Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989
-i—ri—! ■ i'' r1.-"--1 ' L' 'tTi l '■ 1; )'l' '
Minning:
María Rögnvalds-
dóttir, Bolungarvík
Fædd 13. janúar 1891
Dáin 19. október 1989
Marla Rögnvaldsdóttir lést í
sjúkrahúsinu i Bolungarvík fimmtu-
daginn 19. þ.m. á nítugasta og
níunda aldursári. Saga þessarar sér-
stæðu konu var mikil baráttusaga.
Hún og maður hennar, Ólafur Hálf-
dánsson, áttu 15 börn á sextán
árum, þar af 6 sinnum tvíbura. Eru
þrettán þeirra á lífi, allt mann-
vænlegt og dugandi fólk. Auk barna
sinna tóku þau einn dreng í fóstur
og ólu hann upp með sínum stóra
hóp.
Ég minnist þessarar stóru og
dugmiklu fjölskyidu allt frá ungl-
ingsárum mínum í Vigur. Þau voru
vinir okkar og nágrannar í Djúpinu.
Allar minningar um þau eru hlýjar
og bjartar.
María Rögnvaldsdóttir fæddist á
Svarfhóli í Álftafirði 13. janúar
1891, næsta bæ við Jón Indíafara.
Hún hefði því orðið 99 ára 13. jan-
úar á næsta ári. Vinir hennar og
frændur héldu að hún myndi verða
hundrað ára. En fyrir fjórum árum
tók heilsu hennar að hraka. Hún
var þó andlega hress nema 1—2
síðustu árin. Þegar ég hitti hana sl.
sumar þekkti hún mig og tók hlý-
lega í hönd mér. En þá var þessari
lífsglöðu og kjarkmiklu konu þó
mjög brugðið. Foreldrar Maríu
fluttu úr Álftafirðinum inn að Upp-
sölum í Seyðisfirði. Þar bjó hún þar
til hún var 24 ára og giftist Ólafi
Hálfdánssyni frá Hesti. Höfðu þau
kynnst er Ólafur reri á árabát með
Einari Guðfinnssyni frænda sínum
frá lítilli sjóbúð í Vigur. Var María
þar fanggæsla. Áður hafði hún ver-
ið kaupakona í 3 ár hjá séra Sig-
urði Stefánssyni og Þórunni Bjarna-
dóttur konu hans. En prestur gifti
þau Ólaf þega,r þau bjuggu í verbúð-
inni. Stóð heimili þeirra síðan á
ýmsum stöðum í Súðavíkur- og
Ögurhreppi, síðast að Folafæti, áður
en þau fluttu til Bolungarvíkur árið
1930. En þar stunduðu þau fyrst
búskap í Tröð og Meirihlíð. Þaðan
fluttu þau niður í kauptúnið og eign-
uðust þar lítið hús, ekki langt frá
sjónum.
Sambúð þeirra Maríu og Ólafs
var löng og farsæl. Þegar hann lést
árið 1972 höfðu þau búið saman í
57 ár. Sagði María, að á þeim tíma
hefði þeim aldrei orðið sundurorða.
Svo mikil var gæfa þessara merku
hjóna.
Meðan . þau bjuggu í Djúpinu
stundaði Ólafur lengstum sjó á ára-
bátum Samhliða búskapnum. En í
Tröð og Meirihlíð var landbúnaður
eingöngu stundaður með kúm og
kindum. Eftir að þ'au fluttu niður í
kauptúnið stundaði Ólafur ýmsa
vinnu, alltaf í nánum tengslum við
Einar Guðfinnsson. Voru þeir nánir
vinir allt frá þvi að þeir reru saman
frá Holubúð í Vigur.
Tengsl og vinátta okkar Vigur-
fólks og Maríu Rögnvaldsdóttur og
fólks hennar er því orðin löng. Hún
var frábærlega trygg og heiðarleg
kona.
I raun og veru var líf hennar
kraftaverk og ævintýr. Það var eng-
inn leikur að koma upp svo fjöl-
mennum bamahóp á erfiðum
tímum. En gæfa hennar var öðlings-
maðurinn Olafur Hálfdánsson og
hin dugmiklu og vel gerðu börn
þeirra, sem öll komu fram við hana
af kærleik og einlægu þakklæti fyr-
ir stórbrotið starf og mikla ástúð.
María Rögnvaldsdóttir var því mikil
gæfukona. Lífsgleði, atorka og
kjarkur mótuðu allt hennar starf.
Góðvild hennar brást engum þeim,
er kynntust henni. Hún var elsta
kona Bolungarvíkur er hún kvaddi
vini og frændur. Má segja með sanni
að hún hafi heilum vagni heim ekið.
Sjálfur kveð ég hana með einlægum
þökkum fyrir órofa tryggð og vin-
áttu.
Merk vestfirsk kona hafði fyrir
mörgum árum að orðtæki: Engum
þarf ills að biðja, allt jafnast upp
um síðir. Með þeim orðum hefði
María Rögnvaldsdóttir, einnig getað
kvatt samtíð sína.
Sigurður Bjarnason
frá Vigur.
Hún amma okkar fæddist á
Svarfhóli í Álftafirði 13. janúar
1891. Þegar við vorum krakkar
kölluðum við hana ömmu í Meiri-
Hlíð, því þar áttu þau heima, afi
og amma, áður en við fluttum þang-
að. Síðan bjuggu þau á Hafnargötu
7, það kölluðum við að fara inná
horn til afa og ömmu. Afí sat oft-
ast við vinnu sína í kjallaranum, þar
sem hann dó árið 1973. Það var
mikið áfall fyrir ömmu, því þau
voru mjög samrýmd eftir sína löngu
og góðu sambúð.
Þau eignuðust 15 böm á 15 árum,
þar af sex sinnum tvíbura. Einburar
eru: Ósk, Guðrún og Jónatan.
Tvíburar eru: Einar og Karitas, en
hún dó í barnæsku; Kristín og Rögn-
valdur, hann dó árið 1964; Fjóla,
sem er mamma okkar, og Lilja;
Helga Svana og Hálfdán; Halldóra
og Haukur; og María og Ólafur
Daði. Auk þess ólu þau upp Ármann
Leifsson, þau litu alltaf á hann sem
einn af sonum sínum og finnst okk-
ur hann vera einn af hópnum. Það
söknuðu allir afa þegar hann dó,
því hann var eihstaklega hlýr og
yndislegur maður.
Við fengum að hafa hana ömmu
hjá okkur öll þessi ár og erum við
þakklát fyrir það og sérstaklega
fyrir þá góðu heilsu sem henni var
gefin. Annars hefði hún ekki getað
verið okkur afkomendum sínum það
sem hún var, ef ekki hefði verið
góða skapið og heilsan ásamt óþrjót-
andi dugnaði og áhuga fyrir að vera
fólkinu sínu sú óendanlega dýrmæta
manneskja sem aldrei gleymist.
Við 'erum öll betri manneskjur
fyrir það að hafa átt elsku ömmu
að. Þrátt fyrir söknuð okkar, þá er
yndislegt að geta trúað því að hún
er hjá þeim góða guði sem hún
ávallt treysti og aftur búin að hitta
sinn góða lífsförunaut, hann afa.
Blessuð sé minning ykkar. Okkur
langar að þakka þeim fjölmörgu sem
önnuðust hana ömmu okkar á
sjúkrahúsinu síðustu árin hennar,
einnig fólkinu sem þar býr og öllum
sem heimsóttu hana og styttu henni
stundir.
Fyrir hönd systkinanna frá
Meiri-Hlíð og fjölskyldunnar.
Beta M^ja
Það var eitt bjart vorkvöld að ung
kona gekk hvatlega upp frá litlu
koti utarlega í Fætinum. Hún gekk
yfir ásinn og inn með Hestfirði allt
innundir bæinn að Hesti. Hún var
að sækja kúna sína.
Þegar þessi sporlétta kona kom
til baka og sá út Djúpið var sólin
að setjast við hafsbrún og brá gulln-
um lit á allt umhverfið. Hún stans-
aði snögglega og settist niður.
Heima i kotinu biðu bömin — það
elsta á sjötta ári — þess að mamma
kæmi heim með kúna til mjalta.
Pabbi var í sjóróðrum eins og flest-
ir bændur aðrir við ísafjarðardjúp.
María Rögnvaldsdóttir var ekki
gefin fyrir slór eða iðjuleysi, en þau
örfáu augnablik sem hún sat og
naut þeirrar hljóðlátu fegurðar sem
umvafði Djúpið þetta kvöld geymdi
hún alla tíð í huga sér.
Ég held að þessi eiginleiki að
geta fundið fegurð og gleði í hvunn-
deginum hafi verið ömmu minni
endingargott nesti og sannkallaður
kínalífselexír, því hún bjó enn á
tíræðisaldri yfir þeim fágæta eigin-
leika að geta bæði sagt frá atburð-
um og fólki á gamansaman og nær-
færinn hátt. .
Gamansemi Maríu ömmu var ekki
hástemmd, heldur kyrrlát og hlý og
hefur það án vafa orðið til þess að
við börnin hændumst að henni og
höfðum ánægju af því að heim-
sækja hana. Eftir að barnabömin
uxu úr grasi og eignuðust sjálf böm
var nærvera langömmu jafn eðlileg
og Guð á himninum. Hún hafði lifað
svo lengi að bömin spurðu hvort
langamma hefði alltaf verið til.
Fyrir okkur sem nutum samvista
við hana mun hún alltaf verða til
vegna þess að minningin varðveitir
alltaf hið góða.
Egill
Hún langmama mín er dáin. Mér
hefur aldrei liðið eins skringilega á
ævi minni, þó að innst inni finni ég
til léttis, því þetta var henni fyrir
bestu og ég veit að þetta var það 1
sem hún vildi.
Allt frá því ég var lítil stelpa var
ég vön að heimsækja hana þar sem
hún bjó hjá Halla syni sínum og
fjölskyldu, en síðar flutti hún í
sjúkraskýlið og bjó þar síðustu árin.
Ég bjó skammt frá skýlinu og fór
oft til hennar, oftast þegar skólinn
var búinn á vetuma. Hún var vön
að segja mér hvað ég væri orðin
stór stúlka og bauð mér alltaf úr
krukkunni sinni.
Mér hefur alla mína tíð þótt mjög
vænt um hana langömmu mína.
Eftir að ég flutti suður í Ágúst varð
mér oft hugsað til hennar og óskað
þess að ég gæti verið hjá henni.
Þegar ég fór svo vestur í heim-
sókn fyrir nokkmm vikum, fór ég
til hennar og var hún þá orðin mjög
slöpp og hélt fast um höndina á
mér allan tíman sem ég var hjá
henni.
Ég var ekki viss um að hún
þekkti mig, en bjóst þó frekar við
því.
Langarrima átti marga afkom-
endur í Bolungarvík og var því oft-
ast einhver hjá henni þegar ég leit
inn.
Það verður skrítin tilfinning að
koma aftur heim til Bolungarvíkur
og labba framhjá skýlinu án þess
að skreppa þar inn og heilsa upp á
langömmu.
Ég vona að góður guð hugsi vel
um hana langömmu mína og-láti
henni líða vel þama hinumegin.
Elísa Rakel Jakobsdóttír
Amma mín, María Rögnvaids-
dóttir, Bolungarvík, lést fimmtudag-
inn 19. október sl. Hún var orðin
öldruð í árum talið en samt var hún
síung í anda alla tíð.
Nýliðið sumar og undangengin
vetur voru þung þjóðinni. Slæmt
árferði og almenn niðursveifla.
Amma var skynsöm og raunsæ
kona. Hún hafði skilað sínu hlut-
verki fyrir þessa þjóð og hafði ekki
áhyggjur af framtíð hennar, þótt
tímabundið bjátaði á. Hún fékk að
fara rétt áður en nýr vetur skall á.
Enda sagði amma, að sér leiddust
vetur og vildi helst alltaf hafa sól.
Hún gerði líka sitt, og vel það, til
að skapa hlýju og sumarstemmn-
ingu kringum sig.
Afi og amma í Tröð, afi og amma
í Meiri-Hlíð, afi og amma á „Hom-
inu“. Þetta eru staðimir sem ég
man eftir þeim á. Þau bjuggu áður
á nokkmm stöðum við Djúp, en
framantafdir staðir eru allir í Bol-
ungarvík. Tveir þeir fyrst nefndu
sveitabýli en „Hornið“ var heimili
þeirra í þorpinu. „Hornið“ var eigin-
lega ekki hom, heldur hús við miðja
götu, en gekk alltaf undir þessu
nafni hjá okkur, enda voru þarna
homsteinar ættarinnar — afi og
amma. Höfuðeinkenni á heimili afa
og ömmu, hvar sem það stóð, var
ástin. Þau heilsuðust og kvöddust
ævinlega með kossi og faðmlagf,
jafnvel þótt aðskilnaðurinn ætti að-
eins að vera nokkrar mínútur, búð-
arferð eða þess háttar. Þau vom
bæði skapmikil, en raunsæ og sátt-
fús. Ekki vom þau mjög lík í skapi,
en bættu hvort annað upp í besta
skilningi. Mér er í bamsminni, þeg-
ar afi, ákafamaðurinn sá, varð að
gefast upp við að elta uppi rollu,
sem átti að lýja, og amma sagði:
„Og hún kemur aftur fíflið að tarna.
Þegar henni fer að leiðast áttar hún
sig á hvað best er.“ Eins og sést á
þessu hafði amma óbilandi trú á
hæfni fivers og eins til að taka rétt-
ar ákvarðanir, „þegar tíminn
kæmi“. Og gilti þar nánast sama
um menn og dýr. Og þegar við,
afkomendur hennar, lentum í mis-
jöfnum málum, lifðum kannski hratt
og hlupum út undan okkur, áttum
við alltaf ömggt andlegt athvarf hjá
ömmu. Hún átaldi okkur ekki eða
grét orðinn hlut. Við myndum jú
átta okkur sjálf og gætum það raun-
ar ein, „þegar rétti tíminn kæmi“.
Mörg okkar hafa í verki sannað
þessa kenningu hennar, önnur munu
gera það síðar.
Öll tilvera ömmu byggðist á góð-
vild, innsæi, æðmleysi og ást.
Guð blessi elsku ömmu mína.
Hvar sem hún hefur verið, hefur
alltaf verið gott að koma. Þangað,
þar sem hún er núna, verður líka
gott að fara, „þegar rétti tíminn
kemur“. Ættingjum okkar öllum
flyt ég bestu kveðjur og veit að við
sýnum öll virðingu og æðmleysi við
þessi tímamót. Við fengum gott
veganesti.
Halldór Ben Halldórsson
Amma er dáin. Hún lifði maka
sinn, Hálfdán Ólaf Hálfdánsson, Öll
sín systkini og samtíða fólk, enda
komin langt á 99. árið. Ég fmn það
best nú þegar afi og amma em
bæði horfín, hvílík forréttindi það
em að fá að umgangast og þekkja
elstu kynslóðina.
Afí féll frá í mars 1973. Þá var
ég á 10. árinu. Kynni mín af honum
vom því fremur stutt. Amma lifði
lengur og ég fékk tækifæri til að
kynnast henni betur eftir því sem
ég varð sjálf eldri og þroskaðri. Hún
átti gott skap og það er með ólíkind-
um hvað hún fylgdist vel með
síðustu æviárin. Ég sá ömmu í
síðasta skipti í ágúst sl. Þá gat hún
rétt heilsað mér og gefíð til kynna
að hún þekkti mig og vissi af mér
við rúmið sitt. Stuttu síðar var hún
fallin i mók og sýndi engin merki
þess að hún skynjaði umhverfi sitt.
Þann 19. október fékk hún svo
loks langþráða hvíld. Ég veit að
kynni mín af ömmu eiga eftir að
reynast mér dijúgt veganesti inn í
framtíðina.
Um leið og elsku amma heldur á
vit hins ókunna, þá vil ég þakka
henni fyrir ógleymanlega fylgd og
óska henni blessunar. Fari hún í
friði.
Olla
í dag verður jarðsungin frá Hóls-
kirkju í Bolungarvík aldursforseti
Bolvíkinga, María Rögnvaldsdóttir.
Við fráfall hennar sjáum við á bak
hetju og mannkostakonu, sem á
ýmsan hátt skar sig úr fjöldanum
og varð öllum, er henni kynntust,
harla minnisstæð sakir persónuleika
síns og heilbrigðra lífsviðhorfa.
Ekki fékk ég tækifæri til að kynn-
ast Maríu neitt að ráði, fyrr en hún
var komin á tíræðisaldur. Þótt ég
ætti að heita læknir hennar frá
1974, þá sá ég hana sárasjaldan,
því ekki var hún kvellisjúk og taldi
það lítt til heilsubótar fallið að æða
til læknis vegna smákvilla eða vera
sífellt að gleypa eitthvert meðalas-
ull. Mér varð þó snemma ljóst af
afspurn, að heilsuhreysti Maríu var
líffræðilegt undur. Hún hafði sex
sinnum gengið með og fætt tvíbura
og þrisvar einbura að auki, þannig
að börn hennar urðu 15 talsins. Við
andlát hennar voru afkomendurnir
orðnir um tvö hundruð talsins. Slík
kynsæld mun fágæt vera.
Þrátt fyrir það álag og slit, sem
fylgdi því að koma þessum hóp á
legg og stýra stóru heimili, þar sem
efnin voru löngum af skornum
13
skammti; þá hélt María heilsu sinni
svo góðri, að níræð þurfti hún eng-
in lyf að taka að staðaldri. Réð þar
raunar mestu heilbrigð lífsskoðun
hennar og bjartsýni, sem ekkert
mótlæti fékk bugað. Hún virðist
allra tíð hafa verið sátt við sjálfa
sig og þar af leiðandi aðra líka.
María átti því auðvelt með að gleðj-
ast og blanda geði við fólk og mik-
ið yndi hafði hún af söng alveg fram
í andlátið. Hún hafði þá afstöðu til
lífsins, að erfiðleikamir væru til
þess að sigrast á þeim og það hefði
ekkert upp á sig að harma orðinn
hlut eða kenna öðrum um. Slík við-
horf eru mjög svo heilsubætandi,
en miklu réð í þessu tilviki hin and-
lega hreysti hennar, því minni og
andlegu atgervi hélt hún nær
óskertu fram undir það síðasta, og
þekki ég engin dæmi slíks úr þeim
hópi gamalmenna, sem ég hef haft
kynni af.
Réttlætiskennd Maríu var mikil
og heilbrigð og mér fannst hún jafn-
an eiga auðvelt með að greina
kjarna þeirra mála, sem hún taldi
sig hafa vit á. Sýndarmennska var
henni fjarlæg og eftirþankar, víl og
grufl röskuðu aldrei ró hennar, það
ég vissi dæmi til. Hún var sjálfstæð
í skoðunum og fór aldrei í mann-
greinarálit. Mér virtist María stund-
um eiga í vissum erfiðleikum með
. að bera virðingu lyrir höfðingjum,
ef henni fundust þeir dreissugir.
Henni þótti aldrei neitt til hinna
nýju fata keisarans koma og var
jafnvel skæð með að láta þess get-
ið, að hann væri ekki í neinu. Það
varð henni tíðum ljóst á undan öðr-
um. Hins vegar áttu hinir minni
máttar góðu að mæta hjá henni,
einkum ef þeir sýndu af sér mann-
dóm af einhveiju tagi. Hún var for-
dómalaus og hafði betri skilning á
eðli og þörfum æskunnar heldur en
margir þeir, sem yngri voru að
árum. Hún átti aldrei í neinum erfíð-
leikum með að blanda geði við æsku-
fólk né börn og hafði lifandi áhuga
á öllum þeirra málum.
í mínum huga verður María
Rögnvaldsdóttir ávallt fágætt dæmi
um líkamlega og andlega hreysti,
eins og hún getur bezt og farsælust
orðið. Ég votta afkomendum hennar
virðingu mína fyrir að vera út af
henni komnir.
Pétur Pétursson
Upp í.huga minn þyrlast myndir
af gamalli konu í stól. Andlitið er
rúnum rist og bakið bogið en augun
jafn Qörleg og í ungri stúlku. í þess-
um augum býr næstum aldar gömul
saga.
Þeim sem er alinn upp á Reykja-
víkurmölinni og þekkir vart muninn
á þorski og sauðkind kann lífssaga
Maríu Rögnvaldsdóttur að virðast
fjarstæðukennd. Hvemig getum við
sem yngri erum skilið unga móður
sem saumar skó úr steinbítsroði
handa bömum sínum, skó sem hún
veit að endast ekki daginn? Hvernig
fáum við skynjað þá veröld sem var
okkar fyrir örfáum áratugum, ver-
öld fátæktar, ómegðar, baráttu við
óblíð náttúmöfl, erfíðra samgangna
og einangmnar?
María hafði frá ótrúlegustu hlut-
um að segja. en það vom ekki ein-
göngu myrkar myndir sem hún dró
upp af æskudögum sínum. Hún var
náttúmbam, elskaði sjávarseltuna,
ilminn af grænu grasi og þótti eng-
inn staður í heiminum taka blessuð-
um Seyðisfírðinum fram. í henni
sameinuðust mildin og skapfestan.
mýktin og harkan, ástin og æðm-
leysið.
Ég minnist þess að eitt sinn var
hún sofandi þegar ég kom. Ég sett-
ist hjá rúminu hennar og spurði
hana að því þegar hún vaknaði hvort
henni hefði nokkuð bmgðið við að
hafa mig volandi yfír sér. Þá hnuss-
aði í gömlu konunni og hún sagði:
„Þú ert nú svo sem engin fugla-
hræða.“ Við hlógum lengi að þessu.
Þannig var María, það stóð aldrei á
svarinu hjá henni og góða skapið
fleytti henni yfír marga erfíðleikana.
Og nú er hún horfín.
Ég mun aldrei gleyma stundunum
sem við áttum saman eða hversu
vel hún reyndist mér. Oft er sagt
að gleði og sorg séu angar sömu
rótar og ég vona og trúi að við
munum hittast öðm sinni. Guð blessi
minningu Maríu Rögnvaldsdóttur.
Sigríður Guðmarsdóttír