Morgunblaðið - 10.11.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 10.11.1989, Síða 31
•MORGUXlÍLÁlítÐ -FÖsÍtlDkÓtjR líl.'XÓVejÍBER 198Í) 31 2 var rólegur og dagfarsprúður og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Skaplaus var hann þó ekki, og undir rólegu yfirbragði leyndist dugnaður og snerpa. Hann var málsvari þeirra er minna máttu sín, hjálpsamur, greiðvikinn og ósér- hlífinn. Jóhannes hafði mikinn áhuga á heims- og þjóðmálum, ferðalögum, veiðiskap, og sérstakt yndi hafði hann af lestri góðra bóka, ljóðum og tónlist. Á yngri árum sínum var hann virkur félagi í íþróttafélagi Reykjavíkur þar sem hann æfði fijálsar íþróttir. Keppti hann fyrir félag sitt um nokkurra ára skeið í lang- og víðavangshlaup- um og vegnaði vel. Hann var einn- ig sundmaður góður og átti hann því láni að fagna að bjarga manni frá drukknun úr höfninni í Bremer- haven, er skip hans var þar statt eitt sinn sem oftar. Hlaut hann að launum heiðurspening frá þýska sambandslýðveldinu. Ungur kvæntist Jóhannes eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu K. Arndal, f. 28.4. 1930 í Reykjavík. Milli þeirra ríkti gagn- kvæm virðing, traust og kærleikur. Þau eignuðust þijár mannvænlegar dætur, Kristínu f. 1948, sem býr í Kópavogi. Hún er gift Magnúsi Guðmundssyni og á 6 börn. Guð- rúnu, f. 1952, sem býr á Akranesi. Hún er gift Magnúsi Benediktssyni og á 4 börn. Oktavíu, f. 1958, sem býr á Akureyri. Hún er gift Karli Gunnlaugssyni og á 3 börn. Jóhann- es og Guðbjörg ólu einnig upp dótturson sinn, Reyni Reynisson. Mjög gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna í Grímsnesinu, enda voru þau gestrisin og samhent með afbrigðum. Oft dvöldu hjá þeim börn og unglingar um lengri eða skemmri tíma að sumri til. Nutu dætur mínar m.a. góðs af og minn- ast dvalarinnar hjá Bíbí og Jóa ávallt með þakklæti og ánægju. Jóhannes var einstaklega bamgóð- ur og þolinmóður við börn. Hann hafði alveg sérstakt lagt á að kenna þeim og fræða um alla mögulega hluti og að tengja náttúruna, landið og lífið í kringum okkur við fræðsl- una, enda hændust börnin að hon- um, og ef eitthvað þurfti að gera eða fara var sjálfsagt að þau væru með. Mörg þessara barna minnast bátsferða á Ulfljótsvatni þegar lögð voru silunganet og vitjað um, þar sem Jói leiðbeindi af ljúfmennsku og þolinmæði, en börnin fengu að gera allt sjálf, róa, leggja, draga og gera að. Einnig minnast þau hænsnanna og eggjatökunnar, sem þau fengu að annast sjálf, undir leiðsögn Jóa, svo og margra ferða- laga þar sem Jói var hrókur alls fagnaðar. Jóhannes veiktist alvarlega fyrír 15 árum og háði síðan marga hild- ina við erfiða sjúkdóma og hafði ávallt betur, þótt oft munaði mjóu, þar til nú, er almættið ákvað að honum skyldi hlíft við frekari þraut- um. Æðruleysi hans, styrkur og dugnaður í veikindunum var með eindæmum. Hann kvartaði aldrei, var ávallt bjartsýnn á bata og hafði óbilandi trú á lífinu og læknavísind- unum. Og hann var aldrei deginum lengur frá vinnu en nauðsyn krafði. Skarð er fyrir skildi, en eitt sinn skal hver deyja. Söknuðurinn er mikill, en fjölskyldan á fagrar minningar um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina og vottum aðstandendum innilega samúð. Jóhannes verður kvaddur hinsta sinni í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. þ.m. kl. 15. Hjá Guði færðu umbun iðju þinnar. í anda hans þú gekkst þín mörgu spor. Nú lætur hann þig njóta náðar sinnar og nótt og kvölum snýr í eilíft vor. (F.J. Amda!) Stefán Arndal má með sanni segja að öll hans orka hafí fyrst og fremst tengst athafnasemi hans heima í Súganda- firði. Hann var vakandi og sofandi yfir velferð byggðarlagsins. Starfið var hans lífsfýlling, í senn bæði útrás fyrir ómælda athafnaþrá hans en einnig frístundaiðja. Ég man eftir öllum kvöldunum á Hjallaveg- inum þar sem hann sat annars hugar við endann á borðstofuborð- inu og lagði kapal. Sérkennileg ár- átta, sem var í senn einkennandi fyrir hann: annaðhvort gekk kapall- inn upp — eða ekki. Alveg eins og það sem hugur hans snerist um í hvert sinn. Oðru hveiju tók hann sér stutt hlé, hellti hrúgu af neftó- baki á handarbakið, sogaði mestan hlutann upp og — dágóður skerfur flaug á gólfið í stuttri sveiflu! Kaffi- bollinn alltaf á.sínum stað ... Hann bar ótakmarkaða virðingu fyrir dugnaði fólks í vinnu. Hann studdi gjarnan við bakið á ungu fólki — fólki sem honum fannst líklegt til að spjara sig í lífsins ólgu- sjó og ekki síst var hann tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef erfið- leikar steðjuðu að. Hann var að mörgu leyti maður síns tíma. Tíma þar sem gömul gildi voru í heiðri höfð. Viðskiptin gengu út á gagnkvæmt traust og það að standa við orð sín. Með þeim hætti skapaði hann sér traust, virð- ingu og ekki síst vináttu, margra karla og kvenna á lífsleiðinni. Það voru vinir sem lögðu oft leið sína í Miðleitið til hans og Svönu, hans einstaka lífsförunautar, eftir að þau yfirgáfu Súgandafjörð árið 1984 og bjuggu sér nýtt heimili — okkur í nánustu fjölskyldu hans til óblandinnar ánægju. Hann hafði næma tilfinningu fyrir því spaugilega og skoplega í lífinu og tilverunni — ekki síst mannlega þættinum og ég á margar góðar minningar um þegar hann var í essinu sínu og fór bókstaflega á kostum í frásagnargleðinni. Hann var næmur á tilfinningar annarra, ekki síst okkar sem stóðum honum næst' Samt fórum við tengdabörnin hans, börnin og barnabörnin ekki varhluta af því að skynja að hann vildi hag okkar allra sem bestan og hann fór oft ótroðnar slóðir til að sýna okkur það. Ef til vill var það þó fyrst eftir að hann hafði sest í helgan stein sem mér fannst skilningur minn á persónuleika hans dýpka. Þá gafst okkur oftar tækifæri til að ræða ýmis mál sem honum voru hugleikin og veitti mér innsýn í margt sem mér áður var hulið. Ég er auðugri af kynnum mínum af honum. Margrét Theodórsdóttir Leiðrétting* MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting: „f grein minni í blaðinu í gær um lánamál Guðrúnar Helgadóttur er Árni Gunnarsson alþingismaður sagður hafa verið forseti neðri deildar á þeim tíma er lánið var tekið. Árni hefur aðeins gegnt þessu starfi í rúman mánuð og er því ranglega bendlaður við málið í greininni. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Virðingarfyllst, Hreinn Loftsson. + Systir okkar, SIGURLAUG E. GUNNLAUGSDÓTTIR, áður Austurgötu 25, Hafnarfirði, lést 9. nóvember. Árni Gunnlaugsson, Stefán Gunnlaugsson. Við gerumst grannar Knjiglunnai. Boi jjarluikliússins og llnss \orslnnaiinnar <|I fe-v?* |(B| 1 ' ^ t: » « 3 n i a a 9 I a yrirtækin SJÓVÁ-ALMENNAR, KAUPÞING HF. og Sparisjóður Reykjavíkur og nógrennis opna í nýju húsnæði, Kringlunni 5. KAUPÞING hefur starfsemi sína ó nýja staðnum mánudaginn 13. nóvember en SJÓVÁ- ALMENNAR og SPRON þriðjudaginn 14. nóvember. KRINGL AN ? |org»lielkhU8iú Kringlan verslunarmiðstöð jHH Hi ■ - 14. NÓYHtáBER - munu fyrirtækin þrjú í Kringlunni 5 halda opnunardaginn hátíðlegan. Við vonumst svo sannarlega til að sem flestir líti inn þann dag og þiggi góðgjörðir. Eins og sjá má á af- stöðumyndinni hér fyrir ofan, þá er Kringlan 5 gegnt versl- unarmiðstöðinni Kringlunni, við hliðina á Húsi verslunar- innar og örstutt frá Borgarleikhúsinu. Verið velkomin! SJOVA-ALMENNAR Sparisjóóur Reykjavíkurog nágrennis KAUPPING HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.