Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 44
SJQVÁDÍfjALMENNAR
FELAG FOLKSINS
wóftnttbtfrifr
EINKAREIKNINGUR Þ/NN
/ LANDSBANKANUM
_________________Mk
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Sauðfjárslátrun:
Aætluð heild-
arfiramleiðsla
$.600 tonn
SAUÐFJÁRSLÁTRUN er nú
víðast hvar lokið, og er áætlað
að heildarframleiðslan I haust
verði um 9.600 tonn. Er það um
6% samdráttur frá síðasta ári,
en þá var framleiðslan um 10.250
tonn.
Samkvæmt upplýsingum frá
Framleiðsluráði landbúnaðarins
hefur sláturfé fækkað um 11% frá
árinu 1988, og er fallþungi dilka
ívið meiri í haust en þá, en endan-
legar tölur liggja ekki fyrir. Mesta
innvigtun í sláturtíð var árið 1978,
en þá var framleiðslan um 15.300
tonn, þannig að samdrátturinn er
—am 37%.
Danskur stjörnu-
spekingur:
Eldsumbrot-
um spáð á
Islandi á
líæstunni
í DANSKA ríkissjónvarpinu var
síðastliðið miðvikudagskvöld við-
tal við danskan sljörnuspeking að
naftii Arne Gabs. í viðtalinu kom
meðal annars fram að Gabs spáði
fyrir um eldgosið í Heimaey í jan-
úar 1973 og byggði hann spá sína
á jarðskjálftum sem orðið höfðu
um áramótin 1972-’731 Nicaragua
í Suður-Ameríku.
Arné Gabs sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að sjötta þessa
mánaðar hefði orðið jarðskjálfti í
Nicaragua og að hann reiknaði með
að eldgos brytist út á íslandi á tíma-
bilinu 13.-28. nóvember. Ekki kvaðst
Jiann geta sagt fyrir um hvar á
iSdinu slíkir atburðir myndu eiga
sér stað.
Gabs sagði að hann hefði veitt
viðtalið í danska sjónvarpinu til að
vekja athygli á aðferðum sínum til
að spá fyrir um óorðna hluti, en til
þess beitir hann stjörnunum í himin-
hvolfínu.
Hann kvaðst telja að ef til eldsum-
brota kæmi renndi það stoðum undir
spádómshæfileika sína og þá kenn-
ingu sína að samband væri á milli
jarðhræringa í Nicaragua og eldsum-
brota á íslandi. Gabs sagði að það
yrði íslendingum til mikils góðs éf
unnt yrði með þessum hætti að spá
fyrir um náttúruhamfarir á Islandi.
Perlan í Öskjuhlíð
Morgunblaðið/Bjami
Útsýnishúsið nýja í Öskjuhlíðinni gengur undir nafninu perlan manna á meðal enda minnir gler-
hvelfingin óneitanlega á perlu. Byggingakranar hafa verið fiarlægðir og sést nú vel hvernig húsið
mun prýða Öskjuhlíðina. Að sögn Jóhannesar Zoéga verkefhissljóra, er húsið nú fokhelt og undir-
búningur hafinn að næsta verkþætti, sem er útboð á innréttingum. Standa vonir til að það geti
farið fram fyrir áramót.
Gjaldþrot ís-
landslax:
Kröfiihafar
og bústjór-
ar reka fyrir-
tækið áfram
Islandslax hf. var formlega úr-
skurðað gjaldþrota í gær að ósk
sfjórnar félagsins. Skipaðir bú-
sfjórar, hæstaréttarlögmennirn-
ir Sigurmar Albertsson og Garð-
ar Garðarsson, héldu síðdegis í
gær fyrsta fúnd sinn með fúlltrú-
um stærstu kröfúhafa, Fram-
kvæmdasjóðs, Fiskveiðasjóðs og
Landsbanka íslands. Ákveðið var
að halda rekstri fyrirtækisins
áfram á ábyrgð búsins með
óbreyttu starfsliði.
Að sögn Sigurmars Albertssonar
var ekki ákveðið í hve langan tíma
þessi háttur yrði hafður á. Hann
sagði að á fundinum hefðu. ýmsir
möguleikar um ráðstöfun eignanna
verið ræddir en ekkert verið ákveð-
ið í þeim efnum. Hann sagði að
forsvarsmenn SÍS hefðu enn engar
hugmyndir lagt fram um að koma
inn í reksturinn en Guðjón B. Ólafs-
son, forstjóri SIS, segir SIS hafa
áhuga á þvi.
Sigurmar Albertsson kvaðst eiga
von á að fundir með kröfuhöfum
yrðu daglega á næstunni. Fyrst um
sinn mundi þar aðeins vera um að
ræða Framkvæmdasjóð, Fiskveiða-
sjóð og Landsbanka en aðrir komi
einnig inn á næstunni. Kröfur verða
innkallaðar fljótlega.
Sjá einnig frétt á miðopnu.
Könnun Félagsvísindastofiiunar á atvinnu og tekjum:
Fjölskyldutekjur hafa
rýrnað um 6% á einu ári
Mun færri eru á vinnumarkaði nú en í fyrra
UMTALSVERT færri eru á
vinnumarkaði nú en á síðastliðnu
ári eða 78% fólks á aldrinum
18-75 ára samanborið við 81-83%
á árinu 1988, að því er fram kem-
ur í könnun sem Félagsvísinda-
stofnun hefur gert á atvinnu, at-
vinnuhorfúm og tekjum. Þar
kemur fram að heildartekjur fúll-
vinnandi karla voru um 123 þús-
und krónur á mánuði í október
og heildartekjur kvenna 75 þús-
und krónur. Fjölskyldutekjur
voru 169 þúsund krónur á sama
tíma og höfðu rýrnað um 6% frá
nóvember á siðasta ári, en kaup-
máttur heildartekna einstaklinga
hafði rýrnað um nær 9%.
Samningur um saltsíldarkaup Sovétmanna óstaðfestur:
Ovíst hvort íslensku samninga-
mennirnir verða áfram í Moskvu
SAMNINGANEFND Síldarútvegsnefiidar var í gær tilkynnt í
Moskvu að sjávarútvegsráðherra Sovét.ríkjanna treysti sér ekki til
að staðfesta samkomulag það, sem gert hafði verið milli innkaupa-
stofiiunarinnar Sovrybflot og samningamanna SÚN síðastliðinn
laugardag.
Samkomulagið var gert með
þeim fyrirvara að sovéski ráðherr-
ann samþykkti það. Óvíst er hvort
íslensku samningamennirnir
Gunnar Flóvenz og Einar Bene-
diktsson verði áfram í Moskvu en
í gær vörðust þeir allra frétta af
^ erangi mála og því í hveiju samn-
ingurinn væri fólginn.
Þar sem menn héldu að samn-
ingar væru að takast við Sovét-
menn um saltsíldarkaup þeirra var
mokveiði af millisíld í Mýrarbugt
í fyrrinótt. Síldin, sem veiðstTiefur
í haust, hefur aðallega verið
millisíld, sem hentað hefur til sölt-
unar á Rússlandsmarkað. Þar sem
samningar hafa enn ekki tekist við
Sovétmenn um saltsíidarkaup
þeirra hefur síldin aðallega farið í
frystingu og bræðslu undanfarið.
Síldin hefur hins vegar ekki verið
nægilega stór til frystingar á Jap-
ansmarkað.
Frystihús, sem aðild eiga að
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
eru búin að frysta rúmlega 1.200
tonn af heilli síld og 900 tonn af
flökum á Evrópumarkað, svo og
60-70 tonn af heilli síld á Japans-
markað, að sögn Sveins Guð-
mundssonar hjá SH.
Saltað hafði verið í 60.200 tunn-
ur af síld í fyrrakvöld en seldar
hafa verið 72 þúsund tunnur af
saltsíld til Svíþjóðar, Finnlands,
Póllands, Bandaríkjanna og
Kanada. Á sama tíma í fyrra var
búið að salta í 118.300 tunnur,
árið 1987 hafði verið saltað í 167
þúsund tunnur, 83.400 tunnur árið
1986 og241 þúsund tunnur 1985.
í fyrra tókust saltsíldarsamn-
ingar við Sovétmenn 1. nóvember.
Fram kemur að atvinnuleysi
karla hefur aukist nokkuð, en á
síðustu mánuðum hafi skráð at-
vinnuleysi kvenna minnkað. Um-
talsverður hluti fólks hafi því horfið
af vinnumarkaði án þess að skrá
sig atvinnulaust. Um helmingur
vinnandi manna segir að þeir merki
samdrátt í starfsemi þess fyrirtæk-
is eða stofnunar, sem þeir vinna
hjá. Samdrátturinn virðist mestur
í Reykjavík og mestur í landbún-
aði, verslun, samgöngum og iðnaði
á landinu öllu.
Vinnutími karla í fullri vinnu
hefur styst á þessu á ári um rúm-
lega eina klukkustund að meðal-
tali, en vinnutími kvenna virðist á
hinn bóginn hafa lengst á síðustu
mánuðum. Kannanir Félagsvísinda-
stofnunar sýna almennt miklar
sveiflur í vinnutíma og tekjum
kvenna og virðast þær að nokkru
Ieyti fylgja sveiflum í sjávarútvegi.
Ennfremur kemur fram að nærri
3% vinnandi manna segjast óttast
að missa atvinnu sína á næstu vik-
um eða mánuðum, sem er nærri
þrefalt stæm hópur en skráður er
atvinnulaus. Ófaglært verkafólk og
þeir sem starfa í iðnaði virðast ótt-
ast atvinnuleysið meira en fólk í
öðrum atvinnugreinum. Þeir sem
starfa hjá hinu opinbera óttast síður
atvinnuleysi en aðrir.