Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 „Endurreisn Þj óðleikhússins “ eftir Sturlu Böðvarsson Nýlega var kynnt tillaga um breytingar á Þjóðleikhúsinu. Um er að ræða verulegar breytingar á þessu reisulega húsi sem Guðjón Samúelsson, sá merki arkitekt, teiknaði og er meðal merkustu bygginga þjóðarinnar. Hljótt hefur verið um undirbún- ing þessa stórvirkis, sem breyting- arnar á leikhúsinu eru. Vil ég með þessari grein lýsa undrun á vinnu- brögðum við svo viðkvæmt verk og að framkvæma breytingar á Þjóð- leikhúsinu, sem er einskonar helgi- dómur leiklistarinnar og í raun menningar í landinu. Kynni mín af þessum fyrirhuguðu breytingum á Þjóðleikhúsinu urðu þá fýrst er þær voru lagðar fyrir Húsfriðunarnefnd og óskað umsagnar. Því er ekki á móti mælt að endurbætur þarf að gera á Þjóðleikhúsinu og færa margt að breyttum kröfum um bún- að og starfsaðstöðu. Viðhald húss- ins hefur sjáanlega verið í molum eins og er með flestar byggingar ríkisins auk þess, sem bæta þarf úr mikilvægum öryggisatriðum svo sem vegna eldvama og aðgangi fyrir fatlaða. Húsfriðunamefnd hef- ur varað við þeim róttæku breyting- um sem fyrirhugaðar eru á sal leik- hússins og Húsameistari ríkisins, sem er handhafi höfundarréttar að byggingunni, mun vera þeim andvígur, en segist muni vinna að breytingum samkvæmt ákvörðun byggingarnefndar. Húsameistari lætur þannig bygg- ingarnefndinni algerlega eftir að ráðskast með þetta hugverk, sem ætla mætti að hann mundi veija svo sem eðlilegt hefði verið. I frásögn Morgunblaðsins er haft eftir Skúla Guðmundssyni formanni byggingarnefndar að gera eigi „þetra leikhús á grunni verndunar- sjónarmiða". Byggingamefndin ber fyrir sig vemdun í trausti þess, að það geti dregið úr óánægju þeirra sem vilja varðveita þann merkilega svip sem Þjóðleikhúsið hefur jafnt að utan sem innan og þjóðin hefur svo sannarlega kunnað að meta. Vemdunarsjónarmið hafa samt ekki átt upp á pallborðið hjá bygg- ingarnefnd því engin úttekt var gerð á því hvert gildi verndunar- sjónarmið ættu að hafa við endur- reisn Þjóðleikhússins. Flest bendir til þess, að byggingarnefndin hafi látið leikhúsfólkið ráða ferðinni. Gengið hefur verið til þessa verks með það sem megin viðmiðun, að breyta ætti salnum um leið og starfsaðstaða væri bætt og sú hefur niðurstaðan orðið. Því vil ég vekja athygli á þessu að margar opinberar byggingar eru að grotna niður vegna skorts á við- haldi. Þegar svo er komið er yfir- leitt auðvelt að reka áróður fyrir því, að gjörbreyta merkum bygg- ingum vegna þess hversu lélegar þær em orðnar. Tískustraumar í byggingarlist ráða þá oft hvernig til tekst um viðbyggingar og breyt- ingar sem umturna þeim heildar- svip sem höfundar hafa sett. Mætti nefna margar byggingar stórar og Sturla Böðvarsson „Mætti nefiia margar byggingar stórar og smáar sem eru sorgleg dæmi um þá áráttu að hrófla upp breytingum, sem ekki taka mið af þeim stíl sem fyrir er.“ smáar sem eru sorgleg dæmi um þá áráttu að hrófla upp breytingum, sem ekki taka mið af þeim stíl sem fyrir er. Húsafriðun hefur átt erfitt upp- dráttar hér á landi. Heldur hefur samt verið unnið á í þeirri viðleitni að varðveita merkar byggingar og bæjarhluta. Breytingar á svo merkri byggingu sem Þjóðleikhúsinu án þess að'leggja þær í tíma fyrir kunnáttumenn og formælendur húsfriðunar, eru vinnubrögð sem eru ámælisverð og munu herða á því að krafist verði friðunar merk- ustu bygginga landsins til þess að koma í veg fyrir að slys hendi. Það hljóta að vera eðlileg vinnubrögð að fram fari rækileg skoðun og umræða áður en gripið er til þess, að umbylta byggingum án þess að augljós tilefni séu til þess önnur, en löngun til þess, að líkja ðftir því sem talið er hæfa þá stundina, en gæti verið úrelt á næstu andartök- um. í bréfi til Húsfriðunamefndar. getur byggingamefnd Þjóðieik- hússins þess að teknar verði mynd- ir af húsinu áður en því verði breytt!! Með því verði unnt að færa húsið aftur í sína upprunalegu mynd, ef vilji verður fyrir því síðar. Ekki veit ég hvort taka á þessa viljayfirlýsingu frá nefndinni sem spaug, eða háð um húsafriðun. Með lögum um húsafriðun er leitast við að vinna gegn því að sögulegum menningarverðmætum sé fórnað. Það heyrist æði oft, að festa megi byggingar á filmu og varðveita þær með þeim hætti. Það er ótrúlegt að byggingarnefnd sem fengið hef- ur það vandasama verkefni að end- urreisa Þjóðleikhúsið láti slíkt frá sérfara. Ástæða er til þess að óska bygg- ingarnefndinni alls hins besta í vandasömu verki. Henni hefur verið falið vald sem er vandmeðfarið. Höfundur er bæjarstjóri í Stykkishólmi ogfulltrúi sveitarfélaganna í Húsfriðunarncfnd. Viðtalstími borgarfulltrua Sjáifstæðisflokksins i Reykjavik Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 2. desember verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnu- málanefndar, í stjórnum bygginganefndar aldraðra og SVR, og Guðmundur Hallvarðs- son, formaður hafnarstjórnar. y y y y y y y y y y y y y HANDAVINNUPOKINN Mjúkur /Til um/vusimi kisu-púði * Tiv f, m 4 i ÖM IM U Skemmtilegur púði í stelpu- eða strákaherbergið. Og það er nægur tími til að búa hann til og gefa í jólagjöf. Gott er að nota pluss-efni í púðann, það fæst víða, i það minnsta hér í höfuðborginni. Ég hef séð efnið í Vogue, Virku, Sau- malist og í Saumasporinu, Kópa- vogi, og fæst það í öllum regnbogans litum. í minn púða notaði ég hvítt pluss-efni, eyru, kinnar og nef úr bleiku fílti, og svo hafði ég grænt og hvítt um- hverfis augu. Þá notaði ég svolítið af svörtu, rauðu og fjólubláu saumagarni í veiði- hár, augnhár og punktalínu kring- um augu. í augun notaði ég pla- staugu (frá Saumasporinu), en einnig má nota litla hnappa. í púðann þarf 40 sm af 140 sm breiðu plussefni, 15 sm af fíltefni í eyru, kinnar og nef, og svo púðafýllingarefni. Eyrun eru sniðin úr pluss-efni að aftan, en fílti að framan. KIipp- ið út tvo 40 sm (þvermál) hringi úr plussefninu. Saumið saman eyrun á röngunni, snúið þeim við og þræðið þau á annað púðaborð- ið (sbr. mynd). Klippið andlitshlutana úr fíltinu og límið þá aðeins eða þræðið á framhlið púðans. Saumið svo með garninu punktalínuna umhverfís augun, veiðihárin og augnhárin. Notið hugmyndaflugið við litaval og annað. Þegar andlitið er tilbúið saumið þá púðaborðin tvö saman á röng- unni, takið eyrun með og skiljið eftir op að neðan til að troða fyll- ingunni í. Saumið svo fýrir opið í höndunum. Þarna er þá komin þessi líka ljómandi jólagjöf sem er bæði eiguleg og ekki síður per- sónuleg. Á myndinni hér að neðan er teikning af kisuandlitinu á rúðu- strikum. Hver rúða er tveir sm, og er því auðvelt fyrir ykkur að stækka teikninguna í rétta stærð. En ef þið viljið heldur getið þið fengið sniðin send, en þá þurfíð þið að skrifa eftir þeim. Utaná- skriftin er: Dyngjan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Góða skemmtun, Jórunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.