Morgunblaðið - 10.11.1989, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989
Fjármögnun tveggja Boeing 757-200-véla Flugleiða:
Samið um 5,3 milljarða
lán við 15 erlenda banka
FLUGLEIÐIR undirrituðu í gær samning um rúmlega 5,3 miHjarða
króna lántöku vegna kaupa á tveimur Boeing 757-200-flugvélum sem
félagið fær afhentar næsta vor. Lánveitingin samsvarar 90% af kaup-
verði vélanna og var hún boðin út á alþjóðlegum markaði. Bank of
Amerika og Long Term Credit Bank of Japan höfðu umsjón með
lánveitingunni en 13 aðrir bankar eiga aðild að henni. Flugleiðir
hafa einnig samið um 29 milljóna dollara lán við tvo erlenda banka
vegna kaupa á þriðju Boeing 737-vélinni og verður samningur þar
að lútandi undirritaður í byijun desember.
Þegar tilboðin voru opnuð í lán-
veitinguna reyndust viðbrögð banka
meiri og betri en búist hafði verið
við. í lok ágúst höfðu 13 bankar frá
Evrópu og Japan skrifað sig á lánið
þannig að íjárhæðin var langt um-
fram það sem Flugleiðir óskuðu eft-
ir eða 125 milljónir dollara í stað
86 milljóna.
í frétt frá Flugleiðum segir að
þessar undirtektir endurspegli trú
bankamanna á þeim flugvélateg-
undum sem félagið hafi fest kaup
á og sé til vitnis um það orðspor
sem fari af Flugleiðum á erlendum
lánamörkuðum. Þá séu lánin tekin
án ríkisábyrgða og einungis tryggð
með veði í flugvélunum sjálfum.
Fyrir hönd Flugleiða undirrituðu
lánssamninginn Sigurður Helgason,
forstjóri og Halldór Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs.
Að sögp Halldórs Vilhjálmssonar
er'lánstíminn 15 ár með 25% loka-
greiðslu og miðast vextir við Libor-
vexti sem eru millibankavextir í
London. Fyrstu 4 árin greiðist 0,4%
álag á Libor, næstu 11 árin greiðist
0,5% álag en á 25% lokagreiðslunni
er 0,75% álag. Lántökukostnaður
er samtals 0,55% af lánsfjárhæðinni.
Auk fjármögnunar á Boeing
757-vélunum hafa Flugleiðir tryggt
fjármögnun vegna kaupa á þriðju
Boeing 737-vélinni sem einnig verð-
ur afhent á' næsta ári. í því tilviki
var samið við tvær íjármálastofnan-
ir, C. Itoh UK og Mitsui Trust and
Banking. Lánssamningurinn hljóðar
upp 29 milljónir dollara og verður
hann undirritaður hér á landi í byij-
un desember. Heildarfjármögnunar-
þörfin vegna næstu þriggja
Boeing-véla Flugleiða og fylgihluta
er samtals um 124,6 milljónir doll-
ara. Að meðtöldum þeim tveimur
Boeing 737-vélum sem félagið fékk
afhentar í vor og öllum fylgihlutum
verður heildarljárfesting Flugleiða
vegna endurnýjunar millilandaflug-
flotans samtals 187 milljónir dollara
eða tæpir 11,7 milljarðar króna. Þar
af hefur félagið greitt 20 milljónir
dollara eða um 1.250 milljónir
króna.
VEÐURHORFUR íDAG, 10. NÓVEMBER.
YFIRLIT f GÆR: Skammt suð-vestur af landinu er 989 mb lægð
sem þokast suð-austur. Yfir Norður-Grænlandi er 1.026 mb hæð.
Hiti breytist lítið.
SPÁ: Norð-austan átt, sums staðar stinningskaldi eða allhvasst
norðan til á Vestfjörðum, en annars gola eða kaldi. Él verða víða
norðanlands, einkum þó við sjávarsíðuna, en á sunnan-verðu
landinu er.gert ráð fyrir þurru og björtu veðri. Hiti um eða rétt
yfir frostmarki við sjóinn, en annars frost 1-6 eða 7 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Norðan- og norð-austan átt um iand
allt. Éljagangur norðanlands, en úrkomulaust og víða léttskýjað
syðra. Frosti 1-6 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg breytileg átt. Sums staðar
él við austur- og norð-austurströndina en annars þurrt og víða
léttskýjað. Frost á bilinu 2-8 stig.
TÁKN:
' :
- Heiðskírt
* f
-
m
Léttskýjað
Hátfskýjað
Skýjað
r
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
<10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
SJ Skúrir
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
CO Mistur
—|- Skafrenningur
(T Þrumuveður
.w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +1 skýjað Reykjavík 1 léttskýjað
Bergen 10 úrkoma
Helsinki 5 þokumóða
Kaupmannah. 9 skýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk +9 heiðskírt
Osló 7 rigning
Stokkhólmur 9 súld
Þórshöfn 7 léttskýjað
Algarve 19 skýjað
Amsterdam 11 léttskýjað
Barcelona 14 þokumóða
Berlín 10 léttskýjað
Chicago 2 skýjað
Feneyjar 12 alskýjað
Frankfurt 9 léttskýjað
Glasgow 9 úrkoma
Hamborg B skýjaö
Las Palmas vantar
London 10 skýjað
Los Angeles 15 heiðskírt
Lúxemborg 5 CO f
Madríd vantar
Malaga vantar
Mallorca vantar
Montreal — vantar
New York vantar
Orlando 22 þokumóða
Paris 10 skýjað
Róm 16 þokumóða
Vín 9 skýjað
Washington 17 þokumóða
Winnipeg +3 snjókoma
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá undirritun samnings um lántöku Flugleiða vegna kaupa á tveim-
ur Boeing 757-flugvéIum sem félagið fær afhentar á næsta ári. Fyr-
ir hönd Flugleiða undirrituðu samninginn þeir Sigurður Helgason
forstjóri og Halldór Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Qármálsviðs.
1.850 manns að jafnaði
atvinnulausir í október
Atvinnulausir 700 í októbermánuði í fyrra
ATVINNULEYSI hefur aukist aftur og er í október það sama og
það var í ágústmánuði eftir skammvinnan bata í september, að
því er fram kemur í upplýsingum Vinnumálaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins um atvinnuástandið. 1.850 manns gengu að jafnaði
atvinnulausir í október, sem jafiigildir 1,4% af áætluðum mannafla
á vinnumarkaði, meira en eitt þúsund fleiri en í október í fyrra
þegar 700 manns voru að nieðaltali atvinnulausir. Þetta er 10%
meira atvinnuleysi en spá Þjóðhagsstoftiunar gerði ráð fyrir.
Samtals voru atvinnuleysisdag-
amir í mánuðinum 40 þúsund og
voru 24 þúsund skráðir hjá konum
og 16 þúsund hjá körlum. A öllu
landinu nema höfuðborgarsvæð-
inu fjölgaði konum meira á at-
vinnuleysisskrá en körlum og í
heild fjölgar konum á skrá frá
mánuðinum á undan um 30% en
körlum um 15%. Fleiri karlar eru
skráðir atvinnulausir á höfuð-
borgarsvæðinu, 418 karlar saman-
borið við 391 konu.
Skráðum atvinnuleysisdögum
fjölgaði á öllum skráningarsvæð-
um nema á Vestfjörðum. Aukning-
in er mest í dögum talið á höfuð-
borgarsvæðinu tæplega 1.90Ó, þar
næst á norðurlandi eystra 1.600
dagar og síðan Suðurnes með
aukningu um 1.400 daga. Aukn-
inginn annars staðar var minni.
Landbúnaðarráðherra:
Niðurstaða þarf að liggja
fyrir innan fárra vikna
STEINGRIMUR J. Sigfusson
landbúnaðarráðherra segir að
tillögur nefndar um aðgerðir til
aðstoðar loðdýraræktinni verði
að öllum líkindum kynntar á
ríkissljórnarfiindi í dag, fostu-
dag.
„Það verður að viðurkennast að
það hefur dregist mun lengur en
góðu hófi gegnir að koma þessu
máli fram, vegna þess að endanleg
niðurstaða verður að liggja fyrir
nú innan fárra vikna. Eg hef því
lagt ofuráherslu á að fá niðurstöð-
ur nefndarinnar í hendur, og stefni
að því að geta lagt þær fyrir ríkis-
stjórnarfund á föstudag,“ sagði
Steingrímur.
Fiskiðjan Freyja:
Fresturinn framlengdur
FRESTUR sá sem Fiskiðjunni
Freyju hf. á Suðureyri var veitt-
ur til að útvega hlutafé til móts
við framlag HIutaQársjóðs
Byggðastoftiunar hefur verið
framlengdur til 20. nóvember.
Fiskiðjunni Freyju hf. var sett
það skilyrði að útvega nýtt hlutafé
að upphæð 55 milljónir króna fyr-
ir 6. nóvember, þegar stjórn Hluta-
fjársjóðs samþykkti að bjóða fram
nýtt hlutafé að upphæð 96,5 millj-
ónir króna til félagsins. Þar sem
ekki hafði tekist að safna hluta-
fénu að fullu á tilsettum tíma hef-
ur Hlutafjársjóður ákveðið að
lengja frestinn um hálfan mánuð.
Dagur tónlistar-
skólanna á morgun
DAGUR tónlistarskólanna er
á morgun, laugardag. Tónlist-
arskólar eru nú 60 talsins á
landinu og nemendur þeirra á
níunda þúsund.
Á morgun munu tónlistarskól-
arnir minnast dagsins með
margvíslegum hætti. Meðal ann-
ars verða haldnir tónleikar og
farið í tónleikaferðir og heim-
sóknir á elliheimili og sjúkrahús.