Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989
C 7
Verð kr.
2.600,-
Klingjandi kristall
- kærkomin gjöf
Bústaðakirkjs
AÐVENTUHÁTÍÐ
Hugleiðing um gildi
blómafrj ókornsins
eftir Gissur
Guðmundsson
Það hefur verið undarlega hljótt
um fæðubótárefnið „High Desert“-
blómafijókornið nú um langa hríð.
Er því ekki úr vegi að hrista dálítið
upp í hugarfylgsnum fólks og minna
enn á, hveru stórkostlegt og áhrifa-
ríkt blómafijókornið er til bættrar
heilsu og mikill orkugjafi. Þetta er
sterk fæðubót og þarf því að með-
höndla það á réttan hátt. Það er
svo með þesa fæðu sem aðra, sem
kraftur er í, líkaminn þarf aðlögun-
artíma til að venjast henni, mismun-
andi langan, eftir ásigkomulagi
hvers og eins.
Oþægindi geta gert vart við sig
í ýmsum myndum meðan líkaminn
er að venjast þessari nýju fæðubót
og losa sig við eiturefni sem safn-
ast hafa saman á hinum ýmsu stöð-
um í líkamanum vegna óæskilegrar
fæðu og valda verkjum í liðum og
vöðvum og hvar sem er. Ef rétt er
farið að og fólk er þolinmótt kemur
árangurinn örugglega í ljós, fyrr
en seinna.
Rétt er að geta þess, að kornið
byggir upp frumur líkamans og við-
heldur þeim, þannig að það tefur
fyrir hrörnun hans. Þá byggir korn-
ið upp forvarnar og fyrirbyggjandi
kerfi gagnvart hinum ýmsu sjúk-
dómum, sem herja á og hrella
mannkynið. Ekki síst menningar-
sjúkdómarnir. Ef kornið er tekið
stöðugt um langa hrið, byggir það
upp varnarkerfi og örvar hormóna-
starfsemi íkamans.
Til þess að árangur náist sem
bestur þarf ýmislegt fleira til en
bara neyta kornsins. Hreyfíng er
nauðsynleg í einhverri mynd svo
sem göngur, sund, skokk og líkams-
æfingar til að halda vöðvunum í
þjálfum og vama liðum að stirðna.
Ef þetta allt helst í hendur með
stöðugri þjálfun, mun góður árang-
ur nást.
Þá er holl fæða ekki síst stór
þáttur í þessu varnarkerfi. í því
sambandi vil ég nefna, sem talið
er óæskilegt í þessu sambandi og
beinlínis skaðlegt, svo sem kaffi-
þamb, sykur, salt, krydd, sælgæti
hverskonar og brennd feiti, ekki
síst dýrafeiti. Reyndar er allur mat-
ur, sem soðinn er í feiti, skaðlegur
heilsu manna. Þá vil ég nefna áfengi
og tóbak sem óæskilegt efni. Ég læt
'nægja að benda á þettá, þótt fleira
mætti fljóta með, svo sem svokallað
sjoppufæði.
Aftur á móti er brauðmatur all-
ur, bakaður úr grófu korni, mjög
æskileg fæða. Ennfremur allskonar
blöndur samansettar úr grófefnum,
t.d. morgungull. í því eru 17 teg-
undir korns blandaðai- saman í
æskilegum hlutföllum, sem sér-
fræðingar á því sviði annast. Þá
má nefna grænmeti, jarðepli og
ávexti, sem holla fæðu.
Sá sem þetta skrifar telur sig
hafa nokkuð haldgóða reynslu af
þessu fæðuvali, sem hann hefur til-
einkað sér síðastliðin 3 ár. Það gjör-
breytti svo heilsu minni smám sam-
an að undrun sætti.
Ég tek það sérstaklega fram hér
og legg áherslu á að blómafijókorn-
ið á stærstan hluta í þeim árangri,
sem ég hef náð í bættri heilsu
minni. Mér var nauðugur einn kost-
ur, að hætta störfum fýrir fjórum
árum vegna vanheilsu. Þá var ég
virkilega orðinn viljalaust gamal-
menni, sem ekkert gat gert að
gangi, hvorki fyrir mig eða aðra.
Sem sagt vesælt gamalmenni, ill
göngufær og aldrei þrautalaus. í
dag er ég alsæll, finn hvergi til, ég
hef mikla orku og vilja til að fram-
kvæma það, sem hugurinn stendur
til hveiju sinni, ekki síst líkamsæf-
ingar og göngur allt upp í 10 km
dag hvern. Það virðist því vera
sannmæli, sem ýmsir frægir pró-
fessorar skrifa um blómafijókornið
því til gildis. Skal ég því birta hér
nokkrar umsagnir sumra þeirra:
Dr. Paavo Airla, einn þekktasti
lífeðlisfræðingur heims og fremsti
næringarfræðingur Bandaríkjanna
segir: Blómafræflar auka mótstöðu-
afl líkamans gegn streitu og sjúk-
dómum, þeir flýta einnig verulega
fyrir afturbata flestra sjúklinga.
Blómafræflar eru svo sannarlega
hin fullkomna fæða, töframeðal og
hinn sanni æskubrunnur.
Asenasy Leru, forstöðúmaður
rannsóknarstofu vísindanna' í
Frakklandi, segir: Það er staðreynd
að vegna þess að blómafræflar inni-
halda 40-80% hreina glutomicasid
valda þeir því að löngun alkóhólista
í áfengi minnkar verulega. Einnig
tel ég sannað að starfsþrek heilans
aukist að miklum mun og eru því
blómafræflar óskafæða eldra fólks,
svo og vangefinna. Þeir auka
greindina, einbeitingarhæfileikann
og hæfileikann til að læra.
Achenm Jonesson og Rohl
(sænsk/þýsk læknasamvinna í
þvagfærasjúkdómum) segir: Við
höfum notað blómafræfla til lækn-
inga á bólgu í blöðruhálskirtli í 172
tilfellum þar sém sjúklingar náð
bata og reyndist uppskurður ónauð-
synlegur.
Emestó Contreas, einn fremsti
krabbameinslæknir heims, segir:
Við gefum líkamlegri uppbyggingu
sjúklinga okkar sífellt meiri gaum.
Blómafræflar vinna kraftaverk.
Ég læt umsagnir þessara frægu
manna nægja, þótt marga fleiri
gæti ég tilnefnt. Tel ég með þessu
nokkuð vel sannað hver áhrifamátt-
ur blómafræflanna er. Þeir eru
mjög vinsælir meðal íþróttamanna.
Þjálfarar hvetja þá mjög að neyta
þeirra, sérstaklega fyrir keppni.
Segja þá ná mun betri árangri.
Dæmi er um að þeir takið allt að
45 g daglega í því skyni.
Vil ég því hvetja alla, háa sem
lága, karla og konur, unga og
gamla að borða kornið reglulega
og hafa það sem fastan lið á mat-
seðli dagsins, með það í huga að
þarna sé um holla og nauðsynlega
fæðu að ræða.
Hðfimdur er ellilífeyrisþegi.
"N
SUNNUDAGINN 3. desmeber,
1. sunnudag í aðventu, verður
kirkjudagur í Bústaðakirkju. Þá
eru 18 ár liðin frá vígslu kirkj-
unnar, en Hún var vígð á 1.
sunnudegi í aðventu 27. nóvem-
ber 1971. Alla tíð síðan hefúr
þessi dagur verið hátíðardagur
Bústaðasóknar. Fjölmargir
minnast kirkjunnar sinnar á
þessum degi og taka á einn eða
annan hátt þátt í helgihaldi og
undirbúningi þess.
Barnamessa verður í kirkjunni
klukkan 11.00 árdegis og eru for-
eldrar hvattir til þátttöku með börn-
unum.
Guðsþjónusta verður klukkan
14.00. Sóknarpresturinn sr. Pálmi
Matthíasson messar. Kirkjukór Bú-
staðakirkju syngur undir stjórn
Guðna Þ. Guðmundssonar.
Eftir guðsþjónustuna verður
kaffisala í safnaðarheimilinu. Ávallt
hafa íbúar í sókninni, af miklum
rausnar- og myndarskap, gefið allt
meðlæti og er þess vsenst að svo
verði einnig nú. Tekið verður á
móti kökum og kræsingum í kirkj-
unni á sunnudaginn frá klukkan
10.00 árdegis. Kvenfélag kirkjunn-
ar annast framkvæmd kaffísölunn-
ar og rennur allur ágóði hennar til
fegrunar kirkjunnar.
Aðventukvöld verður í kirkjunni
klukkan 20.30. Þessar samverur
hafa notið mikilla vinsælda og verið
vel til þeirra vandað. Bræðrafélag
Bústaðakirkju annast framkvæmd
kvöldsins og mun formaður þess,
Árni Kristjánsson, flytja ávarp í
upphafi samverunnar.
Það er sérstakt gleðiefni þessa
aðventukvölds, að biskupinn herra
Ólafs Skúlason, verður ræðumaður
kvöldsins. Hann hefur staðið í for-
svari kirkju og safnaðar frá fyrstu
tíð og því einkar notalegt að fá
hann sem ræðumann þetta kvöld.
Herra Ólafur og eiginkona hans frú
Ebba Sigurðardóttir verða heiðurs-
gestir þessa aðventukvölds.
Tónlistarflutningur hvílir allur á
organistanum Guðna Þ. Guðmunds-
syni. Hann leikur á orgel og stjórn-
ar kór og hljóðfæraleikurum. Ein-
söngvarar að þessu sinni verða
Kristín Sigtryggsdóttir og Eiríkur
Hreinn Helgason.
Nýstofnaður barnakór kirkjunn-
ar syngur og hefur Guðrún Jóns-
dóttir annast raddþjálfun hans.
Þá kemur fram bjöllukór kirkj-
unnar sem einnig er nýjung í safn-
aðarstarfinu.
Þá verður sú nýbreytni, að öll
dagskrá þessa aðventukvölds verð-
ur túlkuð á táknmáli.
Aðventukvöldinu lýkur síðan með
ljósahátíð og bæn. Allir viðstaddir
tendra lítið ljós, sem tákn um það
ljós kirkju og kristni, sem þeir vilja
bera frá kirkju sinni.
Það er von sóknarnefndar og
sóknarprests, að aðventuhátíðin
verði fjölsótt og gleðileg. Hún er
samstiga skref safnaðarins til und-
irbúnings þeirrar hátíðar, sem fyrir
stafni er.
Pálmi Matthíasson
sóknarprestur.
KOSTA BODA
KRiNGWN
KBIWeNW Sími 689122
V_____________________/
uskálar