Morgunblaðið - 28.10.1989, Page 9
9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989
AÐALSTOÐIN
Góður félagi
um þessa helgi.
Laugardagur:
10 - 13. Þorgeir Ástvaldsson
leikur nýja og gamla tónlist.
13-14. Anna Björk Birgisdóttir
með ryksugurokk og Ijóðræna
afþurrkunartónlist.
16 - 19. Bjarni Dagur Jónsson
bregður sér í sveitagervið og
leitar uppi sveitasöngva að vestan.
22 - 02. Jón Axel Ólafsson sér
um sína og að allt sé í þessu fína
heim í notarlegheitum.
Sunnudagur:
10 - 13. Ásgeir Tómasson vaknar hér
fyrstur manna með sunnudagstónlist.
13 - 14. Inger Anna Aikman kemur
okkur alltaf í hátíðarskap.
Þegar hún talar, hlustar þjóðin.
16 - 18. Jón Ólafsson Bítlavinur snýr
aftur til útvarpsins.
Þessu máttu ekki missa af,
hann verður skondinn strákurinn.
22 - 24. Létt klassísk tónlist
í helgarlok og vikubyrjun.
Fjárlagahall-
inn 1990 2%
aflandsfram-
leiðslu!
Guðmundur H. Garð-
arsson alþingismaður
sagði i fjárlagaumræð-
unni að margir veikir
hlekkir væru í Qárlaga-
frumvarpinu. Telguliðir
væru stórlega ofáætlaðir
og gjaldaliðir að sama
skapi vanáætlaðir. Taldi
þingmaðurinn að fjár-
lagahalli komandi árs
yrði, að forsendum
óbreyttum, ekki undir
7.000 m.kr., eða 2% af
landsframleiðslu sem
væri stórt skref til öfugr-
ar áttar.
Guðmundur sagði að í
hönd færi þriðja sam-
dráttarárið í þjóðarbú-
skapnum. Tekjuáætlun
flárlagafrumvarpsins
tæki'hvergi nærri nægi-
legt mið af þessum sam-
drætti, sem að sjálfsgöðu
myndi segja til sín í
smærri skattstofhum og
lægri skatttekjum en í
góðæri. Stjómarstefrian
hefði lagst á sveif með
ytri aðstæðum við að
skerða tekjulíkur fólks
og fyrirtælga og þar með
rikissjóðs. Þingmaðurinn
staðhæfði að telgur ríkis-
sjóðs væm af þessum
sökum ofáætlaðar sem
næmi 1.000-1.500 m.kr.,
auk þess jöfhunargjald
væri ofáætlað um 500.
m.kr. Ofaætlun á tekju-
hlið næmi því um 1.500-
2.000 m.kr.
Þingmaðurinn taldi
eftirtalda gjaldaliði van-
áætlaða í frumvarpinu:
1) Kostnaður vegna nýrr-
ar verkaskiptingar ríkis
og sveitarfélaga um
200-500 m.kr., 2) Niður-
greiðslur um 700-1.000
m.kr., 3) Lánasjóður
námsmanna um 200-300
m.kr, 4) Laun um 500-800
m.kr., 5) Lifeyrissjóður
ríkisstarfsmanna um 500
m.kr., 6) Byggingarsjóð-
ur ríkisins um 500-1.000
m.kr., 7) Útflutnings-
bætur um 300-500 m.kr.,
8) Lyfja- og lækniskostn-
aður um 500 m.kr., 9)
Ellilifeyrir 200 um m.kr.
og fleiri liði nefhdi hann
svo sem menntamála-
Ofáætlaðar tekjur -
vanáætluð útgjöld!
Guðmundur H. Garðarsson alþingismað-
ur fullyrti í fjárlaga-umræðu sl. fimmtu-
dag að tekjuliðir fjárlagafrumvarps Ólafs
Ragnars Grímssonar væru ofáætlaðir en
gjaldaliðir vanáætlaðir. Benda má á aug-
Ijósa veikleika í fjárlagafrumvarpinu,
sagði þingmaðurinn, sem að óbreyttu
kunna að leiða til 5.500-7.700 milljóna
króna aukins halla. Sem kunnugt er lagði
fjármálaráðherra fram fjárlagafrumvarp
fyrir árið 1989 með rúmlega þúsund millj-
óna króna rekstrarafgangi (afgreitt með
630 m.kr. afgangi) en fjárlagaveruleiki
ársins stendur hinsvegar til 5.000 m.kr.
halla. Staksteinar stinga nefi í fjárlaga-
ræðu Guðmundar H. Garðarssonar í dag.
ráðuneyti, niðurgreiðslur
á rafmagni og Þjóðar-
bókhlöðu. Samtals taldi
þingmaðurinn gjaldaliði
vanáætlaða um 4.000-
5.660 m.kr.
Að teknu tilliti til
áformaðs útgjaldaniður-
skurðar, sem einhveijum
árangri hlyti að skila,
áætlaði hann að halli
ríkissjóðs, miðað við fj<ir-
lagastefhu ríkisstjórnar-
innar, yrði ekki undir
7.000 m.kr. 1990, þ.e. yfir
2% af landsframleiðslu.
Þróun og
greiðslubyrði
erlendra
skulda
Guðmundur H. Garð-
arsson vék og í ræðu
sinni að þróun erlendra
skulda og greiðslubyrði.
Hann vitnaði til heimilda
frá Seðlabanka Islands
sem sýna að löng erlend
lán vóru 51,1% af lands-
framleiðslu 1985 (þegar
Þorsteinn Pálsson tók
við). Skuldastaðan var
hins vegar komin niður
í 40,4% 1987 (þegar Þor-
steinn skilar af sér). Er-
lendar skuldir vóru
41,3% af landsframleiðslu
1988 (þegar Ólafiir Ragn-
ar tekur við). Þjóðhags-
áætlun gerir hinsvegar
ráð fyrir því að skulda-
staðan verði 53,1% í lok
fjárlagaársins 1990.
Þetta er íslandsmet í
skuldastöðu sagði þing-
maðurinn.
Svipað verður upp á
teningnum þegar heim-
ildir Seðlabanka um
greiðslubyrði erlendra
lána eru skoðaðar.
Greiðslubyrðin var 19,9%
af útflutningstekjum
1985 (þegar Þorsteinn
Pálsson tekur við) en
16,1% 1987 (þegar hann
skilar af. sér). Greiðslu-
byrði er 17,3% af útflutn-
ingstekjum 1988 (þegar
Ólafur Ragnar setzt í stól
fjármálaráðherra) en
verður í lok fjárlíigaárs-
ins 1990, samkvæmt láns-
fjáráætlun, 20,1%.
Þetta er ekki góður
árangur hjá ríkisstjórn
Steingríms Hermanns-
sonar, sagði þingmaður-
inn, eða hjá hinum sjálf-
umglaða Qármálaráð-
herra hennar. Þessi þró-
un þýðir verri stöðu þjóð-
arbúsins, meiri greiðslu-
byrði fólks og fyrirtælga,
verri afkomu.
Árangurá
mælikvarða
almennrar af-
komu
Það er sama hvort
árangur stjóraarstefii-
unnar er mældur í þjóð-
artekjum, rekstrarstöðu
atvinnuveganna, at-
vinnuöryggi (atvinnu-
leysi), kaupmætti launa,
skattaþróun (sem segir
m.a. til sin í vöruverði)
eða afkomu rikisbúskap-
arins — alls staðar en
niðurstaðan ein og söm.
Fjármálaráöherrann og
formaður Alþýðubanda-
Iagsins, Ólafur Ragnar
Grímsson, sem er hönn-
uður og hinn „sterki
maður“ s(jórnarinnar,
kallar fjárlagafrumvarp
sitt fyrir árið 1990 tíma-
mótafrumvarp. Séð í
kastljósi Guðmundar H.
Garðarssonar, sem hér
heftir verið vitnað til,
litur það hinsvegar út
eins og spilaborg, sem
hrynur trúlega með svip-
uðum hætti og fjárlög
liðandi árs hafa þegar
gert.
KULDASKOR
Stærðir: 40-46
Litur: Svart + brúnt
Efni: Skinn
Verð: 4.790,-
T0PPJ
KRINGWN
KNHeNH
S. 08921Z
4L
gjw VELTUSUNOt
21212
5% staðgreiðsluafsláttur
Póstsendum samdægurs.
TIL SOLU
Willys CJ-7 Laredo árg. ’84, 6 cyl., 4,2 I með flækjum.
36“ radial mudder og 10“ álfelgur.
Drifhlutfall 1:4,56, diskalæsingar að aftan og framan.
Raucho fjaðrir, loftdæla, vökva- og veltistýri. 2x100 w
kastarar. Útv. + segulband, 4 hátalarar.
Verð kr. 1.250.000,- Skipti á ódýrari koma til greina.
Upplýsingar í síma 71772.
Áskriftarsíminn er 83033