Morgunblaðið - 28.10.1989, Side 24
24
MOROUNBLADIÐ L4U,GARlj4Gli'K 28.; OKTORRR: 1989
Guðjón Jósefsson
bóndi, Asbjarnar-
stöðum — Minning
Fæddur 11. apríl 1909
Dáinn 20. október 1989
Með eftirfarandi orðum langar
mig að minnast Guðjóns á Ásbjarn-
arstöðum. Frá bernsku minni man
ég fyrst eftir honum á hvítum hesti
sem hann átti. Tvö atriði man ég
best, hvað Guðjón heilsaði mér hlý-
lega og hvað hann fór hratt á hest-
inum. Næsta minning er frá veik-
indum hans veturinn 1948 er hann
veiktist af btjósthimnubólgu og
tvísýnt var um líf hans. Þá fór Sig-
rún kona hans frá nokkurra vikna
gamalli dóttur þeirra til að hjúkra
honum á sjúkrahúsinu á Hvamms-
tanga. Þau hjónin þökkuðu það
áræðni og hæfni Brynjólfs Dags-
sonar sem þá var læknir á Hvamms-
tanga, að Guðjón lifði þessi veikindi
af, en alltaf síðan var hann veill
fyrir brjósti.
Eitt atvik enn er mér ógleyman-
legt úr æskuminningunum. Það er
frá sameiginlejgri smalamennsku
hér í dalnum. Eg var gangandi og
tapaði kindahóp austur yfir á og
stefndu þær viðstöðulaust til fjalls.
Ég stóð eftir uppgefinn og ráðþrota
og hafði beðið ósigur. En mitt í
raunum mínum sá ég hvar Guðjón
kom hæst ofan af fjalli á Brún
sínum, sem var afburða fjörhestur,
og hleypti í einum spretti fyrir fjár-
hópinn og rak hann á rétta leið,
1 Ég bjóst við einhverjum ávítum fyr-
ir mistökin, en það var öðru nær,
hann taldi að ég ætti enga sök á
óþekktinni í rollunum. Seinna sá
ég margsinnis sambærileg atvik.
Guðjón var alltaf tilbúinn að koma
og leysa vandamál hver sem þau
voru og hann var ekki að ávíta þá
sem höfðu búið þau til.
Árið 1979 urðu þáttaskil í lífi
mínu er við Kristín dóttir hans
keyptum Þorgrímsstaði og hófum
þar búskap. Þá og ætíð síðan veitti
Guðjón okkur ómetanlega hjálp á
allan hátt og eftir þetta kynntumst
við betur.
I einkalífi var Guðjón mikill
gæfumaður. Hann kvæntist árið
1940 Sigrúnu Sigurðardóttur frá
Katadal. Eignuðust þau 6 efnileg
börn sem öll hafa stofnað sín heim-
ili. Öll bera þau sterkar og hlýjar
tilfinningar til foreldra sinna og
bernskuheimilis og hafa fjölskyldu-
böndin verið mjög sterk.
Þó hans skólaganga yrði ekki
nema 2 vetur á héraðsskólanum á
Núpi var hann með allra fróðustu
mönnum sem ég hef kynnst. Minni
hans var öruggt og hélt hann því
fram að því síðasta. Öll störf sín
vann Guðjón af snyrtimennsku og
nákvæmni, hver hlutur átti sinn
stað. Og eftir reglunni „frestaðu
því aldrei til morguns, sem þú getur
gert í dag“ fór hann undantekning-
arlaust.
Með ttyggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
í asðri stjórnar hendi
er það„ sem heitt í hug þú barst.
(Einar Ben.)
Ásbjörn Guðmundsson
Heimilið á Ásbjamarstöðum var
góðvini mínum Guðjóni Jósefssyni
bónda afar kært, þar haliaði hann
oft þreyttur höfði til hvíldar, þar
vaknaði hann til þess að ganga til
stárfa á sínu eigin búi, þar sem
áður var heimili foreldra hans, og
einkabróður Lofts er síðar bjó enn-
fremur á Ásbjarnarstöðum, ásamt
konu sinni Margréti Guðmunds-
dóttur.
Heimilið minnti hann á æskuna
og æskugleðina, minnti Guðjón á
ógleymanleg augnablik, þegar þeir
bræður voru að vakna til lífsins og
fegurð þess birtist eins og fagur
ljómi.
t
Eiginmaður minn,
BALDUR KARLSSON
skipstjóri,
Egilsbraut 6,
Þorlákshöfn,
andaðist föstudaginn 27. október.
Guðrún Jóna Jónsdóttir.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar-
för eininkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og systur,
ELVU BJARGAR HELGASON HJARTARDÓTTUR
frá Borgarnesi,
Guð blessi ykkur öll.
Pétur Júlíusson,
börn, tengdabörn, barnabörn og bræður.
t
Elskuieg mágkona mín og föðursystir okkar,
JENNÝ GUÐBRANDSDÓTTIR,
Njörvasundi 37,
lést að kvöldi 25. þessa mánaðar.
Oddný Þórarinsdóttir,
Sigrfður Hermannsdóttir,
Stefán Hermannsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÞÓRU HALLGRÍMSDÓTTUR
frá Halldórsstöðum í Laxárdal.
Hallgrimur Valdimarsson, Björg Sigurðardóttir,
Stefán Þór, Þóra, Hulda,
Halldór Valdimarsson, Oddný E. Magnúsdóttir,
Valdimar, Óli, Magnús.
Heimilið minnti hann á foreldra
hans, Jósef Davíð Guðmundsson
bónda, fýrr á Súluvöllum í Þverár-
hreppi, síðar Ásbjarnarstöðum frá
Stóru-Borg, fæddur 1853, dáinn
1936, og Þórdísi Gísladóttir frá
Valdasteinsstöðum í Hrútafirði
bónda þar Magnússonar, fædd
1872, dáin 1965. Minningar Guð-
jóns um foreldrana voru honum
hugljúfar. Er annars nokkuð til er
skipar líkan sess í hjarta mannsins
en heimilið og mamma. Mamma
sem tekur fagnandi á móti manni
þegar heim er komið, strýkur
gremju lífsins af enninu í einni svip-
an, með útbreiddan faðminn og biðj-
andi augnaráð.
Guðjón kvæntist 16. júní 1940
eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu
Sigurðardóttur úr Katadal á Vatns-
nesi, er bjó manni sínum gott heim-
ili, og hjá henni fann Guðjón sig
sælli en á nokkrum öðrum bletti á
jörðinni og hann naut sín sem hús-
bóndi. Hann vann lífsstarf þannig
að það hafði mikla þýðingu fyrir
íbúa Kirkjuhvammshrepps og Vest-
ur-Húnavatnssýslu. Hjónin sem
byijuðu tvö ein, verða það, sem öll-
um hjónum er ætlað, foreldrar.
Börn þeirra hjóna urðu 6 og eru
eftirtalin: Þórdís, húsfreyja í
Reykjavík, maki: Sigurður Arason,
skipatæknifræðingur. Sigríður,
húsfreyja á Hvammstanga, maki:
Benedikt Ástv. Benediktsson, verk-
stjóri. Steinunn, húsfreyja í
Reykjavík, maki: Svanur Ingimund-
arson, málari. Loftur Sveinn, bóndi,
Ásbjarnarstöðum, maki: Kristín
Jósefsdóttir. Kristín, húsfreyja á
Þorgrímsstöðum, maki: Ásbjöm J.
Guðmundsson, bóndi. Guðrún, hús-
freyja í Reykjavík, maki: Einar
Valdimarsson háskólanemi.
Að vera faðir og móðir eru háleit-
ustu einkaréttindi mannlegs lífs.
En þeim einkaréttindum fylgja
þungar skyldur. Ásbjarnarstaða-
hjón gáfu börnum sínum gott upp-
eldi og gjörðu þau að góðum og
nýtum þjóðfélagsþegnum, af ein-
lægri viðleitni og vakandi um-
hyggju.
Gestrisni þeirra hjóna var einlæg
og mikil, og þó þau væru oft önnum
kafin við bústörf tóku þau ætíð
þeim, er á heimili þeirra komu, eins
og þau hefðu þá ekkert annað að
gera, en að láta þeim sem að garði
bar sem bezt og gera þeim stundina
skemmtilega. Aldrei heyrðist Guð-
jón kvarta um annríki. Kunnugt var
það þeim, sem honum voru hand-
gengnastir, að oft gekk hann að
verki með óbilandi viljakrafti en
veikum líkamsburðum, síðustu árin
jafnvel sárþjáður. En því tókst hon-
um að leyna og lét sem ekkert
væri, meðan hann gat staðið uppi.
í tómstundum las Guðjón mikið,
en vandur var hann að höfundum.
Ég er góðum Guði þakklátur að
mér skyldi hlotnast að kynnast
Guðjóni Jósefssyni og heimili hans.
„Þeir koma frá kærleikans heimi.
Þeir koma úr friðarins geimi.
Ur Ijósheimi líða þeir niður.
Og líknsemi er með þeim og friður."
(E.H. Kvaran)
Ég bið Guðjóni blessunar Guðs í
heimi kærleikans, og votta mina
dýpstu samúð öllum nánum vinum
hans.
Helgi Vigfússon
Það er eðlilégur hlutur að roskinn
maður og heilsulítill kveðji þennan
heim en þó er eins og lát gamals
vinar komi alltaf á óvart. Svo fór
mér þegar sonur Guðjóns Jósefs-
sonar hringdi til mín að kvöldi 20.
þ.m. og sagði mér að faðir hans
hefði látist þennan dag. Þó að meira
en hálf öld sé liðin síðan ég fluttist
burt úr heimahögum hefur sam-
bandið við þennan gamla nágranna
aldrei rofnað, þé stundum hafi ver-
ið langt á milli endurfunda.
t
Hjartans þakkir viljum við færa öllum þeim er sýndu okkur samúð
við fráfall móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ANDREU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Risabjörgum,
Hellissandi.
Kristensa Andrésdóttir, Sigurður Þorkelsson,
Björgvin Andri Guðjónsson, Sigrún Júlíusdóttir,
Sveinbjörg Hrólfsdóttir,
Birgir Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
KRISTINN STEINDÓR STEINDÓRSSON
vélstjóri,
til heimilis að Hringbraut 76,
Keflavík,
andaðist í Borgarspítalanum 25. október sl.
Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir okkar hönd, tengdabarna og barna-
bama.
Lilja Gísladóttir,
Katrín Kristinsdóttir Ankjær,
Gestur Kristinsson,
Ester Kristinsdóttir.
t
Útför
GUÐBJARGAR PÁLSDÓTTUR,
Einarsstöðum,
Reykjahverfi,
verður gerð frá Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 31. október kl. 14.00.
Jón Þór Fr. Buch,
Guðný J. Buch,
Friðrik Júlíus Jónsson, Kristín Sigurðardóttir,
Páll Helgi J. Buch, Guðrún Benediktsdóttir,
Hólmfríður Jónsdóttir Buch, Stefán Baldvinsson,
Björn Ófeigur Jónsson, Alice Gestsdóttir,
Kristbjörg Jónsdóttir Buch,
Sigurveig Guðrún J. Buch,
Ingólfur Arni Jónsson,
og barnabörn.
Guðjón fæddist á Súluvöllum á
Vatnsnesi 11. apríl 1909 þar sem
foreldrar hans, Þórdís Gísladóttir
og Jósef Guðmundsson, bjuggu þá.
Þegar ég man fyrst eftir þessari
fjölskyldu átti hún heima á kirkju-
staðnum Tjörn, en fluttist þaðan
að Flatnefsstöðum, næsta bæ við
Saurbæ, þar sem ég ólst upp. Stutt
er milli bæjanna og nágrenni gott
og mikill samgangur milli' heimil-
anna.
Eldri bróðir Guðjóns, Loftur, og
Margrét kona hans stóðu fyrir bú-
inu en foreldrar þeirra bræðra
dvöldu á heimili þeirra. Skömmu
áður en ég fór að heiman fluttu
þessir nágrannar okkar að Ásbjarn-
arstöðum sem ekki var löng leið.
Þar átti Guðjón síðan heima til
æviloka.
Guðjón ólst upp á heimili sem
mótað var gamalli, traustri bænda-
menningu. Þórdís móðir hans kunni
mikið af sögum og ævintýrum og
sagði frá af mikilli snilld. Seint mun
ég gleyma þeim stundum er ég
hlustaði á frásagnir hennar í rökkr-
inu þegar ég sem barn og ungling-
ur var staddur á heimili hennar.
Þama fékk ég marga bókina að
láni, sem ég hefði annars ékki átt
kost á að lesa.
Guðjón var mjög vel greindur og
hefði án efa sóst langskólanám vel,
en skólaganga hans var ekki löng.
Hann var tvo vetur á Núpsskóla í
Dýrafirði. Ekki varð námsbraut
hans lengri, en hún hefur áreiðan-
lega reynst honum gott veganesti
síðar á ævinni.
Vorið 1939 hóf hann búskap á
Ásbjamarstöðum á móti Lofti bróð-
ur sínum. Bjuggu þeir þar báðir
meðan Loftur lifði en hann er látinn
fyrir allmörgum ámm. Brátt munu
hafa hlaðist á Guðjón ýmis trúnað-
arstörf fyrir sveit sína, en ekki kann
ég skil á að telja þau upp. Þau mun
hann hafa innt af höndum af þeirri
alúð og trúmennsku sem einkenndi
hann.
Þann 16. júní 1940 kvæntist
Guðjón Sigrúnu Sigurðardóttur frá
Katadal og lifir hún mann sinn.
Eignuðust þau fimm dætur og einn
son, Loft, sem nú býr á Ásbjarnar-
stöðum.
Ég tel víst að vegna þeirra félags-
starfa sem Guðjón gegndi fyrir sveit
sína hafi ábyrgð á búi og barnaupp-
eldi oft hvílt á herðum Sigrúnar og
sveitungar þeirra hjóna eigi henni
þakkir að gjalda.
Guðjón var orðhagur og vel rit-
fær. Hann minntist margra látinna
sveitunga sinna í minningargrein-
um og ætíð með þeirri hlýju og
velvild sem honum var svo eiginleg.
Það sem ég minnist best í fari
Guðjóns var yfirlætisleysi hans og
prúðmennska. Með honum er geng-
inn góður drengur í þess orðs bestu
meiningu.
Kæra Sigrún. Við systkinin frá
Saurbæ þökkum fyrir vináttu ykkar
hjóna á liðnum árum og sendum
þér, börnum þínum og öðru vensla-
fólki okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jónas Guðjónsson
Guð Ieiði þig, hans eilíf ást, sem aldrei
góðum manni brást. Gakk, gakk mitt barn,
og forlög fyll, og finnumst, þegar Drottinn
vill. Guð leiði þig. (MJoch.)
Þann 20. október sl. lést faðir
minn, Guðjón Jósefsson bóndi, Ás-
bjarnarstöðum, í Sjúkrahúsinu á
Hvammstanga. Sama dag kvaddi
sumarið okkur og veturinn settist
við stjórnvölinn. Við vissum öll að
hveiju dró vegna heilsuleysis pabba,
samt var enginn tilbúinn og verður
aldrei.
Minningar liðinna ára flykkjast
fram í hugann. Allar eru þær bjart-
ar og hlýjar og veita mér huggun
nú. Ég var smástelpa þegar pabbi
bar mig um vetur dúðaða í hlífðar-
föt upp í gamla bæ, svo ég gæti
sofið dúrinn minn hjá henni ömmu.
Ég var svo dálítið stærri þegar ég
fylgdi honum til fjárhúsa og þóttist
hjálpa til. Árin liðu og ég ólst upp
ásamt systkinum mínum við öryggi
og ástúð foreldra okkar. Þau höfðu
í sameiningu búið okkur traust og
myndarlegt heimili sem mér hefur
alltaf fundist vera stór og óhaggan-
legur hlutur í lífínu.
Faðir minn ól allan sinn aldur
hér á Vatnsnesi. Sveitin hans öll