Morgunblaðið - 10.11.1989, Síða 27

Morgunblaðið - 10.11.1989, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER1989 2t íþróttir fatlaðra kynntar íþróttasamband fatlaðra efnir til kynningar á möguleikum fatl- aðra til íþrótta- og tómstunda- starfa í bænum á morgun, laug- ardag, í samvinnu við íþóttafé- lagið Akur, íþóttabandalag Ak- ureyrar, Sjálfsbjörgu og Svæðis- stjórn um máleini fatlaðra. Kynningin fer fram að Bjargi, húsi Sjálfsbjargar að Bugðusíðu 1, og hefst kl. 14. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að að lok- inni fundarsetningu fer fram kynn- ing á starfi íþróttasambands fatl- aðra og síðan verður sýnt stutt myndband er sýnir fatlaða í íþrótt- um og þá verður kynning á starf- semi íþróttafélagsins Akurs. Fatlaður íþróttamaður flytur er- indi og síðan verða umræður. Að lokum fá þátttakendur að reyna sig í ýmsum íþróttagreinum sem fatlaðir leggja stund á. Píanótónleikar VILBERG Viggósson píanóleik- ari heldur tónleika í sal Tónlist- arskólans á Akureyri á morgun, og í samkomusal Barnaskólans á Húsavík á sunnudag. Tónleik- arnir heQast báðir kl. 17. Vilberg er fæddur á ísafirði árið 1960 og hóf þar píanónám átta ára gamall undir handleiðslu Ragnars H. Ragnars. Hann lauk burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1982 og var gesta- nemandi við Tónlistarháskólann í Köln veturinn 1983-84. Síðasta vor tók Vilberg lokapróf frá Sweelinck Conservatorium í Amsterdam. Vil- berg er píanókennari við Tónlistar- skólann í Njarðvík í vetur. Dagur tónlistar- skólanna DAGUR tónlistarskólanna er á morgun og kl. 13.30 verða tón- leikar í Tónlistarskólanum á Akureyri þar sem fram koma nemendur skólans. Við skólann eru um 530 nemend- ur og þar eru starfandi fjórar blás- arasveitir og þijár strengjasveitir auk bigbands. Þá gefst elstu nem- endunum kostur á að leika með Kammerhljómsveit Akureyrar. Nú í vetur var komið upp vísi að kirkju- tónlistardeild, en kennd er kór- stjórn við skólann og er Rovar Kvam þar kennari, en auk þess er kennir sr. Kristján Valur Ingólfsson helgisiðfræði og sálmafræði. Starf- andi organistar hafa sótt þessi námskeið og hafa til að mynda komið organistar úr Skagafirði á námskeiðin. í vetur hófst tónlistarkennsla við Glerárskóla þar sem um 20 nem- endur stunda nám, en slíkt hefur ekki verið í boði áður. Of mikið bar í milli í Krossanesdeilunni HLÉ hefúr verið gert í samninga- viðræðum Verkalýðsfélagsins Einingar og Vinnuveitendasam- bands íslands í Krossanesdeil- unni svokölluðu. Samningafundur hófst á þriðju- dag og stóð fram undir miðnætti og var þráðurinn tekinn upp að nýju á miðvikudag. Fundur stóð allan þann dag, en upp úr mið- nætti aðfaranótt fimmtudags var viðræðum hætt. Hilmar Steinarsson hjá Krossa- nesverksmiðjunni sem sæti á í samninganefndinni sagði að við- ræðum hefði verið hætt þar sem of mikið bæri í milli. Tilboð hefði verið á borðinu um að fjögurra vakta kerfi yrði tekið upp hjá verk- smiðjunni, en aðilar hefðu ekki ver- ið sammála um launaliði. Gert verður við Heklu hjá Slippstöðinni GENGIÐ var frá samnlngum um að Slippstöðin hf. tæki að sér viðgerð- ir á strandferðaskipinu Heklu í gærmorgun. Skipið fékk á sig brotsjó, sem kunnugt er, og skemmdist allverulega. Kostnaður vegna tjónsins er metinn á um 30 milljónir. Sigurður Ringsted forstjóri Slipp- stöðvarinnar sagði að reiknað væri með að vinna yrði við verkið fram í janúar á næsta ári. Skipta þarf um -innréttingar og rafmagn í húsi skips- ins, sem er þrjár hæðir og þá þarf einnig að setja íipp ný tæki í brúna. Um helgina verður lokið við þær viðgerðir sem gerðar verða við skipið á landi, en verið er að skipta um framþil í húsinu auk annarra stálvið- gerða. Þá er verið að gera við skrúfu- húnaðinn, sprungur og einnig verður skipið sandblásið, en þessar viðgerð- Steinninn sem lenti á vinstra fæti mannsins var tæplega 300 kíló að þyngd og mjög oddhvass. Fótinn tók í sundur við ökkla. Maðurinn var þegar fluttur með sjúkrabifreið frá Ólafsfirði og á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gekkst undir uppskurð í fyrrakvöld. Líðan hans var eftir atvikum. Tryggvi Jónsson aðstoðarstaðar- stjóri sagði að er slysið varð hafi starfsmenn verið að hlaða stafninn og er verið var að hlaða síðustu hol- una rann steinninn niður eftir stafn- inum og lenti þá á fæti mannsins. Hann sagði að sá háttur væri hafður ir tengjast ekki allar tjóninu sjálfu. Sigurður sagði að bæði væri verið að vinna að verkum fyrir trygginga- félagið og fyrir útgerðina. Tjónið á Heklunni er metið á um 30 miHjónir króna, en enn er ekki vitað hversu mikill annar viðgerðarkostnaður verður vegna árlegs viðhalds skips- ins. Reiknað er með að vinna verði við skipið fram í janúar á næsta ári, en það verða nær eingöngu trésmiðir og rafvirkjar sem sinna þessu verk- efni. á að áður en borun hefst sé bergið hreinsað og það sem laust er er fjar- lægt. Farið er í körfu efst í bergið og það sem þar er hreinsað niður. Þetta hafi verið búið að gera er sly- sið varð. Tryggvi sagði að vatn væri í stafn- inum, en sprungur bergsins væru leirfylltar. Að öllum líkindum hefði leirinn smám saman skolast burtu með þeim afleiðingum að steinninn hafi losnað og runnið af stað. „Það er allt gert til að koma í veg fyrir að svona hlutir geti gerst, en aldrei hægt að fyrirbyggja þá alveg,“ sagði Tryggvi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kostnaður vegna tjónsins sem strandferðaskipið Hekla varð fyrir er það lenti í brotsjó fyrir nokkru er metinn á um 30 millj- ónir króna. Gengið hefúr verið frá samningum um að Slippstöðin taki verkið að sér. Laugardagur: Sprengikvöld Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur til kl. 03.00. Örfá borð laus fyrir matargestir Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. Verið velkomin. Hótel IiEA Norskur maður missti framan af vinstra fæti RÚMLEGA fertugur Norðmaður, flokksstjóri við jarðgangagerðina í Ólafsflarðarmúla missti framan af fæti er stór steinn féll ofan úr berg- inu og á hann er hann var við vinnu sína í göngunum í fyrradag. Verið var að hlaða stafiiinn er slysið varð, en gangamenn voru þá komnir um 2.150 metra inn í göngin. ATVINNIÍAUGIYSINGAR Snyrting og pökkun Starfsfólk vantar nú þegar við snyrtingu og pökkun. < Upplýsingar í síma 93-61200. Hraðfrystihús Ólafsvíkur. Stálskipasmiðir Óskum að ráða fjóra menn vana stálskipa- smíði. Ráðningartími frá 20. nóvembertil 31. janúar 1990. Upplýsingar eru veittar í síma 98-11490 (Kristján) föstudag og mánudag milli kl. 10.00 og 12.00 og 13.00 og 16.00. Skipalyftan hf., Vestmannaeyjum. Beitningamenn vantar á mb. Hópsnes GK 77, sem rær með línu frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-68475. LANDSPÍTALINN Sjúkraliðar óskast til starfa nú þegar á öldrunarlækn- ingadeild í Hátúni. Um er að ræða fastar næturvaktir, 80-100% starf. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Karlsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602266. Atvinna - kortagerð^ Verkfræðistofan Hnit hf. óskar eftir að ráða mann til starfa á myndmælingadeild með staðgóða þekkingu á tölvum og CAD-kerfum. Æskilegt er að viðkomandí hafi háskóla- menntun í stærðfræði eða tölvunarfræðum og/eða fögum tengdri kortagerð. Væntanlegir umsækjendur eru beðnir um að koma skriflegum upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf til Verkfræðistofnunn- ar Hnitar á Háaleitisbraut 58-60 (Miðbæ), 3. hæð. Upplýsingar ekki veittar í síma. Metsölublað á hverjum degi! Báturtilsölu Til sölu 168 rúmlesta stálfiskibátur smíðaður í Svíþjóð 1964. Báturinn selst kvótalaus og án veiðiréttinda. Upplýsingar í síma 97-56639 eða 56731 í vinnutíma og í síma 97-56730 utan vinnu- tíma. Vopnfirðingafélagið í Reykjavík Ágætu félagar og gestir! Munið eftir árs- hátíð félagsins í Félagsheimili Kópavogs næstkomandi laugardag kl. 19.00. Fjölmennið. Árshátíðarnefnd. Húseigendur á Spáni Ákveðið hefur verið að stofna hagsmunafé- lag húseigenda á Spáni. Stofnfundur verður haldinn þann 12. nóvember kl. 14.00 í Þing- holti, Hótel Holti, Reykjavík. Húseigendur eða fulltrúar þeirra eru eindreg- ið hvattir til að mæta.- Undirbúningsnefndin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.