu (EB) og Fríverslunarsamtök- um Evrópu (EFTA). Yfir 90% af þeim sem taka af- stöðu finnst að íslendingar ættu að reyna að taka mikin.n þátt í þeim breytingum, sem vaöhtanleg- ar eru í samstarfi og samskiptum þjóða Vestur-Evrópu, með auknu samstarfi við þessar þjóðir. Rúmlega 62% finnst æskilegt að fólki sé gert auðveldara að flytj- ast búfcrlum milli íslands og Vest- ur-Evrópu og starfa Utan heima- lands, en um fjórðungur er á móti því. Um 54% voru hlynntir því að evrópsk fyrirtæki gætu tekið þátt í islenskum atvinnurekstri, en rúmlega 36% voru því andvíg. Tæplega 62% telja æskilegt að íslendingar og íslensk fyrirtæki geti í auknum mæli nýtt sér þjón- ustu evrópskra fyrirtækja, en um fjórðungur er á móti því. Af þeim sem taka afstöðu telja rúmlega 80% að draga mætti úr tollum og innflutningshöftum á evrópskum vörum gegn niðurfell- ingu tolla á íslenskum útflutningi til Vestur-Evrópu, en einungis 11% telja koma til greina að leyfa Evrópubandalagsríkjum að veiða innan landhelginnar gegn bættum aðgangi íslendinga að mörkuðum Evrópubandalagsins. Tæplega 26% telja umtalsverð- an mun vera á EFTA og EB, en tæp 13% telja að ekki sé neinn umtalsverður munur á þessum samtökum, og um 61% sögðust ekki vita hvort svo væri. Einnig kemur fram að af þeim sem geta nefnt einhver lönd sem eiga aðild að EB telja 43,5% umtalsverðan mun vera á EB og EFTA, meðan einungis tæp 9% þeirra sem ekk- ert land geta nefnt telja að ein- hver umtalsverður munur sé á EB og EFTA. Fram kemur í könnuninni að rúm 33% geta nefnt einhver lönd sem eiga aðild að EFTA, en rúm 49% geta nefnt einhver lönd sem eiga aðild að EB. Einungis 3,3% fólks á aldrinum 18-75 ára geta nefnt öll löndin sem eiga aðild að EFTA, en 2% geta nefnt öll löndin sem eiga aðild að EB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.