Morgunblaðið - 28.10.1989, Side 36
FLÓRÍDA
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Morgunblaðið/Þorkell
Hjóla ísólarhring
Nemendur 5. bekkjar MR hófu maraþonhjólreiðar í kringum Tjörnina klukkan 17 í gær
°g hyggjast þeir hjóla stanzlaust í einn sólarhring. Er þetta gert til að afla fjár til skóla-
ferðalags næsta vor. Til að ræsa kappana var fenginn gamall nemandi úr MR, Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra.
Morgunblaðið/Sverrir
Örtröð á dekkjaverkstæðum
Miklar annir voru á dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu
í gær, á fyrsta snjódegi vetrarins. Guðlaugur Jónsson í Barðan-
um sagði í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun að það biðu
um 140 manns eftir því að fá vetrardekk undir bifreiðar sínar
og milli 40 og 50 bílar kæmu á hveijum stundarfjórðungi. Vegna
góðrar tíðar undanfarið voru fáir búnir að búa bifreiðar sínar
undir vetrarakstur.
Flugleiðir:
Á þriðja tug starfs-
maiuia sagt upp í gær
Hefur fækkað um 300 undanfarið ár
Óskað hefiir verið eftir inn-
siglun um 1.100 fyrirtækja
Hert innheimta söluskatts á árinu:
Á ÞRIÐJA tug starfsmanna Flugleiða var sagt upp störfum í gær.
Jafhframt var tekin ákvörðun um að framvegis fari menn í stjórnun-
arstörfum innan félagsins á eftirlaun við 67 ára aldur. Flestir þeirra
sem sagt var upp í gær eru í stjórnunarstörfum í ýmsum deildum
í Reykjavík en einnig var fólki sagt upp úr störfúm sem talið er að
unnt sé að leggja niður eða sameina öðrum.
„Fyrirtækið hefur dregið saman
seglin undanfarið og lögð er áhersla
á að halda öllum kostnaði í lág-
marki,“ sagði Sigurður Helgason
forstjóri Flugleiða. „Launakostnaður
er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn
hjá fyrirtækinu og hefur verið yfir
30% en það er markmiðið að hann
verði innan við 30%. Til að ná þessu
markmiði várð að taka ákvörðun um
uppsagnir fólks í um það bil 25 stöðu-
gildum. Við höfðum vonað í lengstu
lög að við gætum náð þessu mark-
miði með því að ráða ekki í störf
þeirra sem hættu en með því móti
hefur starfsmönnum fækkað um
16%, eða rúmlega 300 stöðugildi
undanfarið ár.“
Aðspurður hvort búast mætti við
frekari uppsögnum hjá fyrirtækinu
sagði hann svo ekki vera: „Við teljum
að þessu sé lokið núna, að við séum
búnir að ná því markmiði sem við
settum okkur. Miðað við stærð fyrir-
tækisins eins og hún er nú, og á
eftir að verða á næstu misserum,
teljum við að séum með þann starfs-
mannaíjölda sem þarf á að halda en
við munum sýna aðhald í sambandi
við nýráðningar," sagði Sigurður
Helgason.
Hann sagði að uppsagnirnar tækju
gildi á misjöfnum tíma, eftir eðli
starfsins og eftir samkomulagi. Sig-
urður sagði að starfsaldur margra
þeirra sem sagt var upp í gær væri
alllangur og að starfsmannastjóri
fyrirtækisins mundi aðstoða eftir
föngum við að finna fólkinu önnur
störf.
Helga Birkisdót,tir formaður
Starfsmannafélags Flugleiða vildi
ekkert segja um uppsagnirnar þegar
eftir var leitað í gærkvöldi.
TOLLSTJÓRINN í Reykjavík heftir það sem af er árinu óskað
eftir við lögreglu að um 1.100 fyrirtæki verði innsigluð vegna
vanskila á söluskatti. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í
Reykjavík hafa um 350 fyrirtæki verið innsigluð í borginni vegna
vanskila á söluskatti á árinu. Tekjuauki ríkissjóðs vegna hertrar
innheimtu söluskatts er talinn nema allt að 700 milljónum króna
á ári, að sögn Snorra Olsen deildarstjóra í Qármálaráðuneytinu,
sem segir að aðgerðirnar, sem hófúst þann 19. júní síðastliðinn,
hafi skilað bættri innheimtu söluskattsins um 1-2%.
Allt árið í fyrra voru beiðnir um
innsiglun fyrirtækja vegna van-
goldins söluskatts um 200 talsins,
að sögn Björns Hermannssonar
tollstjóra, en verulegur hluti kem-
ur aldrei tii framkvæmda, til dæm-
is vegna þess að skuld er greidd,
fyrirtæki er gjaldþrota eða hætt
starfrækslu eða starfsstöð fyrir-
tækis er á heimili eiganda.
A ð sögn Snorra Olsen er áætlað
að þær hertu innheimtuaðgerðir
sem íjármálaráðuneytið tók upp
vegna vangoldins söluskatts á
liðnu sumri hafi skilað því að inn-
heimta söluskatts sé nú 1-2% betri
en á síðasta ári. Snorri áætlar að
tekjuaukinn nemi allt að 700 millj-
ónum króna. Þá sagði hann að við
innheimtu eldri söluskattsskulda
hefði náðst enn betri árangur.
Verið væri að kanna tölur þar að
lútandi og yrðu þær gerðar opin-
berar á næstu vikum. Ekki lágu
fyrir tölur um endurgreiðslu inn-
heimts söluskatts samkvæmt
ákvörðun ríkisskattanefndar eða
dómstóla.
Þá sagði Snorri Olsen að á
næstunni yrði gripið til hertra
aðgerða vegna vanskila á stað-
greiðslu tekjuskatts en frá síðasta
ári eru um 800 milljónir króna af
22 milljarða heildarstaðgreiðslu-
skatti ógreiddar, að meðtöldum
álagningum.
Hornagörður:
Veiddu há-
hyrning'
HALLDÓRA HF 61 kom í
gær með lifandi ungan há-
hyrning til Hafnar í Horna-
fírði. Háhyrningurinn var
fluttur landleiðina til Hafhar-
fjarðar og settur í laug í
Sædýrasafninu í gærkvöldi.
Halldóra hefur verið á há-
hyrningaveiðum í haust og er
þetta annar háhymingurinn,
sem báturinn nær. Skipstjóri á
Halldóru er Jón Gunnarsson,
sem áður hefur stundað há-
hyrningaveiðar fyrir erlenda
dýragarða á bátnum Guðrúnu.
Járnblendifélagið á Grundartanga:
Hagnaðarhlutdeild
greidd í fyrsta skipti
VEGNA góðrar afkomu íslenska járnblendifélagsins á þessu ári
liggur ljóst fyrir að félagið mun í fyrsta sinn greiða Landsvirkjun
hagnaðarhlutdeild á næsta ári.
Við endurfjármögnun jám-
blendiverksmiðjunnar við Grund-
artanga árið 1984 var samningum
Járnblendifélagsins við Lands-
virkjun breytt á þá lund að þegar
eiginfjárhlutfall næði 40% og
hagnaður væri meiri en 51,3 millj-
ónir, fengi Landsvirkjun greidda
hagnaðarhlutdeild sem næmi
þriðjungi af hagnaði umfram 51,3
milljónir.
Það er ljóst að til greiðslna kem-
ur á næsta ári til Landsvirkjunar,
en ekki er endanlega ljóst um
hversu háa upphæð verður að
ræða. Hún mun þó að minnsta
kosti hlaupa á tugum milljóna.
Endanlegt uppgjör mun liggja fyr-
ir innan skamms. Litlu munaði að
til þess kæmi á þessu ári að greidd
yrði hagnaðarhlutdeild vegna árs-
ins í fyrra.
Að sögn Stefáns Reynis Krist-
inssonar, fjármálastjóra íslenska
járnblendifélagsins, er rekstur
verksmiðjunnar mjög blómlegur
um þessar mundir, enda árin í ár
og fyrra mjög góð. Hann segir þó
vera farið að halla undan fæti, þar
sem verð sé nú 30-40% lægra en
á fyrsta fjórðungi ársins.