Morgunblaðið - 10.11.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.11.1989, Qupperneq 20
1 20__________________ Kosningar í Jórdaníu: Heittrúaðir múslímar vinna sigur Amman. Reuter. MÚSLÍMSKA bræðralagið er sigurvegari þingkosningannaí Jórdaníu á miðvikudag. Flokk- urinn, sem er sá eini sem leyfð- ur er í landinu, fékk 20 af þeim 80 þingsætum sem kosið var til. Önnur þingsæti dreifast milli frambjóðenda sem buðu sig fram í eigin nafni og fiilltrúa ýmissa ættbálka. Konur buðu sig nú í fyrsta skipti fram til þings í landinu en engin þeirra náði kjöri. Kosningamar sem eru hinar fyrstu í 22 ár þykja hafa farið vel fram. Styrkur heittrúaðra fram- bjóðenda hefur þó vakið nokkurn óhug hjá jórdönskum embættis- mönnum. Þeir óttast að í sumum málum nái heittrúaðir múhameðs- trúarmenn meirihluta á hinu ný- kjörna þingi. Kjörsókn í kosning- unum var 53%, minni en búist hafði verið við. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989 Reuter Bílfeijan Hamborg er hér komin til hafnar í Bremerhaven eftir að hafa lent í árekstri við flutningaskip í Norðursjó á miðvikudagskvöld. Flutningaskip siglir á ferju í Norðursjó: Strandgæslan hafði var- að við hættu á árekstri Athygli vakti að bedúínahöfð- inginn Akef al-Fayez datt út af þingi en hann var forseti þingsins og hefur gegnt því embætti manna lengst. Kaupmannahöfn. Frá Nils J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA bílferjan Hamborg og norska flutningaskipið Nordic Stre- am lentu í árekstri í Norðursjó á miðvikudagskvöld, með þeim afleið- ingum að þrír menn fórust og sjö slösuðust alvarlega. Vestur-þýska strandgæslan hafði varað skipstjórana við árekstrarhættu áður en slysið varð, að sögn lögreglunnar í Bremerhaven. Kína: Deng segir af sér en er enn áhrifamestur Peking. Reuter. DENG Xiaoping sagði í gær af sér formennsku í hermálaráði kínverska kommúnistaflokksins en verður áfram áhrifamesti leiðtogi Kína að sögn vestrænna stjórnarerindreka. Við embættinu tekur Jiang Zemin, Ieiðtogi flokksins, sem Deng hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Deiig ætlar einnig að segja af sér formennsku í hermálaráði ríkisins, sem er mun valdaminna. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að með af- sögninni hafi Deng fómað sér til að treysta stöðu Jiangs Zemins. Honum hefði þó ekki tekist að fá Yang Shangkun, forseta Kína, sem vildi gegna formennskunni í hermálaráð- inu, til að fallast á að segja sig úr ráðinu. Deng er sagður vantreysta Yang, þar sem hann hafi efasemdir um efnahagsumbætumar, sem Deng beitti sér fyrir. Yang Shangkun var þó gerður að fyrsta varaformanni ráðsins og bróðir hans, Yang Baib- ing, varð aðalritari. Eftirmaður Dengs í formanns- embættinu, Jiang, hefur litla sem enga reynslu af hermálum. Hann komst í miðstjóm flokksins árið 1982 og í stjórnmálaráðið 1987. Kínverska lögreglan hefur hand- tekið tvo eftirlýsta andófsmenn, sem Reuter Deng Xiaoping. skipulögðu mótmæli námsmanna fyrr á árinu og hafa farið huldu höfði í fjóra mánuði. Henni tókst um leið að loka flóttaleið úr landinu, sem stuðningsmenn kínverskra andófs- manna í Hong Kong höfðu komið upp. Finnland: Deilur um undirbúning viðræðna um evrópska efnahagssvæðið Helsinki. Frá Birni Bjamasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FINNSKIR stjórnmálamenn búa sig undir að taka ákvarðanir vegna samningaviðræðnanna um evrópska efhahagssvæðið með samruna markaða Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB). Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkis- stjórnina fyrir að hafa ekki fyrir löngu tekið málið upp á þingi. Stjórnarsinnar og embættismenn ségja á hinn bóginn að ekkert viðfangsefhi í utánrikismálum hafi verið kynnt þinginu jafn ítar- lega á vinnslustigum þess. Hlutleysisstefiian hindrar Finna ekki í þessu máli en hins vegar vi(ja þeir ákveðnar undanþágur vegna sérstakra aðstæðna eins og við íslendingar. Af viðræðum við finnska stjóm- mála- og embættismenn er ljóst að þeir lfta þannig á að umræð- urnar um evrópska efnahags- svæðið og þær ákvarðanir sem taka þarf í tengslum við samninga EFTA og EB séu með þeim af- drifaríkustu er Finnar hafa staðið frammi fyrir. Þær kunni að gjör- breyta stöðu Finnlands bæði inn á við og út á við. Málið kemur á dagskrá finnska þingsins 28. nóv- ember næstkomandi þegar ríkis- stjórnin gerir grein fyrir könnun- arviðræðum embættismanna EFTA og EB sem fram hafa farið að undanfömu undir forystu ís- lendinga af hálfu EFTA. Fóru finnskir embættismenn lofsorði um íslenska starfsbræðuf sína þegar þeir lýstu framgöngu þeirra í viðræðunum. Finnska stjórnin, sem nýtur stuðnings hægrimanna og jafnað- armanna, vill eindregið ganga til samninga EFTA og EB. Miðflokk- urinn sem er í stjórnarandstöðu vill einnig slíkan sammna en gagnrýnir bæði málsmeðferðina og setur ákvéðnari fyrirvara varð- andi undanþágur fyrir Finna. Enn er ekki ljóst hve afdráttarlausir þeir verða en þar kemur einkum til álita eignarhald á fasteignum í Finnlandi og flutningur á vinnu- afli. Útlendingum er nú bannað að eiga fasteignir í Finnlandi og telja margir að það muni leiða til þess að Finnar missi tijávöruiðn- aðinn úr eigin höndum ef þessu banni verði aflétt. Þá mega út- lendingar ekki eiga meira en 40% í hlutafélögum í Finnlandi og ekki fara með meira en 20% atkvæða í þeim. Hvort tveggja brýtur þetta í bága við almennar reglur EB sem við er miðað í viðræðum EFTA og EB. Kunna Finnar að óska eftir undanþágu að þessu leyti og einnig til að yiðhalda þeirri stefnu sinni að banna fyrir- tækjum að ráða erlenda farand- vérkamenn til starfa hjá sér. Stormur var þegar slysið varð og mikill sjógangur. Bílfeijan komst án aðstoðar til hafnar í Bremer- haven í gær og fóru farþegarnir þar frá borði. Þeir voru síðan flutt- ir til Hamborgar. Lögreglan hóf þegar rannsókn á orsökum slyssins. „Við vitum ekki hvers vegna þetta gerðist. Strand- gæslan hafði varað skipstjórana við því að hætta væri á árekstri," sagði talsmaður lögreglunnar í Bremen. Ekki hafði tekist að bera kennsl á líkin þijú í gær vegna þess hve illa þau voru leikin. Sjö slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Vestur-Þýskalandi. Feijan er í eigu danska skipafyr- irtækins DFDS. Ekki var vitað með vissu hversu margir farþegar voru í feijunni. Hún var á leiðinni frá Harwick í Englandi til Hamborgar, aðallega með vestur-þýska, breska og danska farþega. Norska flutn- ' ingaskipið var á leiðinni til Ham- borgar. Grikkland: Mitsotakis mistekst stjórnar- myndun Aþcnu. Reutcr. LEIÐTOGI Nýja demókrata- flokksins í Grikklandi, Konst- antín Mitsotakis, gafst í gær upp við að mynda samsteypustjórn með kommúnistum. Telja má víst að Andreas Papandreou. leiðtogi sósíalista og fyrrum forsætisráð- herra, verði veitt stjórnarmynd- unarumboð í dag, fóstudag. Nýdemókrata, sem eru hægri- sinnaðir, skortir þijú þingsæti til að hafa meirihluta á þingi eftir kosningar sem fóru fram síðastlið- inn sunnudag. Mitsotakis sagðist telja heppilegast að reynt yrði að mynda þjóðstjórn í landinu en til- raunir í þá átt geta ekki hafist fyrr en sósíalistar og kommúnistar hafa fengið tækifæri til að bræða saman stjórn. Harilaos Florakis, formaður kommúnistaflokksins, hefur sett sem skilyrði fyrir samstarfi við sós- íalista að Papandreou víki úr for- ystusæti flokksins. Ríkisstjórn Pap- andreous hefur verið sökuð um gífurlega spillingu og ólöglegt at- hæfi af ýmsu tagi. Norðurlandaráð: Norskttón- skáld fær verðlaunin NORRÆNA tónlistarnefndin (NOMUS) ákvað í gær að veita norska tónskáldinu Olav An- ton Thommessen Tónlistar- verðraun Norðurlandaráðs árið 1990. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í febrúar. Verð- launin fær Thommessen fyrir verkið „Gjennom Prisme". Verðlaunin eru 150.000 dan- skar krónur en þau eru veitt á ári hveiju. Tíu verk voru til- nefnd í ár en af hálfu íslands voru lögð fram verk eftir þau Karólínu Eiríksdóttur og Leif Þórarinsson. Ástralía: Karlskrona- kafbáturinn í sænskan skemmtigarð Stokkhólmi. Frá Erik Liden, frétta- ritara Morgunblaðsins. SÆNSKT fyrirtæki hefur fest kaup á sovéska kafbátnum sem strandaði í sænska skeija- garðinum við Karlskrona árið 1981. Bátnum .verður komið fyrir í stærsta skemmtigarði Svíþjóðar í Skara norðaustur af Gautaborg. Kunnur sænsk- ur athafnamaður, Bert Karls- son, keypti bátinn af norsku málmbræðslufyrirtæki og gaf eina og hálfa milljón s. kr.. (rúmar 14 millj. ísl.) fyrir bann. Kafbáturinn verður fluttur í fjórum hlutum frá Noregi en hann er 72 metrar að lengd og vegur um 800 tonn. Noregur: Konur í póli- tík ógn við landvarnir Ósló. Reuter. VAXANDI fjöldi kvenna í háum stöðum innan stjórn- málanna er ógn við landvarnir Noregs, að því er Morten Bu- an, formaður samtaka yfir- manna í norska hernum, sagði á mánudag. „Þetta stafar af því að konur leggja meiri áherslu á mjúku málin og koma lítið eða ekki nálægt varnarmálum,“ bætti hann við. Buan áleit þó að þetta vanda- mál mætti leysa með aukinni hernaðarþjálfun kvenna. Tyrkland: Ozal velur eft- j irmannsinn Ankara. Reuter. TURGUT Ozal, nýkjörinn for- seti Tyrklands, valdi í gær Yildirim Akbulut í embætti forsætisráðherra. Ozal sem verið hefur forsætisráðherra í sex ár var kjörinn forseti landsins fyrr í vikunni. Ak- bulut hefur verið forseti þings- ins um skeið og er úr Föður- landsflokknum, flokki Ozals. Litið er á nýja forsætisráð- herrann sem mann sátta milli fijálslyndra flokksmanna og heittrúaðra. Búist er við að Akbulut leggi fram ráðherra- lista sinn eftir nokkra daga. _____________________(

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.