Morgunblaðið - 28.10.1989, Qupperneq 27
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28, OKTÓBER 1989
fólk í
fréttum
TÓNLIST
Ennisrakaðir
skötuselir
E lías Bjarnhéðinsson er
þekktur í það minnsta
í sinni heimabyggð Vest-
mannaeyjum sem snjall
handboltamaður, en færri
vita kannski að hann hefur
haslað sér völl sem tónlist-
armaður; hefur gefið út eina
plötu, sem seldist allvel, og
er að byija að vinna aðra.
Elías hefur starfað með
sveit sinni Ennisrökuðum
skötuselum, sem skipuð er
hljóðfæraleikurum úr Eyja-
sveitinni góðkunnu Sjöund.
I því samstarfi hefur hann
beitt viðurnefninu E1 Pu-
erco.
í stuttu spjalli sagði Elías
að tónlistin skipaði æ stærri
þátt í lífinu og að honum
hefði gengið framar vonum
að koma sér á framfæri.
Hann sagðist gjarnan reyna
að koma við kauninn á fólki
í textum sínum með því að
benda á hræsni og yfir-
drepsskap og hann kynni
vel við að fá kröftug við-
brögð við iögum og textum,
enda væri það svo að fólk
ýmist hrifist af eða brygðist
hið versta við; fáir væru
hlutlausir. Elías sagði að
fyrsta platan, sem hét bara
Ennisrakaðir skötuselir,
hefði verið hans sólóplata,
en næsta plata, sem ætti
að koma út næsta vor, væri
meiri hljómsveitarplata,
enda hefði.hljómsveitin náð
vel saman eftir að vera búin
að leika á ótal tónlekum
víða um land.
Aðspurður sagðist Elías
hafa meira gaman af að
spila á fastalandinu, en að
leika fyrir Eyjamenn, enda
meira gaman að leika fyrir
ókunnuga þar sem meiri
óvissa væri með viðbrögð
og því meiri spenna í loft-
inu. Hann sagðist þó ekki
vera að kvarta yfir við-
tökum Eyjamanna.
RITSTÖRF
Fergie lúrir á
milljónum eins
og’ ormur á gulli
Elías „E1 Puerco“ Bjarn-
héðinsson.
Ronald Reagan, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, og eiginkona hans,
Nancy, heiðra Japani þessa dagana
með nærveru sinni. Þeim hjónunum
hefur verið sýndur margvíslegur
sómj m.a sæmdi Akíhító Japanskeis-
ari Reagan æðstu orðu þjóðarinnar
fyrir að hafa stuðlað að bættum
samskiptum Bandaríkjamanna og
Japana í forsetatíð sinni. Myndin var
Reuter
hins vegar tekin í kvöldverðarboði
sem Michael Armacost, sendiherra
Bandaríkjanna í Japan, gekkst fyrir
til heiðurs Reagan-hjónunum. Á
meðal þeirra fyrirmenna sem það
sóttu var sjálfur Takamiyama, einn
þekktasti súmó-glímukappi Japana,
sem hér heilsar forsetafrúnni fyrr-
verandi.
COSPER
- - Haltu húsinu fostu á meðan ég sting lyklinum í
skráargatið
Sarah Ferguson, hertogaynja af
York, kraumar af athafnagleði
og hefur hún nú líkiega orðið til að
að koma henni í ónáð hjá Elísabetu
Bretadrottningu sem kallar hana nú
„peningasjúka".
Fergie er nefnilega
farin að rita bækur og
græðir á tá og fingri.
Milljónirnar hellast
inn, én í stað þess að
láta aurana renna til
líknarmála eins og
hefð er fyrir í kónga-
flölskyldunni, sankar
Fergie aurunum inn á
bankabók og lúrir á
þeim eins og ormur á
gulli.
Sagt er að Fergie
hafi reynst prýðilega
ritfær þegar í barna-
skóla og hefur hún nú
sent frá sér tvær
barnabækur um þyrl-
una Budgie. Hafa
bækurnar fengið feik-
nagóðar viðtökur
heima fyrir og
bandarískt stórfyrir-
tæki hefur falast eftir
einkarétti til að láta
vinna teiknimyndas-
eríu um þyrluna. Það
eru ekki smápeningar
sem hér er um ræðir,
margar milljónir íslen-
skar. Þá gengur
Fergie á eftir ritstjór- Fergie með ferðatösku
um breska blaðsins (fulla af peningum?)
Daily Express þessa
dagana með svipu á lofti og krefst
þóknunar fyrir að leyfa blaðinu að
hafa við sig viðtai um bækurnar!
Stóra bomban kom svo fyrir
skömmu. Fergie gerði það heyrin-
kunnugt að hún væri farin að taka
saman sjálfsævisögu sína og væri
ekkert undan dregið, bókin yrði full-
gerð á næsta ári og útgefendur berð-
ust um útgáfuréttinn enda um gull-
tryggða metsölubók að ræða.
Það mun ekki vera ofsögum sagt,
að Elísabet Bretadrottning sé lítt
ánægð með Fergie og telji það
hneyksli að kóngafólk í Bretlandi
nútímans raki saman fé þegar svo
margir séu þurfandi. Fergie segir
það aftur á móti sitt mál hvernig
hún veiji frístundum sínum.
Júlíus Saga Bessi Kjartan
Brjánsson Jónsdóttir Bjarnason Bjargmundsson
SameinaÖi grínflokkurinn
DÉ LÓNLÍ BLÚ
Hljómsveitin
mmnoio
frá Akureyri
rokksyeít
RÚNARS JÚLÍUSSONAR
Sveilln
milli sanda
Opnum kl. 19 fyrir matargesti.
Marg rómaður matseðill -
Borðapantanir í síma 29098.
— Á næstunni —
StUifcl
Næstu sýningar:
7. sýningföstudagskvöldið 3. nóv.
8. sýning laugardagskvöldið 4. nóv.
9. sýningföstudagskvöldið 10. nóv.
10. sýning laugardagskvöldið 11. nóv.
Sami miði gildir á allar hæðir!
Staður í uppsveiflu