Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 17
12, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989 -----------------!--------------------■ i Nýr yfírmaður Flóttamannastofiiunar: Norska ríkisstjórnin vill Stoltenberg í embættið Ósló, Genf, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. THORVALD Stoltenberg, sem var ut- anríkisráðherra í stjórn Verka- mannaflokksins í Noregi, hefur verið skipaður sendiherra lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Óvíst er þó, að hann gegni því embætti lengi því að norska stjómin hefur beðið hann að gefa kost á sér sem yfir- maður Flóttamannastofnunar SÞ. Núverandi yfirmaður hennar, Svisslendingurinn Jean-Pierre Hocke, lætur af embættinu um mánaðamótin en hann hefur sak- Thorvald Stoltenberg aður um margvíslegt misferli í starfi. Stoltenberg tekur við af Tom Vraalsen sem sendiherra hjá SÞ en Vraalsen hefur verið skipaður þró- unarmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn norsku borgaraflokkanna. Kjell Magne Bondevik, utanríkisráðherra Noregs, skýrði svo frá því í gær, að hann hefði beðið Stoltenberg að gefa kost á sér sem yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar. Stolt- enberg ætlar að íhuga það mál en búist er við, að skipun nýs yfir- manns verði ákveðin á næstu vik- um. Jean-Pierre Hocke, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar, skýrði frá því á fimmtudag, að hann ætl- aði að láta af embættinu 1. nóvem- ber nk. Bar hann því við, að sér hefði verið gert erfitt fyrir í starfi með stöðugum árásum og óhróðri undanfarin tvö ár. Þúfan, sem velti hlassinu hvað Hocke varðar, eru þó þær sakir, sem dönsk stjórnvöld hafa borið á hann. Segja þau, að Hocke hafi gengið í sjóði, sem Dan- ir stofnuðu þegar Poul Hartling, fyrrum forsætisráðherra, gegndi starfinu, og notað féð í eigin þágu. Danir kröfðust þess hjá SÞ, að sérstök rannsókn færi fram á ijár- reiðum og embættisfærslu Hockes og er henni nú lokið. Hefur ekki verið skýrt opinberlega frá niður- stöðunum en eftir ónafngreindum embættismönnum er haft, að margt misjafnt hafi komið í ljós. VERÐUR PÚ STJÓRNANDI 1992? Hvernig þarftu að undirbúa þig strax fyrir breytingarnar sem sameiginlegur innri markaður EB hefur á þína starfsemi 1992? Stjórnunarfélagið býður þér til námstefnu á Hótel Loftleiðum 2. nóvember nk. kl. 14:00. Stjórnunarfelag íslands SKRÁNING S 621066 Metsölublað á hverjum degi! Þarna sérðu Tómas. Hann nýtur þess að ferðast um landið - og hann hefur efni ó því! Tómas hefur alltaf haft yndi af fjalla- ferðum. Hann kynntist þeim hjá vini sínum sem átti fjársterka foreldra og gat fyrir vikið ekið um á rándýrum fjallajeppa. Tómas ákvað að þegar | hann keypti bfl þá yrði það góður bíll sem myndi duga vel á hálendinu og 8 verða góður í endursölu. Þetta var fyr- ir 4 árum. Tómas var svo heppinn að vinna 500.000 kr. í happdrætti þegar hann var 16 ára. Og hamingjuhjólið snerist áfram því hann komst í sam- band við sérfræðingana hjá Fjárfest- ingarfélagi íslands hf. og í samræmi við ráðleggingar þeirra keypti hann KJARABRÉFfyrirvinningsupphæð- ina. í sumar - 4 árum seinna - gat hann keypt sér 2.000.000 kr. jeppa. KJARABRÉFIN hafa nefnilega fjórfaldast á síðustu 4 árum og árið 1990 hefur upphæðin líkast til tvöfald- ast að raungildi. Og auðvitað er Tóm- as áfram í sambandi við Fjár- festingarfélagið - hann stefnir nefni- lega að því að skipta eftir 2-3 ár! - Gott hjá þér Tommi! (72> FJÁRFESTINGARFÉIAG ÍSIANDS HF. HAFNARSTRÆTI, S. 28566 • KRINGLUNNI, S. 689700 • AKUREYRI, S. 25000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.